Tíminn - 19.03.1977, Síða 5

Tíminn - 19.03.1977, Síða 5
Laugardagur 19. marz 1977 5 Siiiil.il Norðurlöndin þinga um refsiaðgerðir gegn Suður-Afríku gébé Reykjavik — Nýlega var haldinn fundur I Kaupmanna- höfn um aukna samræmingu og virkni i refsiaftgeröum gegn apartheid-stjórninni i Suöur- Afriku. Þaö voru fulltrúar rikis- stjórna Noröurlanda og stjórn Norræna verkaiýössambands- ins, sem hefur sex milljónir iaunþega innan sinna vébanda, em áttu sameiginlegar viöræöur um þessi mál. Þessi fundur var sá fyrsti af þessu tagi, þar sem beinar viöræöur fóru fram milii fulltrúa norrænu rikisstjórn- anna og samtaka launþega um brýn sameiginleg vandamál. Var þaö samdóma álit manna á fundinum, aö þar heföu fariö fram gagnlegar viöræöur um kröfur Norræna verkalýössam- bandsins til norrænu rikis- stjórnanna um hertar aögeröir á fjölmörgum sviöum gagnvart stjórn Suöur-Afriku. Eftir itarlega kynningu á þeim aðgeröum, sem hingaö til hefur veriö beitt gegn Suður- Afrikustjórn, lofuöu rikis- stjo'rnafulltrúarnir aö leggja til- lögur Norræna verkalýössam- bandsins fyrir ríkisstjórnir sin- ar, jafnframt þvi sem áfram- haldandi sambandi var heitiö á milli rikisstjórnanna og verka- lýöshreyfingarinnar á Noröur- löndum um þessi vandamál. 1 kröfum Norræna verkalýös- sambandsins eru fjórtán tillög- ur um refsiaðgeröir og fara þær hér á eftir: 1. Aö rikisstjórnir Noröurlanda vinni ötullega aö þvi aö öryggisráö SÞ samþykki bann viö nýfjárfestingum I Suö- ur Afriku. 2. Aö rikisstjórnirnar leggi sig fram svo sem unnt er til aö stuöla aö þvi aö öryggis- ráðiö geri þegar i staö ráö- stafanir tilaö koma á alþjóölegu banni gegn vopnasölu til S- Afrlku. 3. Að norrænu rikis- stjórnirnar vinni að þvf, aö öryggisráö SÞ útiloki S-Afriku frá alþjóölegri þátttöku á sviöi efnahagsmála, menningar- félags- og Iþróttamála. 4. Aö rikisstjórnirnar beiti sér fyrir þvi hjá SÞ, aö unniö sé gegn efnahagsáhrifum S-Afriku í öör- um Afrikurikjum. 5. Aö stjórnirnar veiti fjárhagslegan stuöning til menntunar s- afriskra flóttamanna i Lesotho og nálægum löndum. 6. Aö nor- rænu ríkisstjórnirnarleggibann viö nýfjárfestingum i S-Afriku. 7. Aö öllum útflutningi og inn- flutningitil og frá S-Afriku, sem á sér staö á vegum rikisvaldsins, veröi hætt. 8. Aö s-afriskum skipum og flugvélum veröi bannaö aö athafna sig á Noröur- löndum. 9. Aö ríkisstjórnimar bæti þeim launþegum, sem kunna aö veröa fyrir tekjumissi vegna aögeröa gegn S-Afriku, tjóniö eftir þvi sem viö veröur komiö. 10. Aö ríkisstjórnirnar beiti sér gegn iþróttasamskipt- um milli S-Afriku og Noröur- landanna. 11. Aö rikisstjórnirn- ar vinni aö þvi i gegnum rikis- stofnanir, i samvinnu viö al- þýöusamböndin, aö veita hörundsdökkum launþegum i S- Afriku tækifæri til iönnáms og lögfræðilega og fjárhagslega aöstoð til handa fórnarlömbum baráttunnar gegn apartheid. 12. Aö aukið veröi viö framlag rikj- anna til mannúöarmála til handa frelsishreyfingum S- Afriku. 