Fréttablaðið - 11.12.2005, Page 2

Fréttablaðið - 11.12.2005, Page 2
���������� ��������������� ��������������� ���������������� ��� ����������� ����������� ���������� ���������������������������������� ������ ������ ��������� ���� ������ ��������� �� ���������� ������ �� ������������������������������ ������������������������������ ���� ������ ������ ������ ����� ����������������������������� �������� ���� ��������� ������� ��� ������� ��� ������� ������ ���� ���� ����� �������� �������� ��� ���������������������� ����� ������������������������������ ��� ��� ������ ����������� ������ ������� �������������� ��� ���� ���������������������������������� �������� ��� ���������� ���� ���� ��������������������������������� ������������������������������ �� ����� ��������� ����������� ����� ������ �������������� ����� ������������������ ����� ���� �������� ��������� FEGURÐARSAMKEPPNI „Ég er bara ekki alveg búinn að átta mig á þessu,“ sagði Vilhjálmur Skúla- son, faðir Unnar Birnu, eftir að hún hafði verið krýnd Ungfrú heimur. „Ég fylltist auðvitað gríðarlegu stolti yfir þessu öllu saman en þó eru tilfinningarn- ar blendnar. Ég var búinn að hlakka til að fara út á flugvöll á mánudaginn og sækja hana en nú verður ekkert af því og allt er óvíst með heimkomuna,“ segir Vilhjámur sem fylgdist spenntur með keppninni ásamt syni sínum. „Þetta var rosalega spennandi. Undir það seinasta var hjartslátt- urinn farinn upp úr öllu valdi og spennan var alveg eins og á alvöru bikarleik,“ segir Vilhjálm- ur og bætir því við að í rauninni hafi hann ekki átt von á þessu. „Unnur var búin að telja mér trú um að þetta gæti alls ekki gerst. Þess vegna kom þetta enn meira á óvart. Sjálfur vonaði ég auðvit- að að þetta gæti farið svona og er ofboðslega stoltur núna.“ Vilhjámur má búast við því að sjá dóttur sína lítið næsta árið enda verður Unnur Birna meira og minna erlendis. Verkefnin sem fylgja titlinum eru mörg og Vilhjámur hefur fulla trú á að dótturinni eigi eftir að vegna vel: „Henni gengur ævinlega vel í öllu sem hún tekur sér fyrir hendur.“ - þo Vilhjálmur Skúlason, faðir Unnar Birnu, horfði stoltur á krýninguna: Eins og að fylgjast með bikarleik STOLTIR FEÐGAR Vilhjámur Skúlason, faðir Unnar Birnu, og Vilhjámur Vilhjámsson, bróðir fegurðardrottningarinnar, voru ánægðir með stelpuna sína. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL. LÖGREGLA Alvarlegur árekstur varð á Suðurlandsvegi í gær þegar þrír jeppar lentu saman og þurfti að loka veginum í hátt á þriðja tíma. Áreksturinn varð klukkan 15.30 til móts við Þórustaði í Ölf- usi. Klippa þurfti ökumann einnar bifreiðarinnar út úr bílnum. Fimm manns þurfti að flytja á sjúkrahús, þar af tvo alvarlega slasaða. Að sögn Hlyns Þorsteinssonar, læknis á slysadeild Landspítalans í Fossvogi, var þó enginn þeirra lífshættulega slasaður. „Fjórum bílum var ekið til vest- urs, sá fremsti beygði til vinstri inn á afleggjarann að Þórustöðum. Sá sem aftast ók áttaði sig ekki í tíma á því að röðin hafði nánast stöðvast og ók á ökutækið fyrir framan,“ segir Svanur Kristins- son, varðstjóri hjá lögreglunni á Selfossi, um tildrög árekstursins. „Sá sem ekið var