Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 13.10.1969, Blaðsíða 6

Mánudagsblaðið - 13.10.1969, Blaðsíða 6
6 Mánudagsblaðið Mánudagur 13. október 1969 Ný Heimilistrygging hjá Samvinnutryggingum Tyrsta október sl. gengu í gildi nýir skilmálar fyrir Heimilistrygg- ingar hjá Samvinnutryggingum. Bœtt hefur verið inn í þá nokkrum nýjum atriðum, sem gera trygging- una betri og hagkvcemari. Þá hafa fastar tryggingauppbceðir hennar verið hcekkaðar verulega til sam- rcemis við núverandi verðlag. T.d. er ábyrgðartrygging nú kr. 1.250.- 000.— í stað kr. 500.000.— og örorku- og dánartrygging húsmóð- ur og barna (yngri en 20 ára) nú kr. 300.000.— á hvern einstakling í stað kr. 100.000.— áður. Nýr upplýsingabceklingur gefinn út. Skal nú getið um sum helztu at- riði þessarar nýju tryggingar. Hinir tryggu eru, tryggingartaki, maki hans og ógift börn innan 20 ára svo og þjónustufólk, enda hafi allir þessir aðilar sameiginlegt lög- heimili. Hvaðct munir eru tryggðis? Tryggingin nær til alls innbús, en þar er átt við alla persónulega lausa fjármuni, er fylgja almennu hús- haldi. Einnig viðleguútbúnaður og tómstundaáhöld. Varahlutir og á- höld eru tryggðir fyrir allt að kr. Merkileg uppgötvun Framhald af 5. síðu vötnum hér á landi. Blaðamenn komu til mín og báru þetta undir mig. Eg setti upp spekingssvip eins og íhugulum vísindamanni sæmir. Eg sagði það vera skoðun mína, að foskar hefðu borizt hingað til lands á hlýviðrisskeiðinu eftir að ísöld- inni lauk. Líklega hefðu eggin eða Iirfurnar borizt með farfuglum hingað. Sennilega hefðu þeir áður verið í fleiri vötnum, en fuglar lík- lega útrýmt þeim þar. Eg benti á frásagnir í íslenzkum þjóðsögum af undarlegum kvikindum eins og til- beranum, og taldi, að þetta hefðu sennilega verið froskar. Þetta fannst blaðamönnunum mjög sennilegt hjá mér. Og enn eitt varð til að styrkja minn málstað. Eg frétti af fjör- gömlum manni hérna í Reykjavík, sem á yngri árum hafði verið vinnu maður á Reynisvatni í nokkur ár. Eg fór að finna gamla manninn. Hann var kominn undir nírætt og talsvert farinn að sljóvgast, en ég gat þó vel talað við hann. Eg spurði hann, hvort hann hefði aldrei heyrt undarleg hljóð frá vatninu á sum- arkvöldum. Hann var ekki frá því, að þaðan hefðu stundum borizt skrýtileg hljóð. Svo fór ég með hann í bíi uppelftir. Froskarnir voru þá að krakka í sefinu, og hann lagði við hlustirnar. Jú, sagði hann, [tetta var einmitt hljóðið, sem hann hafði heyrt fyrir meira en sextíu árum. Það væri ekki um að villast. Svo setti ég blaðamenn í samband við gamla manninn og þeir áttu viðtöl við hann. Með þessu Leikdómur Framhald af 3. síðu ingar, töturmennskan almennt, en lengra nær það .ekki. Gísli nýtut þarna þekkingarleysis síns meira en hann gerir sér Ijóst, og er þetta síður en svo sagt í niðrandi merk- ingu, því Gísli er á mörgum svið- um þaulmenntaður og reyndur í list sinni. En andrúmsloft hjá þess- um lýð í Suðurríkjunum frá alda- mótum upp til 1940 þekkir hann ekki fremur en ég lífsskoðanir brauðgerðarmanna í Timbuktu. Persónur hans verða því alþjóðleg- ar fremur en bundnar við leiguliða- kot í Georgíu-fylki. Leikstjórnin er í heild mjög á- ferðarfalleg, ekki ýkja lifandi en vönduð, einskonar