Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 13.10.1969, Blaðsíða 7

Mánudagsblaðið - 13.10.1969, Blaðsíða 7
Mánudagur 13. október 1969 Manudagsblaðið 7 ATVINNULÝÐRÆÐI Framhald aí 8. síðu. „afnám eða lækkun tolla" á þeim sjálfum. T.d. ábending um að sann- gjarnt væri að Blindravinafélag íslands og Samband íslenzkra Berklasjúklinga tækju góðfúslega að sér að borga fyrir þá Iögboðin aðflutningsgj öld í sameiningu. (Sjálfsagt er þó að geta þess hér, þó að ekki sé nema innan sviga, að a.m.k. einn hópur sérhagsmuna- manna hefir gert sér þess grein, að einhverjir hljóta að verða að greiða gjöld þau, sem þeir kynnu að geta smeygt sér undan að borga sjálfir. Það eru framleiðendur glæparita og klámbóka. Þeir benda á, að „Anders And & Co.", „Hjemmet" og „Alt for Damerne", o. s. frv., séu tilval- inn viðlagatekjustofn, og þó að slíkri siðabót séu a.m.k einn al- þjóðasamningur, auk nokkurra al- þjóðasamþykkta og viðtekinna venja í alþjóðaviðskiptum, til fyrir- stöðu, þá megi auðveldlega blása á það. Því að, spyrja þeir, erum við ekki sjálfstætt ríki — eða hvað?). Og engum dettur vitanlega í hug að vænta yfirlýsinga um að viðkom- andi sérhagsmunahópur hugsi sér að draga úr bruðli og óhófi, eins og t.d. að útgerðarmenn á Suðurnesj- um kæmu til höfuðstaðarin í áætl- unarbílum, en ekki endilega í Mercedes Benz eða CadiIIac til þess að taka við'styrkjunum og uppbór- unum sínum, að Flóabændur útveg- uðu sér yfirbreiðslur yfir sláttuvél- arnar sínar í mestu stórrigningun- um, eða iðnrekendur Iétu sér nægja að heimsækja St. Pauli vor og haust í stað mánaðarlega. Ennfremur hefir verkalýðseigend um láðst að gera uppskátt, hversu mikið „mannsæmandi lífskjör" kosta á verkamann á ári, talið í krónum, og hversu háan hundraðs- hluta af brúttó-tekjum fyrirtækis- ins þeir telja „réttlátan" til handa hverju einstöku atkvæði sínu. At- vinnurekendum hefir ekki heldur hugkvæmzt að spyrja — nema hógværð þeirra og nærgætni í sam skiptum við „vinnustéttirnar" hafi boðið þeim að fara að öllu með venjulegri „lagni". BAUL BÚKOLLU „20. öldin leiðir í Ijós há- mark vanþekkingar og van- hæfni flokkabroddanna og pólitíkusanna. Þeir vita ekk- ert um vald og rétt, og lesa skilningslaust eitthvað um ríkisvald út úr stjórnarskrán um sínum. Þeir vita ekkert um eðli valdsins og lærðu ekkert af fordæmi mæðra sinna, sem þvoðu bleyjurn- ar þeirra og héldu lífinu í þeim í krafti valds, er þær höfðu öðlazt fyrri þrotlausa fórnarlund í þjónustu lífs- ins. Og þó að maður segi þeim það þrisvar sinnum, eins og Mefistofeles mælti með — þeir skilja það ekki, heldur ímynda sér, þegar bezt lætur, að valdið streymi úr þjóðinni eins og mjólk úr kú, og að ekki þurfi um annað að hugsa en að láta eins mikið og mögulegt er, renna í ríkiskassann og eigin vasa, unz kýrin segir mú-huú á nokkurra ára fresti.