Tíminn - 06.10.1976, Blaðsíða 16

Tíminn - 06.10.1976, Blaðsíða 16
16 TÍMINN Miðvikudagur 6. október 1976 TÍMA- spurningin Fórstu oftar í bió en venjulega meðan sjón- varpsleysið var á dögunum? Anna Thorlacius, húsmóöir: — Nei,ég fer örsjaldan I bíó og sjón- varpsleysiö breytti þar engu um. Anna Nikulásdóttir, nemi: — Ég horfi aldrei á sjónvarpið hvort sem er, en fer hins vegar i bió 2svar-3svar í viku. Albert Þór Jónsson, nemi: —Nei, ég hafði nóg annað að gera, en yfirleitt fer ég nokkuð oft I bió. J Ilelga Theódórsdóttir, nemi: — Nei, sjaldnar reyndar, þvi ég hafði yfirdrifið nóg að gera. Ég saknaði sjónvarpsins ekki hót, þvi yfirleitt er þaö leiöinlegt. mm 8 0 W lesendur segja „Lótið ekki heyra þetta til ykkar..." — segir veðurbarin bóndakona úr Dölunum fyrir hendi. NU munu sjálfsagt margir bændur vera farnir að hugsa semsvo: Þessiveit nú ekkimik- ið um h vað hún er að tala. Jú, ég veit það mjög vel. Einfaldlega vegna þess, að ég bý á þessu ó- þurrkasvæði. Við hér á minum bæ vorum búin að verka allt það hey, sem viö komum til með aö þurfa I vetur og meira til, i byrjun ágúst. Þá segir sjálfsagt einhver: Þau hljóta að hafa góöar geymslur. Viö höfum tvo turna og svo gamlar þurrheyshlöður. Við vorum nefnilega meðal þeirra, sem fengum ekki „jáiö” fyrr en seint. Ég skora á bændur að hugsa sitt mál þvi að það er lítilmannlegt að gefast upp fyrir veðurguöunum. Það á aö bjóöa þeim byrginn. Og bændur, látið engan heyra það, að vont sé að gefa vothey á vetrum. Þurrheyriö ykkar fer ekki sjálft á jöturnar og lyktina af votheyi er hægt aö fyrir- byggja. H.H. skrifar: „SVR stendur ekki undir þjónustunafni Undanfarið hefur mikið og hart verið deilt á Strætisvagna Reykjavikur og forráðamenn þess fyrirtækis. Þessi gagnrýni hefur einkum beinzt aö leiða- kerfinu og þeim þáttum þjón- ustu fyrirtækisins við borgara Reykjavikur, sem lúta beint að akstri vagnanna. Annað er það þó, sem mér er efst i huga i þessu sambandi, en það er sá samdráttur iþjónustu strætisvagnanna, sem ég hef oröið vör við undanfarinn mán- uðeða svo. Þará ég viö þá þjón- ustu, að fyrirtækið gaf þeim, sem mikið nota strætisvagna, kost á þvi að kaupa afsláttar- kort, en með þvi lækkaði hvert einstakt fargjald nokkuð. Nú er þessi þjónusta hætt og aðeins hægt að fá kort á fimm hundruö krónur, sem gefa litla semenga lækkun á fargjaldi. Ekki nóg með það, heldurhefur þaö kom- ið að minnsta kosti tvisvar fyrir mig siðastliðna viku, að strætis- vagnastjórar hafa ekki einu sinni haft þessi litlu kort með- feröis, þannig að ég hef orðið að greiða fargjaldið i peningum, fimmtiu krónur i hvort skipti, þvi þeir gefa ekki til baka. Þarna finnst mér Strætis- vagnar Reykjavikur sýna á sér anað andlit og verra, þvi þeir standa ekki undir nafninu þjón- ustustofnun meðan svona er. AB undanförnu hefur maður ekki komizthjá þvi að heyra um ófarir bænda á óþurrkasvæöun- um hér i sumar, það er að segja seinni part júli og allan ágúst. Alls staðar I öllum fréttum er talað um stórskaða, og ætla ég ekki að draga það i efa, að skað- inn er mikill. En mér er spurn, er sjálfsbjargarviðleitni bænda engin? EBa er þaö bjargráöa- sjóður, sem gerir fjöllin blá og bændur mikla? Þessi hugsun læðist að manni, þegar maður sér bændur ýta ónýtu heyi ofan I skúrði hjá sér, en eru svo meö galtóma votheysturna heima — sækja svo um lán og styrk til bjargráðasjóðs. Nú er mikið rætt um það aö efla bjargráðasjóð, til þess aö hann geti staöið undir öllum þeim óskum, sem koma til með að streyma til hans bráðlega, og var samþykkt gerð um það á stéttarsambandsfundinum nú nýverið. Sjá forráðamenn bænda virki- lega ekki götin i þessu máli? Rétt er að athuga þetta mál ögn nánar. Eftir óþurrkasumar- ið i fyrra var hljóðið i bændum mjög slæmt, og var séð fyrir, aö ef annað svona sumar kæmi aft- ur, þá yrði fyrirsjáanlegt aö margir bændur beinlinis yrðu ai hætta búskap, það er að segja, ef þeir gerðu ekki einhverjar ráðstafanir til þess að verka vothey. Nú veit ég ekki, hve margir sóttu um lán til votheyshlöðu- bygginga i ár, en þaö voru nokkrir. En eins og allir vita kom „jáið” frá stofnlánadeild ekki fyrr en löngu eftir að hey- skapur var hafinn, og komu þvi þessar hlöður ekki að gagni nú i sumar, nema hjá þeim, sem voru svo stöndugir, að þeir gátu hafiö byggingu upp á eigin spýt- ur. Og er ekki nema gott eittum þaö að segja. Þá vaknar sú spurning: Hvernig stendur á þvi, aö þeir hjá stofnlánadeild þurfa að velta vöngum yfir þvi, hvort lána skuli til votheysgeymslna eða ekki? Þaö á að vera sjálf- sagður hlutur að lána til slikra framkvæmda. 1 Noregi, til dæmis, fá bændur borgað fyrir að verka vothey, en þau eru um 80% af öllum hey- feng. Væri ekki ráð, ef stofnlána- deild er svo illa á vegi stödd, semsagter, aðefla hana eins og kostur er, en ekki Bjargráöa- sjóö. Láta það fé, sem óskað er eftir að fari i hann, renna til stofniánadeildar. Hætta þá þessari vitleysu að borga bændum fyrir að gera heyin ónýt. SU röksemdafærsla, sem heyrzt hefur, að ekki hafi veriö hægt að fara út á tún I ágúst — til þess vænti ég að heyja i vot- hey, er haldlaus. Bændur gátu veriö búnir að mestu leyti að heyja I byrjun ágúst, ef sjálfs- bjargarviðleitnin heföi verið

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.