Fréttablaðið - 07.04.2006, Qupperneq 2
2 7. apríl 2006 FÖSTUDAGUR
KÖNNUN Vinstrihreyfingin - grænt
framboð á Akureyri fengi þrjá
bæjarfulltrúa samkvæmt nýrri
skoðanakönnun Félagsvísinda-
deildar Háskólans á Akureyri en
flokkurinn fékk einn bæjarfull-
trúa í sveitarstjórnarkosningun-
um 2002. Samfylkingin bætir við
sig einum bæjarfulltrúa og fengi
tvo samkvæmt könnuninni en
Sjálfstæðisflokkurinn héldi
sínum fjórum bæjarfulltrúum.
Framsóknarflokkurinn og
Listi fólksins missa helminginn
af kjósendum sínum í síðustu
kosningum samkvæmt könnun-
inni. Framsóknarflokkurinn
fengi einn bæjarfulltrúa í stað
þriggja og Listi fólksins myndi
tapa öðrum tveggja bæjarfull-
trúa sinna.
Hlutfall óákveðinna var hátt í
könnuninni, 45 prósent, og því
eftir miklu að slægjast fyrir
flokkana fram að kosningum.
Könnunin byggði á 600 manna
slembiúrtaki úr þjóðskrá; unnin
með símaviðtölum í síðustu viku
af nemendum félagsvísindadeild-
ar. Nettó úrtakið var 510 manns
og svarhlutfall 63 prósent. - kk
���������������������������������������������������������������������
�������������
������������
������� �����
�����������������������������������������������������������������
����
�����
�����
�
Skoðanakönnun um fylgi flokkanna á Akureyri:
Vinstri grænir á góðum skriði
HÁSKÓLATORG Þorgerður Katrín
Gunnarsdóttir menntamálaráð-
herra og Björgólfur Guðmundsson,
formaður stjórnar Háskólasjóðs-
ins, tóku fyrstu skóflustunguna að
Háskólatorgi Háskóla Íslands í
gær.
Byggingin mun rísa á grasflöt-
inni milli Aðalbyggingar Háskólans
og íþróttahúss Háskólans.
Í Háskólatorgi verður undir einu
þaki þjónusta við nemendur, starfs-
fólk og gesti Háskóla Íslands auk
fyrirlestrarsala, kennslustofa og
vinnuaðstöðu fyrir nemendur í
framhaldsnámi.
Þá verða í byggingunni deildar-
skrifstofur félagsvísindadeildar,
viðskipta- og hagfræðideildar, laga-
deildar og hugvísindadeildar. - mh
Fyrsta skóflustungan:
Háskólatorg rís
við Háskólann
FÆÐINGARTÍÐNI Árið 2005 fæddust
4.280 börn á Íslandi, þar af 2.183
drengir og 2.097 stúlkur. Þetta eru
heldur fleiri fæðingar en árið áður
en þá fæddust hér 4.234 börn.
Þetta kemur fram á vef Hagstofu
Íslands.
Algengasti mælikvarði á frjó-
semi er fjöldi lifandi fæddra barna
á ævi hverrar konu. Árið 2005
mældist frjósemin 2,05 börn á ævi
hverrar konu samanborið við 2,03
börn árið á undan.
Samkvæmt tölum frá Hagstofu
Evrópusambandsins er Tyrkland
eina Evrópulandið þar sem frjó-
semi er meiri en á Íslandi. - sdg
Fæðingar á Íslandi árið 2005:
Fjölgun frá
því árið áður
DÓMSMÁL Ólafur Eggert Ólafsson
var í Hæstarétti í gær dæmdur í
eins árs fangelsi fyrir að tæla þrjár
unglingsstúlkur til kynmaka.
Ólafur hafði áður verið dæmd-
ur í tveggja ára fangelsi í héraðs-
dómi en Hæstiréttur sá ástæðu til
þess að milda dóminn.
Ólafur er sakfelldur fyrir gróft
kynferðisbrot en í dómsorði segir
að hann hafi „tælt þær allar til
annarra kynferðismaka með því
að fá þær til að hafa við sig munn-
mök og setja kynlífstæki í kyn-
færi sín og endaþarm og loks til
að fá tvær þeirra til að hafa önnur
kynferðismök en samræði hvor
við aðra.“
Fimmta október 2004 lagði ein
stúlknanna fram kæru vegna kyn-
ferðisbrota sem framin voru sum-
arið 2001. Vinkona stúlkunnar
sem kærði hafði unnið við barna-
pössun á heimili Ólafs.
