Fréttablaðið - 07.04.2006, Síða 26
7. apríl 2006 FÖSTUDAGUR
FRÁ DEGI TIL DAGS
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRAR: Kári Jónasson og Þorsteinn Pálsson FRÉTTARITSTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FRÉTTASTJÓRI: Arndís
Þorgeirsdóttir VARAFRÉTTASTJÓRI: Trausti Hafliðason RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000
SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja
ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum
á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871
Óskiljanleg tilvera
Eiríkur Guðmundsson, bókmennta-
fræðingur og dagskrárgerðarmaður á
Rás 1, flutti hlustendum sínum pistil í
fyrradag sem vert er að veita athygli. Þar
segir Eiríkur meðal annars: „Í borginni
í dag eru töluð tvö tungumál, annað er
lagalegt þar sem við sögu koma settir
saksóknarar, réttarstöður vitnis og sak-
borningar, hitt er rekstrarlegt, fyrirtækja-
málfar, það er talað um eiginfjárhlutfall,
biðlaun, starfslokasamninga, já, það
eru töluð tvö tungumál í borginni í dag;
ef menn tala ekki annað þessara
tungumála geta menn allt eins
gengið í Hjálpræðisherinn,
verið heima hjá sér að bóna
flygilinn eða étið hrökkbrauð,
í Reykjavík í dag er best að
vera með röndóttan trefil,
best er að hafa réttarstöðu
vitnis eða sakbornings, langbest
er að vera einhvers staðar í Flórída og
láta ekki ná í sig í síma. Fréttatímarnir
hafa breyst í réttarsali, það er ævinlega
einhver sekur í sókninni, Austurstræti er
stútfullt af sakborningum sem eru svo
ríkir að þjóðin hefur enga samúð með
þeim. Á sama tíma fara menn að ræða
um Ríkisútvarpið, og hver þarf svo sem
Ríkisútvarp meðan það er glimrandi fjör
í héraðsdómi og NFS getur sjónvarpað
beint frá öllu saman?“
Að tapa þræðinum
Eiríkur heldur áfram: „Maður er bor-
inn sökum og hann segist vera
saklaus. Við tekur endalaust
japl um glæpi og refsingu,
viðtöl við lögfræðinga,
settur saksóknari setur á
sig trefil. Skáldsaga Franz
Kafka, Réttarhöldin,
fjallaði um tilvistarleg
efni, en það er ekkert tilvistarlegt við
Réttarhöldin sem við fylgjumst með í
fréttunum á hverju kvöldi. Satt best að
segja, sé ég ekki betur en að sak-
borningar flestir séu meira eða minna
handan tilvistarinnar, ef það er hægt.
Tungumál Réttarhaldanna er ekki talað
í fréttunum, enda erum við ekki læs á
það lengur. Við erum handan sektar því
sektin er túlkunaratriði og refsingin er
fólgin í þeirri upphefð sem sviðsljós fjöl-
miðlanna veitir. Jón Gerald Sullenberger
og Jón Ásgeir minna mig ekki á Jósef K.
Menn eru ekki hálshöggnir fyrir allra
augum í Austurstræti, en þeir ráfa
þar um í reiðileysi, stöðugt á leið í
héraðsdóm, og jafnvel þótt hann
komist að niðurstöðu er málið ekki
til lykta leitt. Um síðir eru allir búnir
að tapa þræðinum, sá sem var
sakborningur í gær er vitni í dag,
og öfugt.“ johannh@frettabladid.is
Vagnhöfða 23 - Sími 590 2000
BFG All Terrain
35x12,5 R15
15.980,- stgr
Mudder
38x15,5 R15
34.980,- stgr.
Seltjarnarnesi
Klár í páskatúrinn ?
35” 38”
Gerið
verðsamanburð
KT verslun Akureyri
Njarðarnesi S. 466 2111
Páskati
lboð
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra hefur verið í hópi efnilegustu framtíðarleiðtoga í íslenskum stjórnmálum. Í forystugreinum þessa blaðs hefur verið
gerður ágreiningur um frumvarp ráðherrans um að breyta
Ríkisútvarpinu í hlutafélag.
