Tíminn - 18.12.1976, Blaðsíða 23
Laugardagur 18. desember 1976
23
Happdrætti
Framsóknarflokksins
Vinningar i happdrættinu eru 15 aö þessu sinni, kr. 1.500.000,- aö
verðmæti. Dregiö 23. des. Drætti ekki frestaö.
Skrifstofan aö Rauöarárstíg 18 er opin næstu kvöld til kl. 6.
Einnig er tekiö á móti uppgjöri á afgreiöslu Timans, Aöalstræti
7. og þar eru einnig miðar til sölu.
Jólatrésskemmtun
Jólatrésskemmtun Fram-
sóknarfélaganna i Reykjavik
veröur haldin að Hótel Sögu
fimmtudaginn 30. desember og
hefst kl. 3 ,' Nánari upplýs-
ingar á skrifstofunni Rauöarár-
stig 18. Simi 24480.
o SUF
ræöa. Þaö tei eg, og örugglega
mikill meirihluti þjóðarinnar,
mikilvægt aö veröi gert.
Gagnrýnin blaða-
mennska er sjálfsögð
og nauðsynleg
— Hver er afstaöa þin til hinn-
ar nýju blaðamennsku svoköli-
uöu „gagnrýnu blaöa-
mennsku”?
— 011 fréttablöð veröa aö vera
gagnrýnin, hvort sem i hlut eiga
pólitisk eöa ópólitísk blöð. Ég tel
alveg vist aö islenzkri blaöa-
mennsku hafi farið mikiö fram
á siöustu mánuöum og árum i
þessu efni. Hins vegar veröur
þeirri staöreynd ekki breytt, aö
um tima var blaöamennska siö-
degisblaöanna komin út fyrir
allt velsæmi. Þetta var timabil,
er allar slúöursögur gengu
kaupum og sölum. Mér finnst
þessi mál vera komin á betri
veg undanfarið. Þaö má ekki
henda, aöTiminn sitji einn eftir,
en hann tók að visu langsiöast
við sér, sem betur hefði aldrei
gerzt. Mér leiöast persónulegar
aödróttanir meö spurninga-
merkjum i bak og fyrir um ó-
rannsökuö mál, og staöreyndin
• er jú sú, aö þannig vopn meiöa
þá mest, er beita þeim.
Ó.K.
o Fundur
um krafti. Bændur veröa aö
standa fast saman á rétti sinum,
en ef þeir gera þaö ættu þeir aö
geta lyft kjörum sinum frá þvi
sem nú er.
Jafnvel þeir sem hæst
tala
Guöbjartur Guömundsson
ráöunautur BSAH, talaöi næst-
ur, og sagöi aö ekki færi hjá þvi
aö manni flygi í hug aö þaö væri
óopinber stefna stjórnvalda aö
leggja niöur landbúnaö, þegar
þess er gætt aö ekki er hægt að
fá nema 3 millj. I fyrirgreiðslu,
fyrir mann, sem vill kaupa bú i
dag, en þaö kostar um 20-25
millj.kr. aö kaupa venjulegt bú.
Það sé þvi ekki hægt aö fá nema
10% lánsfyrirgreiöslu til aö
hefja búskap, á sama tima og
hægt er að fá allt aö 100% and-
viröis viö aö hefja útgerö.
Siðan sagöi hann, að ýmsir
heföu reynt aö nota sér ýmsa
liöi I fjárlögum til árása á land-
búnaöinn. En I fjárlagafrum-
varpinu eru einnig margir liðir,
sem benda má á, sagði Guö-
bjartur, aö eru beinn stuöningur
við aörar atvinnugreinar, þótt
ekki séu þessir liðir túlkaöir,
sem slikir.
Nefndihann siöan, aö væntan-
lega yröi 300 millj. kr. variö til
þess aö greiöa niöur ull, svo ull-
arverksmiöjurnar gætu keypt
ullina á næsta ári. En ekki bjóst
Guðbjartur viö aö nokkur myndi
túlka þetta sem styrk viö iönaö-
inn.
