Tíminn - 06.05.1977, Blaðsíða 9

Tíminn - 06.05.1977, Blaðsíða 9
Föstudagur 6. mal 1977 9 Útgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Auglýs- ingastjóri: Steingrímur Glslason. Ritstjórnarskrifstofur i Gdduhúsinu viö Lindargötu, simar 18300 — 18306. Skrif- stofur I Aöalstræti 7, simi 26500 — afgreiöslusimi 12323 — auglýsingasimi 19523. Verð i lausasölu kr. 70.00. Askriftar- gjald kr. 1.300.00 á mánuói. Blaöaprent h.f. Kjarabætur án kauphækkana 1 kaupdeilu þeirri, sem nú stendur yfir, hlýtur athyglin að beinast mjög að þvi, hvernig hægt sé aðtryggjakjarabætur án kauphækkana. Reynslan hefur svo margoft sýnt, að kauphækkanir, sem eru umfram það, sem auknar þjóðartekjur leyfa, renna fljótt út i sandinn. Þær leiða aðeins til verð- hækkana, sem gera kauphækkunina að engu. Sú verðhækkun leiðir svo aftur til kauphækkunar og þannig koll af kolli. Með slikum kauphækkunum fást þvi engar kjarabætur, heldur magna þær að- eins verðbólguna, sem er þeim launalægstu og efnaminnstu mest til óhags, en er vatn á myllu verðbólgubraskaranna. Þess vegna verða menn að fara að læra þá lexiu, að kauphækkanir, sem ekki byggjast á auknum þjóðartekjum, eru láglaunafólki ekki til hags. Þvi nauðsynlega takmarki, að lágmarkslaun sam- svari 100 þús. kr. mánaðarlaunum, miðað við 1. nóvember 1976, verður þvi að koma fram að veru- legu leyti eftir öðrum leiðum en beinni kauphækk- un. Af þeim ástæðum verður eftir megni að leita slikra úrræða, en af forsvarsmönnum launþega- samtakanna hefur þvi verið yfirlýst, að þau skuli metin til jafns við beina kauphækkun. Það er hins vegar hægara sagt en gert að benda á slik úrræði. Ýmsum kemur fyrst i hug að benda á ýmsa skatta og þjónustugjöld hins opinbera. Þvi er ekki að neita, að þar hefur verið of langt gengið á ýmsum sviðum og skal i þvi sambandi visað til gagnrýni Timans, þegar rafmagnsverðið var hækkað óhæfilega mikið siðastl. vetur. Hærri sölu- skattur er hér lagður á ýmsar brýnustu lifsnauð- synjar en dæmi munu um annars staðar. Hér i blaðinuhefur oft verið bent á, að afnám söluskatts á kjöitvörum væri hyggileg ráðstöfun. Hún kæmi sér vel fyrir launalægstu heimilin. Hún myndi auka kjötsölu innanlands og draga þannig úr út- flutningsbótum. Rikið myndi bæði á þann hátt og fleiri fá að verulegu leyti bætt það tap, sem hlytist af niðurfellingu söluskattsins i umræddu tilfelli. Það eru úrræði eins og þessi, sem athuga þarf gaumgæfilega i sambandi við lausn kjaradeilunn- ar nú. Það er sameiginlegt hagsmunamál allra, að reynt sé sem mest að bæta kjörin eftir framan- nefndum leiðum. Ný stefna í eldhúsdagsumræðunum vakti Ólafur Jóhann- esson athygli á þvi, að með samningnum um járn- blendiverksmiðjuna væri mörkuð ný stefna, þ.e. að íslendingar skuli eiga meirihluta i fyrirtækinu og að það skuli i einu og öllu lúta islenzkum lögum og dómstólum. Hér hefðu orðið ofan á þau sjónar- mið, sem Framsóknarmenn börðust fyrir i sam- bandi viðálsamninginn. ,,Þetta er að minum dómi mjög mikilvægt”, sagði Ólafur Jóhannesson, ,,og verður tæpast vikið frá þeim meginreglum, ef til einhverrár samvinnu við útlendinga um stofnun atvinnufyrirtækja kemur siðar, sem ekki á að koma til að minu mati, nema i algerum undan- tekningartilvikum ’ ’. Furðulegt er, að til skuli vera menn, sem heldur vilja láta útlendinga eina eiga slik fyrirtæki, en að Islendingar eigi meirihluta i þeim. Mönnum, sem þannig hugsa, verður ekki fulltreyst til að standa gegn atvinnurekstri útlendinga i landinu. Þ.Þ. ERLENT YFIRLIT Karl Jóhann er orðinn vinsæll Hann þykir hafa reynzt vél til þessa EF þjóöaratkvæöagreiösla væri látin fara fram á Spáni um þaö, hvort konungsdæmi héldist áfram, myndi þaö sennilega vera samþykkt meö verulegum meirihluta. Þetta er mat ýmissa erlendra fréttaskýrenda, sem hafa kynnt sér stjórnmálahorfur á Spáni, eins og þær eru um þessar mundir. Um þaö leyti, sem Franco féll frá, heföu úr- slitin getaö oröiö tvlsýnni. Sú breyting sem hefur oröiö á viöhorfi almennings I þessum efnum, er þó ekki talin stafa af því, aö þetta stjórnarform eigi mera fylgi en áöur, heldur hefur Jóhann Karl unniö sér persónulega sllkt álit, aö meirihluti kjósenda vill hafa hann sem konung áfram. Já- kvæö úrslit I þjóöaratkvæöa- greiöslu ættu þannig meira rætur aö rekja til persónulegs fylgis Jóhanns Karls en stuön- ings viö hiö konunglega stjórnarform. JÖHANN KARL tók viö stjórnartaumum á Spáni fyrir einu og hálfu ári, eöa nánar tiltekiö 22. nóvember 1975. 