Í fréttum NFS á miðvikudagskvöld var ráðherrann beðinn um
að svara þeirri gagnrýni. Svar ráðherrans var einfalt. Hann
sagði: „Maður verður auðvitað að hafa það í huga að þarna talar
og skrifar ritstjóri fjölmiðlasamsteypu sem er í mikilli sam-
keppni meðal annars við Ríkisútvarpið.“ Þar með var málið
afgreitt af ráðherrans hálfu.
Af þessu tilefni er rétt að draga fram í hnotskurn um hvað er
deilt í þessu máli og um hvað er ekki deilt. Ekki er deilt um það
markmið að starfrækja metnaðarfullt menningarútvarp. Það er
ekki deilt um að nota skattpeninga til þess að kosta þann rekstur
að uppistöðu til. Þar að auki er ekki gerður ágreiningur um að
heimila útvarpi sem rekið er fyrir skattpeninga að afla viðbótar-
tekna að ákveðnu marki á auglýsingamarkaði þó að það gangi á
svig við eðlilegar leikreglur markaðarins.
Ríkisútvarpið er rekið fyrir skattpeninga almennings. Um
meðferð skatttekna og stjórnsýslu stofnana sem reknar eru fyrir
skattpeninga gilda almennar reglur. Núverandi ríkisstjórn hefur
skerpt þær og bætt á ýmsa lund. Þessar reglur lúta að því að
allir sem fá greidd laun með skattpeningum búi við ákveðnar
leikreglur að því er varðar ákvörðun þeirra. Um þá gilda sömu
reglur varðandi öll réttindi og skyldur. Stofnanir sem reknar eru
fyrir skattfé hlíta sömu reglum um alla stjórnsýslu og upplýs-
ingaskyldu.
Reglur af þessu tagi eru settar til þess að tryggja jafnræði og
gegnsæi og koma í veg fyrir misnotkun á skattpeningum almenn-
ings. Eina krafan sem sett hefur verið fram í forystugreinum
þessa blaðs er sú að þessar meginreglur gildi um rekstur Ríkis-
útvarpsins eins og annarra stofnana sem kostaðar eru af
almannafé.
Spurt hefur verið hvaða rök standi til þess að víkja frá þess-
um reglum í þessu tilviki en halda fast við þær í öðrum þar sem
stjórnsýslan snýst um ráðstöfun skattpeninga og opinbera starf-
semi í almannaþágu. Við því hafa ekki fengist önnur svör en
menntamálaráðherra viðhafði í fréttum NFS.
Í svari ráðherra fólust dylgjur um að afstaða ritstjóra þessa
blaðs réðist af ómálefnalegri hagsmunagæslu. Slíkar ásakanir
er hvorki unnt að sanna né afsanna. Eini tilgangur þeirra er að
vekja tortryggni og efasemdir um heilindi. Ásökunum af þessu
tagi verður best svarað með spurningu, sem aðrir ættu fremur
að svara en þeir sem deila.
Spurningin er þessi: Hvor málsaðili er líklegri til að byggja
afstöðu sína á ómálefnalegum sjónarmiðum; sá sem vill viðhalda
meginreglum um meðferð skattpeninga eða hinn sem leggur til
að undanþága verði gerð í einu tilviki?
Í ljósi þeirra meginreglna sem gilda um meðferð skattpen-
inga almennings hefur því verið haldið fram á þessum vettvangi
að rétt sé að breyta þeim ríkisstofnunum í hlutafélög sem byggja
afkomu sína á sjálfsaflafé, en það sé rangt þegar reksturinn
byggist á skatttekjum. Því hefur enn sem komið er ekki verið
svarað með gagnrökum að þessi skýra aðgreining sé reist á
ómálefnalegum sjónarmiðum. Við svo búið vegast því hér á rök
og rökleysa. Hver á rökleysuna?
SJÓNARMIÐ
ÞORSTEINN PÁLSSON
Um hvað snýst Ríkisútvarpsdeilan?
Hver á
rökleysuna?
