Tíminn - 24.11.1976, Page 15
Miövikudagur 24. nóvember 1976
15
TÍMÁ- spurningin
Spurt á ferö meö Herjólfi:
Hvernig likar þér aö ferðast meö Herjólfi?
Guömundur Valdimarsson vélstjóri, Vestmannaeyjum — Mér
likar vel að ferðast með skipinu, og fer frekar með þvf en fljúg-
andi, ef ég hef tima til.
Samúel Helgason netageröarmaöur, Reykjavik:—Það er fint að
ferðast með Herjólfi, og hann er gott sjóskip a.m.k. i mótvindi.
Hildur Þorláksdóttir húsmóöir, Reykjavik: — Þetta er min
fyrsta ferð með skipinu, þannig aö ég get illa sagt um það. En
skipið er fallegt og mér lizt vel á það.
Ragnar Sigurbjörnsson sjómaöur, Vestmannaeyjum: —
Herjólfur er skinandi skip og mjög gott að geta farið með bilinn
með sér þegar maður er á ferð milli lands og eyja. Það var mikil
samgöngubót þegar hann kom hingað.
Barbro Glad frá Finnlandi, en er nú nemi i Reykjavik: - Þetta er
min fyrsta ferð með skipinu, en mér likar vel og það ruggar ekki
eins mikið og gamli Herjólfur.
r
©
m
lesendur segja
Kaupkröfur,
gróðastéttin
og landhelgin
Nú siðustu vikur hafa nær dag-
lega dunið yfir okkur bæði i út-
varpi og sjónvarpi alls konar
samþykktir og kröfur um mikl-
ar kauphækkanir þessari eða
hinni starfsstéttinni til handa.
Allir, sem láta til sín heyra,
þykjast mjög illa settirmeð kjör
sin. Þó hafa fáir verið eins há-
værir og frekir i kröfugerð sinni
og stjórn bandalags háskóla-
manna.
Mér finnst það mikill galli á
allri þessari kröfugerð, að mjög
sjaldan er sagt frá þvi um leið,
hver mánaðar eða árslaun þess-
ara starfshópa eru. En ég held
að segja megi, sem betur fer, að
mikill meirihluti þjóðarinnar
hafi sæmileg lifskjör. Það sézt
bezt á þvi, að litið verður vart
við sparnað hjá flestum, miklu
fremur að lifsgæðakapphlaupið
aukist jafnt og þétt. Mætti þar
nefna mörg dæmi.
Auðvitað á þetta ekki við
nærri alla. Ég tel, að meiri
jöfnuður ætti að vera i launa-
kjörum hér á landi. Mér er vel
ljóst, að lægstlaunaða fólkið og
ungt fólk, sem er að stofna
heimili, býr við slæm kjör, og
þau þarf að bæta. Þjóðfélagið
hefur efni á þvi. En hefur þjóð-
félagið efni á þvi að hækka kaup
þeirra hæstlaunuðu? Ég held
ekki, að minnsta kosti ekki
nema með þvi að stórhækka
beina skatta á þeim um leiö. Og
þá fer hagnaður þeirra að verða
vafasamur. Einstakar raddir
hafa stundum heyrzt um að
draga úr tryggingabótum. Ég
tel, að það væri einhver sú
fantalegasta aðgerð, sem hægt
væri að gripa til, þvi margt af
þvi fólki sem nýtur tryggingar-
bóta er einmitt fólkið, sem er
allra verst sett i þjóðfélaginu i
dag.
Eitt er það i kaupgjaldsmál-
um, sem þyrfti að ráða bót á að
minu áliti. Það þyrfti að banna
með lögum allar yfirborganir..
Ég tel, að þær eigi drjúgan þátt i'
dýrtiðaraukningunni, og ýti
mjög undir almennar kaup-
hækkanakröfur. Mér finnst, að
þeir kauptaxtar, sem samið er
um hverju sinni, eigi að gilda á
meöan samningar standa. Það
er óhæfa, að atvinnurekendur
berji sér á brjóst á meðan á
samningaþófi stendur og þykist
alls ekki geta borgað hærra
kaup, en strax að samningum
loknum með tilheyrandi kaup-
hækkunum, geti þessir sömu
menn haldið áfram yfirborgun-
um, eins og ekkert hafi breytzt.
