Fréttablaðið - 28.02.2006, Síða 32
28. febrúar 2006 ÞRIÐJUDAGUR20
timamot@frettabladid.is
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
Ágústa María Ahrens
áður til heimilis í Barmahlíð 19,
lést laugardaginn 18. febrúar á hjúkrunarheimilinu
Droplaugarstöðum. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni,
miðvikudaginn 1. mars, kl. 15:00.
Blóm og kransar vinsamlega afþakkað, en þeir sem vilja
minnast hennar láti Félag aðstandenda Alzheimers-
sjúkra njóta þess. (Sími 898-5819)
Georg Ahrens Hauksson Ingibjörg Sveina Þórisdóttir
Erlendur Hauksson Kristín Helgadóttir
Sonja Georgsdóttir
Ingi Haukur Georgsson Sigrún Pétursdóttir
Ágústa Ruth Ahrens Georgsdóttir Ragnar Páll Dyer
Ólafur Haukur Erlendsson Sigrún Björgúlfsdóttir
Almar Þór Ingason Annamaría Alesdotter
Haraldur Haukur Ingason
og barnabarnabörn.
Að kvöldi þessa dags árið 1986
var Olof Palme, hinn ástsæli for-
sætisráðherra Svíþjóðar, skotinn
til bana í Stokkhólmi.
Palme og eiginkona hans,
Lisbeth Palme, lögðu leið sína
í kvikmyndahúsið Grand þetta
örlagaríka kvöld og höfðu mælt
sér mót við son sinn og unnustu
hans. Kvikmyndasýningunni
lauk rúmlega ellefu. Palme-
hjónin kvöddu soninn fyrir utan
kvikmyndahúsið og gengu í áttina
að gatnamótum við Tunnelgötu
sem í dag heitir Olof Palmes gata.
Þegar þau komu að gatnamótun-
um steig fram maður og hleypti
af tveimur skotum úr magnum-
skammbyssu af gerðinni Smith &
Wesson. Annað skotið hitti Olof
Palme og varð honum að bana.
Hitt skotið særði Lisbeth Palme.
Byssumaðurinn hljóp síðan burt í
austurátt eftir Tunnelgötu.
Morðið var sænsku þjóðinni
mikið áfall og það vakti vitaskuld
óhug um öll Norðurlönd þar sem
það hafði ekki tíðkast að ráða
þjóðarleiðtogum bana.
Rannsókn morðmálsins varð
síðan eitt allsherjar klúður og
enn hefur ekki fengist botn í það
hver banaði Palme í raun og veru
og hvílir málið því enn þungt á
Svíum. Árið 1989 var maður að
nafni Christer Pattersson dæmdur
í lífstíðarfangelsi fyrir morðið
en dómurinn var afturkallaður
nokkrum mánuðum síðar.
ÞETTA GERÐIST > 28. FEBRÚAR 1986
Olof Palme skotinn til bana
OLOF PALME
MERKISATBURÐIR
1849 Fyrstu gullleitarmennirnir
koma til San Fransiskó.
1920 Þilskipið Valtýr ferst fyrir
sunnan land og með því
þrjátíu menn.
1950 Breska olíuskipið Clam ferst
við Reykjanes. 27 skipverjar
farast en 23 er bjargað.
Voru flestir þeirra kínverskir.
1975 Yfir fjörutíu látast í neðan-
jarðarlestarslysi í London.
1983 Samþykkt er á Alþingi að
Ó, Guð vors lands! verði
þjóðsöngur Íslendinga.
2001 Tíu látast í lestarslysi á
Englandi þegar bíll kastast
af þjóðvegi yfir á járnbraut-
arteina.
