Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 30.06.1969, Blaðsíða 3

Mánudagsblaðið - 30.06.1969, Blaðsíða 3
Mánudagur 30. júní 1969 Mánudagsblaðið 3 EIGUM VIÐ ...? Framhald af 2. síðu vera eitthvað sem að mér snýr fremur en margt annað. Túrista-torfan Við tökum síldina ekki á sál- fræðinni, það er af og frá, en ein er torfa allstór og hún er þeim eig- inleikum gædd framyfir síldartorf- una að hægt er að ráða göngu hennar allmjög. Þarna á ég við „túrista torfuna" sem liggur í loft- inu yfir öllum löndum heims og af þessari torfu getum við íslend- ingar fengið okkur eins mikið og við viljum, við getum orðið stór- efnuð þjóð ef við notfærum okk- ur legu landsins og hin mörgu sér- kenni þess til að laða til okkar yfir sumartímann og annan tíma, þó ekki væri nema iítinn hluta af hinni stóru „túrista-torfu" sem stækkandi. Þetta væri ekki að selja landið okkar eins og einhver þröngsýnismaður komst að orði í sjónvarpsviðtali ekki fyrir ýkja- löngu, á niðuriægjandi hátt, heldur gætum við skipulagt framkvæmd þessa stóra og þýðingarmikla máls svo rækilega, að sómi og ánægja yrði að. Hvað er betra í heiminum í dag, þ.e.a.s. í veraldlegum skiln- ingi, en góð landkynning ef höfð er í huga hin harða samkeppni sem orðin er á öllum sviðum þjóða á milli, og á ég þar við hver óbein áhrif það gæti haft á gang ýmissa mála okkar erlendis ef hingað kæmu og héðan færu hæstánægðir, kannske áhrifamiklir erlendir ferðamenn, í stórum stíl svo ekki ,sé gleymt hinu þýðingarmikla að- alatriði málsins, gjaldeyrisöflun- inni. Óendanleg sérstaða Við eigum svo óendanlega mikla sérstöðu vegna legu landsins sem miljónir erlendra ferðamanna' mundu sækjast eftir ef þeir aðeins vissu um, og gætu treyst á að fá þá þjónustu sem telst nauðsynleg og sjálfsögð í aiþjóðlegum skilningi, en þar kemúr margt til sem fjalía þyrfti um af sérfróðum opnum mönnum. Til þess að opna augu hinna fjölmörgu ferðamanna um allan heim, sem alltaf eru að leita að einhverju nýju og áður óþekktu fyrir næsta sumarfrí, þyrfti að sjálfsögðu að fara út í velskipu- lagða sálfræðilega sölumennsku, og leggja allar gamaldags og heimsku- legar aðferðir á hilluna, en áður en sá þáttur hæfist, þyrfti að taka mörg mál til meðferðar. Gæti það nú ekki orðið árang- heild að velja nokkra góða menn ursríkt fyrir íslenzku þjóðina í með sérþekkingu á viðkomanili málefnum tii þess beinlínis aö rannsaka niður í kjölinn hvar við stöndum í þessum efnum, hvar við ættum að standa, og hvað við gæt- um ger' á breiðum grundvelli til þess að fá okkar skerf af þessari stóru „síldartorfu" sem menn geta fengið sér af eftir þörfum. Það hefur oft vakið undrun mína og reiði, hversu mikið tómlæti ráðamenn landsins sýna í sambandi við ferða-, veitinga- og hótelmál almennt, og þeir eru margir sem hafa svipaða skoðun á þeirn efn- um, og getur varla talizt undatilegt. Kortleggja tjaldstæði Sannfærður er ég um, að til eru ágætis-menn í því sem kallað er Ferðamálaráð, á íslandi, en eitt er víst að þar er lítill