Þá benti hann á aö stórar fjár-
hæöir færu til atvinnuleysis-
tryggingasjóös, sem notaöur
væri til þess að greiða verka-
fólki, sem ekki hefði vinnulaun.
Ekki fengju bændur neit,t úr
þeim sjóöi, og ekki væri þetta
talið styrkur viö annan atvinnu-
rekstur í landinu.
Þá væri 110 millj. kr. variö til
dagvistunarstonana, en ekki
gætu konur bænda komiö sinum
börnum þar fyrir meöan þær
væru aö vinna aö bústörfum.
Þessi liöur væri bændum þvi
ekki til hagsbóta, en ekki væri
hann talinn styrkur viö annan
atvinnurekstur.
Þá nefndi hann að opinberir
starfsmenn fengju árlega háar
fjárhæöir til sins lifeyrissjóös,
og sagöi aö þaö væri þvi ljóst, aö
hægt væri að benda á mjög
marga liði, þar sem aörar stétt-
ir, en bændur fái stórar fjárhæö-
ir frá rikinu i beina og óbeina
styrki og jafnvel fengju þeir,
sem hæst tala um styrkina til
landbúnaöarins þannig stórar
fjárhæöir.
Beina stjórnaraðild að
búvörudeildinni
Stefán A. Jónsson Kagaöar-
hóli áréttaöi sitthvaö af þvi, sem
fram haföi komiö, en ræddi siö-
an sérstaklega um búvörudeild
SÍS. Taldi hann, að bændur ættu
að fá beina aöild aö stjórn deild-
arinnar, enda skipti miklu máli
fyrir bændur á hvern hátt deild-
in væri rekin.
Þá sagöi Stefán, að 334 lestum
af dilkakjöti heföi verið skipaö
beint út i skip frá Blönduósi I
fyrra og flutt á markað erlendis.
En búvörudeildin heföi tekið
nær 10 millj. kr. I kostnaö og
umboöslaun viö sölu þessa
kjöts, þótt Sölufélagiö á Blöndu-
ósi heföi algerlega séö um aö
koma kjötinu um borö i skipin á
sinn kostnaö.
Þetta byggist á þvi, aö þaö er
sama gjald tekiö fyrir sölu á
hverju kg. af kjöti, hvort sem
búvörudeildin fær kjötiö og sel-
ur þaö þar til kaupmanna, eöa
hvort þvi er skipaö beint út frá
sláturleyfishafa. Taldi Stefán
þetta ranglátt og þessi verö-
jöfnunarstefna leiddi til þess aö
verið væri aö refsa þeim, sem
byggt hefðu góö sláturhús, sem
löggilt væru til útflutnings, þvi á
þá leggðist mikill kostnaöur
vegna þessara dýru húsa.
Fjölmargar fleiri ræöur
voru fluttar á fundinum á
Blönduósi og stóö fundurinn til
kl. aö ganga fjögur um nóttina
Alls sóttu um 160 manns fund-
Il!HU!U.l;U.
inn, aöallega bændur úr
A.-Húnavatnssýslu en einnig
menn úr Skagafirði og Vest-
ur-Húnavatnssýslu.
Hvert stefnir
A þriðjudagskvöld var
bændafundur haldinn I Viðihllö.
Það var búnaöarsamband
V.-Hún. sem boðaöi til fundarins
og sóttu hann á annaö hundrað
bændur úr sýslunni og einnig úr
Strandasýslu.
Siguröur Lindal, Lækjamóti
form. Búnaöarsambands
V.-Hún. setti fundinn og stjórn-
aöi honum. Sagöi Siguröur, aö
þaö væri ánægjulegt hve margir
bændur kæmu til fundarins og
sýndu samstööu og samstarfs-
vilja um að bæta kjör sin. Aö
lokinni framsöguræöu Gunnars
Guöbjartssonar, sem sagt var
frá I gær voru fluttar fjölmargar
ræöur og veröur þriggja þeirra
getiö hér.
