Tíminn - 15.03.1977, Blaðsíða 5

Tíminn - 15.03.1977, Blaðsíða 5
Þriöjudagur 15. marz 1977 5 Tlml er ^ peningar Margir eyöa miklum f járhæðum og löngum tfma til að sækja hluti eða þjónustu á Stór-Reykjavfkursvæðið. Arangur ræðst oft af þvf hvort hægt er að ná f réttan mann . eða hvort réttur hlutur fæst. Lausn — Fyrirgreiðsluskrifstofa býðst nú til að reka erindi yðar — stór eöa smá — hvers eðlis sem þau kunna að vera. öll erindi verður farið með sem trúnaðarmál. Sparið tíma, fé og fyrirhöfn. LAUSN - FYRIRGREIÐSLUSKRIFSTOFA Sími 2-77-26 Sportvalsbikarinn Handhafi 1971: Analius Hag- vaag, Barmahlið 34. Hann veiddi 18,5 pd. hæng á flugu Blá- drottningu no 8 i Kálfhagahit i Stóru Laxá 13. jtili ’71. Handhafi 1972: Egill J. Stardal Jónasson, Brúnalandi 6. Hann veiddi 22ja pd. hæng á flugu Blue Doetor No 8 i strengjum i Grimsá 11. ágúst 1972. Handhafi 1973: Helgi Jasonar- son, Safamýri 47. Hann veiddi 22,5 pd. hæng á rækjuflugu no. 6 i Friöriksgjafi i Grimsá 9. sept. 1973. Handhafi 1974: Kristmundur E. Jónsson, Neshaga 4. Hann veiddi 21 pd. á legthing lúra i Skarpshyl i Grimsá 11. ágúst 1974. Handhafi 1975: Eyþór Sigmundsson, Kársnesbr. 33. Hann veiddi 21 pd. hæng á túbúlúru, sem hann kallar Skrögg, i Skarðsstreng i Sóru- Laxá 6. sept. 1975. Vesturrastarbikarinn. Handhafi 1971 Asbjörn Björnsson, Grundargeröi 20. Þeirhinna fengsælu veiöimanna, sem gátu veitt gripum sfnum viötöku á föstudagskvöldið. — Timamynd: GE. Veiöimenn verðlaunaðir Á árshátið Stanga- veiðifélags Reykja- vikur voru félaginu afhentir til eignar tveir bikarar, Sportvalsbik- arinn og Vesturrastar- bikarinn, sem forstjór- ar tveggja fyrirtækja, Jón Aðalsteinn Jónsson og Jón Andrésson, gáfu til verðlaunaveitinga árið 1971, en skyldu að fimm árum liðnum ganga til félagsins. Sportsvalsbikarinn var ætlaö- ur til verðlauna fyrir stærstan lax véiddan á flugu, en Vestur- rastarbikarinn fyrir stærstan lax veiddan á hvaða leyfilegt agn sem er. Sportvalsbikarnum fylgdu fimm litlir gjafabikarar, og voru þeir afhentir verðlauna- höfum á föstudagskvöldið var, en handhöfum Vesturrastar- bikarsins siðastliðin fimm ár voru afhentir áletraðir eignar- peningar. Þeir, sem hlutu eignarbikara eða eignarpening, fyrir stærsta laxa, voru þessir: Hann veiddi 24 pd. hæng á maðk i Austurá I Miðfirði 31. ágúst ’71. Handhafi 1972: Egill J. Stardal Jónasson, Brúnalandi 6. Sá hinn sami er hreppti Sportvalsbikar- inn 1972 fyrir 22ja punda flugu- laxinn úr Grimsá. Handhafi' 1973: Helgi Jasonar- son, Safamýri 47. Er var hand- hafi Sportvalsbikarsins 1973 fyrir 22,5 punda hænginn á flugu úr Grimsá. Handhafi 1974: Barði Friðriks- son, Kjartansgötu 8. Hann veiddi 24,5 pd. hæng á maðk i Heljarþrymi i Sóru-Laxá 31. júli 1974. Þetta er stærsti laxinn, sem veitt eru verðlaun fyrir i þetta sinn. Handhaf i 1975: Eyþór Sigmundsson, Kársnesbraut 33, sem einnig var handhafi Sport- valsbikarsins 1975 fyrir 21 pd. hæng á Skrögg sinn i Sóru Laxá 1975. Eigendur Sportvals og Vesturrastar hafa báðir ákveðið að afhenda Stangaveiðifélaginu aðra verðlaunagripi i sama skyni og með sama fororði næsta sumar. Húsbyggjendur Norftur- og Vesturlandi Eigum á lager milliveggjaplötur. 50x50 cm. Þykkt 5,7 og 10 cm. Söluaðilar: Búðardalur: Kaupfélag Hvammsfjaröar, simi 2180. V-Húnavatnssýsla: Magnús Gislason, Stað. Blönduós: Sigurgeir Jónasson, sími 4223. Sauðárkrókur: Jón Sigurðsson, simi 5465. Akureyri: Byggingavörudeild KEA, simi 21400. Húsavík: Björn Sigurðsson, simi 41534. LOFTORKA H.F. — BORGARNESI Simi 7113 — Kvöldsimi 7155 Stærð Auglýsið í Tímanum Bændur — Athugið Kvígur til sölu. Uppl. í síma 99-6165.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.