vagn undir þungu hlassi. Framh. á bls. 6. KAKALI skrifar: I HREINSKILNI SAGT - Búðastæðin á Þingvöllum — Ömurlegt ástand— Tóftir og máðir leiðarvísar — Nauðsyn að byggja a.m.k. eina búð fullkomna — Glottandi þúfukollar — Verkefni ráðherra og forn- minjafræðinga — Fegurð ein nægir ekki. Víðförull útlendinvur, sem sótt heflur heim Þinigvelli tvisvar, varpaði nýlega íram þessari spumingu: Hvað er að sjá á Þingvöllum, sem ekki fæst séð í öðrum þjóðgörðum? Honutn var svarað. að þar væri lamdslag fagurt, hrika- legar gjár, að þetta væri forn þingstaður og þar hefði elzta lýðræðisríki heims verið stofnað. Ekki er þetta lítið svair við stórri spurninigu. Útlendingurinn sagði: Ein- mitt það — well — well — well. En, þaetti hann við, gjámar vestur í Bandaríkjun- um, sem ég hefi séð, og aðr- ar víðar, t.d. í Evrópu, fjalla- hringar, fegurð, em engu síðri en þær, sem hér sjást. Kjarr- ið ykkar og vatnið eru hvort- tveggja ansi laglegt, aðbúnað- ur mjög góður á hótelinu, veðrið stopult, en annars ekki neitt sérstakt. Það sem ég hef sérstakan áhuga á að sjá, eru bústaðir þinigmanna ykkar hinn.a fomu. En þar sé ég ekki annað en þúfnakolla, rústir frá síðustu öldum, nokkra leið- beiningarsteinia, sem svo eru máðir að útilokað er að lesa letrið á þeim, en ekki neitt, sem getur gefið manni hug- mynd um hversu var umhorfs í þessium ,,búðum“, hvorki innbú þeirra né nokkurn skapaðan hilut annan, sem gefur minnstu hugmynd um störf bingsins eða aðstæður manea í fomri tíð, hvorki ár- ið 930 — eins og stendur í bæklingtim þeim, sem við kaupum — né heldur á tím- um Sturlunga, svo ekki sé miðað við önnur tímabil í sögu þinghalds þar. Fyrir nokkirum á,rum va,r margbryddiað upp á þessu ó- fremdiarásitandi hér í blaðimu. Tóku ýmsir merkir menn und- ir þessi sfcrif og fengum við og birtum allmörg bréf um þetta efn-i. Svar fékkst að lok- um frá þáverandi þjóðminja- verði dr. Kristjáni Eldjárn, sem sagði, að sem vísinda- maður gæti hann ekki fallizt á uppbygginigu búða, nema þær væru 100% réttar, þótt satt væri, að byggjia mætti slíka búð, allt að 90>—98% rétta.Málinu var aldrei hreyft síðan, tóftiimiar standa enn, eins óhrjálegar og þær geta orðið, flaggstöng ný trónar yf- ir lögbergi, en þar með er sag- an öil. Ég skoðaði nýleiga enn einu sinni þessar búðir. Nú eru jafnvel steinar þeir, sem til- nefna þar nokkur búðarstæði svo af máðir að letrið er óles- anlegt og heldua- hallar á lak- ari hliðina með árunum. Og fyrir nokkrum dögum, er ég stóð á þessum helga stað, nokkru eftir að æskan hafði haldið þar „eitt ferlegt geim“ og horfði á hrjáða úllendinga hímandi í vætuúðanum, und- ir frásögn túlks um staðinn og aðslæður, sögu og störf hins forna alþingis, varð ég var við einkennileg viðbrögð: Enginn þeirra hafði minnsta skilning á þessu, jnfvel minni en við ísl. sjálfi.r, og flestir horfðu vonaraiugum í áttina að Valhöll hvar biðu eflaust góðir matairréttir og hressinig önnur. Sannleikurinn er sá, að Þingvallabúðim.ar og allar að- stæður þar er ein