Fréttablaðið - 11.12.2005, Side 72

Fréttablaðið - 11.12.2005, Side 72
Það þurftu margir frá að hverfa þegar ítalsk-íslenski söngfugl- inn og áttfaldur Ítalíumeistari í kappróðri hélt útgáfutónleika sína í Salnum í nóvember, í tilefni sólóplötu sinnar Volo Libero. „Platan rennur út og ég er svo hrærður yfir móttökunum,“ segir Leone sem átti sér draum um sólóplötu frá því að hann var lítill drengur í Napólí. Á Volo Libero eru frumsamdar laga- smíðar og textar Leones þar sem hann syngur rómantísk lög af stökum sjarma. Platan hefur slegið í gegn og er nú þriðja send- ing á leið til landsins, en á henni flytur hann einnig dúetta með Björgvini Halldórssyni, Jóhanni Friðgeiri og Regínu Ósk. „Platan er tileinkuð konunni minni og sannri, eilífri ást,“ segir Leone sem vegna gífur- legrar eftirspurnar treður upp á aukatónleikum á Nasa annað kvöld, þann 13. desember klukk- an 20.30, en þar munu stíga á stokk með honum þau Regína Ósk, Jóhann Friðgeir og Frið- rik Ómar. Þar mun Leone ásamt frábærri hljómsveit flytja ítals- kar perlur, jólalög og öll fallegu, nýju lögin sem stimplað hafa sig svo rækilega inn í hjörtu lands- manna. Miðasala fer fram á www.2112.is, í verslunum Penn- ans Eymundssonar (Austurstræti og Smáralind) og í Eymundsson í Kringlunni. Aukatónleikar Tinganellis á Nasa LEONE TINGANELLI Tónlistarmaður er með aukatónleika annað kvöld á Nasa. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN FRÉTTIR AF FÓLKI Jennifer Lopez hefur sent Ben Affleck og barnsmóður hans, Jennifer Garner, gjöf í tilefni af fæðingu dóttur þeirra sem hefur fengið nafnið Violet. Lopez og Affleck voru trúlofuð í fyrra en samkvæmt heimildarmanni þykir Jennifer enn afar vænt um Ben. „Hún mun alltaf hafa pláss í hjartanu fyrir Ben,“ sagði heimildarmaðurinn, en Lopez sendi nýbökuðu foreldrunum gjafa- körfu með ýmsum kræsingum. Naomi Watts segist hafa samþykkt að leika í myndinni King Kong án þess að lesa handritið en leikkonan hafði víst það mikla trú á leikstjóranum Peter Jackson. „Ég var rosalega spennt þegar ég fékk hringingu um að ég ætti að fara á fund Peter jacksons. Þegar við hitt- umst var handritið ekki tilbúið en ég ber svo mikla virðingu fyrir því sem hann hefur gert að ég samþykkti að leika í myndinni áður en ég fékk handritið!“ sagði Naomi. Britney Spears er víst mikill aðdáandi sjónvarpsþáttarins What Not to Wear og útilokar hún ekki að taka þátt í honum. „Þáttastjórnend- urnir taka útlitsbreyting- arnar svo alvarlega að maður situr límdur við sjónvarpið. Myndi ég fara í þáttinn? Aldrei að segja aldrei,“ sagði Britney sem ósjaldan hefur verið gagnrýnd fyrir fatasmekk sinn. Leikkonunni Siennu Miller þótti lífsstykkið sem hún þurfti að vera í við upptökur á myndinni Casanova svo óþægilegt að hún reyndi að kveikja í því. „Ég hætti að vera spennt fyrir fallega lífsstykkinu eftir hálftíma vegna þess að það var virkilega óþægilegt. Ég átti í vandræðum með að borða og auk þess er ómögulegt að leggjast niður því pilsið var svo stíft og stórt. Ég reyndi að kveikja í lífsstykkinu eina nóttina, ég hataði það svo mikið,“ sagði Sienna. Poppstjarnan Ashlee Simpson, sem einnig er þekkt sem systir Jessicu Simpson, hefur komið fram í dags- ljósið og játað að hafa þjást af lyst- arstoli. Samkvæmt Simpson átti hún við vandamálið að stríða snemma á söngferlinum. ,, Þegar ég var í ball- ett-skóla sem unglingur var ég innan um margar stelpur sem þjáðust af þessum hræðilega sjúkdómi. Ég var raunar sjálf með hálfgert lystarstol. Það var á sex mánaða tímabili sem ég borðaði nánast ekki neitt. Ég var ekki nema um 38 kíló sem er auðvitað fáranlega lítið.“ Hin efni- lega söngkona þakkar fjölskyldunni fyrir að hjálpa sér að komast á rétta braut. ,,Foreldrar mínir gripu inn í þegar þarna var komið við sögu. Þau neyddu mig hreinlega til þess að borða.“ Í dag segist Ashlee kunna mun betur við konur sem hafi þéttar línur heldur en þær sem séu þveng- mjóar og renglulegar. ,,Mér finnst það vera kynþokkafullt að vera ekki algjör mjóna, og það er mjög sorg- legt þegar fólk hugsar ekki um neitt annað en þyngdina og sér ekki hve fallegt það er í raun og veru.“ Var með lystarstol ASHLEE SIMPSON HUGSAÐU STÓRT SÍMI 564 0000 Sýnd kl. 5.20 og 8 B.i. 12 ára Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10 B.i. 16 ára Sýnd í Lúxus kl. 4, 6, 8 og 10 ��� -MMJ Kvikmyndir.com Sýnd kl. 5.20 ��� - HJ MBL ��� -L.I.B. Topp5.is Sýnd kl. 8 og 10.30 B.i. 16 ára FÓR BEINT Á TOPPINN Í BANDARÍKJUNUM! ��� - SK DV ��� - topp5.is ��� - SV MBL Sýnd kl. 3.40, 5.50, 8 og 10.10 B.i. 16 ára Jólamynd í anda Bad Santa Frá leikstjóra Groundhog Day og Analyze This Það gerðist á aðfangadagskvöld Hættulegir þjófar á hálum ís! Kolsvartur húmor! Missið ekki af þessari! Sýnd kl. 10.30 B.i. 14 ára SÍMI 551 9000 400 kr. í bíó! Gildir á allar sýningar merktar með rauðu Sýnd kl. 5.30Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30 B.i. 16 ára ��� -L.I.B. Topp5.is FÓR BEINT Á TOPPINN Í BANDARÍKJUNUM! ÞAÐ SEM KOM FYRIR EMILY ROSE ER ÓHUGNANLEGRA EN NOKKUÐ SEM ÞÚ GETUR ÍMYNDAÐ ÞÉR ��� - SK DV ��� - topp5.is ��� - SV MBL Sýnd kl. 8 og 10.20 B.i. 12 ára Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10 B.i. 16 ára Jólamynd í anda Bad Santa Frá leikstjóra Groundhog Day og Analyze This Það gerðist á aðfangadagskvöld Hættulegir þjófar á hálum ís! Kolsvartur húmor! Missið ekki af þessari! Sýnd kl. 6, 8 og 10 B.i. 16 ára ��� -MMJ Kvikmyndir.com ��� - HJ MBL

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.