Tíminn - 18.01.1977, Qupperneq 7

Tíminn - 18.01.1977, Qupperneq 7
: Kennarar tlna gjarnan til sannar eða ósann- ar, beinar eða óbeinar skammir um vöru keppinautarins eöa bara um keppinautinn sjálfan. Nú tek ég fram, að það hvarfl- ar ekki að mér að ampicillinhylki Pharmaco h.f. séu ekki ágæt vara, svo forðað sé frá öllum mis- skilningi þar að lútandi, enda er það allt önnur vara sem Sverrir Magnússon er að reyna að selja, sem sé þá, að þessi sömu hylki séu „islenzk framleiðsla”, svona i hælana á áróðursherferð fyrir islenzkum iðnaði. Hið sanna i málinu er auðvitað, að altilbúið ampicillinduftið er keypt frá erlendum fram- leiðanda, og hylkin hjá öðrum slikum, duftinu pakkað i hylkin hérlendis og hylkjunum siðan I sölupakkningar, eða með öðrum orðum um er að ræða tvöfalda innlenda pökkun, þegar satt og rétt er skýrt frá. Fyrrverandi framkvæmda- stjóri Pharmaco h.f. Werner Ras- musson lyfsali er einarður maður og hreinskilinn og segir blaða mönnum blátt áfram, sbr. dagbl. Timinn 16. des. s.l. að verð fram- leiðslu Pharmaco h.f. sé of lágt innlendra verðlagsákvæða vegna, enda sé svo að erlend (innflutt) lyf séu 1/3 hluti selds magns en geri 3/4 hluta söluverðs. Sverrir Magnússon stjórnar- formaður man hins vegar ekkert eftir þvi að hann er umboðsmaður fyrir Asta, Bayer, Eli Lilly, Hassle, Lundbeck & Co., Pharma Rodia og Rousell Laboratories svo nokkur helztu umboð Pharmaco h.f. f hópi sérlyfja- framleiðanda séu nefnd. Hann hefur alveg gleymt þessu þegar hann ber sér á brjóst og lýsir dugnaöi sinum og sinna við að berjast við vonda erlenda sér- lyfjaframleiðendur. Eða getur verið að Sverrir Mgnússon lyfsali hafi gaukað þvi að stjórnarfor- manninum Sverri Magnússyni, að 2. málsgrein 57. greinar lyf- sölulaga nr. 30 frá 29. april 1963 hljóði svo: „Starfandi læknar (dýralæknar, tannlæknar) lyfsalar og aörir starfsmenn lyfjabúða mega ekki vera umboðsmenn fyrir erlenda sér- lyfjaframleiðendur” og að nú hafi verið hlustað i og utan skaflsins. Tilviljanir eða orsakatengsl Pharmaco h.f. var stofnað 2. febrúar 1956 og tilkynnt til firma- skrár 5. april 1956, en hvorki heyrðist frá 20 ára afmælinu i febrúar eða april 1976, enda vissi þá enginn að framkvæmdastjóra- skipti yrðu i desember, enda var stuönings að kynningu islenzks iðnaðar ekki að vænta fyrr en að hausti, og siðast en ekki sizt, það var ekki fyrr en i desember sem islenzka sjónvarpið lét sér detta i hug að filma nýjar vélar Lyfja- verzlunar rikisins og skrafa við fólk um lyfjaframleiöslu og lyf ja- verð. Það er liklega erfitt aö vera svo sjálfstæður að menn geti, vilji og þori, i eigin nafni, á eigin spýtur, aö eigin frumkvæði. Aumingja maðurinn Þessi grein er nokkuð seint á ferð sé miðað frá Þjóðviljagrein- inni 17. des. s.l., en ég var lengst af að vona aö hin tilvitnuöu orð, væru að verulegu leyti „heila- spuni” pólitisks