Fréttablaðið - 28.02.2006, Síða 16
28. febrúar 2006 ÞRIÐJUDAGUR16
fréttir og fróðleikur
> Fjöldi seglbáta á Íslandi
Svona erum við
Stóriðjuumsvif hér á landi
fara fyrir brjóstið á mörg-
um nú þegar stærsta álver
landsins er að rísa og í
öðrum álverum eru frekari
stækkanir fyrirhugaðar.
Nýleg skoðanakönnun
Fréttablaðsins leiðir í
ljós að Íslendingar vilja
ekki frekari uppbyggingu
stóriðju og háværar radd-
ir eru um að Íslendingar
muni ekki fást til að manna
þau störf sem henni fylgja.
En hvernig lítur þetta út í
augum þeirra sem vinna við
stóriðjuna?
„Umræðan um álver er að miklu
leyti borin uppi af mönnum sem
aldrei hafa í álver komið og hún
endurspeglast svolítið af því,“ segir
Hrannar Pétursson, upplýsingafull-
trúi Alcan á Íslandi.
Framleiðslugeta álvers Alcans í
Straumsvík er nú um 180 þúsund
tonn á ári en hugmyndir eru uppi
um að auka hana upp í 460 þúsund á
næstu árum. „Hjá okkur starfa um
500 manns. Starfsaldur er með því
lengra sem gerist eða yfir 15 ár að
meðaltali og starfsmannavelta lítil
eða tæp fjögur prósent en til sam-
anburðar var veltuhraði starfs-
manna innan ASÍ árið 1999 yfir 30
prósentum. Launin eru yfir meðal-
lagi og við þurfum ekki að leita eftir
starfsfólki út fyrir landsteinana
sem sést best á því að nær allir
starfsmenn okkar eru íslenskir og
þeir sem eru erlendir hafa búið hér
til fjölda ára. Eins má oft skilja það
á umræðunni að allt sé frekar frum-
stætt í álverum en hér er mjög há
tækniþekking enda fjölmargir sér-
fræðingar sem hér starfa. Svo er ál
ekki bara ál, til dæmis framleiðum
við um 200 tegundir af áli.“
Ragnar Guðmundsson, fram-
kvæmdastjóri fjármála- og stjórn-
unarsviðs Norðuráls, segir að af 355
starfsmönnum í álverinu á Grund-
artanga séu aðeins sex erlendir
starfsmenn: tveir sérfræðingar og
fjórir almennir starfsmenn.
Er á móti álveri á Reyðarfirði
Reinhold Richter er vélvirki í
álverinu í Straumsvík og hefur
unnið þar í sex ár. Hann segir sitt
starf vel launað og tækifærin til
frekari menntunar með starfi auka
á ánægju hans en hann er þó efins
um það að Íslendingar fáist til að
manna störfin í álverinu í Reyðar-
firði. „Ég er alveg á móti því að vera
reisa þetta þarna fyrir austan, ég
hefði viljað fá þetta hingað suður,“
segir hann. „Eins hef ég mínar efa-
semdir um álver í Eyjafirði, til
dæmis með hliðsjón af skipaflutn-
ingum sem álverin eru háð. Hvern-
ig ætla menn að leysa það ef skipa-
umferð lokast vegna hafíss og
álverið er í botni Eyjafjarðar?
Einnig þykir mér menn sem eru
að mótmæla virkjunum ekki gera
sér grein fyrir því hvað ál er mikið
notað. Ég var til dæmis á tónleikun-
um sem haldnir voru til að mót-
mæla stefnu stjórnvalda í stóriðju-
málum. Vita þessir menn að það er
álfilma í geisladiskunum hennar
Bjarkar?“
Álver og konur
„Ég er búin að vera verkamaður allt
mitt líf og hef unnið á ýmsum stöð-
um og hafði ekki hugmynd um hvað
ég var að fara út í þegar ég hóf störf
hér fyrir ellefu árum,“ segir Anna
Jóna Ármannsdóttir flokksstjóri í
kerskála í álverinu í Straumsvík.
„En það sem sker þennan stað frá
öðrum stöðum sem ég hef unnið á er
að hér fær maður alltaf útborgað á
réttum tíma. Hér er svo veittur frír
matur og rútuferðir en það er eitt-
hvað sem ég hafði ekki kynnst áður.
