Tíminn - 18.01.1977, Qupperneq 9
Þriðjudagur 18. janúar 1977.
9
Útgefandi Framsóknarflokkurinn.
Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar:
Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Ritstjórn-
arfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Augiýsingastjóri:
Steingrfmur Gislason.Ritstjórnarskrifstofur I Edduhúsinu
við Lindargötu, símar 18300 — 18306. Skrifstofur i Aöal-
stræti 7, simi 26500 — afgreiðslusímí 12323 — auglýsinga-
slmi 19523. Verð I lausasölu kr. 60.00. Askriftargjald kr.
1.100.00 á mánuði. Blaðaprenth.f.,
Rógsherferðin gegn
Einari Ágústssyni
Rétt ár er nú liðið siðan hafin var einstæð rógs-
herferð gegn ólafi Jóhannessyni dómsmálaráð-
herra og var uppistaða hennar dylgjur um, að
hann hefði hindrað rannsókn Geirfinnsmálsins
svonefnda af annarlegum ástæðum. Þessari árás
hefur verið hrundið og stendur dóms-
málaráðherra sterkari eftir en áður. En róg-
burðarmennirnir hafa samt ekki gefizt upp. Ný
rógsherferð er hafin, og henni er stefnt gegn Ein-
ari Ágústssyni utanrikisráðherra. Rógburðar-
mennirnir vita, að Einar Ágústsson nýtur mikillar
og verðskuldaðrar viðurkenningar vegna fram-
göngu hans i landhelgismálinu, sem var ekki að-
eins þjóðinni til sóma, heldur átti góðan þátt i hin-
um eftirminnilega sigri, sem vannst með Oslóar-
samningnum. Þess vegna skal nú reynt að hamla
gegn þessum vinsældum hans og koma höggi á
hann og flokk hans um leið..
Þess varð fljótt vart eftir að Oslóarsamningur-
inn var gerður, að vissir rógburðarmenn beindu
vopnum sinum sérstaklega að Einari Ágústssyni.
Þetta kom m.a. berlega i ljós i viðtali, sem Einar
Ágústsson átti við einn af blaðamönnum Þjóðvilj-
ans, sem birtist i blaðinu 25. september siðastl.
Viðtal þetta snerist um húsbyggingarlán, sem
Einar Ágústsson hafði fengið i Landsbankanum.
Blaðamaðurinn segir þar frá þvi, að sú saga sé á
kreiki, að Einar hafi sem bankastjóri átt óeðlileg
skipti við bilstjóra, sem gengi undir nafninu Batti
rauði, og siðan hafi haldizt fjármálaleg tengsl
milli þeirra og m.a. af þeim ástæðum hafi Einar
verið orðaður við ávisanahring, sem mjög er á
dagskrá um þessar mundir. í framhaldi af þessu
spyr blaðamaður svo spurningar, sem Einar svar-
ar itarlega. Söguburðinum er eigi að siður haldið
áfram. Það gerist svo rétt fyrir jólin, að umræddur
bilstjóri er handtekinn með sérstökum hætti og
mál hafið gegn honum. Þvi er haldið fram, að hann
hafi gert sig sekan um ýmsa fjármálalega glæpi,
en þó er það ekki gert að aðalatriði, heldur hitt, að
hann hafi notið hjálpar og verndar valdamanna.
Jafnframt er svo látið kvisast út, að hér sé fyrst og
fremst átt við utanrikisráðherra. í siðustu viku
þykjast höfundarnir svo leggja fram sönnunar-
gögnin um hin óeðlilegu tengsl ráðherrans og bil-
stjórans. Það er upplýst, að bilstjórinn hafi farið á
fund ráðherrans og beðið hann að hlutast til um, að
frestað yrði fullnægingu fangelsisdóms ákveðins
manns um nokkra daga vegna erfiðra ástæðna
hans. Ráðherrann ræðir svo við viðkomandi yfir-
vald um frestun i tvo daga, en af þvi mun ekki
hafa orðið.
Það er flestum kunnugt, að ráðherrar hafa við-
talstima, þar sem menn geta komið og koma með
alls konar kvartanir, og mun þess ekki dæmi, að
þar sé farið i manngreinarálit. Ráðherrar reyna
svo að bregðast við og veita mönnum úrlausnir
eftir þvi hvemig málavextir eru. í umræddu tilfelli
taldi utanrikisráðherra eðlilegt, að tveggja daga
frestur yrði veittur og fór fram á það, en slikt er
ekki óvenjulegt, þegar sérstakar erfiðar ástæður
þykja fyrir hendi.
Það er gott dæmi þess, hvernig reynt er að koma
Einari Agústssyni á hné, þegar lagzt er svo lágt að
nota tilfelli eins og þetta honum til dómsfellingar.
Vafalaust sjá lika rógburðarmennimir, að þeir
þurfa að gera betur, ef tilgangur þeirra á að nást.
Þjóðin getur átt von á ófögrum vinnuaðferðum
næstu vikur eða mánuði, en vinir og samherjar
Einars Ágústssonar óttast ekki leikslokin.
í BYRJUN slöustu viku
lagði samsteypustjórn borg-
aralegu flokkanna 1 Sviþjóö
fram fyrsta frumvarp sitt.
Frumvarpið þykir bera þess
svip, að ekki hafi orðiö mikil
stefnubreyting viö stjórnar-
skiptin. 1 stórum dráttum
einkennist það af sömu megin-
stefnu og fráfarandi stjórn
Sósialdemókrata fylgdi.
