Tíminn - 06.05.1977, Blaðsíða 20

Tíminn - 06.05.1977, Blaðsíða 20
 r ^ t 28644 FtMJ-I.l 28645 HREVFJLÍ. Föstudagur 6. mai 1977 * fasteignasala öldugötu 8 Fasteignasalan sem sparar hvorki tíma né f yrirhöf n til að veita yður sem bezta þjónustu Sölumaður: Finnur Karlsson Valgarður Sigurósson Sfmi 8 55 22 V iT fyrir góóan mai $ KJOTIÐNAÐARSTÖÐ SAMBANDSINS Skúliá Laxalóni viö eldisker —sonur hans, Ólafur, tílhægri. — Timamyndir: GK. Nýrnasjúkdómur í laxaseidum í Laxalóni? „Krefst úrskurðar frá m erlendum sérfræðingum, og skal sætta mig við hvaða aðgerðir, sem þeir telja nauðsynlegar”, segir Skúli Pálsson á Laxalóni HV-Reykjavik. — Ef þessi sjúk- dómur, sem þeir telja sig hafa fundiö hér I einhverju af seiöum, á aö þýöa þaö, aö seiöin megi ekki selja, þá þýöir þaö algera eyöi- leggingu á tveggja ára starfi, sem þetta ár væri tap upp á allt aö þrjátiu miiljónum króna, jafnvel enn meira næsta ár. Ég hef lengi áttferfiöleikum isamskiptum viö þessa fisksjúkdómanefnd, sem l.axaseiöi i Laxálónsstööinni hefur ekki einu sinni séö ástæöu til aö svara bréfum minum, eöa á annan hátt sýna lágmarks kurteisi, en nú fæ ég ekki lengur séö, hvaö viö erum aö gagnrýna aörar þjóöir fyrir kúgun, þegar lagzt er á þennan hátt á ein- staklingsframtakiö hér. Ég er reiöubúinn til þess aö sætta mig vib allar þær aögeröir, sem raunverulega eru nauösyn- legar, en krafa min er sú, aö hing- aö veröi fengnir erlendir sér- fræöingar til þess aö rannsaka, hvort um smitsjúkdóm er aö ræöa I stofninum, en umsögn þessara manna, sem sjálfir hafa lýst þvi yfir, aö þeir hafi ekki vit á fisk- sjúkdómum, veröi ekki látin grundvalla gerræöisaögeröir gagnvart þessu fyrirtæki mínu, sagöi Skúli Pálsson á Laxalóni á blaöamannafundi, sem hann boö- aöi til i gær. Tilefni þessa blaöamannafund- ar voru fréttir i útvarpi og sjón- varpi og blööum þess efnis, aö upp væri kominn nýrnasjúkdóm- ur i iaxaseiöum I fiskeldisstöö Skúla á Laxalóni. —• Þetta er búin aö vera sama sagan, sagöi Skúli ennfremur i gær, allt frá þvi ég flutti hér inn regnbogasilunginn fyrir tuttugu og sjö árum. Þessir höföingjar sjá alls staöar sjúkdóma og banna mér á þeim grundvelli aö selja fisk og hrogn, en þeir hafa þó þurft aö bita I þaö, aö regnboga- silungurinn hjá mér er heilbrigö- ur. Þá fundu þeir þaö til, aö hann væri svo mikill ránfiskur, aö ekki væri óhætt aö setja hann i vötn. Nú kalla þeir hann sporömink. Nú eru þeir búnir aö finna nýrnasjúkdóm, aö þvi er þeir telja, 1 nokkrum seiöum af þeim hundraö og fjörutiu þúsundum, sem hér eru, og á þeim forsend- um er búiö ab setja algert bann á afgreiöslu fisks frá okkur. Eg veit ekki hvar eöa hvenær þessi herferð á okkur ætlar aö enda, þvi hún heldur endalaust áfram og alltaf er fundiö eitthvaö til. Höfuðstöðvar Skógræktar- innar að HaJlormsstað? HallormsstaÖur er perlan I sögu skógræktarinnar. A Hér- aöi eru vaxtarskilyröi