Tíminn - 24.11.1976, Síða 1

Tíminn - 24.11.1976, Síða 1
Sviptingar í Landsmálafélaginu Verði Siá bls. 3 TÆNGIRf Áætlunarsfaðir: Bíldudalur-Blönduós-Búðardalur Flateyri-Gjögur-Hólmavík Hvammstangi-Rif-Reykhólar Sigluf jörður-Stykkishólmur ; Súgandaf jörður Sjúkra- og ieiguflug um allt land Símar: 2-60-60 oq 2-60-66 t3 266. tölublað—Miðvikudagur—24. nóvember—60 árg. j Hörð gagnrýni vegna vinnu- bragða stjórnarformanns SVR og forstjóra fyrirtækisins — stjórn SVR hefur verið sniðgengin varðandi ákvarðanatökur í þýðingarmiklum málum FJ-Reykjavik. — A fundi stjórnar Strætisvagna Revkjavikur 3. nóvember sl. kom fram mjög hörð gagn- rýni frá Leifi Karlssyni, full- trúa Framsóknarfiokksins I stjórninni, ú vinnubrögð stjórnarformanns SVR og forstjóra fyrirtækisins. Sam- kvæmt bókun Leifs Karls- sonar virðast þessir aðilar hafa sniðgengið stjórn SVR varðandi ákvarðanatökur i veigamiklum málum. Bendir Leifur m.a. á, að keypt hafi veriö tæki til fyrirtækisins, án vitundar stjórnarinnar og án þess, að gert væri ráö fyrir þeim kaupum i fjárhagsáætlun. Einnig gagnrýnir hann, að ráðinn hafi verið háttsettur starfsmaður viö fyrirtækið án þess, auglýst. að sú staða væri Einnig gagnrýnir Leifur Karlsson, hvernig staðið var að samþykkt vetraráætlun- ar SVR, hönnun nýrra akst- ursleiða og loks öryggisbún- að strætisvagnanna f vetrar- færöinni. Bókun Leifs er birt á bls. 8 i blaöinu í dag. Þar birtist einnig svar stjórnarfor- manns SVR, Sveins Björns- sonar, verkfræðings, og mót- bókun Leifs við þvi, Loks er á siðunni bókun Þorbjörns Broddasonar, borgarfull- trúa, þar sem hann tekur undir gagnrýni Leifs og átel- ur þau viðbrögð stjórnarfor- mannsins að svara efnislegri og formlegri gagnrýni á per- sónugrundvelli. „Ekki hægt að laga gallann í holu nr. 5" — segir Valgarð Stefónsson hjó Orkustofnun Gsal-Reykjavik. — Meðan ekki hefur verið athugað hvort hægt sé að nýta holuna einsog hún er, finnst mér óviðeigandi að segja að hún sé ónýt. Það er hins vegar rétt að ekki er hægt aö laga þennan galla, sagði Valgarð Stefánsson jarðfræðingur hjá Orkustofnun Isamtali við Timann i gærkvöidi. I ljós kom nýlega, þegar dýpka átti holu nr. 5 við Kröflu, að fóöring i henni hafði skekkzt, þannig að bor- inn komst ekki niður á nema 40metra dýpi. Hola þessi var boruð fyrir u.þ.b. ári, niður á 1300 metra dýpi og átti nú að dýpka hana niður á 1800 metra. — Það er ljóst, að ekki verður hægt að dýpka þessa holu, en hins vegar er það enn ókannaö, hvort ekki er hægt að nýta holuna eins og hún er, þrátt fyrir þennan galla, sagði Valgarð. Um orsakir þessa galla kvaðst Valgarð ekki geta tjáð sig um, þar eð tilgátur um þær væru nokkrar. Þess má þó geta, að ein skýringin er sú, aö fóðringin hafi skekkzt i Leirhnúksgosinu i fyrravetur. Týr að leggja úr höfn: Stjórnlokar Olíudælur - Olíudrif ■■EEmZSlZlK Siðumúla 21 — Simi 8-44-43 Unglingarnir sem réðust að lögreglunni: ,,Geta ótt von ó dómi" Gsal-Reykjavik. — Að sögn varðstjóra almennu lögregl- unnar i Reykjavik geta þau ungmenni, sem veittust að lögregluþjónum i starfi sfð- astliðið föstudagskvöld á svonefndu Hallærisplani, átt von á dómi. Málum þessara unglinga er ekki lokiö, held- ur aðeins þeirra, er hand- teknir voru fyrir ölvun, og hlutu þeir sekt. Nokkur ungmenni hindr- uðu lögregluna gróflega i starfi þetta föstudagskvöld, reyndu aö ná unglingum úr höndum lögregluþjóna og réðust að þeim sjálfum með offorsi og látum. Mynd Tim- ans i gær frá einum þeirra atburða, er gerðust á Hallærisplaninu sl. föstu- dagskvöld, sýnir glöggt hversu alvarlegt þetta var, og hefur myndin vakiö mikla athygli, — enda sýnir hún svo ekki verður um villzt, að þarna áttu sér stað alvarleg- ir atburðir, en ekki einhver litilsháttar leikaraskapur barna, eins og sumir vilja halda fram. Máli þessa pilts, sem á myndinni sést ráðast á lög- regluþjón er ekki lokið — og verður sennilega ekki lokiö með dómssátt, heldur með dómi, að sögn varðstjórans. Námsmenn höfðu ekki áhuga, þegar á reyndi Gsal-Reykjavik — Varðskipið Týr, sem verið hefur til viö- geröar i Arósum að undan- förnu.ernú að leggja af staö heimleiöis, og átti skipið að halda úr höfn i gærkvöldi eða i dag, að sögn Péturs Sigurðs- sonar forstjóra Landhelgis- gæzlunnar. Engir námsmenn munu fara með skipinu til Islands, enda reyndust þeir ekki hafa neinn áhuga á ferðinni, þegar til kastanna kom. Svo sem kunnugt er sendu námsmenn i Danmörku dómsmálaráðu- neytinu bréf, þar sem þeir óskuðu mjög eindregið eftir þvi að fá heimild ráðuneytis- ins til þess að flytjast heim með varðskipinu, þar eð fjár- skortur — vegna þess hve dregizt hafði aö úthluta náms- lánum — hindraði frekara nám. Dómsmálaráðuneytið heim- ilaði námsmönnum að fara heim með varðskipinu og fól Guðmundi Kjærnested aö athuga málið. Jafnframt var þeim tveimur námsmönnuro sem undirrituðu bréfið til ráðuneytisins, falið að kanna hug námsmanna til þessa boðs. Kom i ljós, að náms- mennirnir höfðu engan áhuga á þvi að flytjast til Islands og hverfa frá námi, og virðist þvi bréf þeirra til ráðurieytisins hafa verið sýndarmennska ein. Innkaupastofnun ríkisins sniðgengur útboðsvenjur — Sjá

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.