Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 15.09.1969, Blaðsíða 8

Mánudagsblaðið - 15.09.1969, Blaðsíða 8
Enn um Aðalstræti — Timburmenn — Leikhúsin — Lokuð bílaverkstæði — Hylling — Rónabæli. ÞAÐ ER sýnilegt, að borgaryfirvöldin ætla ekki að láta sig í Aðalstrætismálinu í sambandi við girðinguna, sem nær lok- ar þessari aðalgötu. Hér sýna borgarvöldin enn einu sinni al- gjört vanmat sitt á öllum skoðunum borgarbúa eða blaðakosts höfuðstaðarins. öll blöðin hafa gagnrýnt þetta ástand, en við þeirri gagnrýni er algerlega þagað. Það er ekki gott að vita til hvers verið er að kjósa þessa menn í slíkar stöður þegar þeir vilja aldrei neitt af þorgarbúum þiggja nema skatta þeirra og útgjöld. Það munaði aðeins 250 atkvæðum að íhaldið héldi meirihluta sínum síðast í borgarstjórn og ætti víst ekki að verða erfitt að leiðrétta þau mistök. Myndsjá fer oatnandi — Danskt rusl — Áhugaverður þáttur laganema — Fréttahrak VÍNMATSDEILD læknafélagsins í New York hefur nú gefið út yfirlýsingu, að það hafi fundið upp nýja mixtúru fyrir menn, sem þjást af timburmönnum. Telur félagið, að ekki sé neitt jafn haldgott né öruggt til að losa sig við þessi eftirköst vín- neyzlunnar en taka sér væna blöndu af kampavíni og konjaki. Segja þessir fræðimenn að blanda skuli einum konjaki við þrjá ,,kampavínssnapsa“, og þá komi lækningin. MIKILL spenningur er nú ríkjandi út af leikriti Matthíasar Jo- hannessens, sem frumsýna á í þessum mánuði í Þjóðleikhús- inu. Verkið hefur verið að taka sífelldum breytingum á æfing- um, sumt fellt niður öðru breytt og enn öðru bætt við sem þurfa þykir. Leikfélag Reykjavíkur hefur hinsvegar frumsýn- ingu í þessari viku á nýrri revíu, en þvílík leynd hvílir yfir verk- ingu í næstu viku á nýrri revíu, en þvílík leynd hvílir yfir verk- höfunda, en telja verkefni sitt bæði gamansamt og nýstár- legt. Bl&ó fynr alla Mánudagur 15. september 1969 MENN SKYLDU halda, að með minnkandi bílakaupum og inn- flutningi, þá myndu bílafyrirtæki og verkstæði þeirra auka alla þjónustu við viðskiptavini. Flest bílafyrirtæki vinna nú eftir þeim reglum, en eitt þeirra, sem selur og gerir við Benzana lokar dyrum sínum laugardaga svo að eigendur slíkra bifreiða eru algjörlega á flæðiskeri staddir ef þeir ætla að fara í bíl- túr um helgar en einhver smávægileg bilun eða varahlutur er nauðsynlegur. Þetta er ósvífni á hæsta stigi. Einn er sá þáttur, sem að jafnaði vekur verðskuldaða athygli, en það er Myndsjá í umsjá Ólafs Ragnars- sonar. Að vísu hafa þar komið nokk ur misheppnuð atriði, en það er skiljanlegt. í heild hefur þátturinn verið vel unninn, blæbrigðaríkur og efnið ærið fjölbreytt. Um síðustu helgi var þátturinn upp á sitt bezta, margþættur og efnið bæði fróð- legt og skemmtilegt t. d. flugsagan, fræðsla um lasergeisla og, ekki sízt, ágætar svipmyndir úr Reykjavík af fólki, sem bíður eftir almennings- vögnum eða er á gangi í miðborg- inni. Myndatakan var látlaus en mjög góð, kvikmyndara tókst eink- ar vel að nú svipnum á einstakl- ingnum og mættu allir vel við una er sáu þennan þátt og ástæða til að óska Ólafi til hamingju og