Fréttablaðið - 11.12.2005, Side 8

Fréttablaðið - 11.12.2005, Side 8
 11. desember 2005 SUNNUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRI: Kári Jónasson FRÉTTARITSTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FRÉTTASTJÓRI: Arndís Þorgeirsdóttir VARAFRÉTTASTJÓRI: Trausti Hafliðason FULLTRÚI RITSTJÓRA: Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 Daginn sem heimurinn minntist þess að liðinn er aldarfjórð-ungur frá ótímabæru andláti bítilsins Johns Lennon kom hin nýja yfirstétt á Íslandi með Ólaf Ragnar Grímsson forseta í broddi fylkingar saman á lokuðum sinfóníutónleikum í Háskólabíói til að halda upp á hve það getur verið notalegt að vera ríkur og frægur – og fá að njóta velgengninnar í friði fyrir alþýðunni. Forsetinn, nýkominn af krýningarhátíð Alberts fursta í stórveldinu Mónakó, bauð enskri barónessu á tónleikana og í veisluna sem í kjölfarið fylgdi og lét að auki fljúga hingað með óperusöngvarann Bryn Terfel sem Morgunblaðið, fullt aðdáunar, sagði að hefði sungið „guðdómlega“ fyrir hina útvöldu. Því miður fékk almenningur ekki að hlusta nema heima í stofu og gat því ekki klappað söngvaranum lof í lófa á staðnum. En vonandi hefur yfirstéttin „látið hringla í skartgripunum“ svo vitnað sé til fleygra ummæla Lennons af svipuðu tilefni. Ólafur Ragnar Grímsson forseti er fyrirmannlegur á velli, með ríka sjálfsvitund og metnað. Hann prýða margir kostir sem geta gert hann að góðum forseta. Hermt er að hann – og ekki síður forsetafrúin Dorrit Moussaieff skartgripahönnuður – veki athygli hvar sem þau fara utan landsteinanna. Þau eru áberandi í sam- kvæmislífi frægðarfólks eins og blaðalesendur hafa í Séð og heyrt. Ýmsum þótti þó sem forsetinn væri kominn á hálan ís þegar hann fyrir nokkru sendi Margréti Danadrottningu ljósmynd af föður sínum að gjöf. Slíkar gjafir tíðkast að jafnaði einungis meðal aðalsfólks. En á það var að vísu bent að drottningin átti enga slíka mynd svo að gjöfin var áreiðanlega með þökkum þegin. Það heyrast sums staðar efasemdaraddir um framgöngu for- setahjónanna en þær eru ekki háværar. Engu að síður er það eðlileg og réttmæt spurning hvort hjónin á Bessastöðum séu að stíga eða hafi nú þegar stigið skrefi of langt og hugsanlega skaðað forsetaembættið með áberandi þátttöku sinni og forystu um sam- kvæmislíf innanlands og utan sem í margra augum einkennist af hreinum hégóma, snobbi og tildri. Ein hlið þess máls er óhófleg- ur og ört vaxandi kostnaður forsetaembættisins við ferðalög og veislustand, en sú hlið er þó hreint aukaatriði miðað við það tjón sem fylgja mun minnkandi virðingu fyrir embættinu. Í nýútkominni bók Guðna Th. Jóhannessonar sagnfræðings um stjórnarmyndanir á áttunda áratugnum er dregin upp athyglis- verð mynd af hugsunarhætti og framgöngu Kristjáns Eldjárn þáverandi forseta Íslands. Hógværð, einlægni og siðferðileg alvara einkenndi allt starf hans í embætti. Samanburður við nútímann með skrumi sínu, skarti og innantómu lofti er íhugunar- verður. Ólafi Ragnari Grímssyni verður að vísu ekki einum kennt um hina nýju ásýnd forsetaembættisins. Þjóðin, sem á sínum tíma hafði í hávegum skáld, hugsuði og menntafrömuði, hefur líka breyst. Íslendingar, sem fyrir örfáum áratugum voru bókhneigðir sveitamenn, eru orðnir heimsborgarar. Fylgikvilli þeirra skjótu umskipta er hins vegar rótleysi sem birtist stundum í heldur leiðinlegri og sjálfhverfri yfirborðsmennsku. Þjóðin hefði þurft að hlusta betur á Halldór Laxness sem var sannur heimsborgari. Hann kvað: „Ég ætla að tala við kónginn í Kína / og kannski við páfann í Róm. / Og hvort sem það verður til falls eða frægðar / þá fer ég á íslenskum skóm.