Tíminn - 19.03.1977, Page 4
4
mmm
Laugardagur 19. marz 1977
skák
Helgi
teflir
— á opnu
móti í
Banda-
ríkjunum
Gsal-Reykjavik— Hinn ungi og
efnilegi skákmaður Helgi ólafs-
sonhélt i gær til Bandarikjanna,
þar sern hann mun keppa á opnu
móti Kaliforniu. A mótinu
verður teflt eftir Monrad-kerfi
og eru há verBlaun i boði.
Ekki er vitaö um fjölda þátt-
takenda né hversu margir stór-
meistarar tefla á mótinu.
Petrosjan sigraði á þessu móti i
fyrra, en fyrir tveimur árum
tefldi- Guömundur Sigurjónsson
á þessu árlega móti.
Bxf6
Bg7
Rb8
b6
c6
Dc8
Be6
Rd7
exf4
b5
bxc4
Smyslov teflir
í Eden — Alster
í Bústöðum
Gsal-Reykjav ik — ABstoðar-
menn Spasskys og Hort, Smysl-
ov og Dr. Alster eru iðnir við aö
tefla fjöltefli viö Islendinga
meðan áskörendaein vigiö
stendur yfir.
Smyslov teflir i dag á Akur-
eyri, eins og viö höfum skýrt
frá, — og á mánudaginn teflir
hann við sunnlenzka skákmenn i
gróöurhúsinu Eden i Hvera-
gerði og mun þetta vera í fyrsta
sinn, sem teflt er i gróðurhúsi á
íslandi, alla vega svona opin-
berlega.
Dr. Alster teflir hins vegar i
dag við unga skákmenn i æsku-
lýðsheimilinu Bústöðum i Bú-
staðakirkju og er það Æskulýös-
ráö Reykjavikur sem hefur veg
og vanda að fjölteflinu, sem
hefst klukkan tvö.
10. skákin á sunnudag
Gsal-Reykjavik — Tiunda um-
ferðin i áskorendaeinviginu
milli Spasskys og Horts verður
tefld i Kristalsal Loftleiöahót-
elsins á sunnudag. Spassky sem
hefur hlotið 5 vinninga úr fyrstu
9 umferðunum á móti 4 vinning-
um Horts — hefur svart i skák-
inni á morgun og þvf mætti ætia
að Tékkinn myndi tefla stift til
sigurs með hvita liðinu, enda
verður hann að bæta hag sinn ef
hann ætlar sér að koma út sem
sigurvegari einvigisins.
I dag tefla Kortsnoj og
Petrosjan á Italiu, Polugajevski
og Mecking i Sviss og Larsen og
Portich i Rotterdam.
Gsal-Reykjavik — Friörik
ólafsson stórmeistari tefldi I
gær við skákmeistara V-Þýzka-
iands, Wockenfush— haföi
Friðrik svart. Wockenfush, sem
er aiþjóðlegur meistari, tefidi af
varfærni i skákinniog ætiaði sér
sennilega aldrei meira en hálf-
an vinning. Friðrik var þó ekki
sáttur á jafntefli, en fann enga
örugga vinningsleið — og eftir
21. leik sættust þeir á aö skipta
vinningnum á milii sin.
Þetta var 12. umferöin á skák-
mótinu i Bad Luterberg, en þar
hefur veriö teflt mjög stift frá
byrjun.
1 11. umferö tefldi Friðrik viö
heimsmeistarann Karpov og fór
skákin i biö. Hafði Friörik þá
smá vonarglætu um jafntefli —
og þegar setzt var niður við
skákina i fyrrakvöld hafði
Friðrik fundið leið til jafnteflis,
og þótt skákin færi aftur i bið —•
glataði Friðrik ekki mögu-
leikanum á jafntefli, og eftir 95
leiki varð Karpov aö sættast á
þaö. Skák Friðriks og Karpovs
var lengsta skákin á mótinu til
þessa.
Karpov, sem leiðir á mótinu i
Þýzkalandi, tefldi i gær við
Cosm, og fór skákin I biö.
Skák Friðriks tefldist þannig I
11. Bxf6
12. Rd5
13. Dd3
14. Db3
15. Hadl
16. Re3
17. Kh2
18. c4
19. f4
20. gxf4
21. Dc2
■ Jafntefli
Heimsmeist-
arinn varð
að sættast á
jafntefli
— við Friðrik
I boði borgarstjóra
gær:
Hvitt: Wockenfush
Svart: Friðrik Ólafsson
Pirc-vörn r
1. e4 d6
2. d4 Rf6
3. Rc3 g6
4. g3 Bg7
5. Bg2 0-0
6. Rge2 Rc6
7. 0-0 Bd7
8. h3 e5
9. dxe5 dxe5
10. Bg5 h6
Gsal-Reykjavik — Birgir tsleif-
ur Gunnarsson borgarstjóri
bauð til veizlu I gær I tilefni af
áskorendaeinvfginu miili Boris-
ar Spasskys og Vlastimils
Horts. Aö sjáifsögðu voru skák-
meistararnir aðal veizlugest-
irnir I gær, en auk þeirra bauö
borgarstjóri forráðamönnum
Skáksambands islands og
þeim, sem lagt hafa fram-
kvæmd áskorendaeinvigisins
lið, og að auki ýmsum skák-
mönnum.