gott verk án finesse. Sjálfur skapar hann eftit- minnilega persónu í Jeeter sínum, leikur afburðavel á köflum, marg- slunginn og oft torskilinn í athöfn- um sínum og viðbrögðum. En leik- urinn sjálfur er heilsteyptur og víð- ast mjög sannur. lnga Þórðardóttir, systir Rice, er mjög smellin í hlut- verki sínu, en þó heldur klaufaleg á köflum, einkum í lokaþætti í við skiptum við Dudda. Inga sýnir fjör kippi, en, eins og oft vill henda eldri leikkonur okkar, fipast í replikkum þegar verst gegnir. Það er einkennilegt, en svo virðist sem allar eldri leikkonur okkar virðast falla x' sama sviðsfasið, nefnilega einskonar sköss a la Emilía Jónas- dóttir. Sigríður Hagalín, Ada, nær aldrei fullum tökum á hlutverki sínu. Leikkonan vill gera vel, legg- ur sér til sérstaka „ryðgaða" rödd, en gleymir fulloft „röddinni", líkt og krakki í mútum. Fas hennar er dágott, en átökin þolir hún illa og ofleikur jafnan þegar til verulegra geðbrigða kemur. Borgar Garðars- son, Duddi, nær ýmsu góðu úr hlut verki sínu, gengur næst Gísla í túlk un sinni. Kuldaleg tilsvör, bölv og skammir fara honum einkarvel, og í lokaþætti, eftir að hann hefur ekið yfir móður sína nær hann eink ar góðu tilsvari og réttilega yfir sviðsljósin. Ella Maja, Hrafnhildur Guðmundsdóttir, fær þokkalega út- reið í höndum leikkonunnar, en heldur sviplaust yfirleitt. Pearl, Edda Þórarinsdóttir, glæsistúlkan, gift nauðug og unir ekki við bónda sinn, er áferðarfalleg og ekki meira. Pétur Einarsson, Lov, Ieikur hlut- verk sitt með góðum tilþrifum. Heildarsvipur sýningarinnar mætti vera betri. Byggir sýningin of mikið á „einstaklingsframtaki" án tillits til heildarinnar og má þar máske finna orsökina, að aðalleik- andinn er leikstjóri, og fær vart fulla yfirsýn yfir verk sitt. Ekki verður þó, með réttu, talið að þetta verði sýningunni til alvarlegs tjóns. Ahorfendur skemmtu sér nokkuð vel, klöppuðu talsvert og vel í lok- in þegar tjaldið féll. Umgerð leiks- ins var góð, strigatjaldið og allt það. Hér er á ferðinni leikrit, sem sýnilega nær vinsældum hjá almenn ingi, en vart hjá þeim, sem ekki bygja andlegar kröfur sínar á venju legum dagsbrúnartaxta. A.B. var sannað, að froskar hefðu verið í Reynisvatni fyrir sextíu árum, og það virtist augljóst, að þeir hefðu veri þar í þúsundir ára, löngu áð- ur en mennskir menn stigu fæti á ísland. Það sljákkaði í kollegunum við þetta og þeir létu ekki á sér kræla. Þarna höfðu froskar verið allan tím ann rétt við nefið á þeim, en ekki höfðu þeir fundið þá. Það var ég, hinn ungi og athuguli náttúrufræð- ingur Sölvi Aðalsteinsson, sem hafði skotið þeim heldur betur ref fyrir rass. Og hróður minn átti eftir að berast langt út fyrir strendur ís- lands. Það þótti tíðindum sæta, að froskar hefðu fundizt á íslandi, eink um í herbúðum dýrafræðinga. Fræg vísindatímarit birtu fregnir af þessu. Eg var fengin til að skrifa grein um þessa uppgötvun í frægt enskt náttúrufræðirit, og nefndi ég hana „Rana temporaria in Iceland". Eftir þetta fékk ég bréf frá mörg- um heimskunnum dýrafræðingum, sem lýstu miklum áhuga á þessu og óskuðu mér hjartanlega til ham- ingju með uppgötvun mína. Og í sumum bréfunum vottaði fyrir nokkurri lítilsvirðingu á eldri