Tíminn - 19.03.1977, Síða 6

Tíminn - 19.03.1977, Síða 6
6 Laugardagur 19. marz 1977 i timans UTLITIÐ BLEKKIR Kvenfólk hefur löngum haft áhyggjur af aldri sínum og vildi víst flest gjarnan vera á milli tvítugs og þrltugs bróðurpart ævinnar. Ungar stúlkur á táningaaldri gera sitt bezta til að líta út fyrir aö vera eldri, og þær, sem árin eru farin aö færast yfir, reyna að viöhalda unglegu útliti eftirbeztu getu. Hér segir þó frá tveim brezkum snótum, sem alveg er öfugt farið. önnur þeirra, Liza Marshall, er 16ára og nýútskrifuð úr skóla. Hún leitar sér nú atvinnu, en verður fyrir ýmiss konar vandræöum, þegar hún er beöin aðskýra frá aldri slnum I atvinnuumsóknum. Henni er nefnilega ekki trúaö, þegar hún segir sem satt er, að hún sé aðeins 16 ára. Hún er álitin vera a.m.k. 10 árum eldri, og atvinnumöguleikar fyrir 26 ára konu meö skóla- göngu og reynsluleysi Lizu á vinnumarkaði, eru fáir. Hún segir, að það hafi verið spennandi, þegar hún var 12 ára, aö vera álitin fullorðin, og notaði hún sér það óspart þá. Þá komst hún inn á dansstaöi og krár óáreitt, og fullorðnir karlmenn veittu henniathygli. En nú eru hún vaxin upp úr þvl aö hafa gaman af þessu, enda er henni alvörumál aö fá atvinnu. Hin snótin, sem viö ætlum aö segja frá, er 27 ára gömul leikkona, Liz Bagley. Hennar vandamál er þaö, að hún fær bara hálfgerö barnahlutverk, þvl aö hún þykir hafa svo krakkalegt útlit. Maöurinnhennar.sem er 25 ára, er sömu annmörkum háður, óg segja þau hjón, að þau geti helzt ekki fariö inn á veitingastöi, þau fá varla afgreiöslu. Vonandi leysast vandamál þessara tveggja kvenna af sjálfu sér með tlmanum. r- r -i iÍMSB wm |M r Liza Marshall V m Liz Bagley

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.