blaðamanns, sem teldi sig þurfa að syngja Magnúsi Kjartanssyni fyrrverandi ráð- herra heilbrigöismála lof og dýrð fyrir að styrkja islenzka „kapitalista” gegn áþján er- lendra „kapitalista”, og gæti þá ekki sem skyldi skynsamlegs hófs i orðavali né sannreyndi yfir- lýsingar, sinar eða annarra, en Sverrir hefur þagað þunnu hljóði — það er ekki um að villast hann er enn „að vinna” fyrir fyrir- greiðslunni. Það verður ekki i efa dregið, aö Sverrir Magnússon er með lærð- ustu lyfjafræðingum landsins og búðir hans i Hafnarfirði, Hafnar- borg og Hafnarfjaröarapótek bera vitni slyngum kaupmanni og duglegum, og ekki verður honum vits frýjað. Mér finnst þvi ástæða til að ætla, að enn geti svo farið að honum takist úr skaflinum og undan vaxtaoki fyrirgreiðslunnar að skriða og vonandi þá litt eða ekki kalinn. Reykjavik, i janúar 1977. : Tafla C Eengi £/ísl.kr. Penbritin srrásölu- ver^ ísl.kr. .Eanmörk amDÍcillin hvlki 250 mg 1973 1973 1973 1974 1975 1976 maí nóv. des. 227.40 204.- 196.80 272.90 341.95 316.10 fob.3.82 okt.) fob.4.20 2532.- 2028.- 2028.- 3096.- 3966.- 4165.- 2870.- 2870.- 2870.- 4245.- 6161.- 7150.- ,kr. 1366.65 2021.50 2765.80 3217.- ampicillin Pharmaco ísl.kr. 1980.- 1980. ampicillin Svíbjóð ísl.kr. 2033.- 2033. gengi 100.00 S.kr./ísl.kr. maí) 1671.- 2491. 2512.- 3765.- 2033.- 2935.- 4092.- 4954.- 1903.70 2748.15 3831.85 4524.20 1 , |Tafla D hylki 5 00 mg 1973 1973 1973 1974 1975 1976 'maí nov. des. gengi £/ísl.kr. 227.40 204.00 196.80 272.90 341.95 316.10 Penbritin smásölu- fob.5.98 okt.) fob.6.57 verð ísl.kr. 3727.- 3169.- 3169.- 4845.- 6204.- 6519.- Danmörk ampicillin smásöluverð ísl.kr. 5087.- 5087.- 5087.- 7512,- 10.877.- 12.651.- gengi D.kr. 100.00/ísl.kr. 1366.65 2021.50 2765.80 3217.00 ampicillin Pharmaco mai; smásöluverð 3495.- ^jf95.- 2651.- 4470.- 4507.- 6100.- ampicillin Svíþjóð smásöluverð 3524.- 3524.- 3524.- 5085.- 7093.- 8591.- gengi 100.00 S.kr./ísl.kr. 1903.70 2748.15 3831.- 4525.20 Tafla E Penbritin frá nóv. rf72 til nóvember "76 hækkun 71.1% ampicillin Pharmaco frá des. "72 'til maí "76 hækkun 87.7% |!Ta.fla._p Penbritin frá nóv. "72 til nóvember "76 hækkun 71.4% ampicillin Pharmaco frá des. "72 til maí "76 hækkun 91.7% Tafla F 1969 1972 1973 1974 1975 1976 Heildsöluálagning sérlyfj a 12.8% 18.0% 13.0% 16.0% 17.1% 17.1% smásöluálagning sérlyfja g 4 3.0% 60.0% 56.5% 67.6% 75.3% 75.3% an Reykjavikurþéttbýlis, þar náigast hlutfall ofaglærðra sums staðar 50%. Háu hlutfalli öfaglærðra fylgja tfð kennara- skipti, og fer ekki hjá þvi að þetta ástand bitni á undirstöðu- menntun nemenda og náms- gengi þeirra i nútið og framtið”. Þannig segir i álitsgerð, sem unnin var af sameiginlegum starfshópum nemenda og kenn- ara við Kennaraháskóla Islands og samþykktar á fundi Kennarafélags KHl 11. þ.m. og á fundi nemendaráðs sama skóla 13. þ.m. Tildrög þessa máls eru þau, að á fundi, sem haldinn var á vegum Kennarafélags KHl 13. nóvember s.l. var samþykkt að verja mánudeginum 15. nóvem- ber til að ræða um kjör og starfsskilyrði kennara og ann- arra opinberra starfsmanna Nemendum var boðin þátttaka i þessum umræðum, og voru unn- ar þrjár álitsgerðir. 