Aöalbjörn Benediktsson ráöu-
nautur tók fyrstur til máls og
greindil upphafi frá þvl hvernig
vlsitölubúiö heföi stækkað frá
1950 og þar til nú. Áriö 1950 var
þaö aöeins 183 ærgildi, áriö 1965
var þaö 309 ærgildi og nú er þaö
oröiö 440 ærgildi.
En á þessu timabili, og þrátt
fyrir bústækkun og meiri hag-
ræöingu, hafa bændur aldrei
komizt upp fyrir aö fá 80% af
launum viömiöunarstéttanna.
Varpaöi Aöalbjörn fram þeirri
spurningu hvert tekjurnar af
þessari stækkun rynnu, og taldi
ljóst aö bændur heföu ekkert
fengið fyrir aö leggja svona á
sig en hins vegar heföi þetta
leitt til lægra vöruverös fyrir
neytendur.
Vakti Aðalbjörn siöan máls á
þeirri spurningu hver þróunin
yröi næstu 25 ár, og hvort bú
héldu áfram aö stækka án þess
aö bændur bæru nokkuö úr být-
um og hlutur þeirra yröi jafn
rýr aö þeim tima liðnum og nú.
Jafna þarf aðstöðuna
Þessu næst ræddi Aöalbjörn
um hina brýnu þörf aö auka
rekstrarféö, enda væri
rekstrarfjárþörf landbúnaöar-
ins oröin gifurlega mikil.
En hitt væri ekki minna atriði
á hvern hátt brúa mætti biliö
milli þeirra, sem eru búnir aö
koma sér upp húsum og véla-
kosti og hinna sem eru að byrja
búskap. Taldi hann ófært annaö,
en þessi aöstööumunur yröi á
einhvern hátt jafnaöur.
Síðan ræddi hann um á hvern
hátt auka mætti fé Stofnlána-
deildarinnar og taldi ófært ann-
aö, en Byggöasjóður leggöi eitt-
hvaöféfram til landbúnaöarins,
enda væri þaö eina leiöin til þess
að landbúnaðárhéruöin nytu
góös af starfsemi Byggöasjóös.
Vantaði 61.4 millj. kr.
Gunnar Sigurösson kaup-
félagsstjóri á Hvammstanga
talaöi næstur og vék fyrst aö
þvi, aö Kaupfélagið á Hvamms-
tanga heföi getaö greitt bænd-
um I Vestur-Húnavatnssýslu
2.41% yfir grundvallarverö áriö
1975. Heföi þetta gert 6.4 millj.
kr. i reikninga bænda.
Slðan vék Gunnar að
rekstrarlánunum, og sýndi tölur
um hve mikil rekstrarlán Kaup-
félagiö heföi fengið I hverjum
mánuöi þessa árs. Meö
rekstrarlánunum tók hann þá
upphæö, sem fékkst sem
greiöslufrestur á áburðarverö-
iö. tJt úr þessu kom þaö, aö I
ágústlok haföi kaupfélagiö feng-
iö 88.6millj. kr. I rekstrarlán aö
meötöldu þvl, sem áburöar-
verksmiöjan lánaöi. En ef
rekstrarlánin heföu hins vegar
þá numiö 75% af væntanlegum
afuröarlánum heföi upphæöin
ogöiö 150 millj. kr. Vantaöi þvi
61.4 millj. kr. til þess að þaö tak-
mark næðist.
Þá ræddi Gunnar um fjár-
hagsstööu bænda viö
Kaupfélagiö, og sagöi aö ljóst
væri aö afkoma þeirra yröi mun
verri á þessu ári, en I fyrra.
Nefndi hann sem dæmi, aö nú
væri fjárhagsstaöa þeirra 30
millj. kr. óhagstæöarien á sama
tima I fyrra.
