Fréttablaðið - 28.02.2006, Qupperneq 2
2 28. febrúar 2006 ÞRIÐJUDAGUR
Á ógnarhraða Fertugur maður var á
sunnudagsmorgun tekinn á 160 kíló-
metra hraða á Hafnarfjarðarvegi. Þar er
hámarkshraði 80 kílómetrar á klukku-
stund. Maðurinn má vænta að verður
sviptur ökuréttindum.
Umferðaróhöpp Fjórir árekstrar urðu
í Hafnarfirði á sunnudag. Enginn slys
urðu á fólki en eignartjón varð nokkurt.
Einn bílanna var fluttur burt með
kranabíl.
LÖGREGLUFRÉTTIR
LYFJAMÁL Breska lyfjastofnunin
MHRA, sem verið hefur í forsvari
fyrir evrópska áhættu-/gagnsem-
isrannsókn á lyfinu Strattera,
hefur varað við aukaverkunum
sem notkun lyfsins getur haft í för
með sér.
Lyfjastofnunin sendi frá sér
fréttatilkynningu fyrr í þessum
mánuði með viðvörun vegna auka-
verkana sem fylgja notkun lyfsins
og felast í aukinni sjálfsvígshættu,
hjartsláttaróreglu, krampaköstum
og hugsanlegum lifrarskaða, að
því er fram kemur á vefsíðu Lyfja-
stofnunar.
Strattera er fyrst og fremst
notað við ofvirkni og athyglis-
bresti hjá börnum og unglingum.
Það hefur verið á markaði í Bret-
landi frá því í júlí 2004 og í Banda-
ríkjunum frá 2002. Lyfið hefur
ekki enn verið markaðssett á
Íslandi en hefur talsvert verið
ávísað á undanþágulyfseðlum.
Mímir Arnórsson, deildarstjóri
upplýsingadeildar Lyfjastofnunar,
segir að ekki hafi borist nein til-
kynning um aukaverkanir lyfsins
hér á landi.
„Það má í sjálfu sér búast við
aukaverkunum af hvaða lyfi sem
er,“ segir hann. „Það er ekki hægt
að komast að því nema með því að
taka lyfið í tiltekinn tíma.“
- jss
Breska lyfjastofnunin varar við ofvirknilyfinu Strattera:
Alvarlegar aukaverkanir
ÍRAK Saddam Hussein er hættur í
hungurverkfalli eftir að hafa
þraukað í 11 daga, að sögn helsta
lögfræðings hans. Þetta kemur
fram á fréttavef breska ríkis-
útvarpsins, BBC.
Einræð-
isherrann
fyrrverandi
gaf hungur-
verkfallið
upp af
„heilsufars-
ástæðum“,
og segir lög-
fræðingur-
inn að Sadd-
am hafi lést
um fjögur
til fimm
kílógrömm
á síðustu ellefu dögum. Saddam
og aðrir meðákærðir hættu að
neyta matar í mótmælaskyni við
málsmeðferð gegn sér, en þeir
eru ákærðir fyrir að hafa valdið
dauða 148 manna í Dujail í Írak.
Réttarhöldin halda áfram í dag.
- smk
Saddam Hussein:
Er byrjaður
að borða á ný
SADDAM HUSSEIN
VARAÐ VIÐ LYFI VIÐ OFVIRKNI Engar
tilkynningar um aukaverkanir lyfsins hafa
borist til Lyfjastofnunar hér á landi, en
breska lyfjastofnunin varar nú við því lyfi.
SPURNING DAGSINS
Oddur, er ekki alltaf sprengi-
dagur hjá ykkur?
Jú, en í dag verður bæði sprengt og
borðað af krafti.
Oddur Friðriksson er yfirtrúnaðarmaður
starfsmanna hjá Impregilo á Kárahnjúkum
en þar er verið að sprengja og bora af fullum
krafti en í dag er sprengidagur.
