Tíminn - 24.03.1977, Síða 4
4
Fimmtudagur 24. marz 1977
Banka-
menn
sigur-
sælir
— í skákkeppni
stofnana
Gsal-Rvlk — Bankamenn voru
sigursælir i skákkeppni stofn-
ana.sem er nýlokiö. Keppt var I
tveimur flokkum, A-flokki og
B-flokki, og voru 32 fjögurra
manna sveitir, sem kepptu á
þessu árlega móti.
1 A-flokki bar sveit Lands-
bankans sigur Ur býtum, hlaut
18,5 vinning af 28 mögulegum. I
2.-4. sæti uröu sveitir Útvegs-
bankans, Menntaskólans I
Hamrahlíö og Timaritsins
Skákar, meö 17,5vinninga, og I
5. sæti varö sveit Breiöholts h.f.
1 B-flokki bar sveit Isals sigur
úr býtum, hlaut 19 vinninga.
Unglingasveit T.R.
i Bolungarvik
Taflfélag Reykjavikur sendi
nýlega 18 unglinga á aldrinum
10-19 ára i keppnisferð til
Bolungarvikur. Fyrst var keppt
viö Bolvíkinga, og fóru leikar
þannig, aö sveit T.R. sigraöi
glæsilega, hlaut 17,5 vinning á
móti hálfum vinningi Bolvlk-
inga. Næsta dag styrktu Bolvlk-
ingar sveit slna meö tsfiröing-
um og Súövíkingum — og fóru
leikar þá þannig, aö T.R. sveitin
hlaut 14 vinninga, en hin sveitin
4. Loks var keppt I hraöskák, og
hlaut T.R. sveitin þá 113,5 vinn-
inga.kveit Bolvlkinga 66,5 vinn-
inga.
Larsen alveg
heillum
horfinn
Gsal-Reykjavik — Bent Larsen,
hinn sókndjarfi og skemmtilegi
skákmaður Dana er gjörsam-
lega heillum horfinn i einviginu
viö Portisch, sem teflt er i Rott-
erdam. t gær stjórnaöi Larsen
hvitu mönnunum, en þegar
staöan fór i biö var Daninn tal-
inn meö mun iakari stööu.
Fari svo aö Portisch vinni
skákina hefur hann hlotiö 6
vinninga en Larsen 3.
Kemur
Fischer?
Gsal-Reykjavik — Svo sem
kunnugt er, sendi Skáksamband
tslandsekki alls fyrir löngu fyrr
um heimsmeistara, Robert
Fischer bréf, og bauö honum aö
koma til tslands, annaö hvort
núna meöan á áskorendaeinvig-
inu stæöi eöa i sumar. Þvl miöur
hefur enn ekkert heyrst til
Fischers um þetta boö — en
frétzt hefur um hringingar til
Sæmundar Pálssonar frá
Bandarikjunum og benda öll
sólarmerki til þess aö Fischer
hafi veriö á linunni. Hins vegar
var Sæmundur ekki viö, i þau
tvö skipti er hringt var — og þvl
er ekkert vitaö enn.
En vonandi skýrist máliö á
næstunni.
Hort
Gsal-Reykjavík. — Ef einvígið dregst á langinn,
eins og horfur eru á, má búast við þvi að mótshaldið
hlaði utan á sig meiri kostnaði — en eins og staðan
er i dag, eru miklar likur á þvi, að einvlgið standi
undir sér, sagði Einar S. Einarsson forseti Skák-
sambandsins i samtali við Tlmann i gær.
Einar sagöi aö samningur
Skáksambandsins viö Flugleiöir
um keppnisaöstööu á Loftleiöa-
hótelinu væri háöur tlmatak-
mörkum, og geröur heföi veriö sá
fyrirvari I samningum aö flytja
þyrfti skákeinvígiö annaö, ef þaö
drægist úr hömlu aö ljúka þvl. —
En þessi tlmatakmörk sagöi Ein-
ar, eru ekki alveg á næsta leiti, og
ég held aö þaö sé ekki ástæöa til
þess aö hafa áhyggjur af þessu
núna. Persónulega tel ég aö ein-
vfginu ljúki I næstu viku.
Tlminn spuröi Einar aö þvl,
hvort einhver sérstakur staöur
væri liklegur, ef einvlgiö þyrfti aö
flytjast úr Loftleiöahótelinu, og
kvaö hann svo ekki vera.
— Aösóknin aö einvlginu hefur
veriö betri en viö bjuggumst viö,
sagöi Einar. — 1 áætlunum okkar
geröum viö ráö fyrir 10 skákum,
og nú þegar hafa veriö tefldar 11.
Skáksambandiö hefur reynt aö
halda kostnaöi I lágmarki, og af
einvíginu heföi aldrei getaö oröiö
nema vegna fjárstuönings frá
ýmsum aöilum, svo og glfurlega
mikilli sjálfboöavinnu.
Ef Hort og Spassky veröa jafnir
aö 12 umferöum loknum, keppa
þeir 2ja skáka einvlgi, þar til ann-
ar hvor hefur sigraö. — Fræöilega
séö getur einvlgiö staöiö frain á
sumar, raunar til eilíföar, sagöi
Einar. — Þaö er mikiö I húfi fyrir
keppendur, því ekki aöeins hlýtur
sá er blöur lægri hlut hálfri
milljón kr. lægri fjárupphæö,
heldur missir hann llka af tæki-
færi til þess aö keppa viö sigur-
vegarann úr Rotterdam-einvig-
inu, Larsen eöa Portisch — og þar
meö áframhaldandi þátttöku I
keppninni um réttinn til þess aö
skora á heimsmeistarann. Þaö er
skiljanlegt meö tilliti til þessa, aö
hvorugur keppendanna leggi út I
óþarfa áhættu, — þeir vilja hafa
vaðiö fyrir neöan sig.
Einar sagöi, aö hann teldi
sigurvegarann úr þessu einvlgi
eiga mjög góöa möguleika á sigri
yfir Portisch eöa Larsen, og þar
meö komast I sjálft kandldataein-
vígiö, sem sker úr um þaö hver
keppir viö Karpov um heims-
meistaratitilinn.
Mjög vel hefur veriö látiö af að-
búnaöi öllum á Loftleiöahótelinu,
og að sögn Einars hafa útlending-
ar, sem hér eru vegna einvígisins,
fullyrt þaö, aö Islendingar væru
fremstir mótshaldara I heimin-
um.
— Spassky og Hort láta mjög
vel yfir veru sinni hér, og þaö er
ekki lengur neitt fararsniö á
þeim,sagöiEinar. Fyrir 10. skák-
ina var fararsniö á þeim báöum,
Spassky ætlaöi til Genf til þess aö
taka þátt I 1. alþjóöléga Genf-
ar-mótinu, og Hort ætlaöi á skák-
mót I Frakklandi. Þeir hafa nú
báðir afboðaö þátttöku slna á
þessum mótum til þess aö kljást
áfram hér I Reykjavlk.
Spassky og Hort, svo og Skák-
sambandsstjórnin, munu sitja hóf
hjá Kristjáni Eldjárn forseta Is-
lands á morgun, föstudag.
Tlmamynd: Róbert
Spasskyhjónin og Smyslovhjónin fyrir frumsýninguna i gær.
Sjónvarpsmynd af
einvígi aldarinnar
frumsýnd i gær og Spassky var meðal áhorfenda
Gsal-Reykjavik — Skáksamband
tslands og Iöntækni frumsýndu I
gær 15 minútna langa sjónvarps-
mynd úr einvigi aldarinnar,
skákeinvigi þeirra Boris
Spasskys og Robert Fischers I
Laugardalshöll 1972. Spassky var
meöal áhorfenda á frumsýn-
ingunni ásamt Marinu konu sinni,
Smysiovhjónunum, Hort og Dr.
Alster — Skáksambandsmönnum
og blaöamönnum.
Mynd þessi var gerö eftir
myndsegulbandi uno 1975 og
sýnir hún hluta úr nokkrum af-
drifarlkum skákum einvfgisins,
svo og úr lokahófinu. Myndgæöin
eru frekar bágborin, en sem
söguleg heimild mikils virði.
