Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 29.09.1969, Blaðsíða 4

Mánudagsblaðið - 29.09.1969, Blaðsíða 4
4 Mánudagsbiaðið Mánudagur 29. september 1969 Ritstjóri og ábyrgSarmaður: Agnar Bogason. Símar ritstjórnar: 13496 og 13975. Auglýsingasími: 13496. Prentsmiðja Þjóðviljans. Er hættsilaust aS drepast á íslandi? Um það bil það eina, sem íslendingar geta gert án þess að stofna sér og sínum í tiltakanlega hættu, er að deyja. Það er nákvæmlega sama hvaða sótraftur eða mikilmenni hér á landi leggur upp laupana, hann á það eitt víst, að eftirmælahöfundar munu skilja við hann á síðum blaðanna, eins og mikilmenni, afreksmann, góðmenni eða ofurmenni. Þessi árátta þjóðarinn- ar um að rita fleiri greinar um hvern dauðann mann er senni- lega arfur úr skammdegi vesalmennskunnar, þegar óttinn við ásókn dauðra var alls ráðandi. Ekki var þetta þó alltaf svona. Á Sturlungaöld, svo ekki sé talað um söguöld, voru þessar vælutíkur ekki til. Það er ekki fyrr en hörmungatímabilið ræður hér ríkjum, að farið er að halda langhunda-lofræður um hverja mögulega og ómögulega persónu sem hverfur úr augsýn. í dag keyrir þó um þverbak. Ungir sem gamlir, virtir sem óvirtir, fá á eftir sér í gröfina langlokur um ágæti, sem þeir aldrei hafa unnið, kærleiksverk, sem þeim aldrei datt í hug, afreksverk, sem í daglegu lífi eru ekki annað en ósköp ó- merkileg og sjálfsögð viðleitni til að halda í sér líftórunni. Jafn- vel ómálga börn hljóta löng eftirmæli og aðstandendur fá hag- yrðinga til að yrkja um þau saknaðarljóð. Morgunblaðið, vegna stærðar sinnar, er athlægisblað landsins þegar til minn- ingagreina kemur. Ef þekktur maður deyr fær hann þrjár eða fleiri greinar um sig, en hver einn telur upp verk hans, aldur, fæðingardag, fæðingarstað, foreldri og önnur náin skyld- menni. Út yfir tekur svo „vinur", sem oft er pennanafn, sem jafnan minnist þess þegar „þeir“ léku sér saman í túngarð- inum eða gerður reisur út um lönd. Hófleysið jaðrar við smekkleysi. Rösklega tvítugur maður, bezti maður, sem fór af lífinu ótímalega fær 15 — fimmtán — minningargreinar um sig. Þriggja mánaða hvítvoðungur fær tvær minningargreinar. Sjötugur bóndi, góðbóndi, fær ekki nema nokkrar línur. Þetta er kallað samræmi og mannamat. Það er ekki annað en mannlegt að sakna ástvina. En að bera sorgir sínar á torg eins og íslendingar gera er væmið og um hóf fram ósmekkilegt. Þessi of-viðkvæmni nær ekki nokk- urri átt í nútímaþjóðfélagi. Útvarpið hafði þó upp það nýmæli að hætta væli prestanna um dauða menn, enda þótt það græddi drjúgan skilding á þessari samúðar þjónustu. Allir verðum við einhverntíma brott kallaðir, jafnvel ríkisstjórnin getur ekki gripið þar í taumana. Hún nær, að vísu, sínum tolli inn á þeim dauða, en stöðvað fær hún ekki né fyrirboðið þetta Ijúfa og einasta einkaframtak, sem enn er óskert. Tíminn má eiga það, að hann gefur út sérstakt rit um þetta er birtir ekki necrologa innan um brauðauglýsingar og bíla- varahluti, augnfarða og ráðleggingar við hárlosi. Þjóðviljinn hinsvegar er eina blaðið á landinu, sem hefur atvinnu-minn- ingargreinahöfund í þjónustu sinni. Það er tími til kominn, að dregið sé úr þesari ósmekklegu iðju. Sjálfsagt er að minnast manna, birta helztu