Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 13.10.1969, Blaðsíða 4

Mánudagsblaðið - 13.10.1969, Blaðsíða 4
4 Mánudagsblaðið Mánudagur 13. október 1969 Ritstjórl og ábyrgðarmaSur: Agnar Bogason. Sími ritstjórnar: 13496- — Auglýisinigasími: 13496. Prentsmiðja Þjóðviljans. Glæpir / skólamálum Nýlega birtist eða sást í sjónvarpinu viðtal við skólastjóra Kennaraskólans. Að vísu var ekki neitt sérstaklega merkilegt, sem skólastjórinn hafði að segja, en það, sem merkilegt eða eftirtektarvert þótti í viðtalinu, var að afstaða hans var enn eitt dæmið um þá reginspillingu, sem ríkir í skólamálum og afstöðu hins opinbera. Skólastjórinn, eftir að hafa hælt stofnun sinni að verðleik- um, þurfti nauðsynlega að brjóta upp á húsnæðismálum skól- ans, og taldi þau þröng, ófullnægjandi, skort á kennslustof- um, húsrými kennara, vinnustofum, íþróttasal o. s. frv. Þetta er eitt af algengari kvörtunum skólamanna, og á eflaust rétt á sér innan vissra takmarka. En skólastjóranum varð laglega á í messunni þegar spyrjandinn krafði hann frekari sagna um ástandið í skólanum og væntanlegar atvinnuhorfur þeirra nema, sem þaðan útskrifast. í Ijós kom, að ekki nærri helmingur útskrifaðra kennara hafi nokkra möguleika á kennarastöðum, markaðurinn sé yfirfull- ur og kennaranna biði ekki annað en að leita sér vinnu í óskyldum fögum. Því til málsbóta var svo fært, að þetta væri þó menntun, og hún skaðaði aldrei. Þetta er, í stuttu máli, kjarni þeirra brjálæðiskrafna, sem skólamenn nú gera á hendur hinu opinbera. Fleiri byggingar, meiri útgjöld, stærra kennslurými og betri aðstæður. Skiptir þar engu máli hvort tilteknir skólar útskrifi þarfa menn eða hið opinbera leiki sér að því að byggja yfir óþarfa stétt mennta manna, undir því yfirskyni einu saman, að „menntun sé mátt- ur“ eða álíka vænlegum en haldlitlum slagorðum. Skólastjór- inn, jafnframt því að játa, að kennaraþörfin í þessu fagi sé mett, krefst þess, að hans skóli þurfi ýmsar bætur, byggingar og ýmislegt annað. Taldi hann sjálfsagt, reyndar fullyrti, að hið opinbera myndi á næsta ári, bæta úr þessu, byggja nýtt, bæta við og lagfæra húsnæðiskvabb þessa skóla. Það þarf ekki að ræða þá staðreynd, að allar þessar fram- kvæmdir munu kosta ríkissjóð milljónir á milljónir ofan, þótt reyndar sé engin þörf á þessum framkvæmdum. Skólastjórar virðast nú gera það að starfsskyldu sinni að heimta meira hús, stærra rými o. s. frv., þótt þeir jafnvel játi opinberlega, að skólar þeirra, sem hreinar útungunarvélar, hafi fyrir löngu yfirfyllt þá markaði, sem þeim er ætlað. Þetta kapphlaup skól- anna um veglegar byggingar og nemendafjölda, er orðið dýrt, óþarft spaug. Sumir fagskólar vinna aðeins með beinagrindar- liði sum árin vegna þess, að stéttir þær, sem útskrifa meist- ara, eru mettar og óþarfi að útskrifa fleiri menn eða konur það og það árið. Þetta er skynsemi og sýnir, að enn eru þeir til, sem eitthvað vit hafa í kolli og gera ekki endalaust út á ríkissjóð, EINUNGIS til þess eins að þykjast stórir og kunna eyðslu á opinberu fé. Það á að slá svona draumóra og vitleysur niður. Það er skylda þingsins eða skólayfirstjórnarinnar og fjárveitinga- nefndar að banna með öllu slík æfintýri og fjáraustur, sem þessum skólastjóra, sem er samnefnari ýmissa annarra skóla- stjóra ætla að ana út í eða gera kröfur til. Fjárveitinganefnd, sem nóg hefur á sinni könnu, hlýtur að sjá, að það er glapræði eitt, að ausa fé í að útskrifa stétt manna, sem viðurkennir að þar sé fullt af lærðu fólki fyrir, og algjört atvinnuleysi blasi við eða sé þegar komið á. Svona vinnubrögð eru ekki til þess, að auka vinsældir ráða- manna, enda er hér um glæpsamlega afstöðu að ræða, ef úr framkvæmdum verður. Sjónvarpsdagskráin Framhald af 8. síðu. góðum blaðamanni. Eiður Guðna- son