Tíminn - 19.03.1977, Blaðsíða 9
Laugardagur 19. marz 1977
9
(Jtgefandi Framsóknarflokkurinn.
r'ramkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar:
Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Ritstjórn-
arfulitrúi: Freysteinn Jóhannsson. Augiýsingastjóri:
Steingrimur Gíslason.Ritstjórnarskrifstofur I Edduhúsinu
viö Lindargötu, simar 18300 — 18306: Skrifstofur I Aöal-
stræti 7, simi 26500 — afgreiöslusimi 12323 — auglýsingá-
' simi 19523.. Verö I lausasölu kr. 60.00. Askriftargjald kr.
1.100.00 á mánuöi. Blaöaprenth.f..
Raungildisálag
í stað vaxta
1 athyglisverðri grein eftir Jón Skaftason al-
þingismann og formann bankaráðs Seðlabankans,
sem nýlega birtist hér i blaðinu, sýndi hann fram
á, að á árunum 1971-1974 hefðu raunvextir spari-
fjár farið siminnkandi eða frá þvi að vera nei-
kvæðir um 5% á árinu 1971 til þess að verða nei-
kvæðir um 23% á árinu 1974. Árið 1975 lagaðist
þetta örlitið, en þá urðu raunvextir sparifjár nei-
kvæðir um 18%. Tölur liggja enn ekki fyrir um árið
1976, en augljóst er, að raunvextirnir hafa orðið
neikvæðir á árinu, þrátt fyrir vaxtahækkun og
minnkandi verðbólgu. Reynslan hefur þannig sýnt
ótvirætt, að á verðbólgutimum er ekki hægt að
tryggja jákvæða raunvexti sparifjár, þrátt fyrir
vaxtahækkanir sem vissulega hafa orðið miklar á
framantöldum árum.
Þess vegna er eðlilegt, að menn velti fyrir sér
ýmsum leiðum og þá helzt verðtryggingu sparifjár
með ýmsum hætti. Ein tillagan um þetta kom
fram i grein eftir Stefán Jónsson prentsmiðju-
stjóra, sem nýlega birtist hér i blaðinu. Stefán setti
hana fram á eftirfarandi hátt:
„Væri ekki athugandi að hætta að greiða sþari-
fjáreigendum vexti? En i staðinn fyrir vextina
kæmi raungildisálag á sparifé og annað hliðstætt
innstæðufé i bönkum og lánasjóðum. Slikt álag
yrði i framkvæmd fært og tilgreint i svipuðu formi
og nú á sér stað með vextina bæði varðandi innlán
og útlán. Slikt þýddi, að allir, sem leggja fé i
tryggingarsjóði, banka og aðrar lánastofnanir
fengju fé sitt til baka i fullu raungildi, en án vaxta
en vaxtanafnið hefir um langt árabil verið falskt
orð. Þeir sem fá spariféð að láni þurfa enga vexti
að greiða og geta þvi sparað sér allt tal um of háa
vexti. Hins vegar standa þeir frammi fyrir þeirri
staðreynd að geta ekki fjárfest i skjóli þess að aðr-
ir greiði hluta af fjárfestingunni.
Framangreint getur þýtt, svo fá dæmi séu
nefnd: 1. Hætt verði að fjárfesta lánsfé i stóru húsi
i þeirri vissu að geta greitt andvirði hússins með
litlu herbergi. 2. Hætt verði að fjárfesta lánsfé i
stóru skipi i von um að geta greitt skipið með
trillu. 3. Hætt verði að fjárfesta lánsfé i dýrum
nautgripum eða hestum i þeirri vissu að greiða
megi með kálfum eða folöldum. 4. Hætt verði að
kaupa óverðtryggð skuldabréf með miklum afföll-
um i þeirri von að greiða þau með litlum krónum,
sem fengnar séu að láni. Þannig mætti halda
áfram að telja þætti og leiki verðbólgumannanna.
Að ekki sé nú talað um siðferðisþætti verðbólgu-
leikjanna, sem margir snerta réttarfarsmálin, þvi
flest alvarleg lagabrot byggjast á þvi að fá pen-
inga fyrir litið eða ekkert i skjóli verðbólgunnar.”