Framtíð Ríkisútvarpsins er nú til
umræðu á Alþingi og setti
Ögmundur Jónasson þingmaður
nýtt ræðumet þegar hann talaði í
málinu samfleytt í sex klukku-
stundir frá þriðjudagskvöldi til
miðvikudagsmorguns. Ögmundur
sagði í viðtali að hann liti á Ríkis-
útvarpið sem heilaga kú, kjölfestu
menningar og fjölmiðlunar á
Íslandi sem ekki mætti hrinda inn
á markaðstorg afþreyingarinnar.
Þorsteinn Pálsson, fyrrum for-
maður Sjálfstæðisflokksins og rit-
stjóri hjá stærstu einkareknu fjöl-
miðlasamsteypunni, kemur inn á
þetta samspil menntunar eða
menningarhlutverksins og afþrey-
ingarinnar í leiðara í vikunni.
Hann er ekki í vafa um nauðsyn
ríkisútvarps eða almannaútvarps
þótt áherslur séu e.t.v. aðeins
aðrar en hjá Ögmundi þannig að
augljóslega á almannaútvarp
hljómgrunn vítt um hið pólitíska
litróf.
Ágreiningur dagsins snýst því
ekki endilega um hvort almanna-
útvarp, eða „útvarp í almanna-
þágu“ eins og það heitir í frum-
varpi menntamálaráðherra sé
æskilegt, heldur frekar um ein-
staka þætti í útfærslu þess. Nú vill
svo til að Íslendingar eru langt frá
því einir um að hafa staðið í
umræðum um nákvæmlega þessi
atriði og auðvelt er að horfa til
landanna í kringum okkur eftir
fordæmum. Þannig hefur Evrópu-
ráðið t.d. gefið út ábendingar til
okkar líkt og annarra aðildarþjóða
í þessum efnum. Má þar nefna
svokallaða Pragyfirlýsingu, en
þar er sú mikilvæga skilgreining
sett fram að það sem ákvarðar
hvort útvarp/sjónvarp sé almanna-
útvarp eða ekki ræðst af hlutverki
þess, en ekki eignarhaldi eða
rekstrarformi. Það þarf því ekki
að vera samasemmerki á milli
almannaútvarps og ríkisútvarps.
Evrópuráðið hefur líka gefið út til-
mæli þar sem áhersla er lögð á
sjálfstæði almannaútvarps og að
það verði að vera óháð viðskipta-
og auglýsingahagsmunum ekki
síður en stjórnmálahagsmunum.
Það eru því þessi tvö atriði, hlut-
verkið og sjálfstæðið, sem
nágrannalönd okkar og Evrópu-
ráðið hafa lagt áherslu á í umræð-
unni um almannaútvarp. Önnur
atriði s.s. rekstrarform, eignar-
hald, starfsmannastefna og upp-
bygging fyrirtækisins og staða
þess á markaði eru síðan metin
með hliðsjón af hvernig þau þjóna
og styðja við þessi grundvallar-
atriði.
Í frægri rannsókn sem McKins-
ey-fyrirtækið gerði fyrir BBC
fyrir nokkrum árum á almenn-
ingsútvörpum í fjórum heimsálf-
um kom fram að í öllum aðalatrið-
um eru til þrjár tegundir
almannaútvarpa. Í fyrsta lagi
útvörp sem stefna að sérhæfingu
á tilteknum sviðum (menningar-
legum) til að réttlæta tilvist sína,
en leggja lítið upp úr því að ná
mikilli markaðshlutdeild. Í öðru
lagi eru til stöðvar sem ganga
mjög langt í markaðsáherslum og
skemur í sérhæfingunni og eru í
raun mjög svipaðar einkastöðv-
um. Dæmi um þetta gæti verið
ítalska ríkisútvarpið RAI. Þriðji
hópurinn er þarna einhvers staðar
á milli, og væntanlega myndum
við vilja flokka RÚV þar og þá að
dagskrárstefnan hallaðist frekar
að menningarstarfseminni en
markaðsbundinni afþreyingu. Sú
umræða snýst fyrst og fremst um
hlutverk og þetta hlutverk er
nokkuð ítarlega tíundað í frum-
varpi menntamálaráðherra sem
nú er rætt á þinginu.