Að minu áliti þarf að breyta hér
til. Gerðir samningar eiga að
gilda i hverri starfsgrein. 011
frávik frá þeim ættu að vera ó-
heimil. Einnig að stjómvöld
breyti með lagaboði gerðum
samningum.
Ég hygg, að ef yfirborgana-
ósiðurinn væri bannaður, gætu
atvinnurekendur hækkað kaup-
ið talsvert við láglaunastéttirn-
ar. Auk þess held ég, að það
mundi hamla verulega gegn
þessari verðþenslu i þjóðfélag-
inu.
Hækkandi verð á útflutnings-
vörum landsmanna nú siðari
hluta þessa árs, og hækkað verð
á alls konar vörum innanlands,
ýtir eflaust undir kaup-
hækkunarkröfur. En hafa menn
gleymt hinum gifurlega við-
skiptahalla frá i fyrra? Ég hélt
að hin svokölluðu rauðu strik
hefðu verið sett i samningana
siðastliðinn vetur, til þess að
launþegar fengju bættar upp
þær hækkanir, sem ófyrirsjáan-
legar voru þá.
Ég held, að enginn góður
Islendingut' óski eftir þjóðar-
gjaldþroti. En hvert stefnir þeg-
ar flestar stéttir þjóöfélagsins
heimta meira en er til skipta?
Það er furðulegt, að fólk i vel
menntuðu og sæmilega siöuðu
þjóðfélagi skuli rifast eins og
hungraðir úlfar um hverja þá
krónu, sem kann að vera til
skipta, og allra furðulegast er,
að háskólagengnir menn skuli
vera þar fremstir i flokki. Þess-
ir menn sem þjóðin er búin að
kosta mestu til, á meðan erfiðis-
menn sem skapa þjóðarauðinn
vinna hörðum höndum. Ég held
að timi sé kominn til þess að
þeir staldri við og meti, hvað
gert hefur verið fyrir þá.
Vilja þessir hörðustu kröfu-
hópar þjóðargjaldþrot? Það
læðistað manni sá grunur, að til
séu áhrifamenn i röðum þessa
fólks, sem ekkert hefðu á móti
þvi að Islendingar yrðu meira
og meira háðir erlendum stór-
veldum eða auðhringum.
Aður en ég lýk þessum orðum
langar mig að beina þvi til
alþingis og rikisstjórnar, að
skipuö verði nefnd til að kanna,
hvort hérá landi séu ekki til ein-
staklingar, fyrirtæki eða jafnvel
starfshópar, sem raka saman
peningum á kostnað almennings
oghvort ekki væri hægtað ná til
þessara manna og láta þá skila
einhverju umtalsverðu fé i
rikissjóð, sem alltaf er hálftóm-
ur, og nota það til almennings-
heilla, fremur en þvi sé varið i
alls konar lúxuslifnað og svall.
Ég held, að ef slik könnun yrði
gerð i alvöru, myndi margur
sætta sig betur við sin kjör, og
þing og stjórn hafa sóma af.
Bráðum kemur að þvi, að al-
þingi og rikisstjórn verða að
taka örlagarikar ákvarðanir i
landhelgismálunum. Þá sést
bezt, hvort hagsmunir Islands
verða metnir meira en þjón-
ustulundin við hin auðugu riki á
Vesturlöndum. Þær ákvarðanir
verða skráðar óafmáanlegu
letri á spjöld sögunnar.
Ég skora á alþingismenn að
hugsa sig vel um áður en þeir
framlengja samninginn við
Breta eða aðrar erlendar þjóðir,
eða afsala rétti islands á nokk-
urn hátt. Það verður tekið eftir
afstöðu sérhvers þingmanns og
ráðherra i þessu örlagarika
máli. 1«. nóvember 1976
Sigurður Lárusson