Megináherzla er lögð á að
tryggja atvinnuöryggiö og
óbreytta félagslega samhjálp.
Þess vegna er gert ráð fyrir
verulegum halla á fjárlaga-
frumvarpinu. Tekjurnar eru
áætlaöar 109.3 milljaröar
sænskra króna, en útgjöldin
125 milljarðar. Þaö erþví gert
ráð fyrir hvorki meira né
minna en 15.7 milljarða tekju-
halla og hefur hann aldrei
verið áætlaður meiri. A fjár-
lögum yfirstandandi árs eru
tekjurnar 101.9 milljarðar, út-
gjöldin 116.2 milljarðar og
tekjuhallinn 14.4 milljarðar
sænskra króna.
Eins og vænta mátti, deila
Sósialdemókratar mjög hart á
fjárlagafrumvarpið og telja
ekki gætt nægilegs sparnaðar
og þvi verði tekjuhallinn alltof
mikill. Þessi gagnrýni fær þó
vart mikinn hljómgrunn,
þegar þess er gætt, að raun-
verulega fylgir stjórnin stefnu
fyrirrennara sinna og leggur
megináherszlu á sömu megin-
atriði og þeir, þ.e. atvinnu-
öryggi og félagslega
samhjálp. Stjórnin segirvafa-
laust réttilega, að þaö myndi
leiða til atvinnuleysis, ef grip-
ið væri til frekari samdráttar.
Það sjónarmið hefur framar
öðru mótað fjárlagafrum-
varpið.
VART verður sagt, að veru-
legar nýjungar sé að finna i
frumvarpinu, enda segir Ingi-
mar Mundebo fjármálaráð-
herra, sem er úr Frjálslynda
flokknum, að litill timi hafi
gefizt til breytinga að þessu
sinni. Meöal nýjunga má telja
það, aö aukin aöstoð er veitt
minni fyrirtækjum og eins
þeim atvinnugreinum, sem
eru taldar standa höllustum
fæti. Þetta er gert til að
tryggja atvinnuöryggið og til
að koma i veg fyrir, að at-
vinnureksturinn færist um of i
hendur stórfyrirtækja. Þá eru
gerða r ráðstafanir til þess, að
þegar barn fæðist, geti annað
foreldranna fengið orlof I sjö
mánuði og stefnt er að þvi, aö
þetta orlof lengisti niu mánuði
innan tveggja ára. Þetta er
gert til að tryggja betri
umönnun ungbarna. Jafn-
framt er stefnt að auknu átaki
1 byggingu barnaheimila.
Tekjuskattur á einstaklingum
er nokkuö lækkaöur. EIli- og
örorkulifey rir hækka.
Framlög til baráttu gegn
fikniefnum eru aukin sérstak-
lega, en óleyfileg verzlun með
þau eyk?t nú Iskyggilega I
Sviþjóö eins og vlðar. Til að
vega á móti útgjaldahækkun-
ununum eru ýmsar álögur
hækkaöar, en mest hækka þó
skattar á bifreiðum. Raf-
magnsverö hækkar talsvert,
þá hækka skattar á áfengi og
tóbaki. Sjónvarpsgjöld hækka
verulega. Þannig hækkar af-,
notagjald á litasjónvarpstæki
úr 320 krónum i 400, og á svart-
hvltum sjónvarpstækjum úr
220 1 280, allt talið i sænskum
krónum.
JAFNFRAMT fjárlaga-
frumvarpinu var lögð fram
þjóðhagsáætlun og féll það i
hlut Gösta Bohmans efna-
hagsmálaráðherra að gera
Ingemar Mundebo fjármálaráðherra
grein fyrir henni, en hann er
formaður Ihaldsflokksins.
Aætlunin ber þaö meö sér, að
efnahagsstaða Svia er á
margan hátt erfið. Verð á
sænskum iðnaðarvörum hefur
hækkað all miklu meira
siöustu árin en á sambæri-
legum iönaöarvörum, sem eru
framleiddar I löndum Efna-
hagsbandalagsins. Einna
erfiðust er samkeppnin við
Vestur-Þjóðverja, sem stafar
m.a. af þvi, að laun eru um
20% hærri i Sviþjóð en I
Vestur-Þýzkalandi. Sviar hafa
pvi fariö heldur halloka á
ýmsum erlendum mörkuöum
siðustu tvö árin. Þvi hefur orð-
ið verulegur halli á utanríkis-
viðskiptum Svia siðustu tvö
árin eða um 7 milljarðar
sænskra króna 1975, og I ár er
hann áætlaður 11 milljarðar.
Reiknað er með, að erlendar
lántökur nemi milli 16-18
milljörðum sænskra króna á
árinu 1977.
Verðbólgan nam um 10% á
árinu 1976, en stjórnin stefnir
að þvi, að hún verði 5-6% á
þessu ári. Aherzla er lögð á
það i þjóöhagsáætluninni, að
þetta geti þó þvi aöeins orðiö,
að launþegar gæti hófs I kröf-
um sinum, en framundan eru
nú meiri háttar kjarasamn-
ingar i Sviþjóð. Sósialdemó-
kratar ráða i verkalýöshreyf-
ingunni, og mun þvi nú veitt
sérstök athygli, hvort þeir
gæta nú sama hófs og þeir
geröu meöan þeir fóru meö
rikisstjórnina. Þ.Þ.
ERLENT YFIRLIT
Fjármálastefnan er
óbreytt hjá Svíum
Aðaláherzla lögð á atvinnuöryggið
Þ.Þ.