Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 13.10.1969, Blaðsíða 1

Mánudagsblaðið - 13.10.1969, Blaðsíða 1
 SlaÓfyrir alla ^ílaéié 21. árgangur. Mánudagur 13. október 1969 16. tölublað. Eiturlyf og eiturlyfjasmygl hérl Hljómsveitarmenn ákærðir — Flugfreyja rannsök- uð — Yfirvöldin „vita ekki neitt" — Hætta á ferðum. „Ég veit ekki neit, sá ekki skapaðan hlut og skil ekkert i þessu“. Þetta má heita kjarninn í svörum allra opinberra aðila, sem eiga að fást við stöðvun og rannsókn eiturlyfja til ís- lands. Bréf, undirritað „lögregluþjónn11 hefur nú valdið miklu raski hjá opinberum aðilum, enda fjallar það um, eða stað- festir, þann orðróm, sem gengið hefur fjöllunum hærra um eiturlyfjaát unglinga og fullorðinna hér á landi. Bréfið nafn- lausa var sent öllum dagblöðunum og a.m.k. Mánudagsblað- inu, en hefur fengið misjafnar undirtektir. Tíminn „sló þvi upp“. Þjóðviljinn hneykslaðist út í Tímann, en hin settu upp vandlætingarsvip og þögðu eða aðeins ympruðu á málinu. Hl jðjnavaitln iiafur orðið uppvís að eiturlyfjanayzlu. ílna flugfreyJa hjá hefur við yflr- heyr2lur hjá Eannaðhnarligreglunni viðurkennt að hafa amyglað eitur- lyfjum fyrir einn raeðlim hl.jðmsveitar- innaLr, ávona mál á alls eíclci að þegja ua. Lögregluþjðnn Það hefur lengi verið siður að þegja við þeim ósóma, sem ríkir, leynt og Ijóst, hér á landi, og skiptir litlu tilefnið. Þó skyldu menn ætla, að mál eins og þetta, myndi vekja almenna athygli blaða og umsvif, eftirlit og rannsókn hins opinbera. Að vísu „hefur eftirlit verið auk- ið" (Mbl.) en kollegar Þjóðviljans eiga að „hugsa sig um eitt andar- tak áður en þeir búa til rosafyrir- sagnir á ekki neitt". Staðreyndin er hinsvegar, að ailar líkur eru til, að eitur- lyfja, hassis og marijuana, sé neytt í vaxandi mæli hér á landi, ekki sízt meðal æsku- fólks. Þá er satt, að fullorðnir hafa verið teknir ,,undir stýri" í ,,annarlequ“ ástandi, ekki þó fullir. Lyfseðlar Pillur hafa verið afgreiddar út á falska lyfseðla og meðlim- ir svokallaðra pophljómsveita liggja undir aðdróttunum um neyzlu eiturlyfja. Þá er og full- yrt, að Interpol hafi aðvarað íslenzku löggæzluna í sam- bandi við eitursmygl í skipum og flugvélum og vitað er að flugfreyja eða flugfreyjur hafa orðið fyrir sérstakri rannsókn vegna samneytis við „vafa- sama“ náunga í erlendum höfn um. Annarlegt ástand Samt veit íslenzka löggæzlan ekki neitt, en „herðir eftirlitið". Þetta er ein aumastá skýring á starfi þessara embættismanna, sem lengi hefur heyrzt. Unglingar hafa, oftar en einu sinni verið teknir í einkenilegum „svima" eða sljóu á- standi á skemmtistöðum, ekki þó vegna áfengisneyzlu. Ekki skal enn fullyrt, að um sterkari eiturlyf sé hér að ræða, en eitur- og örvunar- lyf eru það engu að síður. Nafn- lausa bréfið (sjá mynd) virðist samt hafa komið róti á hið opin- bera. Sjónvarpið fékk vísindalega yfirlýsingu um áhrif þess frá lækni. Tíminn varar við „vandamáli hér á landi", Þjóðviljinn „í sínum ein- stæða anda" kallar þetta „rógskrif". „Bréfið" mikla Það er næsta