SJÁVARÚTVEGUR Tvisvar sinnum
meiri rækja fannst í Arnarfirði í
rannsókn Hafrannsóknastofnun-
ar í þessum mánuði en í haust
þegar ákveðið var að veita ekki
heimild til rækjuveiða þar. Að
sögn Unnar Skúladóttur, sérfræð-
ings hjá Hafrannsóknastofnun, er
þó ekki um svo mikið magn að
ræða að grundvöllur sé fyrir því
að veita heimild til rækjuveiða á
ný.
„Þetta eru gleðitíðindi en marg-
ir voru farnir að óttast það að hún
væri að hverfa,“ segir Björn
Björnsson, kollegi Unnar.
Hjalti Karlsson var leiðangurs-
stjóri í rannsóknarferðinni. - jse
Rannsókn í Arnarfirði:
Tvöfalt meiri
rækja en í haust
MENNTAMÁL Forsetar lagadeildar
og viðskipta- og hagfræðideildar
Háskóla Íslands telja ókleift að
gera skólann einn af hundrað bestu
skólum í heimi án þess að auka
framlög verulega til kennslu og
rannsókna. Báðar deildirnar hafa
formlega farið fram á heimild til
innheimtu skólagjalda til að mæta
kostnaði við meistaranám.
Við útskrift nemenda frá
Háskóla Íslands á dögunum ræddi
Kristín Ingólfsdóttir rektor hug-
myndir um að koma skólanum í
hóp hundrað fremstu háskóla í
heimi, en frændþjóðirnar eiga
skóla í þeim hópi.
Páll Hreinsson, forseti laga-
deildar HÍ, segir deildarfund hafa
samþykkt að fara fram á heimild
til innheimtu skólagjalda ef ekki
fáist aukið fé eftir öðrum leiðum.
„Aðstöðumunurinn milli ríkisskól-
anna og hinna svokölluðu einka-
skóla, er mikill. Þeir fá báðir fullt
ríkisframlag og geta einkaskólarnir
tekið að minnsta kosti hálfa milljón
króna á ári aukalega með hverjum
nemanda í formi skólagjalda. Auk
þess að fá 418 þúsund krónur á ári
eins og við fær Háskólinn í Reykja-
vík og Háskólínn á Bifröst að
minnsta kosti hálfa milljón króna
að auki,“ segir Páll Hreinsson.
Undir þetta tekur Gylfi Magn-
ússon, forseti viðskipta- og hag-
fræðideildar, og segir að af liðlega
400 þúsund krónum fari fjórðung-
ur í sameiginlegan rekstur.
„Það er gott að setja markið hátt
en þá þurfa að fylgja fjárveitingar
við hæfi,“ segir Páll og bætir við að
náið samband sé milli gæða náms-
ins og fjárveitinganna. „Fjárveit-
ingarnar sem við höfum í dag munu
ekki skila okkur á þennan lista. Við
þurfum að hafa ráð á rannsóknum,
hæfu fólki og geta boðið upp á
doktorsnám, en það er dýrast,“
segir Páll Hreinsson.
Gylfi Magnússon telur að unnt
sé að bjóða meistaranám með
sómasamlegum hætti með því að
hækka framlögin um fimmtíu pró-
sent. johannh@frettabladid.is
Sveltur skóli kemst
ekki í fremstu röð
Tvær deildir Háskóla Íslands hafa farið fram á heimild til þess að innheimta
skólagjöld og telja ókleift að koma skólanum í röð fremstu skóla án þess að
hækka gjöld á hvern nemanda um fimmtíu prósent.
HÁSKÓLI ÍSLANDS Prófessorar eru sammála rektor um að stefna beri hátt en benda á aðstöðumun HÍ og einkaskólanna. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
PÁLL HREINSSON
FORSETI LAGADEILD-
AR Segir einkaskól-
ana fá fullt ríkisfram-
lag, auk þess að fá
um hálfa milljón á
hvern nema í formi
skólagjalda.
GYLFI MAGN-
ÚSSON FORSETI
VIÐSKIPTA- OG
HAGFRÆÐIDEILD-
AR Telur að bjóða
megi meistaranám
með sómasam-
legum hætti fyrir
50 prósenta hærri
framlög.
