Fréttablaðið - 28.02.2006, Síða 10
10 28. febrúar 2006 ÞRIÐJUDAGUR
UMFERÐ „Þeir þjóta hér gegnum
bæinn jafnvel á 70 kílómetra
hraða. Á sama tíma er lögreglan
að mæla einhverja ökumenn úti á
þjóðvegunum meðan öryggi bæj-
arbúa situr á hakanum,“ segir
Smári Örn Árnason íbúi á Grund-
argötu, en hún liggur þvert
gegnum bæinn á Grundarfirði.
Hann segir að frá því að skipa-
flutningar lögðust niður og brú
var reist yfir Kolgrafarfjörð hafi
umferð flutningabíla aukist gríð-
arlega. „Ég þori ekki lengur að
hafa börnin mín úti að leika við
götuna líkt og tíðkast hefur. Á
dögunum var ekið yfir köttinn
minn en það er minna miðað við
að ekki er langt síðan hér varð
umferðarslys,“ segir hann.
Talsverð útgerð er frá Ólafsvík
og fylgja henni miklir flutningar
til og frá bænum að sögn Smára
Arnar en einnig eiga Landflutn-
ingabílar oftsinnis leið um
Grundarfjörð.
„Það eru hraðahindranir í miðj-
um bænum en þangað til komið er
að þeim er þessum bílum ekið á
alltof miklum hraða. Ég hef kvart-
að undan nokkrum ökuþórum til
lögreglu en hún gerir ekkert í
málinu. Við íbúar við Grundar-
götu höfum rætt málin og stendur
okkur öllum stuggur af þessu,“
segir Smári Örn. - jse
Mikil umferð flutningabíla veldur ugg á Grundarfirði:
Hraðakstur gegnum bæinn
SMÁRI ÖRN ÁRNASON MEÐ BÖRN SÍN
Smári Örn með fjölskylduna við Grundar-
götu. Nikulás er við hlið föður síns og svo er
Jóhanna með Súsönnu systur sína í fanginu
en fremstur er heimilishundurinn Pollí.
ÚTHRÓPA BUSH Sjía-múslímar í Kasmír
hrópa vígorð gegn Bandaríkjunum í
mótmælagöngu í Srinagar í gær, sem efnt
var til í tilefni af sprengjutilræði í Gullnu
moskunni í Samarra í Írak. Á skiltinu stend-
ur „Múslímamorðinginn G.W. Bush“.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
KJARAMÁL Árni Stefán Jónsson,
framkvæmdastjóri SFR stéttarfé-
lags í almannaþjónustu, verður
næsti formaður félagsins sam-
kvæmt tillög-
um uppstill-
ingarnefndar
sem voru
samþykktar á
trúnaðar-
mannaráðs-
fundi í sein-
ustu viku.
Ný stjórn
verður kjörin
á aðalfundi
SFR 25. mars
og berist ekki
aðrar tillögur 25 dögum fyrir
fundinn eru tillögurnar sem trún-
aðarráðið samþykkti sjálfkjörnar.
Jens Andrésson sem hefur verið
formaður undanfarin ár lætur af
embætti á aðalfundinum. - sdg
Tillögur uppstillingarnefndar:
Jens hættir sem
formaður SFR
JENS ANDRÉSSON
... nú færðu Gouda 11%
í sneiðum!
Nýtt!
ÍRAK Þriggja daga samfelldu
útgöngubanni var aflétt í Bagdad í
gærmorgun. Hræðsla er þó enn
ofarlega í huga fólks og margir
óttast að kyrrðin í morgun sé bara
lognið á undan storminum. Á
sunnudag fundust lík 36 manna til
viðbótar þeim 165 sem látið hafa
lífið í átökum í landinu síðan
hryðjuverkamenn sprengdu einn
mesta helgidóm sjía-múslima,
Gullnu moskuna í Samarra, síðast-
liðinn miðvikudag.
Sprengjum var varpað í hverfi
sjía í gærmorgun. Fjórir létust og
sextán særðust. Fjórtán sérsveit-
armenn íraska hersins féllu í skot-
bardaga við herskáa sjía-múslíma
í suðurhluta Bagdad á sunnudag.
Bílsprengja drap átta í borginni
Karbala og átök víðar um landið
drógu enn fleiri til dauða.
Óttast margir að átök síðustu
daga séu undanfari almennrar
borgarastyrjaldar og reyna stjórn-
völd nú allt til að viðhalda stjórn í
landinu. Útgöngubannið var liður í
þeirri viðleitni. Vonast er til að
viðræður um myndun þjóðstjórnar
haldi áfram nú í vikunni. ■
AUÐAR GÖTUR Vegna útgöngubannsins voru stríðsvagnar einu ökutækin sem sáust á
götum Bagdad um helgina. AFP/NORDICPHOTOS
Ekkert lát á blóðbaðinu í Írak:
Útgöngubann hefur
skilað litlum árangri
REYKJAVÍK Anna Kristinsdóttir borg-
arfulltrúi hefur ákveðið að taka
ekki að sér formennsku í samstarfs-
hópi um legu Sundabrautar þar sem
aðstæður hennar hafa breyst og
hún mun ekki sitja nema út þetta
tímabil. Samþykkt hefur verið í
framkvæmdaráði að Dagur B.