Að lokum ræddi Gunnar um
Seölabankann, og hlutdeild hans
I þjóðfélaginu og sagöi, aö þaö
heföi oft komið fram, aö þar
væri við erfiöan draug aö etja.
Varpaöi hann siðan fram þeirri
spurningu, hvort þab ætti ab
vera rikisstjórnin sem réöi yfir
Seölabankanum, eöa Seöla-
bankinn, sem réöi yfir rikis-
stjórninni?
Á að stöðva sölu land-
búnaðarvara?
Gunnar Sæmundsson Hrúta-
tungu ræddi um þá fjölmörgu
fundi, sem að undanförnu hafa
veriö haldnir, og sagöi um-
hugsunarefni hvað væri að ger-
ast. Sagöi síðan, aö bændur
væru yfirleitt seinþreyttir til
vandræöa, en nú heföi soðiö upp
úr enda kjörin alveg afleit.
Slöan ræddi Gunnar um verö-
lagsgrundvöllinn og taldi að þar
væru margir liöir sem rangir
væru og kostnaöarliðir allt of
lágt reiknaöir. Ræddi hann sér-
staklega um vinnuliðinn og
taldi, að mun meira væri unniö I
næturvinnu, en ráö væri fyrir
gert. Benti hann einnig á, aö ef
menn I hinum svonefndu viö-
miöunarstéttum þ.e. verka-
menn og iðnaöarmenn, fengju
ekki 6 klst. hvild væru þeir á
næturvinnulaunum allan næsta
dag. Taldi hann, aö margir
bændur fengju minni hvild
ýmsa tima árs og ættu þeir þvi
einnig af þeim sökum aö fá mun
fleiri tlma I næturvinnu.
Gunnar lét I ljósi þá skoðun,
aö heppilegra væri fyrir bændur
aö semja beint viö rlkisvaldið
um kaup sitt og kjör, þviþað
væri svo margt, sem viö þaö
þyrfti að semja hvort eö væri.
Aö siðustu sagöi hann, aö
bændur yröu að beita öllum
tiltækum ráöum til þess að ná
rétti sinum og hvatti mjög til
þess _.að sölustöðvun á land-
búnaðarvörum yröi beittef ekki
tækist' á annan hátt aö ná nægi-
lega háu veröi. T.d. taldi hann
auövelt að stööva sölu á ull um
nokkurn tíma.
Laus staða
Staða einkaritara við lögreglu-
stjóraembættið er laus til umsóknar.
Umsækjandi þarf að hafa góða æfingu i
vélritun og gott vald á islensku.
Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna
rikisins.
Umsóknir, ásamt upplýsingum um aldur,
menntun og fyrri störf sendist embættinu
fyrir 5. janúar n.k.
Lögreglustjórinn i Reykjavík,
16. desember 1976.
Sportmagasín
í húsi Litavers við Grensdsveg 22
TIL JÓLAGJAFA:
Bobspil 4.900 kr. — Fótboltaspil 3.400 kr. — Krokett 4.200 kr. —
Skautar, verð frá kr. 2.500. —Skiptum á notuðum og nýjum skautum
— Skiðasett 3.775 kr. — Handboltar frá kr. 2.500. — Fótboltar frá kr.
1.500, — Plast- og gúmmiboltar frá kr. 250. — Fótboltaskór frá kr.
1200. —Æfingagallar frá kr. 4.300. — Adidas æfingaskór frá kr. 3.700.
— íþróttafatnaður, allar tegundir
ALLT FYRIR HESTAAAENN:
Spaðahnakkar kr. 29.000 — ístöð frá kr. 1.900 — Svipur frá kr. 800. —
Allar tegundir af reiðtygjum.
MJÖG ÓDÝRT:
Kven- og barnapeysur frá 400 kr.
Sportmagasínið Goðaborg hf.
Símar: 81617 og 82125
GRENSÁSVEGI 22