1 fyrsta lagi um stöðu og hlutverk kenn- ara i grunnskóla, I öðru lagi um starfsaðstöðu við Kennarahá- skóla Islands og i þriðja lagi um námslán. Tilvitnun hér að framan er úr fyrstu álitsgerðinni og segir þar jafnframt: „Ljóst er, að skortur á fag- lærðum kennurum stafar ekki af þvi að svo fáir hafi aflað sér kennaramenntunar undanfarin ár. Skv. könnun, sem gerð var af starfsmanni menntamála-. ráðuneytis sl. haust hafa aðeins um 55% þeirra, sem útskrifazt hafa með almennt kennarapróf á sl. tiu árum, ráðizt tii kennslu- starfa. Ekki er vafi á að hrakleg launakjör kennara eiga drýgst- an þátt i því, að kennaramennt- að fólk hefur i stórum stil leiðzt inn á aðrar starfsbrautir en kennslu. Þessar staðreyndir leiða hugann að þvi, sem verður að teljast undirrót þessa ó- fremdarástand, þ.e. vanmati stjórnvalda og almennings á hlutverki kennara”. 1 álitsgerðinni er fjallað um nauðsyn þess, að grunnskóla- kennarar sameinist i ein heild- arsamtök og hvaða verkefni biða þeirra samtaka. Siðan seg- ir: ,,Ef firra á þjóðina stórvand- ræðum i skólamálum mega stjórnvöld þau, sem fara með menntamál og fjármál, einskis láta ófreistað til að ráða bót á rikjandi ástandi. 1 þessu sambandi eru eftir- talin úrlausnarefni brýnust: 1. Efla þarf KHl sem þunga- miðju almennrar kennara- menntunar i landinu og endur- menntunar kennara. 2. Gera þarf kennarastarf i grunnskóla svo eftirsóknarvert, með tilliti til launa og allrar starfsaðstöðu, að fólk með kennaramenntun beri sig eftir lausum stöðum. Er vandséð að stjórnvöld komist hjá því að beita I þessu skyni þeim ráðum, sem tiltæk eru og þjóna yfirlýst- um markmiðum löggjafans. 3. Samræma þarf kröfur um menntun kennara i hinum ýmsu kennsiugreinum grunnskóla, hvort sem þær eru bóklegar eöa verklegar. Það eitt samrýmist þvi markmiði grunnskóla að stuðla beri að „alhliða þroska, heilbrigði og menntun hvers og eins”. 4. Gera þarf skipulega áætlun um menntun réttindalausra manna, sem fengizt hafa við kennslustörf, Margir þeirra ’ hafa starfað árum saman og öðlazt mikla starfsreynslu. Virðist eðlilegt að taka tillit til hennar þegar kveðið verður á um lengd námstima. Ihuga þarf og vandlega leiðir til að styrkja þessa einstaklinga til náms”. Affit af álitsgerðum kennara og nemenda við KHl hafa verið send fjármálaráðuneytinu, öll- um aiþingismönnum og sér- samböndum innan kennara- stéttarinnar, auk fjölmiöla. Útungunarvél Útungunarvél óskast. Tilboð sendist Tíman- um fyrir 20. janúar merkt Útungunarvél 1961.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.