Tíminn - 16.04.1977, Blaðsíða 5
Laugardagur 1». aprll 1877
5
Höfundur sitjandi fyrir miöju og leikararnir i kring um hann.
Barnalán Kjartans
Ragnarssonar í Iðnó
„Blessað barnalán” heitir
nýtt verk eftir Kjartan Ragn-
arsson sem frumsýnt verður
þriðjudaginn 19. april hjá Leik-
félagi Reykjavikur. Þetta er
annað verkið sem tekið er til
sýningar i Iðnó eftir Kjartan.
Saumastofan hefur verið sýnd
þar alls 125 sinnum.
Þetta verk er skopleikur eða
ærslaleikur sem gerist austur á
landi i þorpi og snýst einkum
um fjölskyldulif á einu heimili,
þar sem býr fyrrverandi mátt-
arstólpi félagslifs i þorpinu.
Atburðarásin byggist að sjálf-
sögðu á misskilningi og óvænt-
um uppákomum, og ærslin
veröa með ýmsu móti, raunar
bæði þessa heims og annars. —
Inn i leikinn dragast börn
þeirrar gömlu, en þau koma i ó-
vænta heimsókn að sunnan,
norðan og vestan frá Ameriku.
Auk þeirra flækjast ýmsir fyrir-
menn þorpsins inn i málin, eink-
um presturinn og raunar einnig
læknirinn.
Höfundur er sjálfur leikstjóri
en leikmynd gerir B jörn B jörns-
son, lýsingu annast Daniel
WilÚamsson. — Eitt aðalhlut-
verkið i leiknum er i höndum
Herdisar Þorvaldsdóttur, en
hún hefur ekkileikið i Iðnósiðan
1949, þá i Hamlet. Nú leikur hún
sem gestur frá Þjóðleikhúsinu,
fer með hlutverk Þorgerðar
gömlu. Börn hennar leika: Guö-
rún Asmundsdóttir, Valgerður
Dan, Soffia Jakobsdóttir, Asdis
Skúladóttir, Steindór Hjörleifs-
son. Séra Benedikt er leikinn af
Siguröi Karlssyni,Lóu prestsfrú
leikur Sólveig Hauksdóttir, Bina
á löppinni er leikin af Sigriði
Hagalin, Tryggva Ólaf leikur
Guðmundur Pálsson en
Tryggva lækni Gisli Halldórs-
son. Með hlutver.kbiskups fer
Gestur Gislason.
önnur sýning á „Barnaláni”
veröur miðvikudaginn 20. april
og uppselt er á þessar tvær
fyrstu sýningar.
Kvenfélagið
Von 70 ára
SE-Þingeyri — Kvenfélagið
Von á Þingeyri átti sjötiu ára
afmæli 17. febrúar. Ekki varð
við komiö að minnast afmæl-
isins þá, og var þaö haldið há-
tiðlegt laugardaginn 26. marz
með veglegu hófi i félags-
heimilinu á Þingeyri.
Þangað var boðið mökum
félagskvenna og ýmsum vel-
unnurum.
Undir borðum voru ýmis
skemmtiatriði, auk þess sem
formaður félagsins rakti sögu
þess i fáum dráttum. Félagið
hefur frá upphafi látið ýmis
liknar-og menningarmál á fé-
lagssvæöinu til sin taka, þar á
meðal gefið rausnarlegar
gjafir til kirkju og sjúkraskýl-
is á Þingeyri.
1 hófinu var Vonarkonunum
þakkaður þessi stuðningur við
almannaheill og meðal annars
afhenti Þórður Jónsson, odd-
viti Þingeyrarhrepps, félaginu
eitthundrað þúsund krónur að
gjöf sem þakkarvott frá
hreppsbúum.
Að loknu borðhaldi skemmti
fólk sér við dans fram eftir
nóttu.
Fyrstu stjórn Vonar skipuðu
þessar konur: Ólina Finn-
bogason, Helga Samsonar-
dóttir, Jóhann Proppé,
Guðrún Benjaminsdóttir og
Camilla Hall. Núverandi
stjórn skipa Guðrún Sigurðar-
dóttir gjaldkeri og Soffla Ein-
arsdóttir og Guðrún Magnús-
dóttir meðstjórnendur.
Vegna mistaka hefur birting
þessarar fréttar dregizt hjá
blaðinu
Frá stóðhestastöð
Búnaðarfélags tslands, Eyrarbakka.