Ég var mjög lítið menntuð þegar ég
kom hingað en hér hef ég haft tæki-
færi til að mennta mig í Stóriðju-
skólanum sem hér er rekinn fyrir
starfsfólk og ég er mjög þakklát
fyrir það,“ segir hún.
Margar gagnrýnisraddir hafa
haldið því fram að konur muni ekki
vilja vinna við álver. Tölur frá
Straumsvík hrekja ekki þær full-
yrðingar en einungis um 15 prósent
starfsmanna þar eru konur. Á
Grundartanga er hlutfall kvenna
tæp 20 prósent. „Við erum að vinna
að því að breyta þessu en þar sem
starfsmannaveltan er afar lítil
tekur það nokkuð langan tíma,“
segir Auður Þórhallsdóttir, fræðslu-
stjóri Alcan á Íslandi.
„Það er útbreiddur misskilning-
ur að þetta séu karlastörf,“ segir
Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráð-
herra. „Samkvæmt könnun sem
gerð var á Austurlandi eru þau störf
sem fylgja umsvifunum við álverið
á Reyðarfirði frekar kvennastörf.“
Anna Jóna segir störf í álveri engu
síður vera fyrir konur en karla.
„Þetta er ekki líkamlega erfið
vinna,“ bætir hún við.
Byrjunarlaun um 250 til 260 þús-
und
Hrannar Pétursson segir að meðal-
laun iðnaðar- og verkamanna sem
greitt fá samkvæmt kjarasamningi
í áliðnaði vera yfir 300.000 á mán-
uði. Eins og áður segir starfa um
500 manns við álverið í Straumsvík.
Þar af eru 100 sérfræðingar, 120
iðnaðarmenn, 160 verkamenn með
starfsmenntun og 120 ófaglærðir.
Hann segir að starfsmaður á þrí-
tugsaldri sem komi til vinnu í álver-
inu í kerskála geti unnið sér inn um
250 til 260 þúsund á mánuði. Hægt
er svo að bæta við laun sín með því
að fara á námskeið sem í boði eru og
þegar starfsmaður getur leitt annan
nýjan í starfið fær hann launahækk-
un fyrir það hlutverk.
„Ég er oft undrandi á því að
þegar menn eru að vinna að tölvu-
tækni fyrir tölvuleiki að þá er talað
um hátækni en um leið og sama
vinna snýr að því að auka tölvu-
tækni við álver að þá er talað um
þungaiðnað,“ segir Hrannar að
lokum.
REINHOLD RICHTER Reinhold er ekki
hrifinn af því að verið sé að reisa álver
á landsbyggðinni og er ekki viss um að
Íslendingar fáist í störfin þar.
FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
ANNA JÓNA ÁRMANNSDÓTTIR Anna Jóna
segir að konur geti vel unnið í álverum.
FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
AUÐUR ÞÓRHALLSDÓTTIR FRÆÐSLUSTJÓRI OG ARI JÓNASSON VERKFRÆÐINGUR Í STEYPUSKÁLA Skiptar skoðanir eru um það hvort Íslend-
ingar munu fást til að sinna þeim störfum sem skapast eftir að nýtt álver verður risið fyrir austan og hin gömlu hafa verið stækkuð.
FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Nær allir starfsmenn íslenskir
FRÉTTASKÝRING
JÓN SIGURÐUR EYJÓLFSSON
jse@frettabladid.is
49 50 63
2004
20032001
Fj
öl
di
49
2002
63
2005
Heimild: Hagstofa Íslands
REGLULEG MÁNAÐARLAUN (U.Þ.B.)
31
0.
00
0
Iðnaðar- og
verkamenn í
áliðnaði
M
án
að
ar
la
un
24
0.
00
0
15
5.
