Tíminn - 01.10.1976, Blaðsíða 13
Föstudagur 1. október 1976
TÍMINN
13
hljóðvarp
Föstudagur
1. október
7.00 Morgunútvarp Veöur-
fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10.
Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og for-
ustugr. dagbl.), 9.00 og
10.00. Morgunbæn kl. 7.55.
Morgunstund barnanna kl.
8.45: Klemenz Jónsson les
siöari hluta „Ullarvindils”,
sögu skrásetta af Erlu
skáldkonu Tilkynningar kl.
9.30. Létt lög milli atriöa.
Sjallaö viö bændurkl. 10.05.
Tónleikarkl. 10.25. Morgun-
tónleikar kl. 11.00: Hans-
heinz Schneeberger, Guy
Fallot og Karl Engel leika
Trió I D-dúr fyrir fiölu, selló
og pfanó op. 70 nr. 1 eftir
Beethoven / Arthur Bloom,
Howard Howard, Fred
Sherry, Jeffrey Levine og
Mary Louise Boehm leika
Kvintett fyrir klarinettu,
horn, selló, kontrabassa og
pianó eftir Kalkbrenner.
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar.
12.25 Veöurfregnir og fréttir.
Tilkynningar.
13.00 Viö vinnuna: Tónleikar.
14.30 Miödegissagan: „Grænn
varstu, dalur” eftir Richard
Llewellyn Ölafur Jóh. Sig-
urösson islenzkaöi. óskar
Halldórsson les (17).
15.00 Miödegistónleikar
Christian Ferras og Pierre
Barbizet leika Sónötu nr. 2 i
d-moll fyrir fiölu og pfanó
op. 121 eftir Schumann.
Werner Haas og Noel Lee
leika „í hvítu og svörtu”,
svftu fyrir tvö pianó eftir
Debussy.
15.45 Lesin dagskrá næstu
viku.
16.00 Fréttir. Tilkynningar.
(16.15 Veðurfregnir).
16.20 Popphorn
17.30 Feröaþættir eftir Bjarna
Sæmundsson fiskifræöing
Óskar Ingimarsson les úr
bókinni „Um láö og lög”
(9).
18.00 Tónleikar. Tilkynning-
ar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til-
kynningar.
19.35 Daglegt mál Helgi J.
Halldórsson flytur þáttinn.
19.40 íþróttir Umsjón: Jón
Ásgeirsson.
Sinfóniskir tónleikar frá út-
varpinu i Madrid Sinfónfu-
hljómsveit útvarpsins leik-
ur. Stjórnendur: Odon
Alonso, Igor Markevitch og
Garcia Asensio. a. „Musica
Nocturna de Madrid” eftir
Luigi Boccherini. b. For-
leikur aö óperunni „Rakar-
anum frá Sevilla” eftir
Gisacchino Rossini. c. „E1
Salon Mexico” eftir Aaron
Copland. d. „Villanesca”
eftir Enrique Granados.
20.40 Mannvit, lærdómur,
menntun Guömundur Þor-
steinsson frá Lundi flytur
erindi.
Tónlist eftir Chopin Rafael
Orozco leikur Scherzo I
h-moll, b-moll og cis-moll.
21.30 Útvarpssagan: „öxin”
eftir Mihail Sadoveanu
Dagur Þorleifsson les þýö-
ingu sina (15).
22.00 Fréttir.
22.15 Til umræöu: Hvert
stefnir i kjaramálum opin-
berra starfsmanna. Um-
s jármaður : Baldur
Kristjánsson. Þátttakendur
meö honum: Eiöur Guöna-
son fréttamaöur, Höskuldur
Jónsson ráöuneytisstjóri og
Kristján Thorlacius for-
maður BSRB.
22.40 Áfangar Tónlistarþáttur
f umsjá Asmundar Jónsson-
ar og Guðna Rúnars Agn-
arssonar.
23.30 Fréttir. Dagskrárlok.
rr í JÖTUNHEIMUM
FJALLANNA so
Jónas átti, og það var ekki hægt að útkljá það fyrr en
með haustinu. En á staf Turra voru 22 skorur og þær
skorur áttu að sýna hversu mörg fullorðin hreindýr
Jónas ætti og í huga sínum var Lappinn sannfærður um,
að pilturinn frá Marzhlíð hefði forðað helmingi fleiri
hreindýrum frá því að lenda í rándýrakjöftum.
Klukkutíma eftir komuna til kaupstaðarins átti Jónas í
vösum sínum meira í peningum en hann hafði nokkurn
tíma dreymt um. Turrí hafði selt hreindýrin hans og lát-
ið borga þau fyrirfram. Kaupandinn var ekki í neinum
vafa um að hann fengi sitt í sláturtíðinni.