“ Sárt yrði að glata forsetaembættinu í hít hégómleikans en sárara er þó ef þjóðin hefur í þokkabót misst tilfinninguna fyrir muninum á því sem er ekta og hinu sem er hjóm eitt. SJÓNARMIÐ GUÐMUNDUR MAGNÚSSON Forseti Íslands býður til „Séð og heyrt“-tónleika. Hringlar í skartgripunum Þegar við heimsóttum Moskvu fyrr í vetur sögðu næstum allir þeir sem við töluðum við í borg- inni að lýðræðið í Rússlandi sé á undanhaldi. Samt sem áður eru að mörgu leyti minni höft á samfélagi og hagkerfi landsins en nokkru sinni fyrr. Heimsókn okkar sann- færði okkur um kraft og mögu- leika rússneskra félagasamtaka sem ekki heyra undir ríkisvaldið og svipar til þeirra samtaka sem svo margir Vestur-Evrópubúar og Bandaríkjamenn þekkja af eigin raun. Að slíkum samtökum, sem meðal annarra eru mannréttinda- samtök, náttúruverndarsamtök, stofnanir sem rannsaka stefnu rík- isstjórnarinnar og samtök á sviði heilbrigðisþjónustu, steðjar nú mikil hætta. Nýjasta áskorunin á hendur borgaralegu samfélagi í Rússlandi er til komin vegna lagafrumvarps sem stjórnmálaflokkur Vladimírs Pútín forseta og aðrir flokkar hafa lagt fram í Dúmunni, neðri deild rússneska þingsins. Verði laga- frumvarpið samþykkt felur það í sér að erlendum samtökum sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni verði meinað að vera með skrif- stofur í landinu auk þess að koma í veg fyrir að erlendir aðilar veiti fé til rússneskra samtaka sem grunuð eru um að taka þátt í „óskilgreindri“ pólitískri starfsemi. Jafnvel þeir styrkir sem samtökunum leyfist að taka við ef lagafrumvarpið verður samþykkt verða skattlagðir á sama hátt og gróði fyrirtækja er skatt- lagður eða allt að því 40 prósent. Lagasetningin mun bitna á nánast öllum samtökum í landinu sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni. Dúman hefur samþykkt frum- varpið með yfirgnæfandi meiri- hluta atkvæða eða 370 á móti 17. Frumvarpið þarf samþykki meiri- hlutans tvisvar í viðbót áður en það verður að lögum. Næsta atkvæða- greiðsla verður haldin þann 16. desember. Ef frumvarpið verður að lögum mun það koma niður á menningar- legri fjölhyggju í Rússlandi sem og samskiptum við önnur lönd. Það mun vera brot á því loforði sem Pútín hefur gefið mörgum þjóðarleiðtogum á Vesturlöndum um aukin samskipti við önnur lönd. Við samþykkt frumvarpsins mun einnig koma upp sú undar- lega staða að forseti Rússlands verður gestgjafi á G-8 fundinum næsta sumar, þar sem leiðtogar átta stærstu iðnríkja heims koma saman til viðræðna, á sama tíma og ríkjandi lög í landi hans koma í veg fyrir samskipti við alþjóðasamfé- lagið. Ef þetta gerist gæti andstað- an við G-8 fundinn sem haldinn var síðasta sumar í Gleneagles á Skotlandi ekki verið meiri, en þar leiddu sjálfstæð félagasamtök alls staðar að úr heiminum baráttuna um að heita því að útrýma fátækt í heiminum. Það mun því styrkja rök þeirra sem telja að Rússland hafi ekkert í G-8 að gera til að byrja með. Rússneskir embættismenn og þingmenn hafa svarað gagnrýni á frumvarpið með þeim orðum að þeir reyni einungis að koma í veg fyrir afskipti erlendra aðila af rússneskum innanríkismálum. Þrátt fyrir að þetta svar beri með sér óþægilegan samhljóm við ríkj- andi viðhorf í Soveríkjunum sálugu hefur rússneska ríkisstjórnin lög- mætan hag af því að vernda stjórn- skipunina í landinu. Þegar upp er staðið er takmark allra þjóða hið sama en aðrar þjóðir ná þessu tak- marki sínu án þess ganga á grund- vallarréttindi manna eða koma í veg fyrir samskipti landanna við umheiminn. Í raun er tilgangurinn með umræddu lagafrumvarpi miklu víðtækari. Háttsettir rússnesk- ir embættismenn hafa lýst sjálf- stæðum samtökum sem „fimmta valdinu“ í rússnesku samfélagi og jafnvel sem yfirvarpi fyrir erlend- ar njósnaþjónustur. Ef frumvarpið verður að lögum mun ríkisstjórnin hafa vald til þess að loka skrifstof- um samtaka sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni vegna þess eins að þeim finnst starfsemi og sjónarmið þeirra vera óheppileg. Þetta frumkvæði rússnesku ríkisstjórnarinnar varpar ljósi á það að rússneskir ráðamenn eru ekki reiðubúnir að samþykkja þá hugmynd að í borgaralegu sam- félagi fara þeir ekki einir með stjórnina. Fyrir Evrópubúa og Bandaríkjamenn er þetta grund- vallarlögmál; það er ekki hægt að vera nútímalegt ríki án þess. Þeir sem styðja aukin samskipti við Rússland og trúa því að í landinu sé hægt að koma upp nútímaleg- um pólitískum, efnahagslegum og félagslegum stofnunum þurfa að senda frá sér ótvíræð skilaboð: slík lagasetning gerir