er þulur í þess orðs beztu merk- ingu. Alvarlegur á svip, oft ekki eins upplýstur og skyldi, samanber „hrossaóperuna" hans á Korpúlfs- stöðum, reynir Eiður að koma því til áheyrenda, að „hér sé alvarlegt mál á ferð" og aldrei losnar hann við umbótasvipinn, skortir eigin- lega vart annað en geislabaug til að sýna sitt rétta innræti — samt ekki gullbaug. Ingólfur Ásgeirsson er húmonsti, þótt hann leyni því oft með hátíðlegu yfirbragði. Hann hefur „moduleraða" rödd, raskast ekki auðveldlega eins og t.d. Eiður, vinnur skilmerkilega úr fréttamat sínum og bregður á glens þegar mistekst. í rauninni er sjónvarpið einmuna heppið með þessa menn. Þótt ekki sé auðvitað samanburður. og persónumar í raun, ólíkar, þá fellur persónuleiki þeirra vel í geð áheyrendum. Gaman væri að heyra þá „inter- vjúa" hvern annan, gera dálítið skop, því sjónvarpið þyldi, í heild, einhvern hlátur annan en illgirnis- legan. I HREINSKILNI SAGT - KAKALI skrifar: Hrakfarir múraranna 18 — Kvabb og málakunnátta — Svik eða ekki — Miklar ásakanir — Þýzk leti — íslenzk- ir afreksmenn — Dyggð og trúnaður Eftirfarandi bréf barst blað- inu nýlega í sambandi við Þýzka landsför 18 múrara og fund þeirra þremenninga, sem aftur eru snúnir, með blaðamönnum. Eins og sjá má byggist greinin aðallega á úrdrætti dagblaðsins Tímans, en hin blöðin rituðu í líkum tón. Greinin er stytt og endurrituð. — Ritstj. „Nú er það svart maður", auglýsir Sturlaugur Jónsson, véla salan, og undir það getur nú múrarafélagið tekið með nokkr- um rétti. Nýlega kölluðu forráða menn múrarameistara á blaða- menn og sögðu frá óförum sín- um hjá þýzkum, en þangað réð- ust nýlega 18 múrarar til vinnu. Allir nema einn voru mállausir, en þegar út kom, skildist mönn- um helzt, að ekki hafi verið um annað en pretti og svik af hálfu þýzkra að ræða, og það ekki neina meðalpretti. Raunasaga þeirra félaga hófst nálega samstundis og þeir stigu á vesturþýzka grund. Ekki var hægt að láta kappana byrja á Téttu verki, en þeir voru látnir byrja á ýmsum öðrum óskyldum verkum í stað þess að byggja 10 hæða blokkir tvær, sem um var samið. Undu múrarar hið versta við þessa breytingu en þoldu þó með illu, enda óhægt að mótmæla þar eð enginn skyldi tungu innfæddra. Efdr nokkurra daga íhlaupa- vinnu óskuðu íslenzkir eftir að fara í blokkabyggingarnar, en þá var þeim því svarað, að aðeins nokkrir fengju vinnuna, en ekki allur hópurinn. Þetta sveið land- anum allmikið, en þá höfðu komið upp árekstrar milli þeirra og innfæddra og var málakunn- attuleysið þar aðalástæðan. Vildu þeir alls ekki una við þessi svik, hlupu saman í hnapp og kölluðu til íslands á hjálp í mynd foringja síns, Hilmars Guðlaugssonar, sem þegar flaug til Þýzkalands til að heimta rétt- læti. Eitthvað létu Þjóðverjar sig er þeir sáu ygglda brún Hilmars, en útilokuðu með öllu að taka allan hópinn í vinnu og brugðu því við, að íslenzkir væru „hæg- fara" og ekki treystandi til slíkra verkefna. Þetta þótti Hilmari undarlegt, því að ekki höfðu þýzkir kynnzt þvílíkir jötnar okkar menn eru til verks, sem ekki var að furða, því þeir voru óreyndir með öllu af þýzk- um. Taldist Hilmari þá, að kom- in væru í Ijós tvenn svik. Eftir að Hilmar tók að ygglast fyrir alvöru, var 12 íslendingum boð- ið að vinna við blokkina, því fleiri kæmust ekki fyrir, en þá seig i landann. Taldi hópurinn ekki koma til greina, að þannig væri farið í manngreinarálit, og fyrirtækið þýzka hélt fast við sinn keip, fóru íslenzkir burtu í fússi, þrír heim til mömmu, níu til Svíþjóðar, en sex í verksmiðjuvinnu í Þýzkalandi. Nú mun enn sannast að ekki er vænlegt að treysta frásögn annars aðilans er tveir deila, en þó skýrði Hilmar svo frá, að þýzkir hefðu ekki borið brigður á frásögn og kröfur íslenzkra. íslendingarnir þrír, sem