Tíminn - 15.02.1977, Qupperneq 13
Þriöjudagur 15. febrúar 1977
13
14.30 Þeim var hjálpaö
Sæmundur G. Jóhannesson
ritstjóri á Akureyri flytur
erindi.
15.00 Miödegistónleikar
Sinfóniuhljómsveitin i Chi-
cago leikur Sinfónisk til-
brigöi eftir Hindemith um
stef eftir Weber, Rafael
Kubelik stjórnar. Konung-
lega filharmoniusveitin I
Lundúnum leikur
„Flórida”, hljómsveitar-
svitu eftir Delius, Sir
Thomas Beecham stjórnar.
16.00 Fréttir. Tilkynningar
(16.15 Veöurfregnir).
16.20 Popphorn.
17.30 Litli barnatiminn Finn-
borg Scheving stjórnar
tlmanum.
17.50 A hvitum reitum og
svörtum. Guðmundur Arn-
laugsson flytur skákþátt.
18.20 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir, Fréttaauki
Tilkynningar.
19.35 Vinnumál Arnmundur
Backman og Gunnar Eydal
lögfræðingar stjórna þætti
um lög og rétt á vinnumark-
aði.
20.00 Lög unga fólksins Asta
R. Jóhannesdóttir kynnir.
20.50 Aö skoöa og skilgreina
Kristján E. Guðmundsson
og Erlendur S. Baldursson
sjá um þátt fyrir unglinga.
21.30 Ungverskurkonsert fyrir
fiðlu og hljómsveit op. 11
eftir Josep Joachim Aaron
Rosand og Sinfóniuhljóm-
sveit útvarpsins i Lúxem-
borg leika: Siegfried Köhler
stjórnar.
22.00 Fréttir.
22.15 Veðurfregnir. Lestur
Passiusálma (8) Kvöld-
sagan: „Siöustu ár Thor-
valdsens” Endurminningar
einkaþjóns hans, Carls
Frederiks Wilkens. Björn
Th. Björnsson les þýðingu
sina (7).
22.45 Harmonikulög Hljóm-
sveit Karls Grönstedts
leikur.
23.00 ■ A hljóðbergi „Morð i
dómkirkjunni” — „Murder
in the Catherdral” eftir T.S.
Eliot. Robert Donat og leik-
arar The Old Vic Company
flytja Leikstjóri: Robert
Helpman — Sfflari hluti.
23.40 Fréttir. Dagskrárlok.
sjónvarp
Þriðjudagur
15. febrúar
20.00 Fréttir og veöur.
20.30 Auglýsingar og dagskrá
20.35 Ugla sat á kvisti Siöari
hluti skemmtiþáttar, sem
helgaður er gamanvisna-
söngvurum og hermikrák-
um, sem verið hafa fólki til
skemmtunar á liðnum ár-
um. Meðal gesta i þættinum
eru Arni Tryggvason, Jón
B. Gunnlaugsson, Karl
Einarsson og ómar
Ragnarsson. Umsjónar-
maöur Jónas R. Jónsson.
Aöur á dagskrá 18. maí 1974.
21.15 Skattapóiitik Forvigis-
mönnum stjómmálaflokk-
anna boðið i sjónvarpssal til
umræðu um skattalaga-
frumvarpið og skattamálin I
heild. Umræðum stýrir
Clafur Ragnarsson ritstjóri.
22.05 ColditzNýr, bandariskur
framhaldsmyndaflokkur I
15 þáttum um hinar ill-
ræmdu Colditzfangabúöir
en þangað sendu nasistar þá
striðsfanga, sem reynt
höföu að flýja úr öðrum
fangabúöum. Mynda-
flokkurinn lýsir m.a. lifinu I
fangabúðunum og flóttatil-
raunum fanganna. Aðal-
hlutverk Robert Wagner,
David McCallum, Edward
Hardwicke og Christop
Neame. Þýöandi Jón Hior
Haraldsson.
22.55 Dagskrárlok
indamaður og verðið því að kenna oss.
og svaraði:
„Ég er ekki neitt, ég ræddi um trúmál, til að hafa ofan
af fyrir yður. Ég vissi svo sem að ég mundi segja eitt-
hvað heimskulegt. En þér höfðuð verk í fótleggnum og
ég gerði mér vonir um að skemmta yður......"
„Jæja, Kata, við skulum þá gleyma þessu, við erum
vinir eins og áður."