vona, að hann Iáti ekki deigan síga í þessum þáttum. Þá vinnur þáttur Leonards Bern- steins, sífellt á. Þessi þáttur á marga og ólíklegustu aðdáendur, menn þekkja hann vel úr Kefla- víkursjónvarpinu, en þátturinn er ekki þrunginn þeirri óskaplegu al- vöru og spekingsútliti eins og ís- lenzkir músíkkþættir, sem allir eru TVEIR GÓÐGLAÐIR stóðu utan Hótel Borgar og dáðust að ungri glæsilegri stúlku, sem þar átti leið framhjá. „Hún er seið- andi og fögur, glæsileg og óskaplega aðlaðandi", sagði ann- ar í skáldlegum hugleiðingum, „minnir mann einna helzta á hyllingar". „Ég veit hvað þú meinar, en þú brúkar ekki rétta orðið. Hylling er það sem þú sérð en getur ekki snert". „Það er einmitt það, sem ég meina", svaraði hinn. miklu lélegri en þessi heimsfrægi ameríski þáttur. Kanadíski þátturinn um hvíta skipið var ósköp lítilsverður þótt tæknilega séð hafi hann tekizt vel. Efnið var hreinlega ekki vel unnið og áhorfendur vildu gjarnan fá betri innsýn í þessa hverfandi at- burði og nánari Iýsingar á lífsbar- áttu þessara fiskimanna. Folmer Rubæk, danskur sjálfum- glaður leikari og söngvari, kom fram í frámunalega lélegri söngva- syrpu, minnti á trúð, sem veit fyrir- fram, að efnisval hans er ekki að- eins lélegt heldur leiðinlegt. Sjón- varpið ætti að geta eytt aurum sín- um í eitthvað nýtilegra. Það er al- veg óskiljanlegt hver meiningin er, að velja svona þætti, og eyða á- gætum krafti eins og Carl Billich í að spila undir. Laganemar við Háskólann hafa undanfarin misseri flutt af og til all-áhugaverða þætti um fag sitt, málsóknir og málflutning. Hafa þeir þar lærða menn sér til leið- beiningar og „leika" sjálfir réttar- höldin eins og þau munu gerast í réttarsölum. Sl. miðv.d. var einn þessara þátta fluttur og tókst með á- gætum. Það góða við þáttinn er, að hann er í rauninni ekki eins leik- inn og hætta gæti orðið á, ef at- vinnumenn fjölluðu um. Almenn- ingur kynnist á þennan hátt nokk- uð réttarsölum, og jafnframt fáum við nokkra þekkingu á starfsemi hinna ýmsu rétta, sem hér starfa. Er full ástæða til að hvetja hina ungu menn og konur til að halda uppi þessum þáttum, því þeir eiga öruggan fylgjendafjölda, sem bíður þeirra með eftirvæntingu. Því miður virðist engin áhugi hjá fréttastofunni að bæta ráð sitt í vali og fjölbreyttni fréttamynda. Það þarf ekki speking til að vita, að nær allar fréttir fara framhjá sjónvarpsfréttastofunni þ.e. eru ekki keyptar eða sýndar og þótt fréttaþulir okkar séu myndarmenn og augnayndi kvenna, þá er einum of langt gengið að sjá andlit þeirra 60—70% af fréttatímanum. Endurtekningaefni sjónvarpsins er nú orðið svo títt, að ekki líða nema nokkrir dagar milli þess, að þætdr séu endursýndir. Ekki er um það að sakast en sjónvarpið mætti nýta aðra tíma en reglulegan út- sendingartíma til að sýna þessa þætti, en hafa eitthvað nýtt og meiri fjölbreytni á reglulegum út- sendingatíma. Er það satt, að engin von sé á yfirlýsingu frá dr. Gylfa í þessari viku? STAÐREYNDIR — sem ekki mega gleymast: (36) GATAN VID GLÆPAVEG Féþúfa „stjórnmálamanna11 — Fornar dyggðir — Lærisveinar Keynes og Marx — Auðsveipni