nátt- úrufræðingum íslenzku þjóðarinn- ar, sem aldrei hefðu uppgötvað froska í næsta nágrenni höfuðborg- arinnar. Svo mikla athygli vakti þetta, að einn frægasti dýrafræðingur Banda ríkjanna, Solomon Schuster, gerði sér ferð hingað til lands til að at- huga íslenzku froskana. Eg var auð- vitað sjálfkjörinn leiðsögumaður hans hér á landi. Og hann tók strax ástfóstri við mig, gamli maðurinn, og lét þau orð falla, að ég væri án efa einn hinn markasti þeirra ungu dýrafræðinga, sem nú væri uppi í heiminum. Og eftir að hann kom vestur útvegaði hann mér prófess- orsstöðu í dýrafræði við háskóla í Idaho. Eg er nú á förum þangað. Þetta verður eitthvað annað en að vera að reyna að troða í heimska og óþekka krakkagrislinga í gagn- fræðaskóla í Reykjavík. Það má með sanni segja, að ég á froskun- um mikið að þakka. Og skrambi var þetta góð hugmynd hjá mér að koma með nokkur þúsund froska- egg á glösum frá Englandi í hitteð- fyrra og láta þau í Reynisvatn. Mysticus. 10.000.—, en peningar, verðbréf o. þ.h. fyrir kr. 3.000.— hvert um sig. Tjónabcetur. Auk tjóns á innbú- inu af völdum eldsvoða, eldingar, sprenginga, sótfalls, vatns, snjóflóða og aurskriða var bætt inn atriði um tjón af völdum foks og olíu, sem óvænt streymir frá tækjum eða leiðsl um. Tryggingin nær til innbrots- þjófnaðar, þjófnaðar úr ólæstri í- búð og læstum einkabíl svo og stulds á barnavagni, barnakerru og reiðhjóli, enda hafi hjólið verið læst. Bcetur umfram tryggingarfjár- hceðina. Hafi íbúðin skemmst af eldsvoða eða öðru því, sem trygg- ing nær til og viðgerðarstarfið er svo umfangsmikið, að fjölskyldan neyðist til að flytja úr henni, greið- ist sá aukakostnaður, sem hún verð ur fyrir af þeim sökum. Verðhcekkun. Þegar trygging er endurnýjuð, hækkar tryggingarfjár- hæðin fyrir innbú samkvæmt fram- færsluvísitölu Hagstofu íslands. Abyrgðartrygging. Tryggingin nær til almennrar skaðabótaskyldu, sem fellur á meðlimi fjölskyldunn- ar bæði hér á landi og á ferðalög- um á Norðurlöndum. Ororku- og dánartrygging hús- móður og barna yngri en 20 ára af völdum slyss eða mcenuveikilömun- ar. Bætur greiðast, ef slys eða löm- unarveiki veldur dauða eða varan- legri örorku. Tryggð er eiginkona tryggingartaka eða fastráðin ráðs- kona, ef henn er ókvæntur. PELIKAN Það er enginn betri Heimilis trygging betri-hagkvæmari: SVMMS.Mluvui.XMnR Örorkubætur fyrir húsmóður og börn nema kr. 300.000.— fyrir hvert þeirra við algera (100%) varanlega örorku. Þrát fyrir hina víðtæku og nýju skilmála tryggingarinnar og aukin tjón og hækkandi reksturskostnað hafa iðgjöld hækkað að meðaltali um tíu af hundraði. MODEN Tolto Farben Sctan«ichaMoii«ay> MkhchörH Drxcixe N«u: ►tertK'rJ'iaeiv- kteide' mit Chabul-io-VÆntff 63 Schnrtle zum Selbennachen - ab Groöe 34 bis GröBa SO HU 1 J.U1Í1C lhll U> Auglýsið »t. v 'A Mánudagsblaðinu Stoffe des Monats: Die schönsten Webpelze Mollig warme Sachen f iir den Winter Zum Selbermachen Im Rezeptteil: Wild - Spezialitáten fúr Feinschmecker 10 OKTOMA <•«» 'imitwi — Með litprentuðu sniðörkinni og hárnákvæmu sniðunum! — Útbreiddasta tízku- og handavinnublað Evrópu! — Með notkun „Burda-moden“ er leikur að sníða og sauma sjálfar!

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.