góö, og svo er hitt, aö á Hallormsstaö var fyrst hafizt handa á réttan hátt. Aörir staöir uröu ekki eins fljótt talandi tákn um þaö, hvaöa vijxt barrviöir geta tekiö út hér á landi. Nú er rætt um, aö höfuöstöövar Skóg- ræktar rikisins flytjist i skóg- arskjóliö viö Lagarfljót. JH-Reykjavik. — A aöalfundi sýslunefndar Suöur-Múlasýslu var samþykkt áskorun á stjórn- völd aö flytja aöalstöövar Skóg- ræktar rikisins aö Hallorms- staö. „Sýslunefndin telur, miö- aö viö núverandi kringumstæö- ur, aö flutningur stofnunarinnar til Hallormsstaöar sé sjálfsagö- ur og um leiö prófsteinn á tal ráöamanna um dreifingu rikis- stofnana”, segir i ályktuninni. Vitnar sýslunefndin siöan I álit stjórnskipaörar nefndar, sem kannaöi á sinum tima hugsan- lega dreifingu rikisstofnana um landiö, þar sem segir, aö þaö geti veriö mikilvægur þáttur I dreifingu rikisstofnana, sem annast miöstýringu ýmiss kon- ar starfsemi, aö flytja Skógrækt rikisins austur. — Þaö er ekkert ákvebiö um þetta, sagbi Halldór E. Sigurös- son landbúnabarráöherra, þeg- ar Timinn innti hann eftir hugsanlegum flutningi Skóg- ræktar rikisins austur á Héraö. Til þess getur ekki komiö, án þess aö kannaöar séu ýmsar hliöar þessa máls, þar á meöal kostnaöarhliöin, og slika könn- un hef ég ákveöiö aö láta gera. Þaö er þó á engan hátt bundiö skipun Siguröar Blöndals I emb- ætti skógræktarstjóra, þar sem ég heföi látiö athuga þetta, hver sem hreppt heföi skóg- ræktystjórastööuna. A hinn bóginn býst ég viö, aö þaö komi I hlut hins nýja skógræktarstjóra, ásamt öörum fleiri, aö huga aö þessum málum. Nú er þess aö gæta, aö til- raunastöö Skógræktar rikisins erhér syöra, i Kollafiröi, og hún veröur vitanlega ekki flutt. En til álita kemur, hvort unnt er eöa ráölegt aö flytja austur aöra þætti en þá, sem tengjast til- raunastööinni, sagöi Halldór. Aö lokum lét hann þess getiö, aö til álita kæmi aö flytja aöra stofnun aö einhverju leyti I héraö, sem öörum fremur er ná- komiö þeirri starfsemi, sem hún stjórnar. — Eins og kunnugt er, sagöi hann aö lokum, hefur útibúum frá vegamálastjórninni veriö komiö upp allviöa úti um land, og hafrannsóknastofnunin hefur veriö eöa er aö koma sér upp útibúum á nokkrum stööum. ,, Sj úkdómur inn er staðreynd”, — segir Guðmundur Péturs- son, i fisksjúkdómanefnd HV-Reykjavik. — Þetta er sami sjúkdómur og kom upp I eldis- stööinni viö Elliöaárnar áriö 1968, og þá varö aö eyöa þar öll- um fiski og sótthreinsa stööina, til aö komast fyrir hann. Ég veit ekki, hvaö Skúli á Laxalóni vill gera, hvort hann vill losna viö sjúkdóminn, eöa hvort hann vill berja höföinu viö steininn, en greining á þessum sjúkdómi I seiöum frá honum er fyrir hendi, bæöi frá aöilum hér heima, svo og frá Noregi, þann- ig aö þaö er staöreynd, þótt hryggileg sé, aö fiskurinn er sýktur, sagöi Guömundur Pétursson læknir, sem sæti á i fisksjúkdómanefnd, I viötali viö Timann