Tíminn - 19.03.1977, Side 1
Háþróuð þurrhreinsitæki
þekkt, þegar tilraunir voru
gerðar með hreinsibúnað,
sem krafizt hefði f jörutíu
megavatta raforku
JH-Reykjavlk — í Banda-
rlkjunum, Kanada, Japan,
Þýzkalandi og Noregi, eru
reknar sextlu og átta ál-
bræðslur. Ekki ein elnasta
þeirra er án hreinsibúnaðar.
Eina álverksmiðjan á ís-
landi álbræðslan I Straums-
vlk er á hinn bóginn án nokk-
urs hreinsibúnaðar. 1 lögun-
um um álverksmiðjuna I
Straumsvlk frá árinu 1966
Ali heiit I ker I StraumsvOc. Starfsmenn álversins hafa oft bent á
hættur þær sem samfara eru starfi þar, vegna atvinnusjúk-
dómahættu af völdum loftmengunar. — Tlmamyndir Gunnar.
Banaslys
Kúagerði
HV-ReykjavIk. — Fjögurra
mánaða gamalt barn beið
bana I umferðarsiysi á
Reykjanesvegi, rétt við Kúa-
geröi, síöari hluta dags I gær.
Slysiö varð meö þeim hætti
aö ökumaður bifreiðar, sem
barniö var I, missti stjórn á
ökutækinu og rann þaö út I
vegarbrúnina. Þegar öku-
maður reyndi aö svipta bif-
reiðinni inn á veginn aftur,
valt hún á akbrautinni, með
við
þeim afleiöingum aö barniö
lézt.
Okumaöur, sem var móöir
barnsins, meiddist ekki, en I
gær, þegar blaðiö fór I prent-
un, var rannsókn á slysinu og
aödraganda þess mjög
skammt á veg komin.
Lögreglan I Reykjavlk
beinir þeim tilmælum til
þeirra er kunna aö hafa orðiö
vitni aö slysinu, aö hafa
samband við sig.
Alverið I Straumsvlk, séö úr lofti. Mengandi ryk sést greiniiega á myndinni, en heilbrigðiseftirlit
teiur álverið hafa sniðgengið „góðar venjur” Iþessum málum.
segir: „isal mun gera allar
eðlilegar ráðstafanir til að
hafa hemil á og draga úr
skaölegum áhrifum af
rekstri bræðslunnar I sam-
ræmi við góðar venjur I
' iðnaöi I öðrum löndum við
svipuö skilyrði”.
Þetta kemur fram I langri
og rækilegri greinargerö
sem Hrafn Friöriksson, for-
stööumaöur Heilbrigöiseftir-
lits rlkisins, afhenti fjölmiöl-
um I gær.
1 þessum sömu lögum er
svo fyrir mælt að vinnuveit-
andi skuli sjá um, ,,að á
vinnustaö sé öllu svo fyrir
komiö aö verkamenn séu
verndaöir gegn slysum og
sjúkdómum, eftir þvi sem
föng eru frekast til. Vinnu-
veitanda ber aö sjá svo um,
aö verkamenn fái vitneskju
um, ef hætta fylgir störfum
þeirra og á hvern hátt bezt sé
aö foröast hana.”
í framhaldi af þessu og
mörgum öörum tilvitnunum
segir slöan i skýrslu Heil-
brigöiseftirlits rlicisins, „aö
skyldur Isals hvaö varöar
mengun og ráöstafanir til aö
hafa hemil á og draga úr
skaðlegum áhrifum af
rekstri bræðslunnar hafa
veriö og eru I samræmi viö
góöar venjur I iönaöi i
öörum löndum viö svipuö
skilyrði”, og „beri tsal aö
hlfta islenzkum lögum og
reglum, sem ekki eru
strangari en lög og reglur i
öörum löndum, sem ákvarö-
andi eru um slikan verk-
smiöjurekstur”, en góöum
venjum erlendum, þar sem
islenzk ákvæöi eru vægari
eöa ekki til. 011 ábyrgö um
framkvæmd þessa hvilir á
forráðamönnum verksmiöj-
unnar.
