Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 30.06.1969, Blaðsíða 2

Mánudagsblaðið - 30.06.1969, Blaðsíða 2
2 Mánudagsblaðið Mánudagur 30. júní 1939 CAMEL FILTER CAMEL REGULAR AUÐVITAÐ CAMEL CAMEL CAMEL CAMEL telcnir nægilega til greina sem al- mennir „spekúlantar" þegar verið er að flétta saman úrlausnir á hin- um ýmsu þjóðlægu vandamálum, það er ekki aðeins hin siðferðislega hlið málsins að allir hafi atkvæðis- rétt, heldur liitt að ungir menn eru oft opnari fyrir ' ýmsum hlutum heldur en næstum því gamlir menn, sem jafnvel eru staðnaðir í stefnum sínum, með allri virðingu fyrir reynslu og þroska allra góðra eldri manna, og svo hitt að ungir menn þroskast fyrr ef þeir fá að gerast virkir þátttakendur í hin- um stærstu vandamálum. Annars segir mér svo hugur um að innan langs tíma muni íslenzkir yngri- menn rassskella sér eldri menn og svo að um muni. Skrípaleikur Einmitt vegna þess er ég gat um í framangreindri málsgrein, verður mál mitt ekki langt, en það sem vakir helzt fyrir mér, sem hlýtur að vera siðferðisleg skylda hvers ís- lendings, er að koma með tillögu eða öllu heldur ábendingu þótt svo Iíklega muni fara að hún verði að- eins aðhlátursefni þeim háu herr- um sem stýra skrípaleik íslenzku þjóðarinnar. Prófessorinn og gleraugun Hver hefur ekki heyrt söguna af prófessornum sem Ieitaði um allt að gleraugunum sínu en fann hvergi fyrr en einhver nærstaddur benti honum a að gleraugun væru a nefi hans. í minum augum er ríkisstjórn íslands að Ieika þetta fræga hlutverk prófessorsins, og meðferð ríkisstjórnarinnar á hlut- verkinu hlýtur að teljast all-mergj- uð, því það eru ekki aðeins ein gleraugu sem hvíla á hennar krumpaða nefi, heldur eru þar mörg gleraugu sem ekki koma að notum. Ef nú aðeins ríkisstjórnin tæki til greina hinar mörgu ábend- ingar sem jákvasðar teljast. Það gerði þó prófessorinn. Það kynni einhver að spyrja: Hvað er þessi gaur að gaspra, hon- um ferst ekki að segja margt. Rétt er það, gert hef ég míin stykki, en það hlýtur að teljast einstaklings- bundið smotterí í samanburði við biindni og afglöp rfkisstjórnarinn- ar. Rétta menn á rétta staði Látið Jakob og hans menn um síldartorfuna, þeir kunna á henni tökin, látið þá hafa allan bezta að- búnað sem hugsast getur. Látið mennina sem stjórna fiskimálun- um í landi ekki rotna af langsetu og sjálfumgleði, veljið hæfustu, beztu og duglegustu mennina ávallt til þeirra þýðingarmiklu verka, sem annara verka, seljið ekki hin verð- mætu hráefni óunnin úr Iandi (því- lík hneisa hefur það ekki verið), haldið ekki áfram að loka augunum fyrir þeirra staðreynd að eitt þýð- ingamesta undirstöðuatriði í öllum iðnaði, hver sem hann er, er harð- snúin sálfræðileg sölumannska. Upp með harðsnúið professional sölumannakerfi, ekki eftir 37 ár heldur strax í dag. Og hvernig væri að kíkja svolítið á hina mörgti opinberu fjárglæframenn (sem reyndar eru orðnir slfkir fyrir ykk- ar tilstillan), sem ekki greiða svo mikið sem vinnukonuútsvar? Eftirfarandi ábending mín mundi vera þessi frekar en einhver önnur, því innihald liennar mundi Framhald á 3. síðu. Eigum vii ai byggja allt á þorski og síld? Hugleiðingar um ferðamál, ráðstefnur og afstöðu hins opinbera Af hverju er eldurinn heitur, og hví er hann Bjarni svo feitur? . . . og af hverju þarf allt íslenzka at- vinnulífið að standa og falla með síldinni, Ioðnunni, síldinni, þorsk- inum og síldinni? Af hverju að kenna síldinni endalaust um öll okkar fjármálavandræði og van- cfni? Er það kannske satt, að einn af aðalfulltrúum þjóðarinnar er- lendis, hafi eitt sinn, er spurður var að því hverju það sætti að ekki gengi betur í atvinnumálunum á íslandi, svarað eitthvað á þessa Ieið: .WeU, that’s very natural, the herring didn’t show up". Hvers vegna undirritaður fór að pota niður penna? Jú, einfaldlega vegna þess að ég fann hjá mér þörf til að tjá skoðun mína á hinu ört vaxandi ófremdarástandi í land inu, eða kannske mér komi það annars ekkert við? Eg geri mér það ljóst, að innan um og saman við eru til ágætis menn, sem eru að dangla í vanda- málin, en það þýðir ekkert að dangla í stórvandamál sem eru að ríða þjóðfélaginu til skrattans, það verður að koma með einhverjar stórfelldar og magnaðar úrlausnir sem hrekja vandamálin út í hafs- auga, en ekki vera sífellt að reyna að bægja þeim frá með gamaldags úreltum smáaðgerðum sem liafa enga aðra þýðingu en viðhalda ring ulreiðinni í þjóðfélaginu. Er, í hreinskilni sagt, nokkur minnsti möguleiki á því fyrir ís- lenzka þegna að hafa trú á heild þeirri er nefnist ríkisstjórn íslands og öllum þessum opinberu eigin- hagsmunaklíkum sem kallast stjórn málaflokkar og nefna sig hinum þjóðlegustu nöfnum, og þykist hver klíka fyrir sig hafa þá eiginleika að vera ein um að bjarga þjóðin.ni frá glötun, og ekki aðeins það, heldur hefja þjóðina upp til hinnar mestu vegsemdar. Eitt af mörgu hafa þessar eiginhagsmunaklíkur sam- eiginlegt, en það er að upphefja sjálfa sig í það óendanlega á kostn að hinna, og fleira væri hægt um eiginhagsmunaklfkurnar að segja cn það væri aðeins tímasóun, auk þess sem mér skilst að blek og pappír hafi hækkað allverulega í morgun, ja hvað var það annars sem ekki hækkaði í verði í morg- un, eða í gær eða jafnvel hækkar cnnþá meira á morgun eða hinn daginn. Vanið hafði ég mig á, að líta svo á, að það hlyti að vera, að menn þeir er valizt hafa hverju sinni til forystu í þjóðfélaginu hlytu að vera afburðamenn er leggðu sig fram um að gera allt sem í þeirra valdi stæði til að betrumbæta þjóð- arbúskapinn, og ennfremur hef ég lagt mig fram um að reyna að sannfæra þá er æst sig hafa upp á móti ýmsum þekktum stjórnmála- mönnum í mörgum tilfellum, um að viðkomandi væri örugglega góð ur maður sem fórnaði starfskröft- um sínum og þekkingu af alúð til að betrumbæta, en yrði lítið ágengt vegna slæmra aðstæðna, en fengi svo að launum vanþakklæti eitt. Nú hef ég kornizt að raun um að skoðanir mínar hafa verið töluvert mikið brenglaðar, og þykir mér Ieitt að þurfa að viðurkenna það. Ungirtaka völd Ungir menn á íslandi eru ekki

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.