Fréttablaðið - 11.12.2005, Side 20

Fréttablaðið - 11.12.2005, Side 20
 11. desember 2005 SUNNUDAGUR20 Við hittumst yfir snarpheitu kaffi úr fanti á Kaffivagninum við Grandagarð, hvar annars stað- ar. Þar iðar allt af lífi og mikið skvaldrað og hlegið; staðurinn þéttsetinn karlmönnum svo til eingöngu; konurnar eru innan við afgreiðsluborðið og skenkja kaffi og meðlæti. Þannig er nú það á þessum bænum. Áratugir á fjöllum Út um stóra gluggana blasir hin gamla lífæð borgarinnar, höfnin, við og trillurnar liggja letilega við kæjann og láta mjúka ölduna vagga sér blítt og létt. Handtak Odds er hins vegar þétt og eilítið hrjúft enda hendur hans hertar í margs konar átökum við erfiðis- verk og óblíða veðráttu á fjöllum um áratuga skeið. Svipmótið er hvasst en maðurinn þó fjarri því að vera hvass á manninn; þvert á móti, honum liggur lágt rómur. Kárahnjúkar öðruvísi Kárahnjúkar eru sem sagt ekki fyrsti vinnustaður Odds á fjöll- um. „Nei, ég vann bæði við Sultar tangavirkjun og Vatnsfells- virkjun á sínum tíma,“ segir hann og kveikir sér í sígarettu. Það er reyndar mikið reykt á Kaffivagn- inum og maður spyr sig ósjálfrátt hvað verði um stað sem þennan þegar og ef reykingabann á veit- ingastöðum verður samþykkt á Alþingi. Oddur segir mikinn mun á Kárahnjúkum og hinum virkjun- arstöðunum. „Þar vorum við að dúlla þetta tíu til fimmtán kallar við að koma upp aðstöðu til að byrja með en þegar ég kom upp að Kárahnjúkum voru þar kannski hundrað manns. Og svo fyllist allt bókstaflega á hálfum mánuði,“ rifjar hann upp og hristir höfuðið með bros á vör. Villta vestrið í fyrstu Þá var lítið sem ekkert tilbúið á staðnum, ekkert mötuneyti svo dæmi sé tekið. „Manni var eigin- lega hent út í djúpu laugina,“ segir Oddur og hlær stuttlega. „En þetta hefur mikið breyst síðan þá,“ bætir hann við hugsi. „Maður átti til dæmis ekki einn einasta frídag að heitið gæti fyrsta eina og hálfa árið. Þetta var eins og villta vest- rið þarna til að byrja með.“ Hann brosir að minningunni um leið og hann drepur í sígarettunni. Það sem kom honum eiginlega mest á óvart og gerir enn er að þrátt fyrir allan þennan gríðarlega mannfjölda sem þarna er saman- kominn frá öllum heimshornum, hafa engin alvarleg vandamál komið upp í samskiptum manna í milli. „Ég er eiginlega mest hissa á því,“ segir Oddur einlæglega, „en þarna hafa ekki komið upp nein vandamál vegna þjóðernis eða trúarbragða, kannski einhver smá átök manna milli eins og gengur og gerist en ekki vegna þjóðernis eða trúar.“ Svona gerið þið ekki Við fáum okkur meira kaffi og Oddur horfir annars hugar út um gluggann á sjó og báta; lands- lag sem hann hefur ekki fyrir augunum langtímum saman. Hann rifjar upp átökin við Im pregilo í upphafi vegna ófull- nægjandi samninga og annars og nefnir að um skeið var ástandið þannig að hann mátti varla tala við einstaka starfsmann að morgni án þess að búið væri að reka viðkom- andi að kvöldi og senda úr landi. „Svo kom félagsmálaráðherra í heimsókn til okkar,“ segir hann og glottir út í annað, „og rétt á meðan hann staldraði við hjá mér er hringt frá Impregilo og mér sagt að það eigi að senda ein- hverja menn heim. Ég rétti bara ráðherranum tólið og hann sagði: „Svona gerið þið ekki meðan ég er hérna.