Nýtt mat Bandaríkjastjórn ætlar að
endurmeta fyrirtæki frá Sameinuðu ar-
abísku furstadæmnunum og kanna það
út frá þjóðaröryggi Bandaríkjanna. Búið
var að semja við fyrirtækið um rekstur
sex stórra bandarískra hafna, þegar
þingmenn Bandaríkjastjórnar sögðu
erlendan rekstraraðila geta ógnað öryggi
bandarísku þjóðarinnar.
BANDARÍKIN
EFNAHAGSMÁL Sigurður Einarsson,
starfandi stjórnarformaður Kaup-
þings banka, segir að Fitch hafi
með lánshæfismati sínu metið það
svo að líkurnar á því að skuldbind-
ingar ríkissjóðs fari í vanskil hafi
aukist. Menn ættu því að spyrja sig
að því hvort það sé líklegra nú en
áður. „Allir þokkalega viti bornir
menn hljóta að sjá að svo er ekki.
Aðalmálið er að þetta er lánshæfis-
mat. Það er verið að meta líkurnar
á að eitthvað verði ekki greitt. Ég
held að allir hljóti að sjá að líkurnar
á því hafa ekki aukist,“ segir hann.
Gylfi Arnbjörnsson, fram-
kvæmdastjóri ASÍ, velti upp þeirri
spurningu í síðustu viku hvort rík-
issjóður og Seðlabankinn gætu
staðið að baki fjármálakerfinu ef á
reyndi, hvort undirstofnanir efna-
hagskerfisins hefðu þann styrk sem
þyrfti og hvort myntin og hagkerfið
réðu við útþensluna.
„Það hvarflar ekki að mér að
taka þátt í þessari umræðu því það
mun ekki reyna á það hvort ríkið
eða stofnanir þess standa að baki
fjármálafyrirtækjunum. Íslenskir
bankar eru sterkari nú en nokkru
sinni áður. Menn verða að horfa á
það í því samhengi en menn horfa
stundum bara á aðra hliðina og taka
ekki tillit til þess hverjar eru eignir
kerfisins í dag,“ segir Sigurður.- ghs
Starfandi stjórnarformaður Kaupþings segir nauðsynlegt að horfa á samhengið:
Bankarnir sterkari en fyrr
SIGURÐUR EINARSSON Starfandi stjórnarformaður Kaupþings banka segir líkur á því að
ríkið standi ekki við skuldbindingar sínar hafi ekki aukist.
FUGLAFLENSA, AP Fuglaflensan
heldur áfram að dreifa úr sér. Í
gær var smit staðfest í aliöndum
í þriðja Afr-
íkuríkinu,
Níger, en
áður hefur
hún fundist í
nágrannarík-
inu Nígeríu
og í Egypta-
landi. Jafn-
framt var
smit staðfest
í villtum
svönum í Bosníu og Georgíu.
Hundruðum fugla var slátrað, og
halda heilbrigðisyfirvöld áfram
þeim starfa í dag.
Bosnísk yfirvöld skipuðu
fuglabændum að færa alla sína
alifugla inn, og í Georgíu var öll
skotveiði bönnuð á fuglum.
Gengu yfirvöld þar reyndar svo
langt að gera skotvopn ætluð til
veiða á fuglum upptæk. - smk
Fuglaflensan breiðir úr sér:
Hundruðum
fugla slátrað
KJÚKLINGAR
LONDON, AP Réttarhöld hófust í
London í gær um hvort rithöfund-
urinn Dan Brown, höfundur Da
Vinci-lykilsins, hafi gerst sekur
um ritstuld við skrif bókarinnar.
Michael Baigent og Richard Leigh,
tveir af þremur höfundum bókar-
innar Holy Blood, Holy Grail,
stefndu útgefanda Browns,
Random House-forlaginu. Það for-
lag gaf einnig út þeirra bók fyrir
24 árum.
Báðar bækurnar byggja á
þeirri kenningu að Jesús hafi
kvænst Maríu Magdalenu, átt með
henni barn og að afkomendur
þeirra séu á lífi. Málið stefnir
frumsýningu stórrar kvikmyndar
sem byggð er á bók Browns í
hættu, en frumsýna á hana 19.
maí. - smk
Da Vinci lykillinn fyrir rétti:
Brown sakaður
um ritstuld