Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 15.09.1969, Blaðsíða 3

Mánudagsblaðið - 15.09.1969, Blaðsíða 3
Mánudagsblaðið 3 Mánudagur 15. september 1969 Nýjasta frelsishreyfingin: MU THE BRA! Og enn var það frelsishreyf- ing sem setti mark sitt á tvo annars venjulega almanaks- daga: 1. og 13. ágúst. I San Francisco í Bandaríkjunum hét hann, 1. ágúst, „No Bra Day“ og hinum megin Atlanzhafsins tólf dögum síðar, 13. ágúst, „Anti-BH Tag“ í Múnchen í Vestur-Þýzkalandi og eins og nöfnin benda til beindust spjótin í hinni nýju alþjóðlegu frelsishreyfingu gegn brjósta- haldaranum, — meiningin er að frelsa eða losa þennan margumrædda og af skáldum lofaða líkamshluta konunnar úr þeim viðjum sem kænir kaupsýslumenn og iðnjöfrar hafa búið honum. Markið er sett og baráttan hafin að nýju eftir fimm ára deyfð síð- an uppreisnarseggurinn meðal tízkuteiknaranna, Rudi Gernreich kom fram með Topless tízku sína, sem í byrjun fór eins og eldur um sinu meðal kvenna sem vöxt höfðu til eða töldu sig hafa það, og átti óhemju vinsældum að fagna hjá hinu kyninu. En Adam var ekki lengi í Paradís og þótt tízkuein- valdarnir báðum megin Atlanzhafs- þyrðu ekki að ráðast beint framan að hinni nýju frelsishreyfingu vegna ítakanna s em hún átti í brjóstum fyrrnefndra aðila, voru. þeir furðu fljótir að finna dipló- matísk ráð til að skerða frelsið og úrkynja hugmyndina með nýjum 1 höftum úr styðjandi stretch-efnum og gegnsæjum tjullslæðum. „Niður með brjóstahaldarana" En nú skal sigrað og sérstakrar varúðar gætt gagnvart brögðum ó- vinanna. Á andbrjóstahaldaradegin- um í San Francisco 1. ágúst gengu menn um með kröfuspjöld um endurlífgun Gerneich-hugmyndar- innar og slagorðið var „Ban the Bra" eða Bannið brjóstahaldarann! Ekki voru menn síður í vígahug í andspyrnuhreyfingunni í Munchen þar sem krafizt var á spjöldunum: „Niður með brjóstahaldarann'! „Losið ykkur úr höftum ófrelsis- ins!" Frægir klúbbar Aðalhvatamenn hinnar endur- reistu frelsishreyfingar Gernreichs koma að þessu sinni ekki úr hópi tízkuteiknara. í Kaliforníu er það Dave Rosenberg, blaðafulltrúi næt- urklúbbsins „Condor" (þar sem topless-dansmærin er Carol Doda, fræg fyrir stærð brjósta sinna) sem hefur skipað sér í fararbrodd hreyf- ingarinnar. Og í höfuðborg Bayern er foringi baráttunnar fyrir brjóst losinu maður að nafni Maximilian Condula, auglýsingastjóri Gogo- og skemmtiklúbba Samy-bræðranna (frægustu klúbbar þeirra: „Blow up" og „Citta 2000") „Hlægilegt fegurðarmat“ Stuðningsmenn og -konur eiga þeir víðar en í heimaborgunum. T. d. komu í fyrrahaust upp brenn- andi mótmæli gegn heftun og lyft- ingu brjóstanna í Atlantic City, þar sem hópur kvenna, sem kallaði sig „Kvenfrelsishreyfinguna" efndi til fjöldabrennu brjóstahaldara á aðal- torgi borgarinnar til að mótmæla hinu, að þeirra áliti, „hlægilega fegurðarmati" sem ríkti við kosn- ingu fegurðardrottningar Banda- ríkjanna. í Þýzkalandi hafa einnig ungar stúdínur flett sig klæðum ofan mittis í réttarsölum til að storka dómurum plús vekja at- hygli á frelsishreyfingum almennt. Miklar fórnir Þótt ekki væri efnt til opinberr- ar brennu á Andbrjóstahaldaradeg- inum í San Francisco þótti há- punktur mótmælaaðgerðanna ekki síður spennandi: í ásjón tugþús- unda fórnaði þar um hábjartan dag brjóstahafti sínu dansmærin Julie Green (brjóstmál: 124 cm, þ.e. 26 cm meira en Sophia Loren) til frek- ari áherzlu við stuðning sinn við hina nýju frelsishreyfingu. Um- mæli Rosenbergs um valkyrjuna: „A big girl". í Munchen Sú sem fórnaði hinu margumtal- aða frelsisskerðandi klæðisplaggi við mótmælaathöfnina