Bandarlkjamaöurinn Chester
Fox, fékk á slnum tima einkarétt
til allrar kvikmyndatöku og ann-
arar myndatöku af heims-
meistaraeinvlginu 1972. Þó aö
Fox fengi ekki á slnum tlma aö
taka kvikmyndir af nema fyrstu 3
skákunum i einvígi þeirra Fisch-
ers og Spassky, varö þaö ekki til
þess aö einvigiö yröi ekki fest á
myndband.
Eins og menn sem fylgdust meö
einvlginu sáu, var hægt meö þeim
tæknibúnaöi er Iöntækni h.f. bjó
til og setti upp i Höllinni, aö sýna
nærmyndir af skákmönnunum á
stóra sýningarskerminum yfir
sviöinu. Myndir þessar komu frá
fjarstýröum sjónvarpsupptöku-
vélum er festar voru aftan á
skerminn. Meö þessum vélum
var hægt aö fylgjast með hinum
minnstu hreyfingum, sem fram
Framhald á bls. 23
Helgi stendur
sig vel
Gsal-Reykjavik — Helgi ólafs-
son skákmaöur er nú staddur I
Kaliforniu i Bandarikjunum,
þarsem hann tekur þátt I sterku
skákmóti. Helgi hefur lokiö
þremur skákum á mótinu og er
meðal efstu manna meö tvo
vinninga. Hann geröi sér litiö
fyrir i fyrstu umferö og náöi
jafntefli viö Larry Evans, hinn
þekkta stórmeistara Bandarikj-
anna. Þá vann hann alþjóölegan
meistara i næstu umferö, sem
viö vitum ekki nafniö á — óg I 3.
umferðinni náöi hann jafntefli
viö annan bandarlskan stór-
meistara Larry Kristjansen.
Jaf ntef lis leg
staða á Italiu
Gsal-Reykjavik — Victor Korts-
noj og Tigran Petrosjan tefldu I
gær 9. einvigisskák sina á ttallu
— og haföi Kortsnoj hvitt. Skák-
in fór I biö i gærkvöldi aö f jöru-
tlu leikjum loknum — og er
staöan talin jafnteflisleg.
Kortsnoj hefur vinningi betur
en Petrosjan i einviginu, hefur
hlotið 4,5 vinninga, en Petrosjan
3,5.
Skákinni veröur framhaldiö i
dag.
Engin skák í dag:
Hort bað
um frest
Gsal-Reykjavik — Vlastimil Hort hefur óskaö eftir þvf, aö 12.
einvfgisskákinni, sem tefla átti I dag, veröi frestaö. Hefur Hort
lagt fram veikindavottorð — og hefur fresturinn veriö sam-
þykktur. Þetta er í fyrsta sinn I einvigi Horts og Spasskys, aö
skák er frestað, en í hinum áskorendaeínvlgunum öllum hefur
skák eöa skákum veriö frestaö.
Hvor keppenda hefur heimild
til þess aö fá þremur skákum
frestaö vegna veikinda. Ekki er
vitaö hvers eölis veikindi Horts
eru, en sagt er aö hann sé „sloj”
Þá hafa bæöi Spassky og Hort
óskaö eindregiö eftir því, aö 12.
einvígisskákinni, sem tefla á
næstkomandi sunnudag veröi
seinkaö um þrjá klukkutima og
hefjist kl. 17 I staö 14. Hefur
Skáksambandiö oröiö viö ósk
þeirra.
Hort og Spassky eru nú jafnir
aö vinningum aö ellefu skákum
loknum, báöir hafa hlotiö 5 og
hálfan vinning.
I gær átti Kortsnoj, hinn land-
flótta Sovétmaöur, 46 ára af-
mæli. Eflaust hefur hann fengið
heillaskeyti vlöa aö og m.a. fékk
hann skeyti frá Spassky I gær,
en þeir hafa ávallt veriö góöir
vinir.
1 dag á Smyslov aöstoöar-
maöur Spasskys 56 ára afmæli.
Smyslov, varö heimsmeistari i
skák fyrir 20 árum, þá 36 ára aö
aldri.
A laugardaginn á svo Marina
Spassky afmæli, en um aldur
hennar vitum viö ekki. Þá má
loks geta þess aö fyrir nokkru
átti Bent Larsen 40 ára afmæli.