aftan á fór yfir á öfugan vegarhelming og lenti framan á jeppling sem ekið var til austurs. Úr varð hörkuárekstur,“ segir Svanur. - gb Þrjár bifreiðar í árekstri á Suðurlandsvegi: Klippa þurfti farþega út úr bíl ÁREKSTUR VIÐ INGÓLFSFJALL Bifreiðarnar þrjár eru taldar nánast ónýtar eftir áreksturinn. FRÉTTABLAÐIÐ/EGILL BJARNASON NÍGERÍA, AP Sjö manns björguðust en 103 fórust þegar nígerísk far- þegaþota hrapaði til jarðar í gær. Vélin var aðflugi að flugvelli í borginni Port Harcourt, sem er sunnantil í Nígeríu. „Hér eru lík út um allt,“ sagði starfsmaður flugvallarins. Hann sagði að flugvélin hafi sundrast og mörg líkin væru svo illa brunnin að ómögulegt væri að bera kennsl á þau. Sjö manns reyndust vera á lífi og voru þeir fluttir á sjúkrahús. Ekki er vitað um orsakir slyssins en undanfarið hefur það nokkrum sinnum gerst í Nígeríu að flugvél- ar hafi ekki hitt á flugbrautir. ■ Flugslys í Nígeríu: Sjö lifðu en hundrað létust LAXNESS Þess var minnst í Þjóð- menningarhúsinu í gær að fimm- tíu ár eru liðin frá því að Halldór Laxness fékk b ó k m e n n t a - v e r ð l a u n Nóbels. Fjöldi fólks fylgdist með fjölskrúðugri h á t í ð a r d a g - skrá sem hófst klukkan ellefu og stóð fram á kvöld. Tónlist- arflutningur af ýmsu tagi setti stóran svip á dagskrána, en einnig var efnt til málþings þar sem meðal annars var fjallað um viðtökur við verkum Halldórs Laxness fyrir og eftir Nóbelsverðlaunin. Um kvöldið lásu síðan skáldin í Nýhil-hópnum úr verkum sínum undir yfirskriftinni „Unglingarnir í skóginum“. ■ Fögnuður í Þjóðmenningarhúsi: Fimmtíu ára Nóbelsafmæli RAGNHILDUR GÍSLA- DÓTTIR Tónlistarflutn- ingur setti sterkan svip á afmælisdaginn. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓMAR Íslensk fegurð Unnur Birna er fjórða íslenska konan sem ber titilinn ungfrú heimur. Guðrún Bjarnadóttir Guðrún var kjör- in ungfrú Ísland árið 1962 og ári síðar bar hún sigur úr býtum í keppninni Miss In te rna t iona l fyrst íslenskra kvenna. Guðrún starfaði árum saman sem fyri- sæta og myndir af henni prýddu mörg helstu tímarit heims. Hólmfríður Karlsdóttir Íslenska þjóðin stóð á öndinni þegar Hólm- fríður Karls- dóttir var krýnd ungfrú heim- ur árið 1985. Krýning hennar markaði upp- hafið að gullaldarárum íslenskra fegurðarsamkeppna og ekki leið á löngu þar til önnur fegurðardís hampaði sama titli. Linda Pét- ursdóttir Linda hlaut titil- inn ungfrú heim- ur árið 1988. Linda fylgdist spennt með keppninni í gær og var ákaflega ánægð með árangur Unnar Birnu. „Þetta er glæsilegur sigur og eig- inlega var kominn tími til að Ísland kæmist svona langt í keppninni þar sem við höfum ekki verið ofarlega á blaði undanfarin ár,“ sagði Linda sem átti auðvelt með að setja sig í spor Unnar Birnu. „Þetta er ofboðs- lega stórt allt saman og það eru líklega fáir sem skilja betur en ég hvernig henni Unni líður núna. Það er alveg ný veröld sem blasir við henni og hún á ábyggilega eftir að standa sig vel enda vel að sigrinum komin,“ segir Linda. FEGURÐARSAMKEPPNI Íslendingar hafa enn einu sinni fengið stað- festingu á því að á Íslandi búa fallegustu konur veraldar. Unni Birnu hafði verið spáð góðu gengi í keppninni en sjálf lét hún vænt- ingarnar ekki stíga sér til höfuðs. Eftir lokaæfinguna á föstudags- kvöldið skrifaði hún dagbókar- færslu á vef Morgunblaðsins þar sem hún varaði fólk við því að taka spárnar of trúanlega. „Það er ekk- ert að marka svona spár og veð- banka og ég get lofað ykkur því, eins og ég hef gert áður, að kór- ónan verður ekki í ferðatöskunni þegar ég kem heim á mánudag.