Ólafur hafði tælt þær til þess að
sitja fyrir á nektarmyndum sem
hann sagði vera fyrir hollenskt
Playboy-tímarit. Eftir myndatök-
urnar hafði Ólafur samfarir við
stúlkurnar en þær fengu greiddar
þrjátíu þúsund krónur fyrir. Marg-
ar myndanna sem fundust í fórum
Ólafs þóttu afar grófar.
Ólafur borgaði stúlkunum
fyrir kynlíf með peningum og
eiturlyfjum. - mh
Ólafur Eggert Ólafsson dæmdur í eins árs fangelsi fyrir kynferðisbrot:
Tældi stúlkur í kynlífsleiki
KÖNNUN Á FYLGI FLOKKA Á AKUREYRI VEGNA
SVEITASTJÓRNAKOSNINGA 2006
Kosningar maí 2002
Könnun apríl 2006
36%
34%
24%
12%
14%
17%
9%
22%
18%
9%
0%
6%
D B S V T annað
LISTI
FÓLKSINS
SPURNING DAGSINS?
Ögmundur, verður ræðutími
þingmanna nú mældur í
ömmum?
,,Nei, ætli við höldum okkur ekki við
hjörlið enda hefur það öðlast sinn sess
í málvitund manna.“
Ögmundur Jónasson þingmaður sló ræðu-
met á Alþingi í vikunni en hann talaði í sex
klukkustundir. Hjörleifur Guttormsson átti
lengi vel þetta mat og var þá talað um að
mæla ræðutíma í „hjörlum“.
BANDARÍKIN, AP I. Lewis Libby,
fyrrverandi starfsmannastjóri
Dicks Cheney, varaforseta Banda-
ríkjanna, hefur tjáð saksóknurum
sem rannsaka leka á upplýsingum
sem urðu til þess að fletta ofan af
CIA-njósnara í
aðdraganda
Íraksstríðsins,
að George W.
Bush forseti hafi
sjálfur heimilað
að undirmenn
hans í Hvíta hús-
inu létu upplýs-
ingarnar leka til
fjölmiðla.
CIA-njósnarinn Valerie Plame
var eiginkona fyrrverandi sendi-
herra sem gagnrýndi opinberlega
hvernig Bush-stjórnin færi með
leyniþjónustuupplýsingar um
meinta gereyðingarvopnaeign
Íraka. Að fletta ofan af CIA-njósn-
ara telst vera alvarlegt lögbrot
vestra. - aa
Lekamálsrannsókn vestra:
Libby bendlar
Bush við málið
I. LEWIS „SCOOTER“
LIBBY
HÆSTIRÉTTUR Mildaði dóm yfir manni sem
tældi stúlkur undir lögaldri til kynlífsleikja.
Héraðsdómur hafði dæmt manninn í
tveggja ára fangelsi en Hæstiréttur taldi
hæfilegt að stytta dóminn um eitt ár.
SNJÓFLÓÐ „Við héldum að við
værum að deyja og við héldum að
björgunarsveitarmaðurinn væri
dáin,“ segir Ragna Heiðrún Jóns-
dóttir, sem ásamt systur sinni Sig-
ríði Rannveigu, Kristbjörgu Guð-
mundsdóttur og manni Kristbjargar
sátu föst í jeppabifreið þeirra
hjóna eftir að snjóflóð féll á þau
milli Súðavíkur og Ísafjarðar og
kastaði jeppanum á björgunar-
sveitarbíl Björgunarfélags Ísa-
fjarðar. Björgunarsveitarmaður
lenti á milli og fótbrotnaði illa.
Fólkið var á heimleið til Súða-
víkur úr vinnu á Ísafirði um miðj-
an dag á miðvikudag og hafði feng-
ið leyfi Vegagerðarinnar til að fara
um veginn en segir að lögreglan
hafi hins vegar þá þegar tekið
ákvörðun um að loka honum vegna
hættu á flóðum. Það hafi þau vitn-
að síðar. Veghliðum hafði hins
vegar ekki verið lokað eins og venj-
an sé.
Fimm voru á þremur bílum í
samfloti um veginn. Einn leiddi, á
eftir kom Sigríður en Ragna systir
hennar var farþegi í bíl Kristbjarg-
ar og manns hennar sem var þó
töluvert á eftir þeim tveimur
fyrstu. Sigríður sá á undan fyrsta
bílnum fara yfir snjóflóðaspýju.
Hún treysti sér ekki yfir, beið
hinna og fór yfir í bíl þeirra.
„Ég var stjörf af hræðslu og
hringdi ítrekað í Vegagerðina og
bað um aðstoð. Spyr starfsmennina
hvort einhver sé farinn af stað en
þeir voru alltaf að athuga stöðuna.