I gær. — AB minu mati er þaö alger óþarfi aö fá hingað erlenda sér- fræöinga, sagöi Guömundur ennfremur, þar sem þessi sjúk- dómur er ákaflega auögreindur, en hins vegar breytir þaö engu um hann, þótt þeir komi og gefi úrskurö. Staöreynd er staö- reynd, og þarna er ekkert vafa- mál á feröinni. Hvaöa aögeröa veröur gripiö til I þvi skyni að hefta frekari út- breiöslu sjúkdómsins og frekari skaöa af hans völdum, get ég ekki sagt nú. Við munum fundaa á morgun I fisksjúkdómanefnd og skila tillögum okkar til landbúnaöarráðuneytis, sem siöan tekur ákvöröun. Hins vegar væri þaö æskileg- ast, aö Skúli viðurkenndi vanda þann, sem viö er að glima, og gripi sjálfur til aögeröa hjá sér. Tanginn á tsafiröi — tsfiröingar telja sig hafa oröiö fyrir svo þungum búsifjum afhálfu hafnarmálastofnunar, aöþeir geti ekki lengur viö un- aö. ísfirðingar mót- mæla valdníðslu JH-Reykjavik. — tsfiröingar eiga um þessar mundir i miklum úti- stööum viö hafnarmálastofnun rikisins, sem meöal annars hefur fryst fjárveitingar alþingis árin 1976 og 1977 til kaupa á lóösbáti handa tsafjaröarhöfn og bókfært þær sem greiöslu upp I skuld bæjarsjóös vegna landfyllingar árin 1973 og 1974. Telja tsfiröing- ar slika töku fjármuna, sem al- þingi hefur ráöstafaö til ákveö- inna verkefna, meö öllu óviöun- andi. Þar aö auki hefur hafnar- málastjórnin upp á sitt eindæmi reiknaö vfxilvexti á þessa gömlu skuld tsafjaröarbæjar, enda þótt aldrei hafi veriö venja aö reikna vexti á viöskiptareikninga rikis- sjóös og bæjarsjóös I neinu tilfelli, á hvorn sem hallaö hefur. Þar aö auki er óútkljáö deila um gjald- skrá vegna dælingar sanddælu- skipsins Háks á þessum árum og ólöglega taxtahækkun, sem hafnarmálastofnunin lét taka gildi 1. janúar 1974. Bæjarstjórn tsafjaröar hefur harðlega mótmælt aöförum hafnarmálastofnunarinnar og ákveðið aö fylgja mótmælum sin- um eftir meö öllum tiltækum ráö- um. Hafa sumir bæjarfulltrúar jafnvel haft viö orö aö segja bæri upp öllum samskiptum viö hafnarmálastofnunina, sem þeir telja, aö leitist viö aö halda stein- bltstaki á höfnum úti á landi, er viö fjárhagserfiöleika eiga aö striöa. Ensvo er þvi fariö um tsa- fjaröarhöfn eins og margar aörar hafnir, og má þar færa til þýzk lán, sem tekin voru 1970-’71 og lent hafa I vanskilum vegna getu- leysis hafnarsjóös. Gjaldfallnar afborganir af þessu útlenda láni voru þegar 1975 orönar 6.637 þús. og vextir 13.136 þús. en allar tekjur Isafjaröarhafnar þaö ár 27,5 milljónir. Framkvæmdasjóö- ur hefur meöalgöngu um þetta lán, og hlaöast árlega á þab milljónir króna I vexti og dráttar- vexti. Var þaö annaö atriöi i sam- þykktum bæjarstjórnarinnar, aö leita eftir þvi, aö skilum veröi Framhald á bls. 19. PALLI OG PÉSI — Heyröiröu, maö-[ ur, hvaö þeir sungu 1. mai. u I — Hvaö var þaö? fj J' —- Gripum Geirinn I I hönd. % V*W7'76»

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.