Fyrst af öllu keypti Jónas sér ný föt, og þegar hann var
kominn í þau fann hann, að hann var aftur kominn í hóp
frumbýlinganna. Hann keypti sér lika tvo Ijái, öxi og
skóf lu, lamir og nagla. Þegar hann hafði lokið viðskipt-
um sínum var byrðin orðin meira en hundrað pund.
Kaupmaðurinn lyfti á hann bagganum, og hann hristi
höfuðið, ef hann hefði fengið að vita hversu langa leið
Jónas átti fyrir höndum tólf mílur yfir f jöll og firnindi!
Það var ekki fyrir aðra en mestu hraustmenni.
Jónas gisti enn eina nótt í tjaldi Turra, en árla morgun-
inn eftir hélt hann af stað austur á bóginn. Turri og Ellý
fylgdu honum á leið. Turri var mjög hugsi, og um leið og
hann kvaddi sagði hann:
— Girtu heystakkana þína vel, Jónas. Maður getur
ekki alltaf ábyrgzt hreindýrin.
Jónas þrýsti hönd Lappans. Girðingarnar skyldu verða
traustar, ef svo færi, að hann eignaðist einhvern tíma
heystakka.
Og svo skálmaði hann af stað með byrði sína. Lappinn
og dóttir hans stóðu kyrr um stund og horfðu á eftir hon-
um, en þegar þau sneru við gekk Ellý spölkorn á undan
föður sínum. Hún vildi ekki láta hann sjá, að henni hafði
vöknað um augu.
Hugur Jónasar reikaði víða. Turri og fólk hans hélt að
hann gæti farið beint heim og kvænzt Stínu. Og þetta
hafði hannveriðhér um bil búinn aðtelja sérsjálfum trú
um, þegar hann keypti búsmunina í norska kaupstaðn-
um. En nú blasti blár og kaldur veruleikinn við honum.
Það beið hans ekki nein stúlka. ( byggðunum niðri við
Kolturvatnið átti hann sér hvergi griðland. Þar vildi eng-
inn hafa neitt saman við hann að sælda.
I þessum þönkum skálmaði Jónas austur heiðarnar, og
vissulega fannst honum framtíðin ekki bjartari nú en áð-
ur.
XXIII.
Slættinum var hér um bil lokið. Páll og Sveinn Ólafur
áttu aðeins fáeinar hesjur úti, og Nikki Brandsson og hin
unga kona hans voru að bera heim síðustu sáturnar. Lars
Pálsson og Marta áttu aðeins lítiðeitt úti. Það hafði verið
óvenjulega góð heyskapartíð. Heyskapinum átti að vera
lokið hálfum mánuði fyrr en sumarió áður.
Jónasi var ekkert sérlega vel fagnað í Marzhlíð. Þegar
Marta hafði jafnað sig eftir undrunina, réðst hún að
bróður sínum með nærgöngulum spurningum. Hvað
hafði hann sagt við Stínu í Fattmomakk? Hún var orðin
svo einkennileg. Og hvaða dilk mundi það draga á eftir
sér, að hann hafði strokið f rá messunni eins og hver ann-
ar misindismaður? Blygðaðist hann sín ekkert fyrir slikt
f ramferði? Já, hann var sannarlega þokkapiltur. Og það
þegar önnur eins stúlka og Stína var annars vegar. Nei,
hann var ekki hæfur til samneytis við heiðarlegt fólk. —
Og faðir hans var litlu mýkri á manninn. Hann gekk um
ygldur á svip og virtist sannfærður um, að sonurinn hefði
hagað sér svo illa hjá Löppunum, að hann hefði þótzt
neyddur til að strjúka til þess að komast hjá brottrekstri.
Og vinsemd bræðranna var heldur ekki ofmæld. Þeir
gutu til hans tortryggnum undrunaraugum. Hvað ætlað-
ist hann fyrir með þessari dvöl heima? Það mundi lík-
lega ekki líða á löngu, unz hann tæki að egna fólk í ná-
grenninu. Þeir virtust hafa gleymt þeim timum með
öllu, er þeir höfðu horft á það með gleði og velþóknun, að
Jónasi tókst að hef ja Marzhlíð til virðingar. Nú þurfti
ekki lengur að slá skjaldborg um virðinguna. Nikki
Brandsson hafði tryggt heimilinu hana um mörg ár með
sjötiu mjölsekkjum sínum.