Snorri Vilhjálmsson er fyrsti Íslending-
urinn til að útskrifast með meistara-
gráðu í golfvallaarkitektúr. Hann
útskrifaðist frá Edinborgarháskóla síð-
astliðið vor og hefur síðan unnið að
verkefnum fyrir Swan Golf Designs í
Essex. Undanfarna daga hefur hann
hvílt hugann og lúin bein á Íslandi en
heldur á morgun til Austurríkis til að
vinna fyrir fyrirtækið Golf and Land
Design sem tekur að sér verkefni um
alla Evrópu.
„Ég fór út í þetta af því ég hafði mik-
inn áhuga á golfi,“ segir Snorri sem
hefur spilað golf frá þrettán ára aldri.
Hann gerir ekki mikið úr sigrum sínum
sem kylfingur en viðurkennir þó að
hafa orðið unglingameistari í Garðabæ.
Atvinnumennskan var þó of fjarlægur
draumur og því var nám í golfvallaarki-
tektúr kjörið tækifæri fyrir Snorra til
að geta starfað við golf allan daginn.
Snorri segir golfmenningu á Íslandi
svipa mjög til þeirrar í Skotlandi. „Þar
geta allir spilað golf og þetta er ekki
snobbíþrótt,“ segir hann glaðlega og
telur að svipað eigi við um Austurríki.
Hins vegar sé annað uppi á tengingnum
í Þýskalandi og Bandaríkjunum þar
sem vellir eru lokaðir fyrir félaga og
dýrt er að spila.
Hann vill ekki gera upp á milli golf-
valla á Íslandi en segir marga mjög
góða. „Það er sérstaklega íslenskri
náttúru að þakka,“ segir Snorri sem
telur að oft sé betra að gera minna en
meira og leyfa náttúrulegum einkenn-
um að halda sér við golfvallagerð.
Hann á sér enga uppáhaldsvelli en
finnst fjölbreytnin best. „Mér finnst
bæði gott að spila við sjóinn og í skóg-
arvöllum,“ segir Snorri og finnst
skemmtilegt að sjá mismuninn á þess-
um völlum. Inntur eftir því hvort
Íslendingar muni njóta starfskrafta
hans í nálægri framtíð segist hann
meira en til í það ef bjóðist skemmti-
legt verkefni. Hann segir þróunina
töluvert á uppleið hér á landi og
skemmtilegt að sjá að erlendir golfarar
séu farnir að sýna landinu áhuga, en
fyrirhuguð er bygging alþjóðlegs
keppnisvallar við Þorlákshöfn sem
hinn heimsþekkti kylfingur Nick Faldo
mun aðstoða við.
Snorri segir töluverða þróun vera í
golfinu um allan heim. Nú beri mest á
uppbyggingu golfvalla og golfmenning-
ar í austurhluta Evrópu sem er að opn-
ast fyrir hugmyndinni auk þess sem
meira fjármagn sé sett í íþróttina þar.
Snorri veit ekki með vissu hvaða
verkefni bíða hans á næstu mánuðum.
Hins vegar er ljós að golfið er allt um
kring í lífi hans. „Maður er allan dag-
inn að hugsa um golf,“ segir Snorri og
minnist þess að hreinlega var ætlast til
þess að hann hugsaði og talaði um golf
allan tímann sem hann var í náminu.
„Þetta var eitthvað sem maður var
skammaður fyrir hér í gamla daga,“
segir arkitektinn og hlær. ■
SNORRI VILHJÁLMSSON: HANNAR GOLFVELLI Í AUSTURRÍKI
Golfvellir hans ær og kýr
GOLFVALLAARKITEKT Snorri segir golfmenningu á Íslandi svipa mjög til þeirrar í Skotlandi þar sem allir geta spilað golf og íþróttin er laus við að vera
snobbíþrótt. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
AFMÆLI
Tryggvi Pálsson
hagfræðingur er
57 ára.
Edda Jónsdóttir
myndlistarmaður er
64 ára.
Mats Wibe Lund
ljósmyndari er 69
ára.
Hilmar Foss, skjala-
þýðandi og dómtúlk-
ur, er 86 ára.
