Tíminn - 18.12.1976, Blaðsíða 7

Tíminn - 18.12.1976, Blaðsíða 7
Laugardagur 18. desember 1976 7 Góð loðnuveiði eftir langvarandi brælu — flest skipin farin að undirbúa sig undir aðalvertíðina gébé Rvik — Aðeins eitt skip var á loðnumiðunum i fyrri- nótt, en nóttina þar áður, fengu sex skip fullfermi. Langvarandi bræla hefur ver- ið á loðnumiðunum að undan- förnu og fyrst eftir að henni lauk, fannst litið af loðnu. Nú er hins vegar ágætis veiði- veður á miðunum og í gær ræddi Timinn við Svein Sveinbjörnsson leiðangurs- stjóra á leitarskipinu Skarðs- vik. Sagði Sveinn að þeir væru staddir um 100 mílur NA af Horni og að nóg af loðnu virtist vera þar. — Við höfum ekki fundið neitt af veiðanlegri loðnu vestar, en is hefur lika hamlað leit þar, sagði Sveinn og bætti við að skipin væru aðeins mjög fá við veiðar nú, eða sjö að tölu, þar sem flestir væru nú farnir að undirbúa sig fyrir aðalvertiðina, sem hefst upp úr áramótunum. Skarðs- vikin mun hætta leit þann 20. þ.m. fyrir vestan. Loðnugöngurnar ganga nú norður fyrir landið en loðnan mun vera nokkuð blönduð að stærð og töluvert af smáloðnu. Enn er ekkert vitað um hvort loðna muni ganga suður með Vestfjörðum, eins og menn höfðu gert sér vonir um. Ef leitarskip verður staðsett fyrir vestan eftir áramótin, er mjög sennilegt að veiðiskip muni a.m.k. i byrjun, vera með og ætti þá að koma i ljós hvort vonir manna rætast um að hægt verði að veiða loðnu á tveim stöðum samtimis á næstu vertið, fyrir sunnan- og austan land. Enn er búizt við aö fleiri loðnugöngur eigi eftir að koma utan úr hafi upp að landinu. Frá mennfamála- ráðuneytinu: Fósturheimili óskast fyrir tvo drengi i öskjuhliðarskóla frá næstu áramótum. Upplýsingar i sima 23044 laugardag frá 10-5 og eftir helgina i menntamálaráðu- neytinu, verk- og tæknimenntunardeild. Menntamálaráðuneytið Hringbraut 121 Sími 10600 Hjá okkur veljið þið jólatrén inni Lágt hitastig í sýningarsal tryggir barrheldni trjánna Öllum trjánum er pakkað í nælonnet í Blómavali fæst allt mögulegt til jólanna Komið í heimsókn og skoðið úrvalið í Blómavali NÚ ERU JOLATREN KOMIN

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.