Kynning á stóðhestum fer fram dagana 21.
april og 21. mai 1977 frá kl. 13-19 báða dag-
ana.
Tamdir folar verða sýndir frá kl. 14,30 til
16.
Hrossaræktarráðunautur.
Sakadómur leitar eftir
ungum manni
— í tengslum við dómsrannsókn
morðsins á Guðmundi
Einarssyni
HV-ReykjavIk.— Þaö er rétt að
við þurfum aö ná sambandi við
einn mann til viðbótar, i tengsl-
um við moröið á Guðmundi
Einarssyni. Það kom fram fyrir
allnokkru siðan að við værum að
leita eftir sambandi við ákveö-
inn aöila og þetta er sá sami.
Viö höfum til þessa reynt að ná
sambandi við hann eftir á-
kveðnum leiðum, en án árang-
urs, og gæti jafnvel staðið til að
lýsa eftir honum núna, þótt það
sé aðeins einn mögnleiki, sem á-
samt öðrum er I athugun, sagði
Gunnlaugur Briem, sakadóm-
ari, I viðtali viö Tlmann i gær.
— Annars er þetta mál ekki
komiö á þann rekspöl, aö unnt
sé að ræða um það opinberlega,
sagði Gunnlaugur ennfremur,
að öðru leyti en þessu, að við
þurfum að ná sambandi við
manninn, en þaö hefur ekki tek-
izt.
Af Guðmundarmálinu er þaö
annars aö segja, aö þessari
dómsyfirheyrslu, svo og mjög
rækilegri framhaldsrannsókn, á
vegum lögreglunnar, er nú svo
til lokið. Dóma er þó ekki að
vænta I bráð, þvi Geirfinnsmál-
ið er alveg eftir og þau verða
tekin I sameiningu.
Við hættum
að reykja
F.I. Reykjavlk. — Mánudag-
inn 25. april hefst ab tilhlutan
sjónvarpsins námskeið fyrir
þá, sem vilja hætta að reykja.
Námskeiöið stendur I viku og
lýkur laugardagskvöldið 30.
april. Verða leiðbeiningar á
hverju kvöldi að loknum frétt-
um. Hópur fólks, sem hefur
ákveðiö að hætta aö reykja
drepur I siðustu sigarettunni
fyrsta kvöld námskeiðsins og
fær siöan ráðleggingar um það
hjá reyndum leiðbeinanda,
hvernig bregðast eigi viö
erfiöleikum fyrstu daganna.
Námskeiðið er haldið meö
það fyrir augum, aö þeir, sem
vilja hætta að reykja, noti
þetta tækifæri og myndi hópa,
t.d. á vinnustööum eða heimil-
um og fari að dæmi þátttak-
enda I sjónvarpssal.
Athygli skal vakin á þvi, að 1
fréttatima sjónvarpsins
sunnudagskvöldiö 17. april
verður stutt viðtal viö for-
mann islenzka bindindis-
félagsins, en þar gefur hann
þeim góö ráö, sem vilja hætta
að reykja 25. april meö hópn-
um I sjónvarpssal.
Þar sem réttarhöldin yfir
banamönnum Guðmundar
Einarssonar eru lokuö, fékkst
Gunnlaugur ekki til að ræða
það, sem komið hefði fram við
þau, né heldur til að skýra frá
neinu i sambandi við þau. Tim-
inn hefur þó fregnað, að tveir
sakborninganna I Guömundar-
málinu hafi dregið játningar
sinar til baka.
Þetta fékkst ekki staðfest.
40 sidur
sunnu
MYKJUDREIFARINN
afkastamikli
Howard dreifir öllum tegundum
búfjáráburðar — jafnt lapþunnri
mykju sem harðri skán.
Rúmtak 2,5 rúmmetrar (eða 1400
Itr.).
Belgvið dekk 1250x15.
Spyr jið nágrannann um gæði Rota-
spreader og sannfærist.
Fyrirliggjandi
IZA lJ/ODUSf
3 LAGMÚLA 5, REYKJAVIK. SIMI 81555
II | ii
FIRMAKEPPNI FIMLEIKASAMBANDS ÍSLANDS
verður í Iþróttahöllinni ó morgun, sunnudag, kl. 15. — Forgjafarkeppni. Allir hafa jafna
möguleika til sigurs. — Spennandi keppni. — Fimleikasambandið.