Fréttablaðið - 28.02.2006, Side 6
6 28. febrúar 2006 ÞRIÐJUDAGUR
KJÖRKASSINN
Á að leyfa útlendingum að fjár-
festa í íslenskum sjávarútvegi?
Já 40%
Nei 60%
SPURNING DAGSINS Í DAG
Viltu láta reisa friðarsúlu Yoko
Ono í Viðey?
Segðu þína skoðun á visir.is
BRUSSEL, AP Utanríkisráðherrar
Evrópusambandsins samþykktu í
gær að veita 120 milljónum evra,
andvirði tæplega 9,5 milljarða
króna, í bráðaaðstoð til palestínsku
heimastjórnarinnar áður en ný
stjórn undir forystu Hamas-sam-
takanna tekur við völdum. Hamas
eru ennþá á lista Evrópusambands-
ins yfir hryðjuverkasamtök.
Fjárhagsaðstoðinni er ætlað að
forða Palestínu frá „efnahagslegu
öngþveiti“ sem ella væri yfirvof-
andi, að því er franski utanríkis-
ráðherrann Philippe Douste-Blazy
lét hafa eftir sér. Fénu er ætlað að
standa straum af kostnaði við
orkukaup, heilbrigðis- og mennta-
þjónustu og launum starfsmanna
palestínsku heimastjórnarinnar. ■
Utanríkisráðherrafundur ESB:
Veita fé til
Palestínu
PLASSNIK OG SOLANA Utanríkisráðherra
Austurríkis, sem fer með formennskuna í
ESB, og utanríkismálastjóri ESB á ráðherra-
fundinum í Brussel í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
STJÓRNMÁL ,,Framhaldsskólar eiga
að keppa um nemendur og starfs-
fólk á grundvelli eigin stefnu og
markmiða,“ segir í ályktun frá
Sambandi ungra
sjálfstæðismanna
sem fagnar
ákvörðun mennta-
málaráðherra um
að leggja af sam-
ræmd stúdents-
próf í framhalds-
skólum.
Jafnframt er
kallað eftir breyt-
ingum á reglum um samræmda
kennsluskrá á framhaldsskóla-
stigi svo að skólarnir hafi meira
val um kennsluefni og kennslu-
hætti. SUS hvetur stjórnvöld til að
stuðla að aukinni þátttöku einka-
aðila í menntamálum á öllum
skólastigum. - sdg
Ungir sjálfstæðismenn:
Samkeppni um
nemendur
BORGAR ÞÓR
EINARSSON FOR-
MAÐUR SUS
MENNTAMÁL Margir starfsmanna
Menntaskólans á Ísafirði eru
ýmist reiðir eða sárir eftir að til-
kynnt var um fyrirhugað brott-
hvarf Ólínu Þorvarðardóttur
skólameistara. Þetta segir Gísli
Halldórsson, fjármálastjóri skól-
ans.
Gísli segir að kennararnir vilji
að farið verði að ráðum Félagsvís-
indastofnunar Háskólans um að
sex til sjö kennarar víki ákveði
skólameistari að gera það vegna
deilnanna þeirra á milli. Hann
segir aðra starfsmenn sjá fyrir
sér gríðarlega erfiða framtíð eigi
brotthvarf Ólínu eitt að leysa
vandann.
Guðmundur Þór Kristjánsson,
kennari í vélstjórnar- og málm-
iðnaðardeild við skólann, segir
stærstan hluta kennarahópsins,
sextán til sautján manns, hafa
þagað þann tíma sem átök á milli
skólameistara og hóps kennara
hafi staðið og látið allt yfir sig
ganga. Hann geti ekki hugsað sér
að starfa áfram innan skólans láti
menntamálaráðuneytið brott-
hvarf Ólínu nægja: „Við hin höfum
alla tíð trúað að ráðuneytinu væri
alvara með úttekt Félagsvísinda-
stofnunar og ætlaði að nota hana
sem verkfæri að lausn málsins.
Svo komumst við að því að það
ætlaði aðeins að nota þann hluta
niðurstöðunnar sem því hentaði.
Stærsti hluti kennaranna var
hafður af fífli með því að láta
okkur skrifa undir samkomulag
sem aldrei stóð til að standa við.
Við erum fjúkandi reiðir yfir
því.“
Þorsteinn Þorsteinsson, for-
maður Skólameistarafélags
Íslands, segir brotthvarf Ólínu
verða skoðað í félaginu á næst-
unni. - gag
Kennarar Menntaskólans á Ísafirði vilja að allir sem áttu í illdeilunum víki:
Sitja eftir reiðir og sárir
DEILA SEM DREGUR DILK Á EFTIR SÉR Ólína
undirbýr sig fyrir sjónvarpsviðtal í gærkvöld.