einkennilegt, áð blöðin, sem daglega fá „ómerkt bréf' skuli rjúka upp til handa og fóta, bótt þau fái EITT bréf varð- andi eiturlyfjaneyzlu og smygls ein hverrar, en þó nafngreindrar, flug- freyju og hljómsveitarmanns. Blaða menn hafa lengi vitað um þennan almenna orðróm og lögreglan hefur haft í vörzlu sinni fanga, sem ver- ið hafa undir áhrifum eiturlyfja, þótt af meinlausara taginu séu. Alvörumál — múgsefjun Það er alvarlegt mál hér á ferðum og því alvarlegra, ef satt reynist, að vinsælir hljóm- sveitarmenn neyti eiturlyfja. Margir þesara ungu manna eru guðir í augum æskunnar, einskonar leiðtogar hennar á tilfinninga og hegðunarsvið- inu. Ef æskan, eða hluti henn- ar, þykist vita að ÞEIR neyti þessara lyfja sér hún vissu- lega enga ástæðu til þess að neita sér um hið sama. Þetta er aðeins múgsefjun, sem snjallir og vinsælir pop-leikar- ar valda. Eiturlyf jadeild Viðbrögð allra aðila opin- berra, sem spurðir hafa verið, eru einstæð og einkar ó- embættisleg. „Við vitum ekk- ert" er kjarni svarsins. Vera má, að þeir ætlist til að rann- saka málin I kyrrþey, fá játn- ingu, eins og í innbrotatilfell- um, og birta hana sigri hrós- andi í fréttum. Almenningur væntir annars og betra í þess- um málum. Hann krefst þess, að löggæzlueftirlitið myndi sérstaka „eiturlyfjadeild" og að starfsmenn hennar sæki samkomustaði æskufólks, at- hugi gesti, yfirheyri þá, sem „undarlegir" virðast og krefjist nafna þeirra er lyfin útveguðu. Hér er ekki um algengt brenni- vínsmál og „aldursmál" að ræða. Hér er um að ræða eitt alvarlegasta og hættulegasta böl sem nú þjáir mannkynið, böl sem jafnvel íslenzk sjálfs- blekking má ekki láta átölu- og rannsóknarlaust fara fram hjá sér. Tilgangurinn? Það er orðin tízka hjá hinum lélegri kvendum, sem jafnan standa í stórræðum á veitingastöð- um og í partýum, að hrópa nauðg- un, ef eitthvað slæst upp á vin- skapinn við karlkynið. Má leiða getum að því hver tilgangur slíkr- ar hótunar eða kæru er. Jafnvel fullyrða sumir, að þetta sé Ioka- atrenna í þeirri tilraun að liafa fé eða gjald frá karlmanninum. Óverandi í starfi í þetta skipti er að sjá, að lög- regluþjónn hafi orðið fyrir barðinu á slíkri ákæru. Ef saklaus reynist, þá er liér um alvarlegt mál á hend- ur stúlkunni að ræða. En málafreli eða ekki málaferli bæta engu um fyrir manni þessum. Starf hans er löggæzla á götum borgarinnar og má gera1 sér Ijóst hvílíkir erfið- Ieikar verða fyrir hann að starfa hér í „landi kuningsskaparins". Almenna út- gerðarfé'aaið Hvað skeði? Óeðlilega hljótt hefur verið um svokallað „Almenna út- gerðarfélagið" sem stofnað var fyrir nær einu og hálfu ári. Hugði félagið á kaup á togara og útgerð almennt, og bauð al- menningi hlutabréf í væntan- legri útgerð til kaups. Á blaða- mannafundi töldu forustumenn félagsins sig þá þegar hafa safnað álitlegri fjárupphæð. Skömmu seinna upplýstist, að hið nýstofnaða félag fékk ekki að kaupa togara þann, sem ráðgert hafði verið að festa kaup á. Síðan hefur lítið eða ekkert um fyrirtækið heyrzt, en blaðið hefttr fengið