““ Eftir þetta fóru Impregilo- menn hægar í sakirnar að sögn Odds. „Kannski óttuðust þeir að ég myndi hringja beint í ráðherrann,“ segir hann og hlær góðlátlega. Fótbrot lítið mál Oddur segist hafa öðlast nokkuð góða innsýn í mismunandi þjóðar- karakter á dvölinni á Kárahnjúk- um. Nefnir Kínverjana sem dæmi um duglegt og agað fólk. „Þeir eru alltaf brosandi, sama hvern- ig viðrar, eru einstaklega harðir af sér og þú ferð ekki með þá upp á spítala nema stórslasaða. Þeir verða varla veikir hvað þá meira,“ segir hann með aðdáun í röddinni. „Þeir vilja ekki missa vinnuna hvað sem það kostar, brotni þeir á fæti er það minniháttar mál,“ bætir hann við og spennir greipar um kaffifantinn. Fjallaáráttan í blóðinu Hann segir reynsluna segja sér að langdvalir á fjöllum eru ekki fyrir hvern sem er. Slíkt henti ákveðn- um manngerðum betur en öðrum og hann sé sjálfur tvímælalaust í þeim hópi sem þolir þetta vel. „Mér líður hvergi betur en uppi á fjöllum,“ segir hann hlýlega. „Ætli ég sé ekki best geymdur þar,“ bætir hann við glottuleitur og útskýrir það ekki frekar. Honum finnst ágætt að koma í bæinn helgi og helgi en svo leitar hugurinn aftur til fjalla. „Ég er alinn upp á fjöllum, þannig að þetta er í blóð- inu,“ útskýrir hann. Gaman að skoða í Kringlunni Með því á hann við að faðir hans var leiðsögumaður ferðamanna á árum áður og Oddur fór ófáar fjallaferðirnar með honum auk þess sem móðir hans var lengi skálavörður í Kerlingarfjöllum og þar dvaldi hann langdvölum. „Þaðan kemur þetta,“ segir Oddur íhugull á svip og nefnir sem dæmi um óbyggðafíknina, að hann fari iðulega í ferðir með Útivist þá sjaldan sem hann á frí og hafi aukinheldur tekið að sér skála- vörslu í Þórsmörk í fríum. „Mér finnst þó gaman að koma í bæinn af og til og ég er einn af þeim sem finnst gaman að fara í Kringluna, bara til að skoða. Konan mín þolir það hins vegar ekki, finnst þetta bara hávaði og læti,“ segir hann hlæjandi. Fullkomið umhverfi Þegar hann er beðinn um að útskýra hvað það sé sem geri fjallalífið svona heillandi nefn- ir hann kyrrðina og fegurðina. „Þegar þú vaknar upp á fjöllum er allt umhverfið nánast fullkom- ið, ekkert áreiti. Til dæmis að vakna við Kárahnjúka og horfa á Snæfell í morgunroðanum, það er eins fullkomið og það getur verið,“ segir hann með væntumþykju í rómnum. Framtíðin kemur Verklok við Kárahnjúka eru áætl- uð í árslok 2007 en Oddur er ekk- ert farinn að hugsa til þess hvað þá tekur við. „Nei, nei og það er bara allt í lagi, það hlýtur eitthvað annað að taka við,“ segir hann með stóískri ró þess sem ekki gerir sér rellu út af smámunum einsog framtíðinni. Hún kemur bara. Kemur af fjöllum „Þegar þú vaknar upp á fjöllum er allt umhverfið nánast fullkomið, ekk- ert áreiti. Til dæmis að vakna við Kárahnjúka og horfa á Snæfell í morg- un roðanum, það er eins fullkomið og það getur verið,“ > SUNNUDAGUR MEÐ SIGURÐI ÞÓR Oddur Friðriksson er yfirtrúnaðarmaður verkalýðsfélag- anna á Kárahnjúkum og ber þann stóra titil með sóma. Maðurinn ber það með sér að vera fastur fyrir og fylginn sér; þreklega vaxinn og snöfurmannlegur í framkomu. Hann er ljós yfirlitum og útitekinn, enda kemur maðurinn af fjöllum. ÞORLÁKSMESSA 2004. GARÐI, REYKJANESBÆ. EIN ERFIÐ BLINDHÆÐ OG SVO HEIM. Isuzu D-Max, Crew Cab (4 dyra), Sjálfskiptur, 3.0 l. dísil. Fáir bílar hafa sannað sig eins vel við íslenskar aðstæð- ur og Isuzu. Þessi sterki og þrautsegi bíll er nú kominn í nýjan og glæsilegan búning. Hann vekur athygli hvert sem hann fer en virðist alltaf passa inn í umhverfi sitt, sama hversu gróft það er. D-Max var valinn Pick-up ársins 2005 af “4x4” maga- zine og hlaut gullverðlaun tímaritsins “What Van” 2004. Komdu til okkar og kynnstu nýjum Isuzu D-MAX. Staðalbúnaður í D-MAX: Vökva- og veltistýri, tveir öryggisloftpúðar, rafdrifnar rúður, útvarp og geislaspilari, snúningshraðamælir, samlæstar hurðir með fjarstýringu, stokkur á milli framsæta, höfuðpúðar í aftursæti, fimm þriggja punkta bílbelti, loftkæling, ABS hemlakerfi, álfelgur, brettakantar, kastarar í framstuðara, leðurklætt stýrishjól, rafstýrðir útispeglar. ����������� �����������

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.