Fréttablaðið - 07.04.2006, Síða 8

Fréttablaðið - 07.04.2006, Síða 8
 7. apríl 2006 FÖSTUDAGUR8 Ed da R ós fió r› ur La rs Horfur í íslenskum efnahagsmálum Hádegisver›arfundur mi›vikudaginn 12. apríl nk. Grand Hótel - Gullteigi frá kl: 12.00-14.00 Fundurinn fer fram á ensku. FUNDARSTJÓRI Halla Tómasdóttir, Framkvæmdastjóri Vi›skiptará›s Íslands F R U M M Æ L E N D U R : E N N E M M / S IA / N M 2 0 8 6 1 Lars Christensen, Senior analyst Den Danske bank fiór›ur Fri›jónsson Forstjóri Kauphallarinnar Edda Rós Karlsdóttir Forstö›uma›ur greiningardeildar Landsbanka Íslands Til vi›bótar fyrirlesurum ver›a á pallbor›i: Carsten Valgreen, Chief Economist, Danske Bank group Arnór Sighvatsson, A›alhagfræ›ingur Se›labanka Íslands Tryggvi fiór Herbertsson, Prófessor og forstö›uma›ur Hagfræ›istofnunar Háskóla Íslands Samkvæmt n‡legri sk‡rslu Den Danske bank eru horfurnar vægast sagt ekki bjartar og gefa ekki tilefni til mikillar bjarts‡ni um íslensk efnahags- mál. Hinsvegar eru ekki allir á eitt sáttir me› ni›urstö›ur og úrvinnslu sk‡rslunnar. Hver er sta›an og hverjar eru horfurnar? H al la Skrá›u flig strax - takmarka› sætaframbo› ! Vinsamlega skrái› flátttöku á vef FVH, www.fvh.is e›a í síma 551 1317. Ver› kr. 3.000 fyrir félagsmenn FVH og 4.800 fyrir a›ra. Pallbor› a› erindum loknum Reikna má me› líflegum umræ›um Höfundar sk‡rslunnar „Iceland: Geysir Crisis“ frá greiningardeild Den Danske bank taka flátt á fundinum. HEILBRIGÐISMÁL Nærri ellefu þús- und einstaklingar greiddu saman- lagt 255 milljónir króna í tekjuskatt og útsvar af styrkjum úr sjúkra- og styrktarsjóðum stéttarfélagnna árið 2004. Þetta kom fram í svari Árna Mathiesen fjármálaráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Sigurðardóttur, Samfylkingunni, á Alþingi. Tilefni fyrirspurnarinnar má rekja til bar- áttu Árna Heimis Jónssonar menntaskólakennara. Hann glímir við krabbamein og hafa sjúkra- styrkir frá stéttarfélagi hans verið skattlagðir. Hann ritaði meðal ann- ars þingmönnum bréf um málið á dögunum og benti á að kostnaður úr eigin vasa vegna læknisþjónustu og rannsóknar væri um tíu þúsund krónur á mánuði. Fram kom í svari fjármálaráð- herra að samanlagt námu styrkir úr sjúkra- og styrktarsjóðum alls 843 milljónum króna árið 2004; þar af voru 722 millj- ónir skattlagðar. Að jafn- aði nam framlag um 79 þúsund krónum á hvern styrkþega. Þingmenn sem til máls tóku töldu skattlagninguna óréttláta og skoruðu á fjár- málaráðherra að afnema skattlagningu styrkjanna með lögum svo fljótt sem auðið yrði. „Skattlagningin er sið- leysi,“ sagði Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, Samfylkingunni. Guðjón A. Kristjánsson, Frjálslynda flokknum, sagði að styrkurinn væri ætlaður til að bæta upp tekjutap og ætti að vera skattfrjáls. Ögmundur Jónasson, Vinstri grænum, sagði fráleitt að skatt- leggja styrkina og sagði það ósk verkalýðshreyfingarinnar allrar að skattlagningin yrði afnumin. Hann upplýsti að sem formaður BSRB hefði hann óskað eftir fundi með fjármála- ráðherra um málið. Jóhanna Sigurðardóttir taldi vafasamt af stjórn- völdum að hafa tekið upp staðgreiðslu skatta af styrkjunum