í Munchen var að vísu ekki eins þykk undir hönd, en framkvæmdi athöfnina ekki síður af yndisþokka að sögn. Þrátt fyrir margítrekaðar áskoran- ir foringja andspyrnuhreyfingar- innar tókst hins vegar ekki að fá fleiri til að fylgja fordæminu í það skiptið, enda meginhluti borgar- kvenna siðsamir kaþólikkar, og hef- ur enn ekki tekizt að opna augu þeirra fyrir þeirri spillingu og úr- kynjun sem ófrelsi brjóstanna lýsir. „Kannski er þetta enn heldur snemmt fyrir Múnchen", sagði Condula foringi, — „en við gef- umst ekki upp, hreyfingin á eftir að breiðast út um allan heim." Eldvarnareftirlit Næsta aðgerð er þegar ákveðin og verður það brenna brjóstahaldara í öllum víddum og skálastærðum og helzt samtímis í fleiri borgum Þýzkalands. Síðast þegar fréttist höfðu þó eldvarnareftirlitsmenn komið í veg fyrir slíka brennu, en frelsisunnendur eru ekki af baki dottnir og leita nú staðar þar sem hægt er að koma við brennunum áhættulaust. Sjónhverfingar Undirfataiðnjöfrarnir eru þegar farnir að óttast um sinn hag og sendu t. d. Triumph verksmiðjurn- ar njósnara á fundinn í Múnchen og þótt fyrirtækið reyndi á eftir að klóra í bakkann með tali um „algjört áhugaleysi almennings" lætur það um leið undan að vissu marki — að vísu með sjónhverf- ingum — og hefur skírt nýjustu framleiðsluna „happy body", sem það auglýsir: „Höfum líkamann eins og hann er skapaður, eins nak- in og mögulegt er". Söluminnkun Og forystubrjósthaldarafyrirtæk- ið í Bandaríkjunum, Maidenform, kvartar nú undan tveggja prósenta söluminnkun (í stað fimm prósent árlegrar aukningar undanfarið) til 18—24 ára viðskiptavina. Annað stórfyrirtæki, Warner, sem á heið- urinn af uppfinningu á svoköllúð- um „body-stocking", — nærfati í húðlit, sem styður alla slappa vöðva og heldur við án teina eða járna, hefur fengið það rannsakað og staðfest hjá markaðskönnuðum sín- um, að ekki minna en 32 prósent menntaskólastúlkna á austurströnd Bandaríkjanna afsali sér öllum brjóststuðningi, hvort sem eru tein- ar eða teygjuefni. Hefur forseti Warnerauðhringsins, John F. Mo- riarity, þegar lýst yfir, að fyrirtæk- ið neyðist til að fara líka eftir ósk- um viðskiptavinanna sem tilheyra „nýja, festulausa samfélaginu", en á hvern hátt fyrirtækið ætlar að ná til þessa hluta ungu stúlknanna er enn strangasta viðskiptaleyndat- mál. Til (slands? Á meðan nærfataframleiðendur ráða ráðum sínum og búast til varnar breiðist hreyfingin út. Á döfinni eru nú mótmælaaðgerðir hinnar nýju frelsishreyfingar í Frakklandi og Belgíu og forystu- menn hennar hafa einnig í hyggju að fara í kynnisferð til Norður- landanna, þar sem þeir búast við sérstaklega góðum jarðvegi. Svo Iiver veit nema við hér á íslandi megum einnig vænta andbrjóst- haldaradags innan skamms, a. m. k. ef efnt verður til hans í Svíþjóð, þaðan sem frelsisunnendur og and- spyrnufólk hérlent virðist helzt fá hugmyndir sínar. Píslarvottur Engin andspyrna án píslavotta, segja menn. Og fyrsta fórnarlamb brjóstfrelsishreyfingarinar hefur þegar fengið að kenna á því: Fyrir tveim vikum upplýstist, að banda- ríski verkfræðingurinn Jane Andre (með 1450 þús. króna árslaun, brjóstmál 91 cm), sem sæti hefur átt í stjórn Loft- og geimferðafyr- irtækisins „General Dynamics" í Pomona, Kaliforníu, hefði fyrir- varalaust verið sagt upp starfi sínu. Ástæðan: Frú Andre hafði með- Framhald af 1. síðu. Emil Hafnfirðingur í sjötta sæti hlýtur að koma Emil Jónsson, utanríkisráðherra, enda þótt embætti hans ætti að vera í öðru sæti vegna mikilvægis þess. Að öðrum ráðherrum ólöstuðum býr Emil yfir meiri greind en þeir flestir. Hann