Hún segir að hún hafi ákveðið að láta af
störfum svo að sá árangur sem hún hafi
náð í starfi glatist ekki. „Ég get alltaf fundið
mér annað starf og hafið nýtt líf,“ sagði
Ólína í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
LÆKNISFRÆÐI Ástralskir vísinda-
menn þróa nú nýja meðferð gegn
sykursýki þar sem sjávarþang
gegnir mikilvægu hlutverki.
Litlum hylkjum er sprautað í
líkama sjúklingsins en þau inni-
halda frumur sem framleiða ins-
úlín. Hylkin eru búin til úr þangi
sem líkaminn hafnar ekki sem
aðskotahlut og því er lyfjagjöf til
að bæta ónæmiskerfið óþörf. Þetta
kemur í veg fyrir alvarlegar auka-
verkanir sem er vandamál við
meðferð sykursjúkra. - shá
Ný meðferð þróuð í Ástralíu:
Þang notað
gegn sykursýki
DÓMSMÁL Eyjólfur Sveinsson,
fyrrverandi stjórnarformaður
Vísis.is, og Svavar Ásbjörnsson,
fyrrverandi fjármálastjóri sama
fyrirtækis, neituðu báðir að bera
ábyrgð á millifærslum sem sam-
tals námu tæplega 25 milljónum
króna af reikningi Vísis.is ehf.
yfir á reikning Fréttablaðsins
ehf. í apríl árið 2002.
Eyjólfur og Sveinn voru í for-
svari fyrir eignarhaldsfélagið
Vísi.is og Fréttablaðið ehf., sem
gaf Fréttablaðið út áður en það
fór í þrot fyrir um þremur árum.
Eyjólfi er gefið að sök að hafa
fyrirskipað Svavari, sem var
fjármálastjóri bæði Vísis.is ehf.
og Fréttablaðsins ehf., að milli-
færa tæpar 25 milljónir í 24 milli-
færslum frá 29. apríl 2001 til 27.
maí sama ár.
Í ákæru ríkislögreglustjóra
segir að Eyjólfi og Svavari hafi
báðum verið kunnugt um að ekki
hafi verið innistæða fyrir milli-
færslunum, auk þess sem ekki
hafi verið heimild til yfirdráttar.
Þá hafi skuldastaða Vísis.is ehf.
verið með þeim hætti að afar
ólíklegt hafi verið að fyrirtækið
hafi getað borgað til baka þá upp-
hæð sem í heild var millifærð
yfir á reikning Fréttablaðsins
ehf.
Eyjólfur er einnig ákærður,
ásamt Sveini Eyjólfssyni föður
sínum, fyrir brot á lögum um
staðgreiðslu opinberra gjalda en
brotin voru framin í rekstri Dags-
prents á Akureyri. Eyjólfur var
stjórnarformaður félagsins en
Sveinn sat í stjórninni.
Í ákærunni eru þeir sagðir
ábyrgir fyrir því að Dagsprent
hf. hafi ekki staðið í skilum við
sýslumanninn á Akureyri. Sam-
tals nema kröfurnar rúmlega
tveimur milljónum krónum.
Eyjólfur og Sveinn sögðust
ekki bera ábyrgð á þessum
greiðslum og samkvæmt vitnis-
burði þeirra í héraðsdómi var
hvorugum þeirra kunnugt um
hvers vegna þessi gjöld voru ekki
greidd, og bar Eyjólfur því við að
hann hefði ekki þekkt mikið til
hvernig fjármálum Dagsprents
hf. var háttað.
Marteinn Kr. Jónasson, fram-
kvæmdastjóri prentfyrirtækis-
ins Nota Bene hf., er ákærður
ásamt Eyjólfi og Karli Þór Sig-
urðssyni, sem báðir sátu í stjórn
fyrirtækisins, fyrir brot á lögum
um virðisaukaskatt. Þrímenning-
arnir eru í ákæru ríkislögreglu-
stjóra sagðir ábyrgir fyrir því að
ekki voru greiddar tæpar fimmt-
án milljónir í virðisaukaskatt.
Eyjólfur neitaði því í gær að
hafa átt að bera ábyrgð á þessari
greiðslu og bar við minnisleysi
þegar hann var spurður nánar út
í stjórnskipun fyrirtækisins.
magnush@frettabladid.is
Neita ábyrgð á óreiðu
Eyjólfur Sveinsson og Sveinn Eyjólfsson neita ábyrgð á fjármálaóreiðu fyrirtækja tengdum Frjálsri fjölmiðl-
un. Vanskil á virðisaukaskatti og opinberum gjöldum nema um áttatíu milljónum króna.
