Tíminn - 15.03.1977, Blaðsíða 21

Tíminn - 15.03.1977, Blaðsíða 21
21 1. DEILD DERBY..........O IPSWICH........1 Wark (pcn) LEIGESTER......3 Alderson, Earlc, Worthington MAN UTD........1 Cppoelt MIDDLESBRO. ...O NEWCASTLE......5 Oates. McCaffery'2, Gowling, Craig QPR............2 Hollins, Francis TOTTENHAM......O WEST HAM.......1 Robson 24,523 BRIST0L CITY. .O HT 0-0 24.547 C0VENTRY Ferguson HT 2-0 16,766 LEEDS HT 1 -0 60,612 LIYERP00L 1 Hughes HT O-l 29.000 N0RWICH. 1 Recves HT 2-1 26,216 ARSENAL.. 1 Young HT 1 -0 26,191 WEST BROM 2 Robson, Crcss HT 0-1 28,834 MAN CITY o HT 1-0 24,974 2. DEILD ORIENT.... Hawkins. Hlrd Mayo. Glover HT 2-2 7,707 BLAGKPOOL... ...i BOLTON... Ronson HT 0-0 23,659 BRISTOL ROV. ...O MILLWALL o 6,242 BURNLEY SHEFF UTD o Smith HT 0-0 10.571 CARDIFF CHELSEA.. 3 Dwyer Britton, Swain. Stanley HT 0-0 20,194 LUTON PLYMOUTH 1 Aston Fcster HT 1-0 3,400 NOTTM FOR. ...2 HULL Woodcock. Wythe HT 2-0 15.126 OLDHAM NOTTS CO. 1 Haiom Bt-add HT 1-0 9.769 WOLVES HEREFORD 1 Todd. Briiey Hibbitt HT 1 -0 22,992 Knappur sigur hjá Úlfunum t»eir fylgja Chelsea fast eftir i 2. deild Olfarnir héldu öðru sæti I 2. deild, eftir knappan sigur yfir Hereford, 2-1. Ken Todd skoraöi fyrra mark Wolves á 39. miniitu þegar hann fékk góöa sendingu frá Hibbitt, og eftir fjögurra minútna leik i seinni hálfleik skoraöi Hibbitt annaö mark Wolves og bjuggust áhorfendur viö þvi aö mörkin myndu veröa 5 til 6. En Hereford var ekki á sama máli, og tóku þeirnú leikinn i sin- ar hendur og var þaö mjög verö- skuldað, þegar Briley skoraöi fyrir þá á 79. minútu. Rétt fyrir leikslok átti Briley annaö skot aö marki, sem Pierce tókst meö naumindum aö verja. Blackpool vann 1-0 sigur yfir Bolton, mjög mikilvægur sigur fyrir Blackpool, sem heldur þeim ennþá I keppninni um þrjú efstu sæti 2. deildar. Ronson skoraöi mark þeirra snemma I siöari hálfleik, og Blackpool hefur þannig unnið báða leikina móti Bolton á þessu keppnistimabili. Mikil slagsmál urðu i leik Old- ham og Notts County og þegar leiknum lauk hafði dómarinn rek- ið tvo út af, Wood frá Oldham og Smith frá Notts og bókað alls sex leikmenn, þá Wood, Hicks, Chap- Framhald á bls. 23 Trevor Brooking rotaði dómarann — þegar West Ham vann þýðingarmikinn sigur (1:0) yfir Manchester City ★ Liverpool enn á toppnum en QFH varð fyrir miklu áfalli Liverpool hélt forystu sinni í 1. deild þegar liðið vann 1-0 sigur yfir Middlesbrough á Ayresome Park í Middles- brough að viðstöddum 29.000 áhorfendum Leikur Liver- pool í þessum leik þótti alls ekki sannfærandi, en mark frá Emlyn Hughes á 40 mínútu leiksins, eftir að Keegan hafði rennt knettinum til hans úr aukaspyrnu reyndist vera eina mark leiksins. Eftir þetta var það lið ,,Boro", sem sótti án afláts, en tókstekki að finna leiðina í gegn- um sterka vörn Liverpool. Sóknir Liverpool í leiknum voru ekki margar, sem ekki er von, þar sem liðið spilaði með aðeins tvo menn í framlínunni. Mesti áhorfendafjöldi