Ljósmyndari Timans G.E. tók
þessar myndir I hófi borgar-
stjóra i gær og á myndinni til
vinstri sjást Spassky og eigin-
kona hans, Marina, með dr.
Alster aöstoðarmanni Horts —
en á myndinni til hægri heilsar
Hort borgarstjórahjónunum,
Birgi og Sonju.
Barnavinafélagið Sumargjöf
Fnrnhntía S. — Sími 27277
Forstaða leikskóla
Frá 1. júni er laus staöa forstöðumanns
leikskólans Tjarnarborgar.
Laun samkvæmt kjarasamningi borgar-
starfsmanna.
Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu
Sumargjafar og þar eru veittar nánari
upplýsingar.
Umsóknarfrestur er til 1. april.
Stjórnin.
Verzlunarstjóri
Óskum að ráða vanan verzlunarstjóra i
matvöru- og vefnaðarvöruverzianir okkar
á Þórshöfn.
Upplýsingar um aldur, menntun og fyrri
störf, sendist Kaupfélagi Langnesinga
fyrir 1. april.
Kaupfélag Langnesinga
Þórshöfn — Simi 8-1200
Norræna félagið
Kvöldvaka
í Kópavogi
Norræna félagið I Kópavogi
efnir til kvöldvöku sunnudaginn
20. marz kl. 20.00 i Hamraborg 11.
Andrés Kristjánsson skólafull-
trúi skýrir frá úrslitum ritgeröa-
samkeppni meöal skólabarna um
vinabæi Kópavogs. Félagið efndi
til þessarar samkeppni i tengsl-
um við norrænu menningarvik-
una i kaupstaönum á liðnu sumri.
Barnakór Kársnesskóla syngur
og Björn Th. Björnsson, listfræð-
ingur leiöir fundarmenn um Is-
lendingaslóöir i Kaupmannahöfn
meö myndum og tali. Að sjálf-
sögðu eru allir velkomnir á kvöld-
vökuna.
Leiðrétting
Misritazt hefir nafn i fyrirsögn
minningargreinar um Ingibjörgu
Jónasdóttur og Þórð Guðmunds-
son s.l. fimmtudag. Er Ingibjörg
ranglega nefnd Jónsdóttir. Einnig
hafa orðið linubrengl I miðdáiki
greinarinnar, fyrir miðju. Setn-
ingin á að hljóða þannig: Þetta
bæjarstæði er eitt hið fegursta á
sléttiendi I Mýrdal. Það stendur
hæfilega langt frá hinu fagra
fjalli Pétursey til aö njóta fegurö-
ar þess.
Jörð til leigu
Jörð á Austurlandi er laus til ábúðar ef
viðunandi tilboð fæst.
Upplýsingar i sima 97-1282.
Árnesingamót 1977
Arnesingamót 1977 verður haldið f Domus Medica við
Egilsgötu laugardaginn 26. mars og hefst með borðhaldi
kl. 19.30. Húsið veröur opnaö kl. 18.30.
Dagskrá
I. Formaður félagsins Arinbjörn Kolbeinsson setur mótið.
II. Heiöurgestur mótsins Hjalti Gestsson ráöunautur á
Selfossi flytur ávarp.
III. Guömundur Guðjónsson óperusöngvari syngur ein-
söng viö undirleik Skúla Halldórssonar.
IV. Björn ó. Björgvinsson stjórnar almennum söng
meöan borðhald stendur.
V. Létt músik veröur leikin milli atriöa.
VI. Dans hefst um kl. 22 og leikur hljómsveitin Kátir karl-
ar fyrir dansi.
VII. 1 danshléi skemmtir Ómar Ragnarsson mótsgestum
með nýjum léttum gamanþætti.
Aðgöngumiðar veröa seldir I Domus Medica 22. og 23.
mars kl. 17 til 19. Þar verða einnig tekin frá borð. Verði
aðgöngumiöa er mjög stillt i hóf.
Arnesingar austan og vestan fjalls eru hvattir til að fjöl-
menna á mótið og taka meö sér gesti.
Stjórn Arnesingafélagsins I Reykjavik.