hefði kannski aldrei átt. að eyða dýrmætum starfskröft- um sínum, sem snjall verkfræðing- ur, og taka í stað þess svo virkan þátt í stjórnmálunum, og raun ber vitni um. Emil „átti" einu sinni Hafnarfjörð, og hann var einn fram bærilegasti maður Alþýðuflokksins. En það hefur hallað undan fæti, og þá einkum sökum líkamlegrar van- heilsu. Er það trú manna, að Emil hafi fyrir löngu viljað gefa eftir starf sitt sem utanríkisráðherra, en ekki getað það vegna þeirrar sundr ungar, sem það hefði valdið innan Alþýðuflokksins. þar eru margir, sem hefðu viljað gleypa bitann, og hugsanlegt að hann hefði staðið svo rækilega í sumum, að Kratinn í þeim hefði beðið bana. Til að forðast deilur vegna þessa hefur Emil setið. Alþýðuflokkurinn hefur svo oft verið klofinn í herðar nið- ur, að menn þar eru fullmettir af þeirri reynslu; einkum nú, þegar svo miklar viðsjár eru með flokks- mönnum. Um utanríkismálin er það annars að segja, að stefnan, sem „mótuð" hefur verið í utan- ríkismálum er svo óljós, að þeir sem ætluðu að reyna að festa hend- ur á henni gætu eins reynt að moka þoku í poka. Þeir yrðu um leið að gæta þess að villast ekki í þokunni. íslendingar hafa löngum hangið aftan í nágrönnum sínum á Norð- urlöndum, enda þykir það fínt, eins og til dæmis í menningarmálum. Eini votturinn um sjálfstæða utan- ríkisstefnu var misskilningur blaða- manns Morgunblaðsins á ummæl- um utanríkisráðherra Svía hér á dögunum um Tékkóslóvakíu, sem einn ritstjóri bláðsins breytti síðan al 2200 samstarfskvenna sinna rek- ið áróður fyrir „brjósthaldaralaus- um föstudegi". „Hún var ráðin hjá okkur til ákveðinnar vinnu", útskýrði fyrir- tækið, opinberlega, „en ekki til áð kenna öðrum konum hér slíkt og þvílíkt". Sjálfsagt verða stórar myndir af fyrsta píslarvættinum, Jane Andre, bornar í komandi kröfugöngum. í ákveðna skoðun og Svíar sáu sér ekki annað fært en að mótmæla kröftuglega. Þetta var smá lífsvott- ur, þó ekki væri nema vegna þess að „mótmæla-öllu-landið og stærsta-er-ég Iandið" varð að mót- mæla svarta litla unganum í svana- hjörðinni norrænu. Blaðamaður Morgunblaðsins'á heiður skilið fyr- ir misskilninginn. .......i; .Ilft Eggert Þorsteinsson Sjöundi maðurinn í hópi hinna þreyttu er Eggert Þorsteinsson, sjáv arútvegsmálaráðherra. Þeir, sem þekkja manninn, bera honum allir vel söguna; bæði fyrir dugnað og mannlegheit. Af hans embætti seg- ir fátt. Sjávarútvegurinn hefur feng ið marga og mikla skelli, og ekki heiglum hent að leysa vandamál hans. Mjög hefur verið deilt um Eggert og störf hans í þessu emb- ætti, og af ráðherrunum sjö hefur lang-minnst farið fyrir Eggert, og verðum við að láta framtíðina um að dæma störf hans. Hverjir geta tekið við? Sjö þreyttir menn sögðum við í upphafi. Á því er enginn vafi, að í ríkisstjórn íslands sitja sjö þreytt- ir rnenn, sem hafa verið valdir í það vandasama hlutverk að stjórna þessu veiðimannaþjóðfélagi, þar sem hver mælandi maður þekkir lausnina á öllum vandamálunum, og bölvar ráðherrunum fyrir að sjá hana ekki einnig. Þestun sjö þreyttu mönnum hefur tekizt misjafnlega í l'utverkum sínum; enginn algóður og enginn alvondur. — En til að fá niðurstöðu í þetta spjall væri ekki úr vegi að spyrja: „Hver gæti tekið við hlutverkunum og leyst þreyttu mennina af hólmi?" Margir treysta sjálfum sér og aðrir koma með ábendingar. En kæmi nokkur með skynsamlegra svar en það, að gera Vilhjálm Þór að einvaldi. Þetta þjóðfélag er allt svo skntitj eða finnst ykkur það ekki? Frá mótmcelaaðgerðunum í Munchen. Þreyttir menn í ráðherrastólum

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.