samfelld skömm og svívirða fyrir ís- lenzku þjóðina. Þinigvellir í diag, sem fyrr, bjóða ekki upp á nokkum skapaðan te'ljandi hlut sem minna á þjóðveld- ið né fom störf þar. Þjóðin hefur vendilega gleymt að gera staðnum nokikurn sóma, minjar allar rústir einiar, sem eins, gætu verið rústir .gam- alla seta eða venjulegar fjár- hústóftir. Auglýsendur lands- ins kyrja í tím® og ótima um fegurð Þingvalla, sérkenni þeirra, sögu og atburði. Þetta er í senn ömurlegt og óafsakanlegt ástand. Mennta- málaráðherra hefur ekkert gert, Þingvallamefnd hefur friðhelgað staðinn, fegrað sijálfan Þingvallabæinn, grafið a.m.k. eitt þjóðskáld þar — hitt er allt í óvissu — og tek- izt að gera þetta að grið'astað krakkabjálfa. sem drekka sig þair fulla um helgar. Það vax uppástunga hér, að ríkið sjálft hlutaðist til um enduirbyggingu a.m.k. einnar búðar, og fengi þar til fær- ustu menn og flytti þangað ýmsa muni, eins og þeir tíðk- uðust um aldiaraðir, og gera mætti ráð fyrir að væru eitt- hvað í líkingu við það, sem einu sinni var. Þá gætu gest- ir, innlenidir sem útlendir, gert sér einhverjia smáhug- mynd um okkair f'Orna þing. Þetta var algjöirlega útilokað, talin goðgá að rasika þes>sum búðarrús'tum. Auðvitað benti enginn á, að rústiimar, ein,s og við sjáum þær nú, eru rústir miklu seinni tíma, en þá voru þær bæði smáar og lélegar búðir ef miða skal við höfðingsska'P Sturlungualdar. Búðirnar á lokaárum landnámsmanna og næstu afkomenda þeirra voru og smáar, því þeiir höíðingjar höfðu engin völd né nokkra reisn ef borið er saman við tíð Haukdæla, Sturlunga eða annarira .höfðingjaætta áranna 1100—1300. Jafnvel Hvamms- Sturla faðir Snorra, Sighvats og Þórðar var kotungur einn að veldi ef miðað er við syni hans og samtímamenn þeirra. Á vesældarárunum, allt til þess, að Alþingi fluttist hing- að til Reykjavíkur, hnignaði svo þessum þin.gbúðum ár frá ári. Höfðingjarnir minnkuðu, hörmungar gerðu sitt til þess, að allt varð lágreistara en á fyrri timum. Fyrir ekki allmörgum árum var ákveðið að friðlýsa Þing- velli, sem reyndar var sjálf- sagt. Etoki þó vegna brenni- vínsdrykkju né blóðsúthell- inga, því Þinigvellir hafa feng- ið sinn skerf af því á.n hjálpar nútímaæskunn'ar. Lýsingar á þingmönnum og þjóðhöfðingj- um, sýslumönnum og öðrum leiðandi stjörnum af þing- haldi, drykkjuveizlum og öðr- um „nútímafyrirbrigðum" — frá samtímamönnum -— eru lítt fagur lestur og sásit feg- urri en hlaðagreinar í dag. HitT 'vakti fyrir þeim. ér staðinn' friðlýstu. að bar yxi upp þjóðgarður, verður minn- ingtf þfeSS'bezta, seni' í þjóðlíf- inu h.afði skeð um aldirnar. En hér réð kotungurinn lög- um og smámennin fram- kvæmdum. Féleysi var oftast við brugðið þegar „flikk'a“ átti upp á staðinn, og fram- kvæmdir einkenndust af þeim kotungsbrag, sem heltók þjóð- ina á eymdaröldunum. Val- höll var reist ve-gna komu er- Jendira höfðingja, en fkéll í niðumíðslu að heimsókninni lokinni. Strax og orðagjálfri og sikálarræðum lauk gleymd- ust Þingvellir nema í hugum nokkurra