Hinar kuldalegu móttökur náðu þó ekki að kæf a ákafa
Jónasar með öllu um að taka til höndunum við heyskap-
inn, en slátturinn var nú senn á enda, og eftir erfiðan
þurrkdag, var hann alveg eins þreyttur og vinnuleiður og
hjá Löppunum. Og nóg var að starfa, því að hvorki
bræðurnir eða Nikki virtust mega gefa sér andartaks
hvíld, en Jónas gat einhvern veginn ekki f undið sér neitt
til dundurs. Honum fannst hann vera ókunnugur maður,
og reyndi heldur ekki að kryf ja til mergjar ástæðurnar
til þess, að hann var nú kominn heim. Hann gladdist af
því meðsjálfum sér, að hann skyldi hafa falið mal sinn
undirgreinum limmikils grenitrés, og hann gat því hald-
ið að heiman hvenær sem hugur bauð og f yrirvaralaust.
Þau vildu ekki sjá hann hér heima, og þá gat hann víst
farið aftur. Einhvers staðar hlaut hann að geta fengið
starf. Hann gæti líka hæglega byggt sér skógarkofa áður
en vetur settist að, og hann átti næga peninga til að
kaupa sér vistir, ef veiðin brygðist.
En meðan Jónas íhugaði það, hver halda skyldi, reik-
aði hann upp að Suttungi. Það var eins og hann langaði til
að kveðja alla þá staði, sem verið höfðu honum kærir í
bernsku. Þarna var rjóðrið, þar sem þeir Páll höfðu lagt
björninn að velli fyrir ári síðan. Þarna var líka greni-
runninn, þar sem hann var vanur að koma fyrir beztu
refagildrunni sinni, og litlu ofar í f jallshlíðinni var all-
stórt rjóður, þar sem honum hafði stundum tekizt að
snara orra á vorin. Hér var varla nokkur steinn, sem
hann þekkti ekki, og hann hélt áfram göngunni upp hlíð-
ina.
Jónas nam staðar og horfði umhverfis sig. Nú var
hann kominn svo langt upp í hlíðina, að hann sá Marzhlíð
yfir trjátoppana. I suðri sást austurbakki Marzvatnsins
og í norðri fikaði barrskógurinn sig upp brattar hlíðar
Suttungs. Augu Jónasar voru ekki lengur fest við um-
hverf ið. Hann stóð í stóru, grasivöxnu rjóðri, sem hallaði
til suðurs, og allt í einu tók hann að snúast og hvima um-
hverfis sig eins og hundruð frumbýlinga höfðu gert á
undan honum. Já hér var staðurinn.
Jónas varð nær því ráðvilltur við þá tilhugsun, að ein-
mitt hér væri hægt að byggja sér nýbýli. Hann hafði búizt
við að verða að fara langan veg austur á bóginn til þess
aðf inna stað, þar sem honum leyfðistað byggja og hef ja
ræktun, en svo var staðurinn rétt við tærnar á honum.
Nokkrar sekúndur liðu, og svitadroparnir hnöppuðust
á enni hans. Hann dró andann að sér í snöggum titrandi
sogum en greip síðan um grenibrúsk og reif hann upp
með rótum. Hann rannsakaði moldina, eins og hann
byggist við að f inna f jársjóð. Þessi mold var eins góð til
ræktunar og moldin heima i Marzhlíð. Hann gekk þvert
yf ir rjóðrið. Hér skyldi bærinn standa og túnið teygja sig
til austurs og vesturs. Að norðan mátti ekki hreyfa við
skóginum. Hann átti að mynda skjólgarð gegn illviðrum.
Og í norðri og norðaustri var f jallið eins og virkisveggur.
Jónas hraðaði sér heim. Staðurinn, sem hann hafði
fundið og valið var þrjá kilómetra frá bæ föður hans, en
tilheyrði þó landareign Marzhlíðar. Lagaákvæðin um
ræktunartakmörk mundu ekki geta hindrað Jónas í því
að ryðja land neðan við Suttung. Það væri nóg að hann
fengi til þess leyfi föður síns.
En hinn ákafi og bjartsýni unglingur fór ekki beina
leið heim til sin. Hann lagði lykkju á leið sína niður i dal-
verpið og sótti þangað mal sinn, því að hann vildi gjarn-
an sýna þeim heima, að hann ætti sín eigin áhöld og væri
heldur ekki eins tómhenturog þau höfðu kannske búizt
við.
„Meinar þú aö ég eigi að þvo me'r
uin hendurnar bara til aö boröa
tómatsúpu.”
DENNI
DÆMALAUSI