æviatriði, segja frá þátttöku þeirra í þjóðfélagsstörfum. En við skulum reyna að ryðja því af síðum blaðanna, að manna sé minnzt eins og þjóðhöfðingja og banna ætti með öllu að höfundar slíkra greina ávarpi þann látna, skrif honum einkabréf um vináttu og ást, eins og það væri nokkurt áhuga- mál hins almenna lesanda. TILKYNNING Athygli innflytjenda skal hér með vakin á því, að samkvæmt auglýsingu viðskiptamálaráðuneytisins dags. 17. janúar 1969, sem birtist í 7. tbl. Lögbirt- ingablaðsins 1969 fer 3. úthlutun gjaldeyris og/eða innflutningsleyfa árið 1969 fyrir þeim innflutnings- kvótum sem taldir eru í auglýsingunni, fram í okt. 1969. Umsóknir um þá úthlutun skulu hafa borizt Lands- banka íslands og Útvegsbanka íslands fyrir 15. okt. næstkomandi. Landsbanki íslands. Útvegsbanki íslands. LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR: IÐNÓ-REVÍAN Leikstjóri: Sveinn Einarsson. Algjör vonbrigði á ravíusýningu í Iðnó. „Skyldi hún eiga erindi í dag"? (þ.e. revían) Svo spyr bjartsýnis- maSur sá, sem skrifar í leikskrá Leikfélags Reykjavíkur í tilefni af uppfærslu nýrrar revíu, Iðnó-reví- unnar, sem nú hefur séð dagsins Ijós. Svarið er einfalt. í þessu formi á revían ekkert erindi, því hún hefur næstum alla galla en engan kost þess leikritsforms, sem hún felur sig bak við. Þá segir og í leikskránni, að átta höfundar hafi spreytt sig á að koma þessu saman og, satt bezt sagt, þá er það, út af fyrir sig, af- rek, að átta mönnum, menntuðum í leiklíst skuli, í senn, koma til hugar að láta slíkt frá sér fara og boðið er upp á í Iðnó þessa dag- ana. Það er þó ofmælt að segja að allt sé svart. Einstaka sinnum má sjá Ijósa punkta, en þá má þakka Ieik einstaklings miklu meira en fyndni, gamansemi eða Iipurð þeirra er efnið sömdu. Fyrri hluti revíunnar er frámunalega léleg upptugga vinsælla dægurlaga allt frá „Those were the days, my friend" og upp eða niður í vælið úr Jakobi Hafstein um dauða and- arinnar, sem varð fyrir voðaskoti. Á milli þessara söngva — allt um Iandflóttann — kreista svo leikar- arnir út úr sér brandara, að þeir halda — og hlæja sjálfir af, áhorf- endum til mikillar undrunar. Revía er vandasamt verk og síst á færi skussa. Það er sagt, að menn séu gamaldags ef þeir vitna til fyrri revía t. d. Bláu stjörnunnar eða annarra slíkra gamanþátta sem hér voru sýndir áður. Vissulega má til sanns færa, að sumar þær revíur voru lélegar en flestar höfðu þær þó einhvern punkt, einhverja þungamiðju, skoplega ádeilu eða biturt grín, sem allir skildu og gátu látið vel við una. Þegar hálfur tími Ieiksýningar fer í það eitt, að end- ursyngja vinsæla slagara, samheng- islaust og án tiltakanlegra tilþrifa, þá má fullyrða að einum of langt sé gengið. Þegar leikstjórnin, í þokkabót, er gjörsneydd öllum listrænum smekk, en byggir aðal- lega eða einungis á getu einstakl- Framhald á 6. síðu. afsláttur 15. september til 31. október Auðvitað eru haustfargjöldin fjórðungi hagstæðarl — en fyrirgreiðslan er jafngóð allan ársins hring — og svo má fljúga strax — en greiða hálft fargjald síðar. Það kostaboð er einnig gefið þeim, sem vilja njóta haustfargjaldanna hagstæðu. FLUGFAR STRAX — FAR GREITT SÍÐAR mOFTLEIDIR

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.