Tíminn - 09.02.1977, Síða 13
13
Mi&vikudagur 9. febrúar 1977.
17.50 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veöurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til-
kynningar.
19.35 Nýjar hugmyndir til
lausnar reykingavandamái-
inu Gunnar Finnbogason
skólastjóri flytur erindi.
20.00 Kvöldvakaa. Einsöngur
Magnús Jónsson syngur,
Claíur Vignir Albertsson
leikur á pianó. b. Kapellán-
inn i Holti Halldór
Kristjánsson flytur fyrri
frásöguþáttsinn af séra Sig-
urói Tómassyni. c. Kvæöi
eftir Árna G. Eylands Bald-
ur Pálmason les. d. Vinnu-
hjúinAgúst Vigfússon flytur
frásöguhátt. e. Sungiö og
íveöiöÞáttur um þjóölög og
alþýðutónlist i umsjá Njáls
Sigurössonar. f. Kórsöngur:
Arnesingakórinn syngurlög
eftir Isólf Pálsson og Pál
ísólfsson. Söngstjóri:
Þuriöur Pálsdóttir. Pianó-
leikari: Jónina Gisladóttir.
21.30 (Jtvarpssagan: „Lausn-
in” eftir Árna Jónsson
Gunnar Stefánsson les (16).
22.00 Fréttir.
22.15 Veöurfregnir. Lestur
Passiusálma (3)
22.25 Kvöldsagan: „Siöustu ár
Thorvaldsens” Endurminn-
ingar einkaþjóns hans Carls
Frederiks Wilckens. Björn
Th. Björnsson les þýöingu
sfna (4).
22.45 Nútimatónlist Þorkell
Sigurbjörnsson kynnir.
23.30 Fréttir. Dagskrárlok.
sjonvarp
Miðvikudagur
9. febrúar
18.00 Hviti höfrungurinn.
18.15 Rokkveita rikisins.
Kynnir Einar Vilberg, sem
syngur viö undirleik félaga
úr hljómsveitinni Paradis.
Stjórn upptöku Egill Eö-
varösson.
18.40 Gluggar. Fllaskóli,
Risaoliuskip, Hundasalerni.
Þýöandi og þulur Jón O. Ed-
wald.
Hlé
20.00 Fréttir og veöur
20.30 Auglýsingar og dagskrá
20.35 Vaka. Dagskrá um bók-
menntir og listir á liöandi
stund. Umsjónarmaöur
Magdalena Schram. Stjórn
upptöku Andrés Indriöason.
21.20 Maja á Stormey.
Finnskur framhaldsmynda-
flokkurí sex þáttum, byggö-
ur á skáldsögum eftir
álensku skáldkonuna Anni
Blomqvist. 4. þáttur. Jólin I
gripahúsinu. Efni þriöja
þáttar: Ahrifa Krimstriös-
ins er tekiö aö gæta á
Stormey. Enskir hermenn
hóta Jóhanni lifláti, rifi
hann fleiri siglingamerki.
Fjölskyldan veröur aö flyt j-
ast frá eynni. Maja fer meö
börnin til foreldra sinna, en
Jóhann getur hvergi talist
öruggur nema i Finnlandi.
Miklir ólánstimar eru
gengnir I garö. Bróöir Maju
deyr á sviplegan hátt, og
Mikael sonur hennar
drukknar. Þýöandi Vilborg
Siguröardóttir. (Nordvision
— Finnska sjónvarpiö).
22.20 Hvers er aö vænta?
Fæöuöflun i framtiöinni.
Mynd úr fræöslumynda-
flokki, sem Bandarikja-
menn geröu á siöastliönu ári
i tilefni 200 ára sjálfstæöis
þjóöarinnar. Vegna fólks-
f jölgunar I heiminum er tal-
iö, aö matvælaframleiöslan
þurfi aö veröa tvöfalt meiri
eftir aldarfjóröung, en hún
er nú, og i myndinni er m.a.
leitaö svara viö þvi, hvort
takast megi aö leysa þann
brýna vanda. Þýöandi og
þulur Ingi Karl Jóhannes-
son.
22.45 Dagskrárlok.
Hinrik
konung
konur hans
Eftir Paul Rival
vetur. Hinrik hefði getað séð árstíðirnar líða/ án þess að
hyggja að því, því Katrín virtist svo nákomin jörðinni að
hún virtist drekka f sig hverja árstíð. I september varð
hún værukær, í október lifnaði aftur yfir henni, þá and-
aði hún að sér hressandi skógarilminum, sem er undan-
f ari rotnunarinnar. í nóvember þokunni varð hún rjóð og
í desember varð hún fersk og svöl eins og snjórinn, þá
var eins og hún kristallaðist og yrði brothætt i frostinu.