Spurningunni um sjálfstæði
útvarps í almannaþágu er hins
vegar ekki svarað með eins skýr-
um hætti í frumvarpinu og má
segja að það snerti bæði rekstrar-
formið og skipuritið í fyrirtækinu.
Útvarpsstjóri verður hæstráðandi
til sjós og lands, ræður og rekur
alla starfsmenn og er æðsti yfir-
maður dagskrárgerðar. Þessi sami
maður verður jafnframt háður
pólitískri stjórn (útvarpsráði) sem
kosin er árlega á Alþingi. Þeir sem
einhvern tíma sváfu í fyrstu gerð-
unum af vatnsrúmum – rúmum
sem voru einn geimur og án skil-
rúma – vita hvílíkur öldugangur
getur skapast við minnstu byltu.
Það er ekki tilviljun að slík rúm
hafa verið hólfuð niður! Að setja
einn mann með þessum hætti yfir
jafn fjölbreytta og stóra stofnun
og RÚV er og hafa þar engin skil-
rúm eða hólf sem takmarka öldu-
gang getur verið mjög varasamt
fyrir sjálfstæði útvarpsins. Menn
kunna að hafa ýmsar skoðanir á
framgöngu fréttamanna í frétta-
stjóramálinu svonefnda en ljóst er
að í grunninn treystu menn sér þá
til að standa vörð um það sem þeir
töldu vera grundvallaratriði rit-
stjórnarlegs sjálfstæðis. Það verð-
ur fólk að geta gert áfram.
Horfur eru á að umræður á
Alþingi um RÚV-frumvarpið verði
enn langar og hefur það sætt
gagnrýni úr ýmsum áttum. En á
meðan menn í einlægni ræða um
hlutverk og sjálfstæði RÚV sem
útvarps í almannaþjónustu, snýst
umræðan um grundvallaratriði
og eðlilegt er að gefa grundvallar-
atriðum þann tíma sem þau þurfa
– án pirrings.
Hlutverk og sjálfstæði
UMRÆÐAN
FRUMVARP UM
RÍKISÚTVARP
BIRGIR
GUÐMUNDSSON
Að setja einn mann með þess-
um hætti yfir jafn fjölbreytta
og stóra stofnun og RÚV er og
hafa þar engin skilrúm eða
hólf sem takmarka öldugang
getur verið mjög varasamt
fyrir sjálfstæði útvarpsins.
Vikan hans Hans
Svíinn Hans Blix, fyrrum yfir-
maður vopnaeftirlits Sameinuðu
þjóðanna, setti sinn svip á vikuna.
Hann kom til landsins á þriðjudag
og hélt rakleiðis norður í land
ásamt eiginkonu sinni og skoðuðu
þau fugla í Mývatnssveit. Í dag
flytur hann svo
fyrirlestur um
alþjóðamál í
Háskóla
Íslands.
Engir smáaurar
Eftir því sem næst verður komist
setti Hannes Smárason, forstjóri
FL Group, Íslandsmet í söluhagn-
aði hlutabréfa, þegar gengið var
frá 16,9 prósenta eignarhluta
félagsins í lágfargjaldaflugfélag-
inu easyjet. Nam
gengishagnaður
FL Group við söl-
una rúmum tólf
milljörðum króna.
Í upphafi var orðið
Og fleiri met voru slegin því
Ögmundur Jónasson, þingmaður
Vinstri grænna, setti ræðumet á
Alþingi, þegar hann lét móðann
mása í sex klukkustundir í annarri
umræðu um frumvarp um hluta-
félagavæðingu
RÚV. Sló hann þar
með met sem
Jóhanna Sigurðar-
dóttir setti árið 1998
þegar hún talaði í
fimm og hálfa
klukkustund gegn
húsnæðisfrum-
varpi félags-
málaráðherra.
ÞEIR VORU Í FRÉTTUNUM