“ Nú verður Unnur Birna að ganga á bak orða sinna því kórónan góða verður svo sannarlega með í far- teskinu þegar fegurðardrottning- in snýr aftur heim. Keppnin var hin glæsilegasta í alla staði en um 100 keppendur frá ýmsum þjóðlöndum tóku þátt í henni. Íslenskir áhorfendur sátu límdir við skjáinn og göptu af undrun þegar úrslitin voru kunn. Fegurðardrottningin sjálf var ekki minna hissa og sagðist alls ekki hafa búist við þessu. „Ég hélt þetta væri komið gott þegar ég var komin í sex manna úrslit og átti alls ekki von á að ná lengra,“ sagði fegurðardrottningin í samtali við NFS í gær. Heiðar Jónsson lýsti keppninni á Skjá einum og var að vonum ánægður með árangur Unnar. „Ég átti reyndar alveg von á þessu og þegar það var ljóst að ungfrú Filippseyjar kæmist ekki í úrslit var ég viss um að Unnur myndi vinna,“ segir Heiðar og bætir því við að keppnin hafi verið mjög spennandi. „Ég veit ekki hvort fólk gerir sér grein fyrir því að þetta er gríðarlega vinsælt sjónvarpsefni og þar af leiðandi mikil landkynn- ing. Fegurðarsamkeppnir hafa verið misvinsælar í gegnum tíð- ina en núna eru þær á hápunkti á heimsmælikvarða. Þótt áhuginn í Norður-Evrópu hafi minnkað þá er víða borin gríðarleg virðing fyrir keppninni og því á Unnur eflaust eftir að bera hróður Íslands víða. Titillinn gefur henni líka ótrúleg tækifæri. Hún mun ferðast um heiminn og sinna góðgerðarmál- um,“ segir Heiðar sem er ekki í nokkrum vafa um hvers vegna heimsbyggðin valdi Unni. „Hver sá sem hittir þessa stúlku kemst að því að hún á þennan titil svo sannarlega skilið. Um leið og þú kynnist henni þá gleymirðu hvað hún er falleg. Hún er svo góð og hlý og klár þannig að eftir klukku- tíma viðkynningu þá skiptir engu hvort hún er sæt eða ekki,“ segir Heiðar. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, og kona hans, Dorrit Moussaieff, sendi Unni Birnu eft- irfarandi heillaóskir: „Við óskum þér til hamingju með glæsilegan árangur. Þú ert landi og þjóð til sóma.“ thorgunnur@frettabladid.is Kemur heim með kórónu í farteskinu Unnur Birna Vilhjálmsdóttir er ungfrú heimur. Hún átti alls ekki von á að ná svo langt í keppninni. Hún hafði skrifað á netið að hún kæmi ekki með kórón- una heim. Heiðar Jónsson snyrtir segist hafa verið viss um að hún ynni. BROSAÐ GEGNUM GLEÐITÁRIN Unnur Birna átti alls ekki von á að sigra í keppninni. Fram- undan er viðburðaríkt ár í hlutverki ungfrúar heims. 2 11. desember 2005 SUNNUDAGUR SPURNING DAGSINS Sigurður, Ertu kominn með lappirnar upp á skemil? „Nei, aldeilis ekki. Nú er ég bara byrjaður að undirbúa jólin og nóg að gera í því næstu daga.“ Alþingismenn eru komnir í eins og hálfs mánaðar jólafrí fram til 17. jan- úar. Sigurður Kári Kristjánsson situr á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.