Hinrik var of slægvitur til að trúa á undanlátssemi
Katrínar, en honum hafði tekizt að koma inn hjá henni
viðeigandi þrælsótta. Hann vissi, að nú hafði hann lokað
munni hennar svo duga mundi, þess vegna bar hann eng-
an kala til hennar framar. Heilsu hans hrakaði stöðugt.
Katrín þekkti alla hans leyndustu kvilla og duttlunga-
Hinrik ætlaði ekki að gera Gardiner það til geðs, að
skipta um hjúkrunarkonu, eða leyfa honum að svipta sig
vini.
Þegar konungshjónin höfðu lokið samtali sínu, fóru
þau saman í göngutúr út í garðinn. Hinrik studdist þung-
lamalega við arm Katrínar, þá birtist Risley allt í einu,
með eina sex varðmenn með sér. Risley nálgaðist þau,
hann var afar alvarlegur á svip. Hinrik var búinn að
gleyma hlutverki Risleys. Konungur varð svo reiður, að
honum lá við köfnun, hann úthúðaði Risley og kallaði
hann þorpara og 'fífl. Að öllum líkindum hefði Hinrik
barið Risley, eins og hann var vanur að berja Cromwell,
ef hann hefði haft þrek til þess. Risley varð furðu lost-
inn, en tókst að þegja og þola móðganirnar.
Dauðinn.
Þetta sumar var Hinrik heldur hress, Katrín hjúkraði
honum af stakri þolinmæði og næstum of mikilli um-
hyggju. Hún var orðin þrjátíu og f jögra ára og ekki gat
hún beðið í það óendanlega. Um haustið virtist Hinrik
stórhraka. Hann var að vísu aðeins fimmtíu og fimm
ára, en hann var að deyja, vegna spiks og ofáts, blóðrás-
in mæddi mjög á heilann. Hann gat ekki lengur hreyft
sig, það var búið að gera honum hjólastól, svo hann
kæmist á milli herbergja. Svo fékk hann lömun í hand-
legginn, þá gat hann ekki lengur skrifað nafnið sitt, en
enginn fékk umboðtil að skrifa undir fyrir hann, því enn
ætlaði hann sér að vera allsráðandi. Konungur lét gera
merki, sem þrem skrifurum var fengið til varðveizlu,
þeir máttu aðeins líma merkið á, í viðurvist konungs og
þeirra allra þriggja.
Hinrik gerðist nú gleyminn og hugsun hans varð óskýr.
Eftir því hafði Katrín beðið. Hún vissi vel, að strax og
hann væri allur mundu Howardarnir reyna að reka Sey-
mourana af höndum sér og taka í sína vörzlu bæði unga
konunginn og ríkisstjórnina f yrir litla prinsinn. Því gekk
Katrín i lið með Cranmer og Seymourunum til að eyði-
leggja Howardana. Þetta fólksagði Hinrik, aö hinn ungi
Surrey ætlaði sér að kvænast Maríu, og mundi vafalftið
myrða Edward prins. Þau sökuðu Gardiner um að vera i
vitorði með Howördunum.
Hinn tólfta desember, kölluðu ráðherrarnir þá
Gardiner og Surrey fyrir ríkisráðið og létu þá svara til
saka. Gardiner hafði séð óveðrið fyrir, og hafði því tek-
izt að ávinna sér hylli konungs, en Surrey var látinn í
Tower sakaður um að hafa notað hið konunglega skjald-
armerki. Howard var einnig hnepptur í varðhald, en hon-
um tókst að verja sig, vegna þess að hann var kænni en
sonurinn.
Um tuttugasta desember urðu þau Katrín og Seymour-
bræðurnir hrædd um að spilið væri tapað. Þá f ékk Hinrik
annað slagtilfelli, og þau óttuðust að hann dæi, áður en
hann léti drepa Howardana. En konungi var hjúkrað af
alúð og hann hresstist einu sinni enn. Á jóladag leið hon-
um greinilega betur og næsta morgun lögðu þau fyrir
hann lagafrumvarpið, sem hann hafði áður samið, um
stjórn ríkisins. Þau fengu konung til að útiloka frá ríkis-
stjórn þá Howard, Gardiner og einn kaþólskan ráðherra
aðauki. Þau útbjuggu einnig nýja erfðaskrá sem þau af-
hentu konungi til undirskriftar nokkrum dögum seinna. í
erfðaskránni ánafnaði Hinrik Edward hásætiðeftir sinn
dag, síðan skyldi María taka við og þá Elísabet en í
erfðaskránni neitaði konungur að viðurkenna nokkurn
rétt til ensku krúnunnar, til handa systurdóttur sinni,
Maríu litlu Stuart, Skotadrottningu.
Bati Hinriks entist út allan janúarmánúð, og allan
þann tíma reyndu þau Katrín, Cranmer og Seymour-
bræðurnir að fá flýtt réttarhöldunum yfir Howördunum.
Surrey sat í Tower og fágaði síðustu kvæði sín, en How-
ard sárbað Hinrik um miskunn, hann taldi upp f yrir kon-
ungi allt það, sem hann hafði unnið í hans þágu og bauð
honum aleigu sína. Howard-feðgarnir voru ekki yfir-
heyrðir sameiginlega. Hinn nítjánda janúar var Surrey
leiddur fyrir almennan dómstól, þrátt fyrir konunga-
blóðið sem rann í æðum hans. Rétturinn lýsti yf ir því, að
Surrey hefði sótzt eftir að komast í hásætið og dæmdi
hann til dauða.
En það var í þingsölunum, sem Cranmer og Seymour-
arnir og allt hið konunglega hjukrunarlið, sem hafði
haldið Hinrik innan veggja, heimtaði höfuð Howards.
Hinn tuttugasta og fjórða janúar dæmdu báðar þing-
deildir Howard til dauða, án þess að gefa honum kost á
að verja sig. Og tuttugasta og fimmta janúar steig
Surrey upp á aftökupallinn og lagði hið langa og skrýtna
höfuð sitt á höggstokkinn.
Samkvæmt hefðbundnum vana varð að fresta aftöku
Howards, þar til eftir að þingi yrði slitið, en hinn tuttug-
asta og sjötta fékk Hinrik enn’eitt slagtilfelli. Þá héldu
Katrín og Seymourarnir að konungur væri að ganga
þeim úr greipum. Þau létu því ekki dragast að senda af
stað aftökuskipan, sem þau staðhæfðu að Hinrik hefði
undirritað.
Hinrik lá í risastóru rúmi sínu, í herbergi með þungum
veggtjöldum, þennan dimma janúarmorgun og dauðinn
var á næsta leiti. Katrín sat hjá honum, enn var kon-
ungur með ráði og rænu, hann horfði á
skuggana. Um kvöldið sögðu læknarnir, að komið
væri að endalokunum og nú mætti ekki dragast lengur að
segja konungi sannleikann, svo hann gæti snúið huga sín-
um til Guðs. Hefðarmaður nokkur gekk að hvílunni og
framkvæmdi þessa skyldu, það var ekki að sjá að Hinrik
yrði undrandi við orð mannsins. Hin fyrri hræðsla hans
var algjörlega horfin, honum hafði fundizt lífið heldur
fábrotið upp á síðkastið, og hann vænti sér einskis f ram-
ar, hann var þvi sáttur við að segja skilið við þessa jarð-
vist. Konungur sagði: „Margt hef ég misgjört, en Herr-
ann Jesús er líknsamur og mun f yrirgefa mér, þó syndir
mínar væru margfalt stærri en þær eru". Það var aug-
Ijóst að konungur átti fullkominn sálárfrið. Hefðarmað-
urinn sem sagði konungi að úrslitastundin væri komin,
spurði hann nú, hvort hann óskaði að ná prestsfundi.
Konungur játti því, hann sagði: „Mér þætti gaman að
hitta Cranmer, en ekki núna, heldur seinna, nú ætla ég að
sof na". Að svo mæltu sof naði hann og Cranmer kom.
Framkoma Cranmers var þýð og auðmjúk. Hann var
því vel fallinn til að taka fólk til hinna síðustu skrifta, en
Hinrik sagði ekkert. Hann hafði beðið þar til um seinan,
nú gat hann ekkert nema .ranghvolft augunum, andlit
hans var orðið eldrautt. Cranmer tók í hönd konungs og
spurði; „Deyið þér í trúnni á Krist?" En Hinrik svaraði
ekki, þessi heimur var honum horfinn.
Að Tower voru menn önnum kafnir við að reisa af-
Hinrik konungur VIII
og konur hans sex
Eftir Paul Rivol
Katrín leit undan