Fréttablaðið - 28.02.2006, Side 24

Fréttablaðið - 28.02.2006, Side 24
[ ]Stórar brúðkaupsveislur með miklu tilstandi geta verið skemmtilegar. Það er hins vegar ekki gott að hafa svo miklar áhyggjur af boðskortum og blóma-skreytingum að það gleymist að njóta dagsins með makanum. Flestir gifta sig á sumrin og margir velja brúðkaupsdaginn með afmæli eða merkileg tíma- mót í huga. Fólk pantar kirkju og prest yfirleitt með góðum fyrirvara en Bjarni Karlsson hefur þó gefið fólk saman með þriggja daga fyrirvara. ,,Margir gifta sig á sumrin í von um að eiga bjartan og sólríkan dag, en þegar uppi er staðið eru það aðrir þættir en veðrið sem ráða gæðum dagsins,“ segir Bjarni Karlsson prestur í Laugarnes- kirkju. Þegar brúðkaupsdagurinn er valinn er meðal annars tekið til- lit til þess hvort stór ferðahelgi sé fyrirsjáanleg. ,,Stundum miðar fólk einnig brúðkaupsdaginn við aðra viðburði svo sem afmæli eða mikilvæg tímamót. Ég hef gefið hjón saman á brúðkaupsdegi for- eldra annars aðilans. Eldri sæmd- arhjón höfðu átt farsælt hjónaband og unga parið áleit það mikið gæfu- merki að gifta sig á sama degi.“ Margir panta kirkju og prest með árs fyrirvara. ,,Síðan eru aðrir sem kýla á þetta með mánaðar fyr- irvara. Fólk sér kannski gloppu í dagatalinu og rými í fjárhaginum og ákveður að drífa í þessu,“ segir Bjarni og bætir því við að um dag- inn hafi hann gift par með þriggja daga fyrirvara. ,,Þau voru að fara í nám til Indlands og ætluðu að gifta sig að ári liðnu. Þau komust hins vegar að því að það gæti kostað mikil vandræði að vera ógift á Ind- landi og því var brúðkaupi skellt á í mesta skyndi. Athöfnin fór fram á skrifstofunni hjá mér og var mjög hátíðleg og yndisleg stund þó engu væri til tjaldað.“ Bjarni kveðst sjá vissa breyt- ingu í tónlistarvali í brúðkaupsat- höfnum. ,,Mér finnst gömlu góðu brúðkaupssálmarnir úr sálmabók- inni vera að koma aftur. Tónlistar- menn svo sem Páll Óskar Hjálm- týsson hafa tekið þá upp og gert að sínum og þeir bara virka. Mér finnst breytingin vera virkilega dýrmæt, ekki vegna þess að það megi ekki syngja hvaða tónlist sem er í kirkjum, heldur vegna þess að með því að hafa mikla breidd í tónlistarvali og slá á marga tilfinningastrengi verður brúðkaupsreynslan miklu dýpri.“ Mjög misjafnt er hvernig tónlist- inni sé háttað. Margir vilja hafa uppáhaldssöngvara sinn í athöfn- inni en einnig er algengt að vina- hópur brúðhjónanna syngi eða við- staddir einfaldlega taki lagið saman. ,,Það sem skiptir öllu er að tónlistin sé lifandi og gefin af heil- um hug. Ég er á móti því að fólk noti tónlist af diskum því þá er brúðkaupsathöfnin ekki lengur í núinu.“ Bjarni segir það þó ráða úrslit- um að þetta mikilvæga skref sé tekið af einlægni. ,,Mesti óvinur hjónavígslunnar er yfirborðs- mennskan alveg eins og yfirborðs- mennskan og hraðinn er mesti óvinur hjónabandsins,“ segir Bjarni að lokum. mariathora@frettabladid.is Bjarni segir yfirborðsmennsku einn mesta óvin hjónabandsins. Sálmarnir snúa aftur Fræðsluerindi um samband lesbía verður haldið í Laug- arneskirkju klukkan 20.00 í kvöld. Þær Guðlaug Jónsdóttir og Guð- rún Óskarsdóttir munu gefa við- stöddum innsýn inn í ást sína og sambúð á mannræktarkvöldi í Laugarneskirkju í kvöld klukkan 20.00. Þær eru í staðfestri samvist og eiga saman eina dóttur, auk þess sem Guðrún á eldri dóttur úr fyrra sambandi. Samveran hefst á kvöldsöngi í kirkjunni en klukkan 20.30 flytja þær Guðlaug og Guðrún mál sitt. Hægt er að koma beint á fræðslu- erindið og er þá gengið inn í safn- aðarheimilið. Allir eru velkomnir. Lesbíur ræða málin Kvöldsöngur verður í kirkjunni á undan erindinu. FRÉTTABLAÐIÐ / GVA • Brúðarkjólar • Smókingar og kjólföt • Hátíðarbúningar herra Rýmingarsala - Frábær verð Brúðarbær brúðakjóla- og fataleiga Hjallabrekku 37, Kópavogi Sími 554-0993

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.