heim rákust, voru í hinu versta skapi og kváðu Þjóðverja endemis- menn með öðru. Kölluðu þeir á blaðamenn og báru fram ýmsar kvartanir og ekki gleymdu þeir að segja álit sitt á þýzkum, bók- haldi þeirra, vinnuafköstum, tækjum og verkstjórn allri. Það var þá fyrst, að þýzk- ir fölsuðu vinnuskýrslur, auðvitað í ábataskyni fyrir sjálfa sig eins og þremenn- ingarnir tóku fram. Voru ís- lenzkir reknir út á akurinn klukkan sex að morgni en þrælað til klukkan sex að kvöldi, en á skýrslu þyzkra kom fram, að þeir ynnu að- eins frá klukkan átta að morgni en hættu klukkan fjögur. Til að bæta við svik- in kemur dálítið undarleg skýring hjá þremenningun- um, samkvæmt frásögn Tím ans. „Þeir dvöldu á hóteli einu, og greiddu 10 mörk fyrir húsnæði, morgunverð og kvöldverð, en fyrirtækið 3 mörk á móti. Var hótelið skammt frá byggingastað þeim er blokkirnar skyldu rísa á, en í staðinn þurftu sumir íslendinganna að aka í þrjá tíma á vinnustað". Þetta er glögg og vel skilj anleg skýring, er það ekki? Nú, ekki var álitið mikið á þýzkum. Þeir voru ,,sízt afkastameiri en islending- arnir, og gæði frekar lélegri en hitt. Þá væri vélakostur ekki betri en hér gerist, og verkstjórn mun lélegri en hér heima". Dæmi bentu ís- lenzkir á til stuðnings orð- um sínum, og nefndu þar, að íslenzkir hefðu verið sett ir í hleðslu með Þjóðverj- um, sem höfðu það að sér- grein. Eftirtvo daga voru ís- lendingarnir komnir fram úr Þjóðverjunum hvað vinnu- gæði snerti og jafnir þeim að vinnuhraða". Þessu samtali lauk svo með því, að Hilmar kvað múrara uggandi um atvinnu í vetur. Við þessa Bjarmalands- ferð þeirra 18-menninga er litlu að bæta. Þó koma þarna fram merkilegar upp- lýsingar. Svik og fölsun er talsvert alvarleg ádeila, og þá ekki sízt hjá þýzkum, og má vænta, að þessir svik- arar og falsarar fari allir bak við lás og slá þegar sendiráðið þýzka hefursent út þýðingu af viðtali þessu. Ekki hefur það orð farið af þýzkum almennt, að þeir væru afkastalitlir við vinnu. Jafnvel erfðafjendur þeirra, Rússar, telja þá eina mestu atorkuþjóð heims og uppbygging Þýzkalands úr algerri rúst bendir óneitan- lega eitthvað í þá átt. Sama máli gildir um skoðanir allra annarra þjóða, jafnvel Svía. Gaman og fróðlegt er að vita hve léleg verkstjórn þeirra er, en það stafar sennilega af því, að þeir eru annarri verkstjórn vanir en við og satt að segja, þá er álitið, að þýzkir kunni að stjórna og hlýða vel aga. Vélakostur þeirra hefur nú í fyrsta skipti hlotið ó- skipta skoðun íslenzkra af- reksmanna, og fær þar held ur illa útreið, „frekar léleg- ur en hitt“. Er þetta einkar skemmtileg skoðun og eng- inn efar réttmæti hennar. Þáð er vissulega kóminn tími til að íslenzka múrara- stéttin opinberi óskeikula skoðun sína á þessum út- lendu vinnuveitendum. Við íslendingar getum sagt okk- ur til lofs, að ekki þekkist í manna minnum svikin is- lenzk vinna. Sá óheyrilegi glæpur að fara með vinnusvik, er með öllu óheyrt hér heima. Geta allir borið þess vitni, að múrarastéttin íslenzka er ein sú vinnusamasta og svikaminnsta sem til þekk- ist. Má telja þá íslendinga á fingrum sér, sem ekki eru sammála um ágæti hennar í hvívetna, fórnfýsi hennar, snögg viðbrögð, einkum og sér þegar hún hafði nóg að gera og menn áttu undir þessa ágætu en nú hröktu stétt að sækja. Nú telja þessir menn, sem sóttu langan veg og sækja enn til annarra landa, af því fósturjörðin vill ekki lengur fæða þá, hýsa þá og ganga með hatt í hendi að fótskör þeirra, að þýzkir skuldi sér lífsviðurværi, sænskir geri úthlaup til að ræna þessum afreksmönn- um í þjónustu sína, en sjálf þjóðin setji virðingu sína að veði til að karp þeirra ytra, og máske misskilningur, verði leiðréttur. Man nú enginn fyrri tíð? S. B.

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.