Fyrstu dagana í marz urðu brjóst hennar þrýstin eins og
brumið á trjánum.
Hinrik gleymdi ríkinu, sköttunum og samsærunum,
dagarnir voru einhliða en ákaflega unaðslegir. England
hvíldist líka, þjóðin naut friðar og óvanalegrar
hamingju.
Engin bál voru kynt og hamarshögg smiðanna, sem
reistu aftökupallana, heyrðust ekki. Enginn þurfti að
hughreysta hina dauðadæmdu það heyrðist ekki lengur
bjölluhljómurinn, sem glumdi á undan aftökunum og
sólin, sem skein á borgarveggina í London, sendi nú ekki
geisla siría á blóði drif na limi, heldur skjannahvít beinin,
sem nú voru laus við hið skelf ilega og orðin eins og klett-
ar, þar sem býflugurnar gátu komið fyrir hunanginu
sínu.
Hinrik hafði ekki látið krýna Katrínu, hann var
haldinn afbrýði hennar vegna,hann óttaðist að augu
múgsins óhreinkuðu hana. Hann leit á hana f remur sem
eiginkonu en drottningu, það var ekki England, sem átti
hana, heldur hann. Hann vildi helzt ekki sýna hana nein-
um, hvorki sendiherrum erlendra ríkja né hirðmönnum
og vinum sínum. Þó varð hann að leyfa fólki að umgang-
ast hana, hann vissi að fólk elskaði hana og hann naut
þess að hún sýndi höfðingslund og var gjafmild. Hún
hafði komið með systkini sín, og hafði þau við hirðina,
hún lét g jöf unum rigna yf ir Howardana, hún gaf jaf nvel
þeim, sem stóð á sama um hana, þeirra á meðal var
vesalings Anna af Cleves, sem Katrín vorkenndi, vegna
þess að henni hafði verið vikið frá. Hún sendi önnu
skartgripi, það voru oft gjafir, sem Hinrik hafði gefið
henni, hann hreyfði engum mótmælum, heldur bætti
henni upp gjafirnar með öðrum enn kostulegri, og
fegurri. Katrín sendi bæði kjóla og kápur, til greifafrú-
arinnar af Salisbury, hún var orðin gömul og henni var
kalt í Tower. en fangaverðirnir létu hana klæðast
tötrum. Hinrik gerði ekkert til að koma í veg fyrir þessar
sendingar, þó beið gamla frúin dauðadóms. Katrín fékk
frænda sinn, Tómas Wyatt, náðaðan, en hann hafði leyft
sér að harma dauða Cromwells opinberlega í kvæði.
Wyatt var tengdur minningunni um Önnu Boleyn, þvi var
taliðað Hinrik mundi nota þetta tækifæri til að losa sig
við hann, en Hinrik var nú laus við allar sýnir, sem höfðu
vakið honum skelfingu og Wyatt fékk að lifa. Katrín
hafði tekið f þjónustu sína manneskju, sem hafði fyrr
meir valdið Hinrik áhyggjum, en það var Lady Roch-
ford, sem hafði gifzt Georg Boleyn, en hún hafði sakað
þau Boleyn systkinin um sif jaspell. Katrín trúði ekki á
illsku mannanna, hún treysti öllum og fyrirleit engan.