Þvi hefur veriö haldiö
fram af forráðamönnum ál-
versins aö rykiö I kerskálun-
um í Straumsvik sé ekki
skaölegra en venjulegt ryk. I
skýrslu Heilbrigöiseftirlits
er rakiö hvaöa mengunar- og
sjúkdómavaldar fylgi álveri
allt frá uppskipun efna til
ýmissa framleiöslustiga og
siöan gerö grein fyrir sjúk-
dómunum sem komiö geta i
kjölfariö ef út af ber. „Nær
ekkert liffæri eöa liffæra-
kerfi er óhult vegna mengun-
ar, sem til staöar er viö slik-
an verksmiöjurekstur.” seg-
ir I greinargeröinni. Er þá
miðaö viö álver, þar sem
notuö eru forbökuö skaut
eins og I Straumsvik.
Tilgreindar eru margar
tegundir krabbameins i
fjölda liffæra, lungnasjúk-
dómar, öndunarsjúkdómar
og margt annaö, og siöan er
þess getiö aö „samkvæmt
munnlegum upplýsingum
trúnaöarlæknis Isals er hon-
um kunnugt um fimm til sex
menn sem hætt hafa störfum
viö álveriö vegna öndunar-
kvilla siöast liöin tvö ár, en
engar samanteknar skýrslur
um þessi mál eru þó til.”
Enn segir I greinargerö-
inni: „Sameiginlegt meö öll-
um fyrirtækjum sem viöhafa
„góðar venjur i iðnaöi”, og
þar flokkast öll álver, sem
viö þekkjum til i iönaöar-
löndum, aö undanskildu Isal,
er aö fyrirtækin sjá sjálf um
mengunarmælingar á vinnu-
stööum sinum og bera sam-
an viö þau hættumörk sem i
gildi eru.... Opinbert eftirlit
þýöir ekki, aö ábyrgöarmenn
iöjuvera þurfi ekki að upp-
fylla skyldur sinar um holl-
ustu, heilbrigði og mengun-
arvarnir á vinnustööum eins
Framhald á bls. 19.
,,Aflaaukningin mest
ókynþroska fiskur”
segir Sigfús Schopka, fiskifræðingur
JB-Reykjavik — Eins og
komið hefur fram i fréttum,
hefur heildarfiskafli lands-
manna tvo fyrstu mánuði
þessa árs aukizt um 230.262
tonn miðað við sömu mánuði
i fyrra og er nú oröinn rúmar
422 þúsund iestir. Mest mun-
ar þar um aukningu I loönu-
aflanum, en aflaaukning hef-
ur ennfremur orðið hjá llnu-
bátum, togurum og rækju-
bátum.
— Afli linubátanna hefur
aukizt mikið frá I fyrra og
kemur sú aukning fyrst og
fremst úr stóra þorskár-
ganginum frá þvi 1973, sem
er ókynþroska fiskur, sagöi
Sigfús Schopka er hann var
inntur eftir þvi, hvort þessi
mikla aflaaukning gæti ekki
haft viösjárverö áhrif fyrir
fiskistofnana. — En viö höf-
um stöðugt eftirlit meö veiö-
unum og aö ekki sé farið yfir
hættumörkin sem viö setj-
um. Ef okkur þykir of mikiö
af þessum fiski i aflanum,
lokum viö svæöunum og var
t.a.m. Breiöafjaröarmiöum
lokaö fyrir linuveiöum I
febrúar af þessum sökum.
En til aö sporna við ofveiöi
þarf auk fram angreindra
verndunaraögeröa aö tak-
marka aflann viö 275.000
tonn i ár. Hvað ýsuna varöar
þá var möskvastæröin
stækkuðúr 135 mm, 1155 mm
fyrir nokkru, og mun þaö
hafa i för með sér verulega
friðun á smáýsu. — Þá sagöi
Sigfús, aö hann reiknaði ekk-
ert frekar meö þvi aö vertfö-
in i ár yröi i heild betri en i
fyrra, þvi að april, aðalveiöi-
mánuöurinn væri eftir og sá
hrygningarfiskur, sem þá
gengi á miðin væri i lág-
marki.
'ÆNGIRf
Áætlunarstaðir:
Bíldudalur-Blönduóc BúðardalUi
Flateyri-Gjögur-Hólmavík
Hvammstangi-Rif-Reykhólar
Sigluf jörður-Stykkishólmur
Súgandaf jörður
Sjúkra- og leiguflug
um allt land
Símar:
2-60-60 OQ 2 f0-66
65. tölublað—Laugardagur 19. marz 1977—61. árgangur
Heilbrigðiseftirlit ríkisins
Álverið hef
venjur í ið
Slönqur — Barkar — Tengi
SMIÐJUVEGI 66
Kópavogi — Sími 76-600