Tíminn - 18.12.1976, Blaðsíða 6

Tíminn - 18.12.1976, Blaðsíða 6
 6 Laugardagur 18. desember 1976 Umsjónarmenn:Pétur Einarsson r Omar Kristjónsson Hermann Sveinbjörnsson Skipan skattamdla Fyrstu skattalög á íslandi voru sett árið 1877. Þessi lagasetning á þvi eitt hundrað ára afmæli innan tiðar. Á þessum hundrað árum hefur þróunin orðið sihækkandi skattar og álögur, og er það i sam- ræmi við þá sósialisku þjóðlifs- skoðun, sem rikjandi hefur verið á íslandi mikinn hluta tuttugustu aldarinnar. Það er óskhyggja aö hægt veröi að gera skattalög þannig úr garði, að allir verði ánægðir með sinn hlut. Það ætti hins vegar ekki að vera óraunhæf ósk, að skattalög geti verið þannig úr garði gerð, að leik- menn geti skilið þýðingu þeirra erfiðleikalitið. Eftir hundrað árin er nú svo komið, að lagasetning um skatta er að likindum flóknasta og ósamstæðasta lagasetning, sem gerð hefur verið. Það hefur gerzt með þvi, að á nær hverju ári hafa verið gerðar breytingar á þessum lagabálkum, sem hafa átt að þjóna einhverju sérstöku tekjuöflunarsjónarmiði eða ætlaðar til þess að standa við samninga gerða við verkalýðshreyfinguna i landinu. Þessar breyt- ingar hafa ekki tekið mið af meginstefnu skattalag- anna og koma þvi oft eins og fjandinn úr sauða- leggnum þvert á hugsun þá, sem i lögunum felst. Skipan skattamála er mjög mikilvægt atriði i stjórn efnahagsmála, og i jöfnun aðstöðu þegnanna. Þvi er nauðsynlegt að hafa þau einföld en sveigjan- leg. Tekjustofnar rikisins munu vera um 70 talsins, og þar af eru markaðir eða bundnir um 34. Þetta gerir það að verkum, að svigrúm rikisstjórnar á hverjum tima er mjög takmarkað, þegar fyrirfram er ákveðið með lögum, hvert mikill hluti af tekjum rikisins skal renna. Mikilvægt er, að tekjur rikisins séu ekki njörvaðar niður, heldur þarf að vera kostur að beina fjármagni i þá starfsemi á hverjum tima, sem réttust er talin út frá efnahagslegu og þjóðfé- lagslegu sjónarmiði. Með sköttum þarf að jafna aðstöðu manna i þjóð- félaginu. Hér eiga menn að bera skattbyrðar eftir efnahag, en þá þarf einnig að gæta þess vel, að skatturinn komist til skila. Afleit er sú stefna yfir- valda að fjölga gjaldendum umfram það, sem nú er, þó að það sé gert undir yfirskyni jafnréttis. Þvert á móti þarf að fækka gjaldendum stórlega og auð- velda þannig eftirlit. Samfara byltingu á skattalögunum þarf að fara ákvörðun til frambúðar um það, hvort leggja beri meiri áherzlu á beina skatta eða óbeina skatta. Hvor gerð skatta um sig hefur ákveðna kosti og á- kveðna ókosti. Staðgreiðslukerfi er nauðsynlegt að koma á, vegna þess, að það fé, sem hið opinbera fær nú ári eftir að þess er aflað, er að engu orðið, þegar það á að notast i opinberar framkvæmdir. Við íslendingar tökum yfirleitt upp allar breytingar, sem gerðar hafa verið á hinum Norðurlöndunum. Það gerist hjá okkur á þeim tima, sem þessar tilteknu breytingar hafa sýnt sig að vera slæmar og illnothæfar hjá ná- grönnum okkar. Virðisaukaskatturinn virðist ætla að verða dæmi um þetta. Miklar umræður eru um að koma honum á hér, þegar nágrannar okkar hafa lent i stökustu vandræðum með hann. Virðisaukaskatturinn hefur þá kosti, að hann ger- ir ekki upp á milli atvinnugreina og hann safnast ekki saman eins og söluskatturinn, þ.e. búið er að greiða margsinnis sama skattinn af sömu vörunni, Kynning d ungu framsóknarfólki „Samkvæmt leikreglum lýð- ræðisins er það í verkahring fólksins að gefa stjórnmála- mönnum aðhald og fella yffir þeim dóm í kosningum" — segir Sigurjón Á. Einarsson, skrifstofumaður — Sigurjón