Vissulega er tillaga Stefáns Jónssonar þess verð
að vera tekin til athugunar.
Fjörutíu lög
Tómas Árnason vakti nýlega athygli á þvi i um-
ræðum á Alþingi, að i dómsmálaráðherratið ólafs
Jóhannessonar væri búið að samþykkja um 40 lög
á sviði dómsmála og væru mörg þeirra hin merk-
ustu, eins og t.d. lög um skipan dómsvalds i héraði,
lög um fangelsi og vinnuhæli, lög um dómara- og
rannsóknardeild i ávana- og fikniefnamálum, lög
um rannsóknarlögreglu ó.s.frv. Um langt skeið
hefur ekki verið unnið eins mikið umbótastarf á
dómsmálasviðinu og á þessum tima.
Charles W. Yost:
Blikur á lofti
í Egyptalandi
Sadad er valtur í sessi
Sadat
ANDROMSLOFTIÐ I
Egyptalandi er sem stendur
furöulegt sambland af æva-
fornri hefö og byltingar-
spennu. I Sakkara þyrpast
feröamennirnir aö pýramida
Zosers faraós, en á veldistlma
hans, fyrir 5000 árum, hófst
eitt frægasta og langlifasta
menningarskeiö sögunnar.
Kvikfénaöurinn, múlasnarnir,
gæsirnar, hegrarnir og verka-
fólkiö, sem eru á ferli í þessari
fagurgrænu vin, gætu allt eins
hafa stigiö út úr myndunum á
veggjum grafhýsisins.
En viö veginn þaöan til
Kalró standa ömurlegar
brunarústir dýrra nætur-
klúbba, eins og ógnþrunginn
fyrirboði. Þarna undu erlendir
og innlendir auömenn sér
næturlangt viö tælandi
hreyfingar magadans-
meyjanna, þar til I óeiröunum
fyrir skömmu.
Á þessum timum stórfelldra
breytinga eiga allar þjóöir viö
mörg og erfiö vandamál aö
etja, en vart gerast þau fleiri
og erfiöari viðfangs en f
Egyptalandi.
Þar hefur nú rikt styrjaldar-
ástand allar götur siðan 1940.
Stjórnvöld telja sig neydd til
aö verja gifurlegum hluta
þjóðarteknanna og hinna
miklu erlendu. lána til
hernaöarþarfa. Allir ungir
menn verða aö gegna herþjón-
ustu, og flestir háskólamenn
eyöa þremur til fimm árum af
starfsævi sinni I Sinai-eyöi-
mörkinni, þar sem nám þeirra
kemur að engum notum. Þvl
er ekki aö furöa þótt stúdenta-
óeiröir séu tiöar.
Einungis fimm hundraðs-
hlutar landsins eru ræktanleg-
ir, en Ibúatalan hefur tvöfald-
ast með slöustu kynslóö, og
eykst meö sivaxandi hraöa.
Egyptaland hefur ýmist veriö
hernámssvæöi Tyrkja eöa
Breta i 450 ár, en hefur nú ver-
ið sjálfstætt i rétt 30 ár.
MIÐAÐ viö þessa fortið má
þaö teljast ótrúlegt, aö Sadat
hefur stigiö þrjú mikilvæg
framfaraspor á fimm árum: 1
fyrsta lagi hefur hann dregiö
úr óvinsælum samskiptum viö
Sovétmenn og sósíaliska
stefnu, sem ekki hæföi
Egyptalandi. 1 ööru lagi hefur
hann slakaö til i efnahagsmál-
um, þannigaö minni höfthvila
nú á framkvæmdum innlendra
og vestrænna aðila. Og I þriðja
lagi hefur hann sýnt vilja sinn
til aö semja friö viö ísrael,
viöurkenna tilverurétt þess,
og taka þátt i aö ábyrgjast
hann.