þessi markmið fjarlægari. Bush forseti talaði víst um þetta atriði við Pútín er hann fundaði með honum í Suður-Kóreu í síðasta mánuði, og við ætlumst til að hann og ríkisstjórn hans haldi því áfram. En Pútín ætti ekki aðeins að fá að vita sjónarmið leiðtoga Banda- ríkjanna. Stjórnmálaleiðtogar í Evrópu, bæði þeir sem eru í ríkis- stjórnum og utan þeirra, hafa jafn mikilla hagsmuna að gæta í þessu máli og Bandaríkjamenn. Evrópsk samtök hafa byggt upp virk og árangursrík samskipti við sjálf- stæð samtök í Rússlandi. Í raun má segja að sambönd margra Evrópu- landa við Rússland væru ekki eðli- leg ef slík samskipti væru ekki til staðar. Pútín hefur sagt að hann muni íhuga breytingar á lagafrumvarp- inu vegna þess að frumvarpið „megi ekki koma niður á borgara- legu samfélagi Rússlands“. En það sem er að lagafrumvarpinu er ekki að einstök ákvæði þess séu óæski- leg. Hið raunverulega vandamál er tilgangurinn með frumvarpinu, og það er vandamál sem ekki mun finnast lausn á. Rússland stendur frammi fyrir vali á milli þess að ganga til liðs við meirihluta landanna í hinum nútímalega heimi eða loka sig af í hringiðu afturhaldsemi og ein- angrunar. Fyrir þá Evrópumenn og þá Bandaríkjamenn sem vilja að Rússland gangi til liðs við lönd- in sem tilheyra hinum nútíma- lega heimi, og sem hafa trú á því að fyrir því séu margar ástæður, er lagafrumvarpið sem bíður nú samþykkis í Dúmunni alvarleg við- vörun um hvorn valmöguleikann ríkisstjórn landsins hefur ákveðið að taka. Rétta ráðið handa Pútín er augljóslega að láta lagafrumvarpið ofan í skúffu og hefjast handa við að semja nýtt. Höfundar eru stjórnarformenn í starfshópi um stefnu Bandaríkja- stjórnar í garð Rússlands. Rauða torgið í Moskvu er autt Í DAG LÝÐRÆÐI Í RÚSSLANDI JOHN EDWARDS OG JACK KEMP Þetta frumkvæði rússnesku ríkisstjórnarinnar varpar ljósi á það að rússneskir ráða- menn eru ekki reiðubúnir að samþykkja þá hugmynd að í borgaralegu samfélagi fara þeir ekki einir með stjórnina. Launaleynd Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og sjö aðrir þingmenn Samfylkingarinnar hafa lagt fram á Alþingi frumvarp sem felur í sér að launaleynd verði bönnuð. Er lagt til að svohljóðandi ákvæði verði bætt inn í lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla: „Launamanni er hvenær sem er heimilt að veita þriðja aðila upplýsingar um laun og önnur starfskjör sín.“ Með þessu eru samningar á milli atvinnurek- enda og launþega, sem fela í sér að launþegar megi ekki veita öðrum upplýsingar um laun og hlunnindi, í reynd gerðir að engu. Ákvæði um launaleynd munu vera orðin mjög algeng í ráðningarsamningum á vinnu- markaði og því snertir frumvarpið fjölmennan hóp fólks. Í þágu jafnréttis Flutningsmenn virðast einkum með í huga það sem þeir telja vera skaðleg áhrif launaleyndar á launajafnrétti. Segja þeir að leyndin komi „í veg fyrir að samstarfsmenn á vinnustað geti borið saman kjör sín og þar með verður illmögulegt að komast að því hvort fyrir- tæki mismuna starfsmönnum sínum, m.a. á grundvelli kynferðis, og gerast með þeim hætti brotleg við ákvæði jafnréttislaga“. „En hjálpar svona lagasetningin einhverjum?“, spyr unga konan, Rúna Malmquist, í pistli á vefritinu Deiglunni. „Fólk lítur á launamál sem einkamál og þó að launaleynd verði afnumin þá er ekki þar með sagt að fólk gefi vinnufélögum upplýsingar um sín launamál. Launa- og starfsmanna- mál eru mjög viðkvæm mál. Þau eru líka mjög mismunandi. þ.e.a.s. á meðan einn kýs að hækka laun sín í beinhörð- um peningum getur annar samið um aukið sumarfrí. Því getur verið erfitt fyrir starfsmenn að bera saman kjör sín og misskilningur orðið.“ Skoða skattskrána Niðurstaða Rúnu er þessi: „Ég tel að þessi lagabreyting sé óþörf og fyrirtækjum og einstaklingum eigi að vera heimilt að semja um launaleynd sín á milli. Ef náunganum leikur mikil forvitni á launum mínum þá bendi ég á að árlega í ágústbyrjun liggur frammi hjá skattstjóra álagningarskrá með þeim upplýsingum. En það er nú annað mál hvort að það sé réttlætanlegt?“ gm@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.