ÞEIR SEM ÁKÆRÐIR HAFA VERIÐ
* Eyjólfur Sveinsson
* Sveinn R. Eyjólfsson
* Svavar Ásbjörnsson
* Marteinn Kr. Jónasson
Karl Þór Sigurðsson
Ómar Geir Þorgeirsson
Sigurður Ragnarsson
Ólafur Haukur Magnússon
Valdimar Grímsson
Sverrir Viðar Hauksson
* Alvarlegustu ákærurnar eru á hendur
Eyjólfi Sveinssyni, Sveini R. Eyjólfssyni,
Svavari Ásbjörnssyni og Marteini Jón-
assyni, en þeir eru ákærðir fyrir að bera
ábyrgð á vanskilum og ógreiddum opin-
berum gjöldum fyrirtækja er nema tugum
milljóna króna.
STÓRIÐJA Samtök um fjölbreytta
atvinnuuppbyggingu í Eyjafirði
hafa hrundið af stað undirskriftar-
söfnun á netinu
gegn álveri á Norð-
urlandi. Söfnunin
hófst um miðja síð-
ustu viku og í gær
höfðu á áttunda
hundrað manns
skráð nöfn sín á
mótmælalistann.
Hlynur Halls-
son, varaþingmaður vinstri grænna
í Norðausturkjördæmi og félagi í
samtökunum, segir mótmælin ekki
beinast eingöngu gegn álveri í Eyja-
firði heldur á Norðurlandi í heild.
Á morgun mun Alcoa tilkynna
hvort félagið ætli að ráðast í
álversframkvæmdir á Norður-
landi. „Fari svo þá munum við
samt halda mótmælum áfram,“
segir Hlynur. - kk
HLYNUR
HALLSSON
Undirskriftalisti á netinu:
Gegn álveri á
Norðurlandi
LÖGREGLA Lögreglan á Akureyri
hefur undanfarna mánuði rann-
sakað meint blygðunarbrot karl-
manns á Akureyri gagnvart
ungum börnum sem búsett eru
vítt og breitt um land. Er maður-
inn grunaður um að hafa hringt í
símanúmer af handahófi og
klæmst við börn sem svöruðu
hringingum hans ef foreldrar
þeirra voru ekki heima.
Guðmundur St. Svanlaugs-
son, rannsóknarlögreglumaður á
Akureyri, segir sex kærur hafa
borist vegna mannsins en unnið
hefur verið að rannsókn málsins
frá því í fyrravor.
„Ein kæran kemur frá
umdæmi lögreglunnar á Akur-
eyri en hinar eiga uppruna sinn í
öðrum lögregluumdæmum. Svo
virðist sem maðurinn hafi notað
tvö óskráð símanúmer eingöngu
í þessum tilgangi en um er að
ræða einsetumann sem ekki
hefur áður komið við sögu lög-
reglunnar,“ segir Guðmundur.
Ekki hefur verið tekin form-
leg skýrsla af manninum en Guð-
mundur segir að hann verði yfir-
heyrður í næstu viku.
Börnin sem maðurinn er grun-
aður um að hafa klæmst við eru á
aldrinum 10 til 13 ára og af
báðum kynjum.
- kk
Einsetumaður á Akureyri grunaður um að klæmast við börn í síma:
Valdi börnin af handahófi
EYJÓLFUR SVEINSSON SKOÐAR MÁLSGÖGN Hart var sótt að Eyjólfi fyrir dómi í gær en hann firrti sig ábyrgð á fjármálaóreiðu, sem leiddi til
ákæra á hendur tíu manns vegna vangoldinna opinberra gjalda og ógreidds virðisaukaskatts. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
LÖGMENN RÆÐA MÁLIN Halldór Jónsson, lögmaður Eyjólfs, er lengst til vinstri á myndinni
en við hlið hans er Einar Hálfdánarson. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
VIÐSKIPTI Útistandandi lán Íbúða-
lánasjóðs drógust saman um tæp
13 prósent í fyrra eða um 54 millj-
arða.
Hagnaður af rekstri sjóðsins
nam rúmum 1,1 milljarði króna
sem er svipuð afkoma og árið
áður. Útlán námu 73,7 milljörðum
króna, en alls voru greidd upp lán
fyrir 128 milljarða króna. Mark-
aðshlutdeild sjóðsins á íbúðalána-
markaði hefur dregist saman og
er 47 prósent samanborið við 68
prósent árið áður. Bankarnir hafa
aukið sína hlutdeild úr 19 prósent-
um í 41 prósent á sama tímabili.
Vanskil hjá Íbúðalánasjóði eru
í lágmarki. - hh
Samdráttur hjá Íbúðalánasjóði:
128 milljónir
greiddar upp
BARN Foreldrar sex barna hafa kært mann-
inn fyrir dónasímtöl.