00
0
Iðnaðarmenn
á landinu
öllu
Verkamenn
á landinu
öllu
Kjötkveðjuhátíðin, sem á flestum
öðrum tungumálum er kölluð Karn-
eval, er að stofni til kaþólsk hátíð,
sem nær hámarki síðustu dagana fyrir
öskudag, en þann dag, 40 dögum
fyrir páskadag, hefst páskafastan. Mis-
munandi er hvenær hátíðin hefst, en
í Mið-Evrópu og víðar er hefðin sú að
karnevalstíðin hefjist á Þrettándanum,
6. janúar. Eiginleg kjörkveðjuhátíða-
höld, með skrúðgöngum og látum,
fara þó sjaldnast fram fyrr en síðustu
vikuna fyrir öskudag.
Hver er uppruni kjötkveðjuhátíðarsiðarins?
Uppruni karnevalsthátíðahalda er rekinn til forkristilegra, heiðinna siða.
Á síðari dögum Rómaveldis var um þetta leyti árs til svonefnd Saturn-
alia-hátíð (og Lupercalia), þar sem menn slepptu fram af sér beislinu
í tilefni vorkomu. Karnevalshefðin í Sviss og Suður-Þýskalandi er rakin
til heiðinna vorhátíða, þar sem myrkur
og kuldi og illir andar voru reknir á
brott með gauragangi og grímubún-
ingum sem táknuðu hin ólíku öfl sem
tókust á. Síðar hafi komist sú hefð á að
tengja þessi hátíðahöld hinni kristilegu
kjötkveðjuhátíð fyrir páskaföstuna.
Hvar eru kjötkveðjuhátíðir helst
haldnar?
Sterk hefð er fyrir miklum kjötkveðjuhá-
tíðahöldum víða þar sem kaþólskur siður
er ríkjandi, svo sem í Rínarhéruðum Þýskalands, Rómönsku Ameríku
– einkum og sér í lagi í Brasilíu – og í syðsta hluta Bandaríkjanna, þar
sem hátíðin er jafnan nefnd upp á frönsku Mardi Gras („Feiti þriðjudag-
ur“, þ.e. sprengidagur). Í Evrópu er kjötkveðjuhátíðin í Feneyjum ein sú
frægasta. Á hinum lúthersku Norðurlöndum minnir fátt annað en kjötáts-
hefð sprengidags á kjötkveðjuhátíðina. Í Álaborg í Danmörku er þó hefð
fyrir því að halda skrautlega karnevalshátíð seint í maí.
FBL-GREINING: KJÖTKVEÐJUHÁTÍÐ
Kjötið kvatt fyrir páskaföstuna
lækkar kólesteról
Rannsóknir sýna að dagleg
neysla Benecols stuðlar að
lækkun kólesteróls um allt
að 15%.
Inniheldur
plöntustanólester sem
Jeppaferðir eru vinsælar meðal lands-
manna og ekki síst jöklaferðir. Þær
geta verið lífshættulegar og lést ungur
maður á Hofsjökli um helgina. Jón
Snæland, varaformaður ferðaklúbbs-
ins 4x4, hefur skrifað tvær bækur um
fyrir jeppamenn. Önnur er Ekið um
óbyggðir. Hin heitir Utan alfaraleiða.
Eru jöklar misöruggir?
Já, jöklarnir eru misöruggir eftir árs-
tíðum. Sprungurnar eru yfirleitt opnar
á haustin og fyrri hluta vetrar. Þeir
eru yfirleitt ekki öruggir fyrr en eftir
áramót. Hins vegar er Hofsjökull aldrei
öruggur og ekki fyrir óvana menn. Til
eru þekktar leiðir þar, en þær eru samt
ekki öruggar.
Hvernig sjá vanir menn hvort
jöklarnir eru öruggir eða ekki?
Við vitum að þegar jökullinn gengur
yfir misfellu brotnar hann á henni.
Þrátt fyrir að jökullinn sé sléttur á
yfirborðinu getur hann verið að steyp-
ast fram að bergi. Jeppamenn geta
því aldrei verið öryggir enda jöklarnir
hættulegir.
Hvaða jökull er nokkuð öruggur um
þessar mundir?
Þær leiðir sem við keyrum venjulega
á Vatnajökli eru nokkuð öruggar um
þessar mundir. Langjökull er einnig
þokkalegur núna. Hann er nú hvað
skástur íslenskra jökla.
SPURT & SVARAÐ
JEPPAFERÐIR
Jöklar aldrei
öruggir
JÓN SNÆLAND
Varaformaður ferðaklúbbsins 4x4