I 1. deild á keppnistimabilinu var á Old Trafford á laugardaginn, þegar Manchester United átti I höggi við Leeds 60.612 áhorfendur tróðu sér inn á völlinn og uröu margir frá að hverfa. Sigurganga Manch. United hélt áfram, en lið Leeds veitti þeim verðuga mótspyrnu og sigur Manchester liðsins var ekki öruggur fyrr en dómarinn flaut- aði til leiksloka. Sigurinn varð 1-0, markiö kom snemma i fyrri hálf leik, þegar Steve Coppell skoraöi eftir hornspyrnu. Leikur þessi þótti ekki eins skemmtilegur eins og leikur Manchester liðanna helgina áður, mun meiri harka var I þessum leik ekki óvænt, þegar Leeds á I hlut. West Ham vann góðan sigur á Manchester City á Upton Park i London, Brian ,,Pop” Robson skoraði mark þeirra á 21. minútu leiksins, eftir góða sendingu frá Frank Lampard. begar Mike Doyle var aö reyna að bjarga EMLYN HUGHES... skoraöi sig- urmark Liverpool. markinu, rakst hann á Corrigan markvörö sinn og meiddist illa, verður að öllum likindum frá I nokkurn tima. Skömmu eftir markið fékk Joe Royle heiftarleg- ar blóðnasir og varð hann að yfir- gefa leikvöllinn I 15. min, en á þeim tima sótti West Ham án af- láts. Liðið fékk vítaspyrnu, og leyfði fyrirliðinn Billy Bonds sér þann munað að misnota hana. I seinni hálfl meiddistBillGreen illilega o var óttast að hann væri fótbrotinn. Og tii-aðkóróna allt saman þá rotaði Trevor Bro king dómarann, að visu ó- viljandi, þegar þeir hiipu saman, og varö aö stööva leikinn I 10 minútur af þessum sökum. Sigur West Ham var aldrei i hættu, það var eins og leikmenn Manchester City vantaði alla leikgleði i leikn- um, en af henni var nóg hjá West Ham. Annar áfallaleikur var háður á Loftus Road i London, þar sem þrir leikmenn Q.P.R. meiddust þaö illa á móti Arsenaí, að þeir uröu að yfirgefa leikvöliinn, og um tima voru leikmenn Q.P.R. liösins aðeins 9. Hollins skoraði fyrra mark QPR i fyrri hálfl., en skömmu siðar meiddist David Thomas illilega og tók Eastoe stööu hans. Fljótlega i seinni hálf- leik skoraði Gerry Francis fyrir Q.P.R. annaö markið, en meiddi sig f leiðinni, og er tálið aö hann verði frá um 3 vikna skeiö aö minnsta kosti. Og ekki leiö á löngu þar til John Gillard varö að haltra út af og voru nú aðeins 9 leikmenn QPR inn á vellinum, Arsenal notfærði sér þetta þegar kortér var til leiksloka, þegar Willi Youngskoraði fyrir þá, en þrátt fyrir mikla sókn lokaminút- urnar tókst Arsenal ekki aö ná jafnteflinu. Attunda tap liðsins i röð varö staðreynd, og hefir þetta aldrei komið fyrir liö Arsenal áður, að tapa átta leikjum i röð. Newcastle vann auðveldan sigur á Norvich á St. James Park I Newcastle að viðstöddum 26.216 áhorfendum. í fyrri hálfleik skoruöu Oatesog McCaffrey fyrir heimaliðið, en Reeves tókst að minnka muninn fyrir Norwich skömmu fyrir hlé. 1 sinni hálfleik tóku leikmenn Newcastle öll völd á vellinum og mörk frá McCaffrey, Gowling og Craig skópu 5-1 sigur Newcastle. ó.O. Naumur sigur hjá Ipswich - '' ' - > > , \ yfir