nokkrar fyrirspurnir um hag þess, svo og hvert það hlutafé, sem safnaðist, liafi runnið. Við reyndum að ná sambandi við skrifstofu félagsins, en fengum þar ekki svar, símanum var ekki anz- að. Þá reyndist og árangurslaust að hafa hendur á einstökum fyrirsvars- mönnurn þess. Frekari fyrirspurn- ir reyndust árangurslausar, utan þess, að óskyldur aðili tjáði okkur að félagið hefði „gufað upp" — hreinlega látist. Það er næsta undarlegt, ef mönnum leyfist að stofna slík fyr- irtæki, leita fjáröflunar hjá al- menningi, en síðan, ef illa tekst, hreinlega „hverfa" úr augsýn. Hér er á engan hátt neitt annað gefið í skyn, en það, að aðferð þessi er sannarlega „einkennileg" og ber fyrirsvarsmönnum félagsins engu að síður að gefa opinbera skýrslu um endalok félagsins. Þessvegna er einfaldlega spurt: Hvað skeði? Hvað varð af Almenna útgerðarfélaginu? Gera verður ráð fyrir, að hann fái orð eins og „nauðgari" eða annað álíka skemmtilegt í starfi, frá dón- um, sem hann verður að sinna í starfi. Refsivert athæfi Nauðgun er alvarleg ákæra, og getur hreinlega rænt saklausan mann mannorðinu, eða skapað hon um óhægar eða jafnvel ómögulegar aðstæður í starfi. Sönnuð nauðgun á að vera geysilega refsiverður glæpur. En, engu að síður, á einnig að refsa þeirri kvensnipt, sem kærir menn að ástæðulausu, birta nafn hennar, eins og hvers annars hættu- Iegs óskundamanns. Það er ekki grín fyrir menn saklausa að liggja undir því ámæli og þeim skugga, sem skapast þegar slíku er slett fram, og það er skylda lögregluyfirvaldanna, að láta slíkar telpur hljóta sömu refsingu og aðra, sem bera fram falskar ákærur. L. Þ. Vátrygginga- | félagið selt Kaupsýslumenn hinir nýju eigendur Allmargir kaupmenn, innan kaupmannasamtakanna, hafa nú fest kaup á Vátryggingafélaginu, og er sagt, að þeir ætli að hleypa nýju fjöri í starfsemina, en hún mun hafa verið heldur í daufara lagi undanfarin ár og þar háð nokkur fjárskortur. Blaðið frétti þessi tíðindi lauslega skömmu áður en það fór í prentun. Heimildarmaður sagði, að kaup- sýslumenn hefðu keypt félagið, ásamt öllum sam- böndum og „goodwill" á ca. 15 —fimmtán — milljónir króna, en bætti þó við, að sögur væru mjög á reiki um verðið. Eins og kunnugt er hefur Vátryggingafélagið aðsetur við Borgartún og hefur annazt allskyns trygg- ingar, en framkvæmdastjóri þess er Ólafur Finsen. Kaupin munu þegar um garð gengin, en hinir nýju eigendur munu ekki ennþá hafa alveg tekið við rekstr- inum og um mannaskipti er blaðinu enn ókunnugt. Mannorðsþjófar Falskar ákærur mannskemmandi — Nauðgunarhróp að tilefn- islausu — Hörð refsing Fyrir röskri viku kom upp „nauðgunarmál" hér í Reykjavik og gátu blöðin þess að nokkru. Stuttu seinna var ,,fréttin“ borin til baka, og látið í skína, að ekki væru málavextir slíkir, sem haldið var. Var jafnframt fullyrt, að úr málaferlum yrði ekki. Stúlkan virðist hafa haft ákaflega takmarkaðan rétt til slíkrar ákæru á hendur lögregluþjóninum. En, samt sem áður, var skaðinn skeður.

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.