Fréttablaðið - 07.04.2006, Page 4
4 7. apríl 2006 FÖSTUDAGUR
FORVARNIR Íslensku forvarnar-
verðlaunin verða veitt í fyrsta
sinn í maí næstkomandi.
Verðlaunin eru samstarfsverk-
efni Landspítala, Lýðheilsustöðv-
ar, Landsbjargar og Sjóvár, sem
er bakhjarl verkefnisins.
Veittar verða viðurkenningar í
þremur flokkum. Í fyrsta lagi
fyrirtæki, í öðru lagi einstaklingi
og í þriðja lagi félagasamtökum
eða stofnun. Einn af þeim þremur
sem hljóta viðurkenningu fær
síðan Íslensku forvarnarverð-
launin.
Hægt er að senda inn tilnefn-
ingar á heimasíðu Sjóvár, www.
sjova.is, fram til 1. maí. - sdg
Íslensku forvarnarverðlaunin:
Verðlaunað
fyrir forvarnir
FUGLAFLENSA Allir alifuglar á land-
inu eiga að vera komnir undir þak
eftir tæpa viku, samkvæmt
ákvörðun landbúnaðaryfirvalda í
gær. Þá var ákveðið að áhættustig
II vegna fuglaflensu tæki gildi 12.
apríl, að sögn Halldórs Runólfs-
sonar, yfirdýralæknis Landbúnað-
arstofnunar.
Ástæða þessa er staðfesting á
því að dauður svanur sem fannst í
Skotlandi væri með fuglaflensu-
veiruna H5N1, sem getur dregið
menn til dauða. Staðfesting barst
hingað til lands í gær bæði frá
yfirdýralækni í Bretlandi og Evr-
ópusambandinu, að sögn Hall-
dórs.
„Við vorum búin á undanförn-
um mánuðum að setja þau tilmæli
fram í ræðu og riti að menn yrðu
búnir undir svona fyrirskipun,
þannig að það á ekki að koma
mönnum á óvart,“ segir yfirdýra-
læknir. „Þetta verður nú auglýst
þannig að mönnum sé ljóst hvað er
á ferðinni.“
Hann segir erfitt að meta hvort
fuglaflensan sé á leiðinni hingað
til lands á næstunni.
„Við vorum búin að segja að um
leið og hún greindist á Bretlands-
eyjum væri mikil hætta á að hún
gæti borist hingað,“ segir yfir-
dýralæknir.
Í auglýsingunni sem Landbún-
aðarstofnun sendi frá sér í gær
segir meðal annars að finnist tveir
eða fleiri dauðir fuglar á sama
stað skuli tilkynna um það án tafar
til Landbúnaðarstofnunar, eða
héraðsdýralæknis, sem taki
ákvörðun um aðgerðir.
Verði eigandi eða umráðamað-
ur alifugla ekki við tilmælum
Landbúnaðarstofnunar um
aðgerðir samkvæmt auglýsingu
þessari geti landbúnaðarráðherra,
með vísan til 21. gr. laga nr.
25/1993 um dýrasjúkdóma og
varnir gegn þeim, fyrirskipað
bótalausa förgun eða eyðingu
fuglanna að fengnum tillögum
Landbúnaðarstofnunar. Brot gegn
auglýsingunni varði sektum eða
fangelsi allt að tveimur árum.
Með mál vegna brota sé farið að
hætti opinberra mála.
Landbúnaðarstofnun hefur
eftirlit með framkvæmd þessara
reglna og getur veitt undanþágur
frá þeim við sérstakar aðstæður,
að því tilskildu að smitvarnir séu
nægilega tryggðar með öðrum
hætti að mati stofnunarinnar.
jss@frettabladid.is
HALLDÓR RUNÓLFSSON Yfirdýralæknir
segir menn eiga að vera búna undir
áhættustig II.
Alifuglar í hús innan viku
Áhættustig II vegna fuglaflensu tók gildi hér á landi í gær, eftir að opinber staðfesting hafði borist á því að
dauður svanur sem fannst í Skotlandi hefði verið sýktur af fuglaflensuveirunni H5N1. Allir alifuglar eiga
að vera komnir undir þak eftir viku, ella liggja þung viðurlög við, sem varða sektum eða fangelsi.
© GRAPHIC NEWS
EDS -- DATA CORRECT AS AT APRIL 6, 2006
CurrentAffairs Science
MED,OVR :Medical
BIRD FLU: Spread of H5N1 in Europe
Duncan Mil, Phil Bainbridge, Jordi Bou, Mario Lendvai, Mike Tyler, Julie Mullins (research)
GRAPHIC NEWS
Adobe Illustrator version 8.01
2 columns by 112mm deep
6/4/2006
WHO, wire agencies
19370
CATEGORY:
IPTC CODE:
SUBJECT:
ARTISTS:
ORIGIN:
TYPE:
SIZE:
DATE:
SOURCES:
GRAPHIC #:
STANDARD MEASURES (SAU)
Picas
12p5
25p7
38p9
52p
65p1
78.p3
millimetres
52.3
107.7
163.2
219.0
274.4
329.7
© Copyright 2006 Graphic News. Reprint by permission only.
The credit “GRAPHIC NEWS” must appear with all uses of this graphic image.