Bristol City. Vítaspyrna gerði út um leikinn. Erfiðleikar Bristol City við botn 1. deildar aukast enn eftir þetta 0-1 tap f yrir Ipswich á Portman Road. En þeir geta sjálfum sér um kennt þetta tap, þá sér- staklega Norman Hunter, sem á 59. mínútu leiksins brá Paul Mariner inhan vítateigs á mjög klaufaleg- an hátt, þegar lítil hætta var yf irvofandi. Dómarinn dæmdi umsvifalaust víta- spyrnu, sem John Wark skoraði örugglega úr. önnur tækifæri, sem Ipswich fékk til aö skora úr, voru teljandi á fingrum annarrar handar, upp- hlaup þeirra strönduðu á hinum sterku varnarmönnum Bristol City, Sweeney, Merrick og Hunt- er, helzt var það Mariner, sem tókst að komast eitthvað áleiðis gagnvart þeim. Alls fimm sinnum I leiknum brá Hunter honum illi- lega, og fékk bókun fyrir á 78. minútu, og var heppinn ■ að sleppa við brottrekstur af vellin- um, þegar hann endurtók brotiö á 85. mlnútu. Tækifæri Bristol City I leiknum voru mun fleiri, og verðskulduðu þeir sannarlega jafntefli, en kannski aö meistaraheppnin sé nú komin i lið með Ipswich? A siöustu minútu leiksins munaði aðeins hársbreidd að Mann tækist að jafna fyrir Bristol, en Cooper i marki Ipswich varði á undra- verðan hátt. 24.547 áhorfendur voru á Portman Road á þessum leik og voru fiestir þeirra mjög fegnir, þegar dómarinn blés til leiksloka. Sigur Ipswich var i höfn þó að hann hafi ekki verið veröskuldaður. Ipswich stendur nú bezt að vigi I 1. deild, þó að þeir séu stigi á eftir Liverpool, þá eiga þeir eftir aö leika tveimur leikjum meira en meistararnir. O.O. TREVOR BROOKING....... varö fyrirþvióhappi aö rota dómarann á Upton Park. STAÐAN 1. DEILD Liverp., 31 18 6 7 50-27 42 Ipswich 29 17 7 5 53-24 41 Man.City 30 14 11 5 42-23 39 Man.Utd.28 14 7 7 51-36 35 Newc. • . .28 12 9 5 49-35 33 A.Villa- .26 14 4 8 51-30 32 Leicester 30 10 12 8 39-43 32 WBA— 29 11 9 9 39-37 31 Leeds - - 29 11 9 9 34-35 31 Middlesb 29 12 7 10 26-29 31 Arsenal.. 31 10 8 13 47-52 28 Norwich.31 11 6 14 34-48 28 Birm’h.. 29 10 7 12 45-44 27 Stoke 27 9 7 11 17-27 25 QPR . 25 9 6 10 32-35 24 Covetry- 27 8 8 11 31-39 24 Everton. 27 9 6 12 38-49 24 W. Ham-,28 8 5 15 27-45 21 Tbttenh. 29 8 5 16 35-55 21 Derby.. 27 5 10 12 29-40 20 Sunderl.-30 6 7 17 30-38 19 Bristol C.26 6 6 14 23-31 18 2. DEILD Chelsea.,31 15 11 5 54-42 42 Wolves- -29 15 9 5 65-35 39 Bolton .29 16 6 7 53-36 38 Luton .31 17 4 10 51-34 38 Blackp. .31 12 13 6 45-32 37 Notts Co.-30 15 6 9 50-44 36 Nott.For.29 13 8 8 56-33 34 Charlton.30 11 10 9 52-46 32 Millwall .30 11 10 9 44-38 32 Oldham .28 12 7 9 39-37 31 Blackb. 30 12 7 11 33-39 31 South’t. 28 9 10 9 49-46 28 Hull. ... 29 7 14 9 36-35 28 Sheff.U.- 29 8 10 11 34-41 26 Bristol R.31 9 8 14 38-53 26 Cardiff .30 9 7 14 40-47 25 Plym. -31 5 14 12 36-49 24 Orient - - 26 7 9 10 27-33 23 Burnley. 31 6 11 14 33-52 22 Fulham • 31 6 10 15 38-53 22 Carlisle 30 7 7 16 31-56 21 Hereford 29 4 9 16 35-58 17

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.