svo sem gert var árið 2004. Hún spurði hvort fjármálaráðherra hygðist beita sér fyrir afnámi skattsins. Árni Mathiesen fjármálaráð- herra vísaði til nefndar sem hefði það verkefni að endurskoða skatta- reglur. Reglan væri að hafa undan- þágur sem fæstar en það hlyti að koma til skoðunar hjá nefndinni hvort gera ætti breytingar á skatta- legri meðferð styrkjanna. Árni væntir þess að nefndin skili niður- stöðum sínum í haust. johannh@frettabladid.is Þriðjungur sjúkra- styrkja fer í skattinn Nefnd sem endurskoðar skattareglur athugar hvort afnema beri skattlagningu styrkja úr sjúkra- og styrktarsjóðum stéttarfélaga. Þingmenn segja 255 milljóna króna skattlagningu styrkjanna siðlausa og krefjast þess að hún verði afnumin. ALÞINGI Af nærri 850 milljóna króna sjúkrastyrkjum frá stéttarfélögunum fóru 255 milljónir króna í skatt og útsvar árið 2004. Skattlagningin verður tekin til athugunar. ÁRNI MATHIESEN VERSLUN Smáratorg, eigandi Gler- ártorgs á Akureyri, hefur gengið frá kaupum á öllum gömlu verk- smiðjuhúsunum vestan verslunar- miðstöðvarinnar og húsnæði Hölds sunnan Glerártorgs. Agnes Geirs- dóttir, framkvæmdastjóri Smára- torgs, segir að í byrjun næsta árs verði húsin rifin og Glerártorg stækkað um tæplega helming. Stefnt er á að framkvæmdum ljúki í október 2007. Ekki liggur fyrir hvaða nýjar verslanir verða á Gler- ártorgi en Agnes segir marga um hituna; bæði heimamenn og versl- anir utan Eyjafjarðar. - kk Verslunarmiðstöðin Glerártorg á Akureyri: Stækkun fram undan GLERÁRTORG Að stækkun lokinni verður Glerártorg um tuttugu þúsund fermetrar. FRÉTTABLAÐIÐ/KK ������������������������������ ������������������������������ �������������� ������� ���������� ���� ������������ �������������� � LÖGGÆSLUMÁL Viðræðuhópur um löggæslumálefni í Reykjavík hefur skilað skýrslu og meðal tillagna er að efla miðborgargæslu um helgar, samstarf um úrræði gegn nei- kvæðri hópamyndun unglinga og aðgerðir til að auka og efla öryggi í hverfum borgarinnar. Viðræðuhópurinn var stofnaður í ágúst árið 2003 að frumkvæði Björns Bjarnasonar dóms- og kirkjumálaráðherra og hefur hópurinn rætt leiðir til að styrkja og efla samvinnu um öryggis- og löggæslumál í borginni. Í skýrslunni er meðal annars lagt til að hverfalöggæsla verði þróuð áfram í hverfum borgar- innar í nánum tengslum við þjón- ustumiðstöðvar hverfanna og að samvinna lögreglu og borgaryfir- valda verði aukin, til dæmis með óeinkennisklæddu eftirliti lög- reglu í samvinnu við starfsmenn borgarinnar. Einnig er lagt til að unnið verði að skipulagningu nágrannavörslu í náinni samvinnu við borgaryfirvöld og viðeigandi hverfisfélög og stutt verði við þá tilraun sem hafin er um nágranna- vörslu þar sem staðið er að nám- skeiðum í hverju þjónustuhverfi borgarinnar. Þá er lagt til að lög- regla verði sýnilegri með aukinni viðveru hennar í hverfum borgar- innar. - sdg Tillögur um úrbætur í löggæslu í Reykjavík: Öryggi í hverfum verði eflt LÖGREGLUBÍLL Í REYKJAVÍK Meðal tillagna er að komið verði á formlegu samstarfi milli lögreglu og þjónustumiðstöðva í hverfum borgarinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.