skálda. og staður- inn fékk á sig gamla kotbrag- inn aftur. Þá sem muna árin 1930 og 1944 hlýtur að taka sárt til þess smámennisbrags er þar var ríkjandi. Allt var smátt, engin reisn, orðskrúð og öm- urlegheit voru allsráðandi. En á árunum eftir stríð og allt fram á síðustu ár batniaði hagur þjóðarinniar á öllum sviðum. Við urðum rík þjóð, gátum hiaf'ið miklar fram- kvæmdir og eytt stórfé. En Þinig’vellir gleymdust. Það var ekki búið sæmilega að ein,a gistihúsiinu þar fyrr en einkaiaðilar hófu fram- kvæmdir. Búðastæðin urðu ómerkilegri ár frá ári, unz al- gleymisbörn kommúnisita og kapítalista töldu þær hæfilegt stæði fyrir ■ útisamkundur og drykkjulæti, sem alls áttu 6- skylt við „Þjóðgarðdlnn" og minninigu fornra kempa og at- gerfism'anna. Og það sárgrætilega við allt þetta var: að kostnaður við almennilega búðarbyggingu, var sáralítill. Við hefðum get- að leikið okkur að slíkum framkvæmdum hvort heldur af opinberu fé eða almanna- samskotum. En því var ekki að heilsa. Ekki heyrðist orð né hvatning frá ráðherrum né einsitaklingum og þeir sem mest gátu að gert vöfðu sig í dulu hagspekinnar og vísinda- legra niðurstaðna. Raddir um að reka þetta slen af höndum og reisa virðulega og tiltölu- lega sianna eftirmynd af höfð- ingja- og reisnartímiabili þjóð- arinnar mættu daufum eyr- um og engum skilningi. Nægja þótti að vísa til þei,rra í orð- um — sem nú eru bara hlægi- leg slagorð, aðallega ætluð í minninigargreinar -— en um rannverulegar athafnir var ekki að ræða. Þjóðin baitt sdg fast. við gömlu dagana, ljóða- smíð hennar og frásögur af „víkingaeðlinu" urðu henni að svo hlálegri áróttu. að Hann- - es Hafstein, gerði púragríin að þessum hrifningarljóðum, sem efekert. ...höfðu að baki . nema það eitt að grafa sig i afrek. amdleg og- líkamleg. fomra íslendinga en geta ekk- ert aðhafzt sjálfir. Nú er sumarið enn farið í hönd og enn er allt við hið sama eystra. Þjóðarstoltið mikla kemur einna helzt fram í þeirri mynd. að óhamingju- menn og hamingjulausir æf- intýramenn rífa kjaft við út- lendinga, brýna menningairarf- inn og slíta illa fengnum skóm í labbitúra og mótmæla- brölt. Og svo koma gestir fslend- imga á þann helga stað. Þúfna- kollamir heilsa þeim glott- andí og úfnir „gædar“ vingsa höndum og fótum meðan ]}eir telja upp og benda á „staði at- burðanna". Getur nokkur þjóð þolað til len.gdar. að svona sé farið að ráði í þessum efn- um? Getur nokkur þjóð tal- ið sig hafa sokkið öilu lengra en við, þrátt fyrir rembing- inn og þjóðarmetnaðinn? Þessari spuminigu ætla ég lesendum að svara. Þeir geta tekið sér far austur á Þing- völl og séð með eigin augum þá smán, sem þar ber fyrir augu. Allar þjóðir, sem einhvers eru vi-rði, reyna að minna gesti sina á beztu tímabil sögu sinnar. fslendingar eru öðruvísi, vitrari og meiri að allri manngerð. að eigin sögn. En er hér ekki bara um enn eitt dæmið af lubbahætti os kotmennsku eyjamennskunn- ar að ræða í allri sinni dýrð? I

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.