Sakleysi Katrínar, sem átti enga hliðstæðu, vakti undrun
Hinriks, því kallaði hann hana — rós án þyrna.—
Dagarnir voru unaðslegir, en Hinrik þráði þó næturn-
ar, því þá hafði hann Katrínu aðeins fyrir sig. Katrín
kastaði klæðum, þar til hún stóð nakin, hún átti ekki til
feimni gagnvart Hinrik, hún vissi að honum fannst hún
töf randi og hún leyfði honum að horfa á sig. Hinrik varð
furðu lostinn, er honum varð Ijóst, að ekkert í víðri
veröld hafði áhrif á hann, nema hinn fagurskapaði
líkami Katrínar. Allt Iff Katrínar snerist um að þóknast
Hinrik hún söng og dansaði f yrir hann, það höfðu að vísu
fleiri gert, sérstaklega Anna Boleyn, en söngur önnu
hafði orkað lamandi á hann og vakið honum þjáning,
sem var óbærileg og gerði hann óskiljanlega van-
megnan. Hann hafði borið brennandi þrá til önnu, en
þeirri þrá var ómögulegt að fullnægja, það hafði verið
eins og þorsti sem ekki var hægt að slökkva. Anna hafði
hatað hann, hún hataði alla karlmenn, hún hafði hatað
sína eigin tilveru. Hún hafði komið sjálfri sér í dauðann,
vegna eigin lífsleiða og einnig vegna þess að hún vonaði
að hann mundi þjást eilíflega, vegna dauða hennar. En
Katrín var með stöðug blíðuhót, sem urðu þó aldrei
hversdagsleg og voru gjörólík heimskulegri og bragð-
lausri undirgefni Janes Seymour. Hinrik dáðist að þögn
hennar, hann dáðist að henni þegar hún lá og lét sig
dreyma og var syf juð, þessi rósemi Katrínar var honum
jafnvel enn kærari en hlátur hennar og söngvar. Katrín
var fjörmikil og hraust, en lífsgleðin þreytti hana
stundum, en það var ekkert sjúklegt um þessi aðgerðar-
leysisköst hennar, Og Hinrik horfði á Katrínu, þegar hún
svaf. Hinrikfannst Katrin vera persónugervingur, æsku,
hreysti.og jafnvægis. Hann gleymdi eigin raunum, hann
gleymdi líkamslýtum sínum og fyrra lauslæti. Vegna
nærveru Katrínar f annst Hinrik hann vera endurfæddur,
hún gaf honum sjálfstraust. Þegar heitt var í veðri að
sumrinu, tók Hinrik sængina ofan af Katrínu, hann
langaði til aðsjá hana nakta, hún lá samanhnipruð, eins
og hvítvoðungur í vöggu, vindblær frá opnum glugga
snerti hana, þá andvarpaði hún og sneri höfðinu þá
komst hreyfing á hár hennar, sem var mikið og fagurt,
dökkt og liðað, svo mælti hún nokkur óskiljanleg orð. Hár
Önnu hafði slegizt um hörund hennar, eins og skikkja af
lifandi skriðdýrum, það var eins og það lifði sjálfstæðu
lífi og væri gætt bölvaðri orku. Hár Katrínar var mjúkt
og hlýtt, það var yndislegt viðkomu, það bjó lika yfir
frumstæðu lífu, en það var Ijúft líf, eins og hjá sofandi
og malandi dýri. Hinrik gætti þess að bera kertin ekki of
nærri hvilunni, hann reis upp á olnbogann og lagði við
hlustir, það mátti helzt líkja honum við verndara smal-
anna, sem goðsögnin segir frá, hann tímdi ekki að vekja
hana sem hann gætti.
Aldrei áður hafði Hinrik elskað á sama hátt og nú.
Hann velti því fyrir sér, hvort þetta væri ekki hans
fyrsta ást. Honum fannst nú að duttlungar hans og
ástríður hefðu hingað til verið ófullkomnar tilraunir,
nokkurs konar inngangur að hinu raunverulega. Hinar
breytilegu tilfinningar, sem hann hafði borið í brjósti,
hin yfirþyrmandi en hlédrægaþrá, semhann hafði borið
til Elísabetar, sem var hin fyrsta ástkona fians, virðingin
og hlýjan, sem hann bar til Katrínar af Aragon, ástríður
hins unga manns, sem Bessie Blount og María Boleyn
áttu með honum, hinn tærandi eldur, sem Anna Boleyn
kveikti í brjósti hans, allar þessar tilfinningar endur-
vakti Katrín, en það var meira samræmi og fágun yf ir
þessari nýju ást. Stundum greip hann dálítill tregi, er
hann minntist þess að hann var orðinn fimmtugur. Það
er orðið liðið á ævi mannsins, þegar honum lærist að
elska, þegar hjartað er loks reiðubúið þá er likaminn
orðinn veikur. Hinrikvar sama, sín vegna, þó eldar hans
væru að kulna, en hann var hræddur við að geta ekki gert
hana ánægða, sjálfur var hann alsæll. Þó hvarflaði
aldrei að honum, að hún gengi honum úr greipum eða að
hún ætti eftir að særa hann, en hann þráði innilega að
gera hana hamingjusama. Því hefur verið haldið fram,
að mesta hamingjan felist í eftirvæntingunni, en það er
til annars konar hamingja, það er þegar maðurinn óskar
„Wilson segir, aö þetta hafi veriö
rólegt og vingjarnlegt hverfi, en
þaö var áöur en ég fæddist.”
j DENNI
j DÆAAALAUSI