Tíminn - 06.10.1976, Blaðsíða 1

Tíminn - 06.10.1976, Blaðsíða 1
Landsfyrirtæki um lagningu varanlegs slitlags? — Sjd bls. 2 'ÆHGIRf Áætlunarstaðir: Bíldudalur-Blönduós-Búðardalur Flateyri-Gjögur-Hólmavík Hvammstangi-Rif-Reykhólar Sigluf jörður-Stykkishólmur Súgandaf jörður Sjúkra- og leiguflug um allt land Símar: 2-60-60 og 2-60-66 t2 224. tölublað — Miðvikudagur 6. október—60. árgangur xaflagnir í virkjanir — hús verksmiðjur — skip SAMVIRKIS’ Skemmuveqi 30 c£\ Kópavogi ASK-Reykjavík. — ig hef heyrt að fundizt hafi sprungur í Breið- holtinu/ en vandinn er sá að þær sjást ekki á yfirborðinu/ sagði Jón Jónsson jarðf ræðingur í samtali við Tímann fyrir skömmu. — Sprungurnar sjást hins vegar ekki fyrr en búið er að ryðja jökulurðinni af berginu. Jón sagðist telja, að eitt — ein misgengissprunga fundin í Hólahverfinu en ítarlegar rannsóknir hafa ekki verið gerðar varhugaverðasta svæðið I Breiðholti, með tilliti til sprungna, væri dalverpið vestan við Vatnsenda- hæð, en það er austasti hlutinn i Breiðholti þrjú. Sjálfur sagðist Jón fyrir nokkru hafa kannað svæðið kringum gamla Breiðholtsbæinn. Þar hefði ekki sést nein mis- smiði á jarðvegi, en það útilokaði hins vegar ekki þann möguleika, að undir jökulurðinni væru jarð- sprungur. — En það er mjög erfitt að . framkvæma rann- sóknir á þessum sprungum, sagði Jón. — Það er ekki um neitt annað að ræða, en að rifa upp jarðveginn ofan á fast berg. Hins vegar hefði verið möguleiki á þvi áður en framkvæmdir hófust, að gera rispu hornrétt á sprungustefn- una, en jökulurðin er vfða 3-4 metrar, þannig að það hefði orðið mjög kostnaðarsamt fyrirtæki. Jón tók sem dæmi um hve erfitt væri að segja til um hvort ákveðin svæði væru hættuleg að árið 1954 kortlagði hann landsvæði við Sandskeið. Þegar það var gert var ekki hægt að sjá nein mis- smiði á þvl, en tlu árum siðar hafði þar myndazt sprunga. Þóröur Þorbjarnarson, borgarverkfræðingur, sagði að ekki hefðu verið gerðar neinar rannsóknir á sprungum i Breiðholti III, en hins vegar hefðu slikar rannsóknir verið gerðar i Seljahverfi. Hins vegar sagði Þórður að segja mætti að nokkur vitneskja heföi fengizt með sniðtöku af byggingars væðum I Breiðholti III, hús- grunnum og holræsagerð. Hefði þá fundizt ein mis- gengissprunga I Hóla- hverfinu, en hún hefði ekki verið rannsó'kuð nánar. Stöðumælasektir: Bifreiðin á upp- boð ef sektin er ekki greidd Gsal-Reykjavik — Um- ferðarnefnd Reykjavikur hefur að undanförnu fjall- að um þann mikla vanda, sem flest embætti eiga við að etja varðandi inn- heimtu stöðumælasekta, og hvernig bezt yrði að leysa þann vanda. Nefnd- in hefur orðið sammála um það, að tekiö verði upp nýtt fyrirkomulag, sem Norðmenn hafa not- að um skeið með góðum árangri, en það er, að taka svonefnt lögveð i bif- reiðum fyrir sektum, sem á þær falla á stöðumæla- reitum. Þetta þýöir meö öðrum oröum, aö eigandi bif- reiðarinnar er gerður ábyrgur fyrir sektinni, burtséð frá þvi hver hafi verið á bifreiðinni er sektin féll á hana. Lög- reglustjóra er siðan heimilt að láta auglýsa hana á opinberu uppboði og selja hana, ef eigand- inn greiðir ekki sekt sina. Sjá nánar bls. 2 Nú á það ekki að duga lengur að hunza stööu- mælasektirnar áfallalaust, þvi breytingin gengur út á það, að blllinn fer beina leið á uppboð, ef stöðu- mælasekt erekki greidd. Timamynd: G.E. FASTEIGNASALAR MUNA EKKI AÐRA EINS DEYFÐ Gsal-Reykjavík. — Það hefur ekki verið jafn mikil deyfð í fasteignamarkaðin- um í mörg ár, sagði Birgir Ásgeirsson sölumaður hjá Aðal- fasteignasölunni í samtali við Tímann í gær, en blaðið ræddi við nokkra fast- eignasala i Reykja- vik í gær og spurðist fyrir um hlutfallið á milli framboðs og eftirspurnar á fast- eignum. — Sem dæmi um það, hversu framboðið er glfurlega mikið núna, og eftirspurnin lltil, get ég nefnt, að við höfum núna um 200 fasteignir á sölu- skrá, en höfðum á sama tlma I fyrra á milli 50 og 60, sagði Þorsteinn Stein- grlmsson hjá Fasteigna- þjónustunni, en gat þess að tölurnar væru ekki ná- kvæmar. Fasteignasalarnir voru allir sammála um það, að framboð á fasteignum hefði verið mjög mikið I allt sumar, allt frá þvl I april, en eftirspurn að sama skapi litil. Einn þeirra sagöi að I septem- bermánuði hefði ávallt verið mikil eftirspurn, en i ár hefði það algjörlega brugðizt. Einkum hefur verið erfitt að selja stærri fast- eignir, að sögn fasteigna- salanna, en eftirspurn eftir litlum Ibúðum hefur alltaf verið mun mciri. Fasteignasalarnir voru ekki frá þvi, að nú færi að koma betri tið I fasteigna- málunum og sögðu, að talsvert hefði verið aö gera siðustu daga. . Kratarnir sem ætluðu að lóta ríkið borga brúsann Sjó baksíðu

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.