Eggertsson taki við formennsku.
„Það er ómögulegt að vita hversu
langt þetta samráðsferli verður og
ég tel eðlilegast að setja þetta í
hendurnar á öðrum. Ég sit áfram
sem fulltrúi framkvæmdaráðs en
mér fannst óeðlilegt ef upp kæmi
sú staða að ég myndi hætta og ein-
hver annar þyrfti að setja sig inn í
þennan feril,“ segir hún. - ghs
Vinnuhópur um Sundabraut:
Dagur tekur við
formennsku
Endast styst í starfi Danir eru
duglegastir meðal Evrópuþjóða í því
að skipta um atvinnu, samkvæmt nýrri
rannsókn sem gerð var á vegum fram-
kvæmdastjórnar Evrópusambandsins.
Frá þessu er greint á fréttavef danska
ríkisútvarpsns. Þar segir einnig að hver
Dani hafi að meðaltali verið í sex störf-
um. Næst koma Bretar, Svíar og Finnar,
en á hinum endanum eru Austurríki og
nýju Evrópusambandslöndin.
DANMÖRK
BAUGSMÁL Tyge Trier, danskur sér-
fræðingur í mannréttindalöggjöf,
telur að sakborningar í Baugsmál-
inu ættu að íhuga að skjóta máli
sínu til Mannréttindadómstólsins í
Strassborg komist Hæstiréttur að
því að heimila megi endurupptöku
málsins á grundvelli ákæruliðanna
32 sem vísað var frá dómi 10.
október síðastliðinn.
Trier gerði grein fyrir niðurstöð-
um sínum á fundi með blaðamönn-
um í gær, en hann hefur unnið nærri
þrjátíu blaðsíðna greinargerð um
málið fyrir Baug Group.
Í greinargerðinni segir að vegna
þess hve annmarkarnir séu marg-
víslegir í Baugsmálinu í heild sé
það mat höfunda hennar að þegar á
þessu stigi hafi verið brotið gegn
sjöttu grein mannréttindasáttmála
Evrópu. „Ef ríkissaksóknara væri
heimilað að leggja fram nýja ákæru
varðandi ákæruliðina 32 myndi það
enn fremur að okkar mati gefa til-
efni til þess að ætla að brotið hafi
verið gegn réttinum til réttlátrar
málsmeðferðar vegna annmark-
anna og geðþóttans sem einkennt
hafa endurskoðun ákærunnar.“
Síðan segir að á grundvelli til-
tækra gagna virðast því vera
traustar forsendur fyrir kröfu um
niðurfellingu málssóknar gegn sak-
borningum á grundvelli ákærulið-
anna 32 sem vísað var frá dómi.
Um þetta vísar Trier aftur til sjöttu
greinar mannréttindasáttmálans
og telur að til þess að telja megi að
brotið hafi verið gegn henni verði
að leggja heildarmat málsatvika til
grundvallar.
Tyge Trier furðaði sig á niður-
stöðu norska saksóknarans Mortens
Eriksen í Morgunblaðsgrein síðast-
liðinn laugardag, en Eriksen gagn-
rýndi meðal annars hversu strang-
ar kröfur Hæstiréttur gerði um
verknaðarlýsingu meintra brota.
Tyge Trier vísaði í þessu efni
enn á ný til sjöttu greinar mann-
réttindasáttmálans um að hver sá
sem borinn sé sökum um refsiverða
háttsemi eigi að fá án tafar vit-
neskju í smáatriðum um eðli og
orsök þeirrar ákæru sem hann
sæti.
Trier gerði athugasemdir við
það sem hann kallaði eyðu í íslenskri
löggjöf,en hvergi væri kveðið á um
frest ákæruvaldsins til endurskoð-
unar og ákvörðunar um að kæra
aftur á grundvelli eldri gagna.
Vísast myndi Mannréttindadóm-
stóllinn telja það mannréttindabrot
hefði ákæruvaldið í raun geðþótta-
vald um þann frest sem það tekur
sér í þeim efnum.
johannh@frettabladid.is
Mannréttindi þegar brotin
Tyge Trier, sérfræðingur um mannréttindalöggjöf, telur efni til þess að vísa Baugsmálinu til Mannrétt-
indadómstóls Evrópu, komist Hæstiréttur að því að heimilt sé að höfða málið á ný á grundvelli ákærulið-
anna 32. sem vísað var frá dómi. Settur saksóknari tekur ákvörðun um slíkt snemma í næsta mánuði.
GESTUR JÓNSSON, HREINN LOFTSSON OG
EINAR Þ. SVERRISSON Verjendur í Baugs-
máli og stjórnarformaður Baugs hlýða á
mál Tyge Trier, en hann tók að sér að skoða
Baugsmálið þegar í október síðastliðnum.
TYGE TRIER SÉRFRÆÐINGUR UM MANNRÉTTINDALÖGGJÖF Trier kynnti nærri 30 blaðsíðna
álitsgerð sína á Hótel Nordica í gær. Í henni er rakinn fjöldi dóma sem Mannréttindadóm-
stóll Evrópu hefur kveðið upp. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA