Tíminn - 24.11.1976, Side 6
6
Miðvikudagur 24. nóvember 1976
Áburðarsíló
Við geymslu tilbúins áburðar
heima á bújöröunum er nýtt
viðhorf að mótast meðal grann-
þjóða okkar með því að geyma
hann i plastsilóum og hafa
þannig tiltækan til dreifingar,
þegar við á.
Það þótti mikil framför, þeg-
ar horfið var frá þvi að nota
pappfrspoka um áburðinn, sem
bændur keyptu og kaupa frá út-
löndum eða frá Áburðarverk-
smiðjunni i Gufunesi. Plast-
pokarnir komu i þeirra stað,
þeir eru vist sterkari og þola
beturalla meðferð en margfald-
ir pappirspokar, og einkum
verja þeir áburðinn vel gegn
vætu. En þeir kosta fjármuni,
mikla fjármuni, og svo þarf að
losna við þá með góðu móti —
nokkuð, sem ýmsum gengur
misjafnlega.
Alltaf kemur eitthvað nýtt,
svo á þessu sviöi sem vlðar.
Rétt eins og geymsla og
flutningur kornvöru fór aö
mestu fram i pokum, en nú er i
auknum mæli horfið að meðför-
um öllum með kornvöru sem
lausrar vöru, i bingjum, silóum
og sérlegum flutningavögnum,
sem nefnd er „búlkvara”, svo
viröist einnig horfa um meöferð
tilbúins áburðar, að minnsta
kosti þar sem skilyröi henta svo
að hagkvæmt reynist.
Áburðarsiló
Það bar við á siðastliðnum
vetri, að á skrifstofu mfna fékk
ég heimsókn af Norðmanni
nokkrum, sem tjáði mér, að nú
væri i uppsiglingu nýtt fyrir-
komulag um geymslu tilbúins
áburðar, rétt eins og kornvöru.
Þetta nýja fyrirkomulag bygg-
ist á þvi fyrst og fremst, að
meginmagn tilbúins áburðar er
nú selt sem blandaður áburður,
við það fækkar þeim tegundum
poka, sem fyrr geymdu hin
ýmsu afbrigði frumefnanna.
Hjá þeim, sem hafa einhliða
áburðarnotkun að mestu, þykir
það hið mesta hagræði að hafa
meginmagnið einhæft, og þá er
engin hætta á, að neinn villist á
tegundum. Þvi var það svo, að
norsk plastverksmiðja fór inn á
þá braut að reyna framleiðslu
plastgeyma undir tilbúinn á-
burð, silóa.sem komið sé fyrir á
viðeigandi stað heima á hverri
bújörð, þangað sé svo áburðin-
um ekiö lausum og honum blás-
iö upp i geymana. Framleiðsla
silóa af þessu tagi hófst veturinn
1974-75, og búið er að koma
allmörgum fyrir á bújörðum i
Noregiog Sviþjóð I báðum þess-
um löndum hafa samvinnufélög
bændanna gengizt fyrir og hlut-
azt til um útbreiðslu þessara
þörfu geymsluskilyrða, sem
ekki hafa enn náð útbreiöslu, en
eru á tilraunastigi, og er búizt
við, að innan tiðar verði eins al-
menn og fóðursilóin eru hjá
bændum.
Heimsókn i verksmiðju
áburðarsilóa
Ég varað störfum að ákveðnu
verkefni i Osló um þriggja vikna
skeið nú i október, en bjó 40 km
fyrir austan Osló hjá kunningja-
fólki. Barst þá i tal einn daginn,
Þyrildreifarinn er færður inn undir stútinn á þessu 9-10 tonna silói og svo ekur dráttarvélin beint á teig til dreifingar. Hér er
mannlegt erfiöi sparað. Trönurnar undir silói standa á steyptum undirstööum og festing öll er ramger.
kraftfóðurs, þegar áburður er
ekki i honum, ef viðeigandi
þykir.
En geta svo bændurnir, sem
prófað hafa, tekið undir þessi
meðmæli kaupfélagsins? Þann-
ig er eðlilegt, að spurt sé.
Allt að þessu hefur hverjum
kaupanda silós verið fengiö
eyðublað með mörgum
spurningum til útfyllingar, sem
þeir skulu svara og tjá kosti og
galla I þessu sambandi. Ég hef
undir höndum ljósrit af langri
röð slikra umsagna og get tjáð,
aðsvo að segja allt telja bændur
jákvætti þessu sambandi. Stað-
bundin skilyrði hjá nokkrum
hafa sýnt smá annmarka, sem
unnt hefði verið að sjá við, ef öll
skilyrði hefðu verið skoðuð fyr-
irfram, en reynslan virðist
sanna, að hér sé á ferð nýjung,
sem á framtið i nánd og góðar
viðtökur. Fagfólk i Noregi, Svi-
þjöð og Finnlandi hefur tekið
nýjunginni mæta vel. Það má
svo sem vel vera, að flest verði
fundið sliku til foráttu, rétt eins
og gerzt hefur með skyldar
geymslur á okkar landi, svo
sem fóðursiló og votheysturna.
Hvað sem öllu liður er þó alveg
vist, að á móti stofnkostnaði
kemur sparnaður á plastpokum,
20pokar á hverju tonni áburðar.
Og vist sparar þetta mann-
lega krafta að þurfa ekki að
hnoðast með 50 kg áburðarpoka
frá vagni, i geymslu og svo i
dreifara.
Það er álika erfiðissparnaður
eins og bændur hrósa tilkomu
mjólkurtankanna i stað brús-
anna.
Og svo er máske mesti og
stærsti kosturinn að hafa áburð-
inn heima i beztu fáanlegum
geymi að vorinu, þegar vega-
bönn eru, en reynslan hefur þvi
miður oftorðið sú, að þá er helzt
skyldi dreifa áburðinum', er
hann á verzlunarstað eða enn
lengra i burtu og pokarnir, sem
sjá má frá þjóðvegum sumar-
langtá túnum bænda, komu allt
of seint, og þvi fá þeir að liggja
úti til hausts, ef ekki til næsta
vors.
Og hvað um árangurinn af
þeim áburðarkaupum og
áburðarnýtingu?
Með «in“ handtaki er spjaldið fyrir tæmistút fært til hiiöar
og áburðurinn streymir I dreifarann.
að sölumaður plastverksmiðju i
Aurskog-Höland hefði heimsótt
mig siðastliðið vor, en fjölskyld-
an, sem ég bjó hjá, þekkir hann
mæta vel. Það var einmitt hann,
sem þá tjáði mér um hin nýju
siló, er umrædd verksmiðja
framleiðir og hafði hann hug á
að athuga hvort þörf mundi fyr-
ir slika framleiðslu á Islandi.
Varð að ráði, að ég skryppi
einn daginn til þess að skoða
umrædda plastverksmiðju, er
framleiðir fiskkassa úr plasti
fyrst og fremst, en hóf fram-
leiðslu heilsteyptra áburðar-
silóa úr plasti fyrir um það bil
tveim árum, svo sem áður get-
ur.
Það var einmitt hinn sami
kunningi, er hafði heimsóttmig,
er nú tók á móti mér i verk-
smiðjunni til þess að sýna hvað
hér um ræðir, en raunar hafði
ég litið nokkur siló af nefndu
tagi hjá bændum i Sörumsand
og grennd.
Hans Thorkildsen heitir sölu-
maður, og það var hann, sem
fór með mér og sýndi allar at-
hafnir við framleiðslu þeirra
tveggja stærða áburðarsilóa,
sem til þessa hafa verið fram-
leidd, allt frá „módelsmiði”
þeirra til þess er þau eru full-
gerð og upp sett til notkunar.
Þærtvær gerðir, sem um ræð-
ir, rúma 9 og 14 tonn af blönduð-
um áburði. Silóin eru stöðluð i
samráði við Norsk Hydro,
Felleskjöpet i Noregi og Supra i
Sviþjóð, stofnanir, sem fram-
leiöa áburð og selja hann. Silóin
eru gerð úr efni, sem öðrum
fremur þolir hnjask og þarf
mjög lftið viðhald, og frostþol
þess er viðurkennt svo og sýru-
þol. Búnaður til þess að fylla og
tæma er einfaldur og aögengi-
legur mjög, áburðinum er dælt i
gegnum rör og fylling er ofanfrá
en tæming úr stút að neðan, en
silóið þarf að festa á trönur, þar
sem áburðardreifarinn kemst
inn undir, svo að áburðurinn
geti runnið beint i dreifarann.
Við fyllingu kemur bill að silói
með lausan áburð og loftþrýsti-
búnað, sem flytur áburðinn i
siló. Svo einfalt er það, og þarna
hefur bóndinn áburðinn heima
hjá sér og getur gripið til hans
án alls erfiðis, hvenær sem hann
vill dreifa á tún eða ekru.
Trönurnar, sem bera geyminn,
þurfa að sjálfsögðu að vera
traustar og rammlega festar og
svo háar, að ekki valdi vand-
kvæðum að aka að og fylla
áburðardreifarann.
Þetta er kynningarblað
kaupfélagsins i Oslo.Þaö þarf
ekki nánari skýringa.
Hvað segja svo bændur
um þessa nýjung?
Þeir eru þvi ekki óvanir að fá
þungavöru heimsenda i lausu
máli. Kornhlaða og áburöar-
hlaða af þessu tagi eru bara
tvær hliðstæður.
Á kynningarblaði, sem
Felleskjöpet (kaupfélagið) i
Osló hefur sent bændum, eru
taldir nokkrir kostir, sem fylgja
þvi að nota siló sem þetta til
áburðargeymslu. En þeir eru:
Það sparar erfiöi við að lyfta
20-50 kg pokum i hverju tonni.
Það léttir vorstörfin og þau
ganga greiðar.
Gey mslan er ævinlega þurr og
geymsluskilyrði hin ágæt-
ustu.
Þetta borgar sig, þegar stund-
ir liða.
Geymirinn er sterkur og þolir
vel allt hnjask.
Auðvelt er að treysta trönur
þær, sem bera geyminn.
Fylling og tæming er svo auð-
veld, sem orðið getur.
Viðhald silós er hreinir smá-
munir.
Geyminn er hægt að setja upp
þar seni bezt þykir við eiga.
Hann má nota til geymslu
Cipax
gjodsel-
Sllo