JARÐARFARIR
13.00 Jóna Þorsteinsdóttir frá
Langholti í Flóa, síðast til
heimilis í Seljahlíð, Hjalla-
seli 55, Reykjavík, verður
jarðsungin frá Hallgríms-
kirkju.
13.00 Jón Þór Ólafsson verður
jarðsunginn frá Fossvogs-
kirkju.
14.00 Bryndís Sigrún Karlsdóttir,
áður til heimilis í Brekku-
götu 29, Akureyri, verður
jarðsungin frá Glerárkirkju.
Börn og auglýsingar verða til umræðu
á málþingi sem haldið verður á morg-
un, öskudag, á Grand hóteli Reykjavík
frá 12.30 til 16.45. Umboðsmaður
barna, talsmaður neytenda og Heimili
og skóli standa fyrir málþinginu sem
ber yfirskriftina Börn og auglýsingar
– er vilji til að setja frekari mörk við
markaðssókn sem beinist að börnum?
Sjónum verður beint að ýmsum
þáttum sem snerta málefnið. Til að
mynda hver staðan er í dag, gildandi
reglur hérlendis og erlendis auk þess
sem farið verður yfir fræðin sem
liggja að baki. Má nefna að Baldur
Kristjánsson, dósent í sálfræði við
Kennaraháskóla Íslands, mun fjalla
um auglýsingalæsi barna.
Fjallað verður sérstaklega um börn
sem neytendur en María Kristín Gylfa-
dóttir, formaður Heimilis og skóla,
reynir að svara spurningunni: Eiga
auglýsendur að bjóða börnum upp í
dans?
Þá verður fjallað um markaðinn og
hvort auglýsingar hafi í raun áhrif á
börn og unglinga, auk þess sem Páll
Þórhallsson, lögfræðingur í forsætis-
ráðuneyti og fulltrúi í fjölmiðlanefnd,
fjallar um ábyrgð ljósvakamiðla og
annarra fjölmiðla gagnvart börnum.
Í lok málþings stjórnar Sigmundur
Ernir Rúnarsson, fréttastjóri NFS,
pallborðsumræðum. Aðgangur er
ókeypis og öllum opinn. ■
Málþing um börn og auglýsingar
AÐ LEIK Á málþinginu Börn og auglýsingar
verður reynt að svara þeirri spurningu hvort vilji
sé til að setja frekari mörk við markaðssókn sem
beinist að börnum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
HENRY JAMES (1843-1916) LÉST
ÞENNAN DAG.
„Hugmyndir eru, í raun og
veru, afl.“
Henry James var bresk/bandarískur
rithöfundur en þó nokkrar af sögum
hans hafa verið kvikmyndaðar.
Sigurður Sigurðarson, tamn-
ingamaður og knapi, var
kosinn íþróttamaður HSK,
héraðssambandsins Skarp-
héðins, árið 2005. Sigurður
varð heimsmeistari í fjór-
gangi á heimsmeistaramóti
íslenska hestsins í Svíþjóð
síðastliðið sumar á hestin-
um Silfurtoppi frá Lækjar-
mótum.
Átján íþróttamenn voru
tilnefndir í kjörinu sem var
lýst á laugardag á Héraðs-
þingi HSK í Hveragerði. Í
öðru sæti varð kylfingurinn
Hlynur Geir Hjartarson og
þriðja Vigdís Guðjónsdóttir,
frjálsíþróttakona í því
þriðja. ■
Knapi valinn
íþróttamaður HSK
SIGURÐUR SIGURÐARSON KNAPI
Valinn íþróttamaður HSK árið 2005.
FÆDDUST ÞENNAN DAG
1901 Linus Pauling
hlaut nóbelsverðlaun
fyrir efnafræði árið
1954 og friðarverð-
laun nóbels árið
1962.
1632 Jean Baptiste
Lully tónskáld.