A. Einarsson er fæddur á Tálknafirði 27. ágiist 1953 og alinn þar upp til 12 ára aldurs. Frá Tálknafirði fluttist Sigurjón til Stokkseyrar, þar sem hann hafði búsetu til 18 ára aldurs. Hann lauk landsprófi frá Laugarvatni 1970 og prófi frá Verzlunarskóla Islands 1972. Sigurjón réðist fljótlega að námi loknu til starfa hjá Sam- bandi isl. samvinnufélaga i Reykjavik, þar sem hann starf- ar f Verðlagningadeild við verð- útreikninga og tollskýrslugerð. Hann er gjaldkeri i stjórn Fé- lags ungra framsóknarmanna i Reykjavik. — Við spurðum Sigurjón fyrst hvað hefði vakið pólitiskan á- huga hans og hvers vegna hann hefði valið Framsóknarflokk- inn? Við Islendingar segjumst vilja búa við lýðræðislegt stjórnar- far. Forsenda þess, og þá sér- staklega ef lýðræðið á að vera virkt, er þátttaka sem flestra þegna þjóðfélagsins i stjórn- málum landsins. Ég álit að það sé i rauninni skylda hvers ein- staklings, gagnvart sjálfum sér og meðborgurum sínum, að taka afstöðu til þjóðmálanna og gefa hana til kynna, þvi ákvarðanatökur i þeim málum hafa alltaf áhrif á lifsskilyrði þess sama einstaklings, jafnt og annarra þegna þjóðfélagsins, i einhverjum mæli. En hvort menn telja að þeir gegni þeirri skyldu með þvi einu, að kjósa til Alþingis og sveitarstjórna, verður hver og einn að gera upp við sig, en ég er vissulega þeirr- ar skoðunar, að svo sé ekki. Að ég valdi Framsóknar- flokkinn er einfaldlega vegna þess, að stefna hans i þjóðmál- um, byggð á samvinnuhugsjón og félagslegum grunni, fellur mjög— umfram aðra flokka — i áttað minum skoðunum. Hitt er annað mál, að fyrir getur kom- ið, hjá Framsóknarflokknum, jafnt og öörum flokkum, að stefnu hans er ekki hægt aö fylgja út I yztu æsar vegna sam- starfs við aðra flokka, þar sem tilslökun verður að koma til af beggja hálfu. Sjónleikur i Alþingis- húsi skaðar alla þing- fulltrúa Hver er ástæðan fyrir van- trausti almennings á Alþingi og stjórnmálamönnum? Astæður þess eru eflaust margþættar, og erfitt að henda reiður á þeim öllum i fljótu bragði. Að einhverju leytihlýtur þó sökin að liggja hjá stjórn- málamönnum og stjórnmála- flokkunum, þ.e. að málflutning- ur og vinnubrögð þeirra hafi að nokkru misst hljómgrunn hjá almenningi. Má þar til nefna, að oft virðist, eftir málflutningi þeirra, allur vandi auðleystur fyrir kosningar, en þegar á reynir virðist oft verða minna um efndir og ráð. Eins virðist eins og málflutningur stjórn- málamanna sé ekki alltaf alveg eins, eftir þvi hvort viðkomandi er istjórn eða stjórnarandstöðu, þannig að mál getur haft allt sér til ágætis meðan verið er i Sigurjon A. n,marsson. stjórn, en aldeilis ótækt ef sá sami finnur sig i stjórnarand- stöðu. Sú tilfinning, sem ég held að geri oft vart viö sig, og jafn- vel ekki alveg út i bláinn, að stjórnmálamenn segi eitt, en meini annað, er vissulega ekki til þess fallin að skapa þeim traust almennings. Heiðarleg og opin stjórnmálabarátta, þar sem fólki er gerð grein fyrir markmiðum og leiðum hvers flokks, án útúrsnúninga og hálf- kveðinna visna, er vænlegasta leiðin fyrir stjórnmálamenn til þess að ná trausti almennings á ný. Sjónleikur í Alþingishúsi eykur á tortryggni almennings til alþingismanna. Það ætti fólk þó að muna, aö það er I verkahring þess, sam- kvæmt leikreglum lýðræðisins, að veita stjórnmálamönnunum aðhald, og að þeir verða að leggja störf sln undir dóm þjóðarinnar, það er þvl hún, aö sjálfsögöu, sem velur eða hafn- ar þessum mönnum. Framsóknarflokkurinn er að rétta úr kútnum — Framsóknarflokkurinn, staða hans I dag og skoðun þin á