13. Aö stjórnirnar vinni ötullega aö þvl aö dreifa upp- lýsingum um apartheid-kúgun- ina I S-Afrlku, gegnum fræöslu- kerfiö og á annan hátt. 14. Aö rikisstjórnirnar vinni gegn or- lofsferöum og fólksflutningum til S-Afriku og þeirra land- svæöa, sem S-Afrika hefur yfir- ráö yfir. Lét af formennsku eftir fimmtán ár NÝLEGA hélt félagið aðalfund sinn I félagsheimili sinu að Hátúni 12. Stjórn félagsins skipa nú Rafn Benediktsson, formaður, Sigurð- ur Guðmundsson varaformaður, Vilborg Tryggvadóttir ritari, Ragnar Sigurðsson gjaidkeri og Guðriður óiafsdóttir vararitari. Sigurður Guðmundsson, sem undanfarin 15 ár hefur verið formaður félagsins baðst nú und- an endurkjöri sem formaður. Einnig báðust Arni Sveinsson, gjaldkeri og Hlaögeröur Snæ- björnsdóttir, vararitari, undan endurkjöri. í félaginu eru nú 519 aðalfélag- ar og 382 styrktarfélagar, eöa samtals 901 félagi. Niunda þing fatlaöra á Noröur- löndum, var haldiö i fyrsta sinn hér á landi i Reykjavik, dagana 8.-13. júni sl. og s'átu það 10 full- trúar frá félaginu. Einnig sátu 22 fulltrúar félagsins þing samtak- anna, sem haldið var i Sjálfs- bjargarhúsinu að Hátúni 12, dag- ana 8.-10. október s.l. Félagsstarfið svipaö og undan- farin ár. Spilavist, opiö hús, fönd- ur og bazarvinna, skemmtikvöld og árshátiö og námskeiö i mat- reiðslu. i júni var farin fjölmenn 3ja daga skemmtiferð austur að Skaftafelli i öræfum. Einnig voru heimsóknir milli Sjálfsbjargarfé- laganna á Akranesi og Reykja- vik. Aðaltekjulind félagsins er hinn árlegi bazar, sem haldinn er i byrjun desember ár hvert. Einnig hefur félagiö tekjur af sölu minn- ingarkorta og merkjasölu. A ár- inu bárust félaginu tvö 5 þúsund króna áheit. Selfoss — Selfoss Tilboð óskast i iðnaðarhúsið Gagnheiði 3, Selfossi sem er 810 ferm. að stærð. Tilboð óskast i húsið i heild eða i einingum fyrir 23. mars n.k. Nánari upplýsingar veita Eggert Jóhannesson simi 99-1620 eða Sigurjón Erlingsson sími 99-1218. AUGLÝSIÐ í TÍAAANUM ) AFMÆLISTÖNLEIKAR f Austurbæjarbíói laugardaginn 19. mars 1977 ÞORSTEINN HANNESSON ÓPERUSÖNGVARI 60 ÁRA / dag kl. 14.30: SÖNGSKRÁ FYRJR HLÉ Robert Stolz.............. Ob blond, ob braun Sigurður Björneson Ámi Thorsteinson ......... Enn ertu fögur sem forðum Halldór Vilhelmsson Agathe Backer-Gröndahl Mot kveld EHn Sigurvinsdóttir Edvard Grieg.............. En dröm Nanna Egils Bjömsaon Söngur Þórs Jón Ásgeirsson............ úr „Þrymskviðu" Guðmundur Jónsson Þorsteinn Valdimarsson .. Kýrgæla Guðrún Tómasdóttár Irskt þjóÖlag úts.: H. Hughes........... The Spanish Lady Rut Magnússon EFTIR HLÉ Vaughan Williams............ Silent Noon Garðar Cortes C. W. Gluck................. Aría úr Orfeus og Efridis Sólveig Björling George Gershwin.........»,.. I got plenty of nothing úr „Porgy and Bess“ Kristinn Hallsson Franz Schubert.............. Seligkeit Elísabet Erlingsdóttir Giuscp?)e Vcrdi............. Aría úr „Ernani44 Jón Sigurbjömsson Giuseppe Verdi.............. Dúett úr „ll Trovatore" Svala Nielsen og Magnús Jónsson Jón Þórarinsson ............ Fuglinn í fjörunni Ámi Thorsteinson ........... Rósin Þorsteinn Hannesson Pianólcikc.rar: Carl Billich, Guðrún A. Kristinsdóttir, Gústaf Jóhannesson, Krystina Cortes og ólafur Vignir Albertsgon. AÐGÖNGUMIÐASALA í AUSTURBÆJARBÍÓI

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.