1 augum flestra þótti hann ekki líklegur til mikilla stórræöa. Hann haföi orö á sér sem góö- ur iþróttamaöur. Hann haföi aflaö sér sæmilegrar mennt- unar. Hann kom vel fyrir á mannamótum, þar sem hann kom fram viö hliö Francos eöa fyrir hönd hans. Hins vegar vissu menn lltiö eöa ekkert um skoöanir hans. Margir óttuö- ust, aö hann heföi mótazt um of af kynnum slnum viö Franco, sem haföi valiö hann til konungserföa, enda þótt þær bæru raunverulega föö- ur hans, Don Juan, en Franco haföi hafnaö honum, þvi aö skoöanir þeirra félluei sam an sökum frjálslyndis Don Juans. Þaö studdi þetta álit, að Franco virtist bera mik- iö traust til Jóhanns Karls. En sennilega hefur hann vitaö sizt' meira en aðrir, um hinar raunverulegu skoð- anir Jóhanns Karls. Hann fór dult meö þær og þvl vissu menn ógerla hverju þeir áttu von á þegar hann settisti kon- ungsstólinn fyrir hálfu ööru ári. Nú þykjast menn oröiö þekkja hann betur og sú mynd, sem Spánverjar telja sig nú hafa af honum hefur gert hann vinsælan meöal þjóöarinnar. A þessum stutta tlma hefur oröiö stórfelld breyting á stjórnarfarinu, sem Adolfo Suarez. Karl Jóhann flestir telja til mikilla bóta, og hún er tvlmælalitiö meira verk konungs en nokkurs manns annars. JÓHANN KARL fór sér hægt I fyrstu og menn vissu ekki gerla hvert hann stefndi. Hann lét forsætisráöherrann, sem Franco haföi valiö, Carlos Arias Navarro, sitja áfram, en bætti viö nýjum mönnum I stjórn hans. Sumir þeirra þóttu vænlegir til frjálslyndis eins og Fraga, sem var innan- rlkisráöherra, og Areilza, sem varö utanrlkisráöherra. Stjórnarfariö færöist lika i frjálslyndari átt, en hægt. A siðastliönu ári breytti Jóhann Karl svo stjórninni. Hann lét Arias hætta sem forsætisráö- herra, en skipaöi náinn vin sinn, Adolfo Suarez, forsætis- ráöherra. Suarez mátti þá heita óskrifaö blaö og margir töldu, aö meö stjórn hans væri stigiö skref aftur á bak. Þann- ig litu þeir lika á þetta Fraga og Areilza, og höfnuöu þvi aö eiga sæti I stjórninni áfram. Fraga stofnaöi siöan hægri flokk, sem þykir llklegur til aö safna um sig ýmsum helztu fylgjendum Francos, en Areilza stofnaöi miöflokk, sem þykir vænlegur til verulegs fylgis. Undir forustu Suarez varö brátt mikil breyting I átt til lýöræöislegra stjórnar- hátta, en þó sjaldan stigin stór skref I einu, heldur málum þokaö áfram I áföngum. Þeir konungur og Suarez hafa ber- sýnilega taliö hyggilegt aö fara aldrei svo hratt, aö þeir æstu hægri öflin og hershöfö- ingjanna til beinnar mót- spyrnu. Þessi klóklega vinnu- aöferö þeirra hefur leitt til þess árangurs, aö frjálsar þingkosningar munu fara fram á Spáni 15. júní næst- komandi meö þátttöku allra flokka, en hægrimenn beittu sér I lengstu lög gegn þátttöku kommúnista. Suarez varö aö fara alls konar krókaleiöir til aö koma þvl fram, aö komm- únistar fengu aö taka þátt I kosningunum. Suarez, sem er búinn aö vinna sér mikiö álit, hefur nú ákveöið aö vera I framboöi fyrir samtök miöflokkanna, en mun þó ekki ganga I neinn þeirra. Hann þykir llklegur til fylgis, m.a. vegna þess, aö margir telja hann fulltrúa konungs. Konungurinn kemur hins vegar hvergi nærri, enda hefur hann eins og er stuöning manna bæöi til hægri og vinstri. Svo viröist, aö Spán- verjar telji heppilegt, aö til sé maöur sem stendur ofar flokkadeilum, og getur gripiö inn I, ef þörf krefur. Sjálfur segist konungur vilja veröa valdalltill, likt og Bretakon- ungur eöa konungar á Noröur- löndum. Hver, sem framtlöin kann aö veröa I þessum efn- um, eru flestir sammála um aö honum hafi tekizt vel viö þá breytingu, sem er aö veröa á stjórnarháttum Spánar, en hitt er eftir aö sjá, hvernig hún muni gefast. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.