8 Ely Place, London EC1N 6RY, United Kingdom.
Tel: +44 (0)20 7404 4270. Fax: +44 (0)20 7404 4290
Width
1 col
2 col
3 col
4 col
5 col
6 col
Fuglaflensa breiðist út um Evrópu
Mynd: AP
H
ei
m
ild
ir:
W
H
O
, f
ré
tt
as
to
fu
r
H5N1 staðfest: Útbreiðsla H5N1:
í villtum fuglum árið 2005
jan-feb 2006
mars-apr 2006
í hænsnum
í mönnum
Staðsetning smits
Rúmenía
Ítalía
Frakkland
Austurríki
Georgía
Úkraína
Rússland
Tyrkland
12 manns smitaðir
4 látnir
Þýskaland
Tékkland
Búlgaría
Ungverjaland
Slóvakía
GrikklandSerbíaAlbaníaKróatíaSviss
BosníaSlóvenía
Danmörk
Pólland
Svíþjóð
Bret-
land
Áhættustig II
● Mikil hætta á að fuglaflensa berist
til landsins.
● Fuglaflensa (H5N1) greinist á
Bretlandseyjum eða í öðrum
nágrannaríkjum.
● Fuglaflensa greinist í villtum fuglum
hér á landi.
Viðbrögð
Til að forða því að smit berist inn á
alifuglabú er meðal annars lagt til að:
● Hýsa alla alifugla.
● Tryggja að fuglar sleppi ekki út
úr húsum.
● Tryggja að ekkert í umhverfi
alifuglabúa laði að villta fugla.
● Setja hatta á allar loftræstitúður.
● Setja fuglanet fyrir allar loftræsti-
túður, op og glugga.
● Öllum óviðkomandi verði bannaður
aðgangur.
● Aðeins einn inngangur með fordyri
verði í hverju eldishúsi.
● Hlífðarföt verði notuð fyrir
nauðsynlega gesti.
● Þvottur og sótthreinsun handa verði
í fordyri.
● Sótthreinsimottur eða –bakkar verði
við inngang í fordyri.
● Rjúfa smitleiðir á milli dýrategunda.
● Tryggja góðar meindýravarnir.
● Tryggja góðar smitvarnir við
vatnsból.
● Almennum hreinlætisreglum verði
framfylgt. Smit berst fyrst og fremst
inn á búið með fugladriti.
Staðfest hefur verið að svanur sem
fannst dauður í Skotlandi hafi verið
smitaður af fuglaflensuveirunni
H5N1, skæða afbrigðinu sem stund-
um hefur valdið smiti í mönnum.
Svanurinn fannst dauður á mið-
vikudaginn í höfninni í Cellardyke,
bæ á austurströnd Skotlands. Bresk
stjórnvöld hafa í kjölfarið lagt bann
við því á 2.500 ferkílómetra svæði
að bændur hafi hænsnfugla sína
utandyra. Einnig er gengið í gildi
bann við flutningi á hænsnfuglum.
Skosk og bresk stjórnvöld vinna
nú að því að meta hvort fleiri fuglar
hafi smitast, en ekki þykir þörf á að
láta fyrrgreint bann ná til alls lands-
ins.
Tveir dauðir svanir fundust einn-
ig í borginni Glasgow og er verið að
kanna hvort þeir hafi smitast af veir-
unni H5N1.
Samkvæmt Alþjóðaheilbrigð-
isstofnuninni hafa nú samtals 192
menn smitast af þessu skæða
afbrigði veirunnar og af þeim hafa
109 manns látist, en það er meira
en helmingur hinna smituðu.
Nánast allir þeir menn sem hafa
smitast af veirunni hafa umgengist
hænsnfugla mikið. - gb
Útbreiðsla fuglaflensu:
Staðfest smit
í Skotlandi
VIÐ HÖFNINA Í CELLERDYKE Hér fannst
dauður svanur á miðvikudaginn, sem nú
hefur verið staðfest að hafi borið með
sér veiruna H5N1. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
MANNDRÁP Phu Tién Nguyen var í
gær dæmdur í sextán ára fangelsi
fyrir manndráp.
Phu réðst á annan mann í íbúð í
Kópavogi í október árið 2004 og
stakk hann margsinnis, með þeim
afleiðingum að maðurinn lést af
völdum innvortis blæðinga
skömmu síðar.
Phu var einnig gert að greiða
eiginkonu mannsins sem lést tíu
milljónir króna í bætur.
Phu var einnig ákærður fyrir
stinga mann í lærið, sem reyndi að
koma í veg fyrir að honum tækist
að stinga manninn sem lést.
Í yfirheyrslum hjá lögreglu
játaði Phu að hafa stungið mann-
inn sem særðist í lærið en bar því
við að maðurinn sem lést hefði
ráðist á hann í kjölfar deilna um
hvort árásarmaðurinn hefði verið
ávarpaður rétt að víetnömskum
sið.
Fjöldi fólks var í húsinu þegar
maðurinn lést og gat lögregla
fengið glögga mynd af því sem
gerðist með hjálp vitna.
Í dómsorði Hæstaréttar kemur
fram að frásögn Phu þyki afar
ótrúleg. Dómurinn taldi ekki að
neinar refsilækkunarástæður
væru fyrir hendi og því fékk hann
hæstu mögulegu refsingu sem
hægt er að fá fyrir manndráp hér
á landi. - mh
Phu Tién Nguyen dæmdur í Hæstarétti fyrir manndráp:
Dæmdur til hámarksrefsingar
PHU VIÐ HÉRAÐSDÓM Phu sagði manninn
sem hann varð að bana hafa ráðist á sig
eftir minniháttar deilur.
FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA
Bandaríkjadalur 72,76 73,1
Sterlingspund 127,89 128,51
Evra 89,56 90,06
Dönsk króna 12 12,07
Norsk króna 11,349 11,415
Sænsk króna 9,6 9,656
Japanskt jen 0,6193 0,6229
SDR 105,61 106,23
GENGIÐ
GENGI GJALDMIÐLA 6.4.2006
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
KAUP SALA
Gengisvísitala krónunnar
124,546