og undirgefni — Áminning ítrekist! — Yfir 40% BRÉF SENT Mánudagsblaðinu: „Er ástæða til að haldið sé upp róna- og þjófabæli, hjá þurfalingum bæjarins í skúr við Þrastargötu og Melaveg? Þar ræður húsum maður nokkur, ölkær mjög, og ganga rónar þar út og inn nætur og daga, með barsmíðum og djöfulgangi. Annars á borgin að endurskoða afstöðu sína til þurfalinga, nóg er af flullhraustu ungu fólki sem fær styrk frá bænum. „Það hefir, að mínu áliti, orð- ið ólán fyrir hcimimn, að hug- myndir Keynes skyldu hafa haft jafn mikil áhrif á þriðja og fjórða áratug aldarinnar; því að ekki aðeins stuðlaði hið lokkandi yfirbragð stjórn- málaskoðana af því tagi, sem hann aðhylltist, að mögnun dæmalausrar kreppu í fyrstu og síðan aö tímabili tærandi verðbólgu, hcldur urðu þær or- sök þess, sem verra var: þær sljóvguðu alla hugsun um grundvallarcndurbætur. En þó, þegar menn harma áhrif Keyn- es á hagvísindin, þá ættu menn e-t.v- í raun og veru að hryggj- ast yfir hnignun s/ijórnmálanna sökum þess, að það voru kenn- ingar hans, sem hófu ýms við- horf, er fyrri kynslóðir myndu hafa talið ámælisveið, til sýndarvegsauka“. W. H. Hutt (1899 -), prólfessor í viðskiptafræðum og forseti við- skiptafræðideildar háskólans í Cape Town (1931-): KEYN- ESIANISM — RETROPECT AND PROSPECT (Henry Regnery Company, Chicago, 1963), bls- 433. Kjarninn Ágreiniihigur um orsakir þess ó- farnaðar, sem hrjáð hefir lýðræð- isheiminn undanfarna áratugi og fer dagvaxandi, getur naumast talizt með öllu óeðlilegur eins og allt er í pottinn búið- Þessum á- greiningi veldur að sjálfsögðu margt, en sú staðreynd ekki hvað sízt, að allur sá fjöldi „stjórn- málamanna“, er hefir gert sér hugsunarleysi almennings að fé- þúfu, byggir afkomu sina ein- mitt á endalausum rangfærslum og þvargi um sannindi, sem sér- hver meðalgreindur maður sér, við rólega yfirvegun, að liggja í augum uppi. Flok'kadrættir og stöðugar illdeilur um allt milli himins og jarðar, samfara hár- togunum og útúrsnúningum, ri>fr- ildi um kaup og kjör, ásókn í stöður og bitlinga, allt er þetta kjarni þess stjórnskipunarkerfis, sem við teljum okkur fullsæmd af í reynd- Þetta er sjáifur grund- völlur lýðræðisbaráttunnar; inn- tak hennar, eðli og takmark, allt í senn. Og þetta er jafnframt að miklu leyti svarið við þeim spurningum, sem maður spyr rnanin æ ofan í æ og af sífellt meiri áherzluþunga: Hvers vcgna forðast heiðarlegir hæfileikamenn þing og ráðuneyti eins og pestina? Af hverju veljast siðgæðisslakir miðlungsmenn nær eingöngu til forystu? Engum er láandi þó að hann leitist við að efla eigin hag og láta framavonir sínar rætast. Þvert á móti. öllum skynigædd- um verum er eðlilegast að hugsa fyrst og fremst um eigin velferð, enda er engum fært að verða öðrum að liði nema að hann sé áður fær um að sjá sjálfum sér farborða- En á hinni aldagömlu vegferð mannkynsins í leit að lífs- hamingju, hafa margir mætustu leiðtogar þess lagt sig fram um að efla með því vitundina um þá gullvægu lífsreglu, að svo beat verður heill einstaklingsins tryggð Framhald á 7. síðu.

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.