Svo hringir maðurinn minn, sem
ég var einnig í stöðugu sambandi
við. Hann hafði þá hringt í lögregl-
una, sem vissi þá ekki að ég væri
föst þarna eftir að þeir höfðu lokað
veginum. Lögreglan setti allt af
stað,“ segir Sigríður. Þau hafi verið
búin að bíða í um fjörutíu mínútur
þegar björgunarstarfið hófst.
Sigríður lýsir því hvernig björg-
unarsveitin renndi bifreið sinni
upp að þeirra og einn björgunar-
sveitarmannanna stökk út úr
honum: „Þá er eins og jarðýta keyri
á okkur. Á okkur skall snjóflóð. Til-
finningin var hræðileg. Það fleygði
bílnum til. Höggið var rosalegt og
allt varð svart. Við gátum ekkert
gert, ekki opnað neinar hurðir. Við
reyndum að brjóta glugga, komast
upp um topplúgu, en það var ekki
nokkur leið.“ Ragna bætir við að
aðstæðurnar hafi verið hryllilegar:
„Við höfum svo oft heyrt að ef eitt
flóð fellur komi annað stærra. Ótt-
inn var gífurlegur.“
Konurnar segja engum um að
kenna hvernig fór en það fylli þær
óöryggi að vita að samvinna lög-
reglunnar og Vegagerðarinnar hafi
ekki verið til staðar. „Við munum
hugsa málið öðruvísi í framtíðinni
og treysta á það sem við sjáum en
ekki á aðra.“ Þær þakka fyrir vask-
lega björgun og góða aðhlynningu
á sjúkrahúsinu á Ísafirði. Þar fengu
þau fjögur áfallahjálp fjórum
tímum eftir að þær lögðu upp í
ferðina heim, sem vanalega tekur
um tíu mínútur að keyra.
gag@frettabladid.is
Sátu í svarta myrkri
umlukin snjóflóði
Þrennt sat fast í jeppa sem kastaðist á björgunartrukk er snjóflóð féll á bílana
milli Ísafjarðar og Súðavíkur. Vegagerðin hafði gefið þeim grænt ljós á ferðina
en lögreglan hafði tekið ákvörðun um að loka veginum. Hliðið stóð opið.
MOKAÐ Í SÚÐAVÍK Moka þurfti bæinn í gær en heimamenn segja þó snjóinn ekki mikinn um þessar mundir. Konurnar báðust undan
myndatöku þar eð þær væru ekki enn búnar að jafna sig á snjóflóðareynslunni. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Forsvarsmenn Vegagerðarinnar á
Ísafirði segja að aðeins mínútur
hafi liðið á milli þess sem Vega-
gerðin gaf Sigríði Rannveigu Jóns-
dóttur leyfi til að fara um veginn
milli Ísafjarðar og Súðavíkur og
maður hennar fékk þau svör frá
lögreglunni að búið væri að loka
leiðinni.
Ómar Már Jónsson, sveitarstjóri
í Súðavíkurhreppi og bróðir þeirra
Sígríðar og Rögnu, segir snjóflóð-
ið á bílanna í fyrradag vekja ugg í
brjóstum Súðavíkurbúa. „Við verð-
um að koma á verkreglum sem úti-
loka atvik eins og það sem þarna
gerðist. Vega-
gerðin, almanna-
varnarnefndir og
lögreglan verða
að vinna betur
saman.“ Atvikið
sýni og sanni að
erfitt sé að búa
við aðstæður sem
þessar. Svæðið
sé eitt atvinnu-
svæði. Göng séu eina örugga leiðin
milli bæjarkjarnanna.
Geir Sigurðsson, rekstrarstjóri
Vegagerðarinnar, segir ekkert
sambandsleysi milli lögreglunnar
og Vegagerðarinnar. Íbúar Súða-
víkur geti verið rólegir. Samvinnan
sé mjög góð. Nokkur tími hafi hins
vegar liðið þar til ákvörðun hafi
verið tekin um að stöðva umferð
um veginn og þar til hliðinu var
lokað. „Við höfðum ekki mannskap
til að rjúka strax í það,“ segir Geir
og bætir við: „Fólkið vildi endilega
fara og fékk leyfi til þess þar sem
mokstursbíll var í Súðavíkurhlíð
og leiðin fær.“ Óveðrið var þá ekki
skollið á.
Gísli Eiríksson, umdæmisstjóri
Vegagerðarinnar, segir ákvörðun-
ina um að hleypa fólkinu yfir þess
eðlis að alltaf sé hætta á að hún
sé tekin of seint. „Eftir á að hyggja
hefðum við átt að segja nei, en
einhver verður að vera síðastur í
gegn.“ - gag
Forsvarsmenn Vegagerðar:
Vinna vel
með lögreglu
ÓMAR MÁR
JÓNSSON