Enn sem komið er hefur
hann þó hlotiö litla umbun fyr-
ir þá áhættu sem hann hefur
tekiö. Sambandsslitin viö
Rússa hafa valdiö þvi aö
egypzki herinn fær nú hvorki
nýjar vopnabirgöir né vara-
hluti i striöstól sin, samtimis
þvisem Bandarikin búa Israel
sem bezt úr garöi meö her-
gögnum. Samt sem áöur eru
Egyptar bundnirá skuldaklaf-
ann vegna vopnaviðskiptanna
viö Sovétmenn.
Þótt Egyptar hljóti tölu-
veröa efnahagsaöstoö frá hin-
um oliuauöugu Aröbum, og fái
smávegis hjálp frá Banda-
rikjamönnum, nægir þaö vart
til aö fleyta þjóðarskútunni.
Hiö gifurlega skrifstofubákn
dregur úr innlendri og er-
lendri fjárfestingu. Af þvi leiö-
ir, aö litil von er til annarra
starfa en einmitt á skrifstof-
um til handa þeim þúsundum
stúdenta sem I sifellu útskrif-
ast frá háskólunum.
Hinn slaukni mannfjöldi
gleypir jafnharöan þann arö
sem fæst, og fáir njóta góös af.
Samt sem áöur uröu uppþot I
fyrra mánuöi, þegar Sadat lét
undan þrýstingi velunnara
sinna erlendis og dró úr niöur-
greiöslum á nauðsynjavörum
og hækkaöi almennt vöruverö.
SIÐAST en ekki sizt hefur
ekkert þokazt i friöarátt
undanfarna mánuöi. Þótt
Sadat sé hæfur maöur, getur
hánn ekki framkvæmt krafta-
verk I þaö óendanlega. Ef
hann á aö halda stefnu sinni,
og jafnvel stjórn sinni, veröur
hann aö geta sýnt þjóöinni aö
eitthvaö hafi áunnizt, annaö
hvort 1 einhverjum bótum á
hinum hörmulegu lifskjörum,
eöa meö sýnilegri hreyfingu i
friöarátt, brottflutningi af
hernumdu svæöunum, og
verulegum samdrætti i Ut-
gjöldum til hermála.
Ef Sadat tekst ekki aö halda
velli er eins liklegt að eftir-
maöur hans yröi mjög ólikur
aö skapferli og i framkomu.
Þaö gæti oröiö vinstri maöur,
einn þeirra sem notfæröu sér
hin nýlegu uppþot. Þó er enn-
þá liklegra aö þaö yröi hægri
maður, ofstækisfullur þjóö-
ernissinni og kreddufullur I
trúmálum, sem vildi fremur
skera úr deilunum viö Israels-
menn með vopnum en meö
samningum. Eitt er vist, aö
eftirmaöur Sadats, frá hægri
eöa vinstri, munditaka upp aö
nýju sambandiö viö Sovétrik-
in, þótt ekki væri nema vegna
hergagnanna.
Heimsókn Vance utanrikis-
ráöherra til Austurlanda nær,
og hin hóflega aöstoð Banda-
rikjanna viö Egypta nýlega,
voru vissulega timabær og
þörf. Engu aö siður er þetta
aöeins táknrænt, og stærri
hlutir veröa aö fylgja, og þaö
snarlega, ef ekkiá illa aö fara.
Þaö er ekki einungis Banda-
rikjunum stórlega i hag aö
fólksflesta riki Araba, og þaö
sem má sin mest hernaöar-
lega, sé ekki undir stjórn öfga-
manna, heldur er þaö fyrst og
fremst hagur Israelsmanna.
Þaö er hugsanlegt aö I ár gef-
ist tækifæri til aö binda endi á
strlðið og semja um varanleg-
an friö, en þvi aöeins aö
samningafundir hefjist sem
allra fyrst, og þeim sé fylgt
rækilega eftir þar til viöunandi
niöurstööur fást. Ef þetta
tekst ekki hefst örugglega ný
lota i baráttu Israelsmanna og
Araba, þar sem hvert striðið
veröur ööru dýrara, gagns-
lausara og hættulegra bæöi
striösaöilum og bandamönn-
um þeirra.
(H.Þ.þýddi)
Þ.Þ.