núverandi stjórnarsamstarfi? Hvað varðar stöðu flokksins i dag vil ég vara við of mikilli bjartsýni. Kann þar ýmsum aö þykja skjóta skökku við, þar sem Framsóknarflokkurinn er sáflokkur, sem sýnt hefur einna mesta ábyrgöartilfinningu, undir ágætri forystu Ólafs Jó- hannessonar i stjórnmálallfi þjóöarinnar mörg undanfarin ár.Hinuerekkiað leyna, að þaö varð að sjálfsögðu mörgum þegar sölustigi hefur verið náð. í stuttu máli má segja, að virðisaukaskatturinn hefur marga ókosti og þá helzta, að hann þarf gifurlegan mannafla, þvi gjaldendum fjölgar frá þvi, sem nú er og pappirs- flóðið eykst að mun. Það er þó verst, að hann inn- heimtist að likindum ekki betur en söluskatturinn,’ þrátt fyrir þetta hugsaða sjálfvirka eftirlitskerfi virðisaukaskattsins. Skattalögum okkar verður ekki skipað svo vel fari með sifelldu krukki i þau og káki. Það þarf mark- vissa og einfalda umbyltingu á öllum skattalögun- framsóknarmanninum von- brigði, að af áframhaldandi vinstri stjórn gat ekki orðið, en þar er við aðra að sakast en framsóknarmenn, eins og al- þjóð veit, og skyldi ekki gleyma. En hvað varðar núverandi stjórnarsamstarf, þá treysti ég forystumönnum Framsóknar- flokksins manna bezt til að leiða málin á farsælli veg, en ella hefði getað orðið i stjórn, þar sem núverandi samstarfsflokk- ur flokksins ætti einn aðild að. Einnig verða menn, hversu óljúft, og reyndar furðulegt, sem það er, að taka tillit til þess moldviðris, sem ýmsir sjálf- skipaðir siðapostular, hafa þyrlað upp i kringum Fram- sóknarflokkinn. Þess er þó farið að gæta, að menn eru farnir að taka ýmsum fullyrðingum þeirra með fyrirvara. Framsóknarflokkurinn og samvinnuhreyfingin verða og eiga að vinna saman — Eru tengsl Framsóknar- flokksins og Samvinnuhreyfing- arinnar nægilega mikil? Tengsl Framsóknarflokksins og Samvinnuhreyfingarinnar virðast mér aðallega vera mál- efna- og sögulegs eðlis. Svo ég skýri það aðeins betur, þá verð- ur flokkurinn til vegna þarfa samvinnumanna fyrir stjórn- málalegt afl, sem gæti gætt hagsmuna og hrundiö I fram- kvæmd einhverjum hugsjónum samvinnunnar á stjórnmála- sviðinu. Samvinnuhugsjónin er þvf hornsteinninn í tilveru Framsóknarflokksins.. Náin tengsl og samvinna þessara aðila er þvi I hæsta máta eðlileg og sjálfsögð, og tel ég að vinna beri að þvi að auka þau til muna, þvi það hlýtur hverjum manni að vera ljóst, að efling Framsóknarflokksinserum leið efling samvinnunnar og sam- hjálpar, til hagsbóta allri þjóð- inni. Ekki samninga við Efnahagsbandalagið um veiðiheimiidir innan 200 mílna — Hvert er að þinu mati brýn- asta verkefni núverandi rikis- stjórnar? Það er nú einsog áður að vinna að lausn efnahagsmálanna. Eft- iráralanga óðaverðbólgu er það orðið brýnt, að stjórnmála- menn, í samvinnu við forystu- menn launþega og vinnuveit- enda, finni einhver meðul til lækningar, eða að minnsta kosti til hömlunar þeim mikla vá- gesti, sem hún er. Ég tel, að lausn efnahagsmálanna hljóti að vera forsenda þess, aö forystumenn þjóðarinnar geti með einbeitni snúið sér að end- urbótum og framförum á sviði annarra þátta þjóðllfsins, svo sem heilbrigðis-, trygginga- og menntamála, svo og uppbygg- ingu atvinnulifsins I landinu, sem á að vera laus við erlenda stóriðju. Einnig vil ég minna á sam- þykkt þings S.U.F. á siðastliönu sumri, þarsem meðal annars er kveöið svo á um, að gera verði Efnahagsbandalaginu, og þá sérilagi Bretum, ljóst, að um frekari samninga um veiöar innan 200 milnanna sé ekki að um. —PE Framhald á bls. 23

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.