“ — Dr. Edmund Marhefka: DIE HERREN DIESER WELT UND DAS PROBLEM DER MACHT (Maximilian-Druck und Verlag; Berlín 1958, bls. 380. Þau örfáu dæmi, sem hér að framan hafa verið nefnd, um það hugsunarlausa amstur og tilgangs- lausa puð, er sett hafa svip sinn á opinbert líf með hvað ömurlegust- tun hætti, hafa átt rætur sínar að miklu Ieyti til þeirrar staðreyndar að rekja, að „stjórnmálamönnun- tun" hefir tekizt að æra almenning í glórulausum hugtakaruglingi. Þeim hefir reynzt einkar auðvelt að svipta hann næstum því öllum möguleikum til þess að gera sér grein fyrir grundvallarmerkingum flestra algengustu orða og hug- mynda, sem að einhverju leyti snerta þjóðfélagsmál eða stjórnmál eða stjórnmálasiðgæði. Hér er fjas- að og blaðrað um alla skapaða hluti, og möglað yfir smáu og stóru, án þess að nokkur geri sér það ómak að hugleiða, að orð og hugtök hafa merkingu, eða hvað þau þýða, og að notkun þeirra fylgir ábyrgð. Sú ábyrgð er fyrst og fremst fólgin í því, að áheyrandi eða viðmælandi geti fyrirhafnarlítið vitað, hvað við er átt. Fólk talar um stjórnmál og á þá oftast við þann skipulagða ránsskap, sem fer fram að frum- kvæði þings og ráðuneyta. Menn nefna ríkið og eiga þá við það, sem svíður okkur dags daglega í augum: bílsjúkt betlilýðveldi, stofnað fyrir náð tveggja setuliða, sem höfðu bannað slíka „sjálfstæðisbaráttu" tveimur árum áður, og er haldið uppi eins og í háðungarskyni. Hér er talað um utanríkisþjónustu og átt við langsoltna bitlingasnata, sem flokkarnir senda á negrasamkom- ur í glerhúsinu á Manhattan. Menntamál kalla menn það, sem dr. Gylfi spjallar við gagnfræða- skóla-stúlkur og -pilta í káetu sinni eða reyksal um borð í skemmti- ferðaskipi eða í flugstöð, þegar hann hefir hér stutta viðdvöl. Það kalla menn efnahagsmál, þegar dr. Bjarni útbýtir milljónahundruðum til íbúðabygginga að boði verka- lýðshreyfingarinnar — til fólks, sem hvorki getur né ætlar sér að endurgreiða, nema því hafi áður tekizt að naga verðgildi gjaldmið- ilsins ennþá nær rótum, en orðið er, með loftkastalakenndum óska- listum um „mannsæmandi líf". Þeg ar Vestmannaeyingar, sem m.a. hafa unnið það þrekvirki að láta bíla- mergð sína (þeir eiga rösklega 700 bílaleikföng) tolla á skerinu, fyllast ómótstæðilegri löngun til þess að sýna venzlafólki sínu í Reykjavík, hvað þeir eigi breiða og gljáandi bíla, þá heimtar þingskörungur þeirra þegar í stað 100 milljónir króna (eins og krónan var fyrir tvö síðustu gengishrun) til kaupa á töfrasnekkju til að flytja gersem- arnar fram og aftur á milli lands og eyja, þá nefna kjósendur þessa hvimleiðu heilakveisu samgöngu- mál! BLÓMLEGUR ORÐAGARÐUR En listinn er hvergi nærri tæmd- ur. Góð og gild orð, sem hafa gegnt hlutverki sínu með prýði um alda- raðir, og allir skilja, eru skyndilega talin ónothæf, merkingu þeirra ýmist snúið við eða þau látin þoka fyrir málnjóla, sem gæti vel verið eins konar hálfkínverska. „Stjórn- málamönnum" er meinilla við orð eins og sparnaður — og mætir það víst skilnigni flestra —, „hagræð- ing" skal það heita, og kemur í sumum samböndum í staðinn fyrir verkvit. Hér áður og fyrrum var talað um framfmrslusveit, fram- fcersluhérað. Nú er fleirtölumynd þessara orða táknuð með eintölu- orðinu„velferðarríki". Sveitarómagi eða styrkþegi var ekki heldur með öllu óþekkt í annálum. Nýtízkuaf- brigði þessara fyrirbæra eru „bóta- þegar", og oft gjaldþrotafen, sem Seðlabanki íslands eða undirdeildir hans moka peningum í. Afkomu- hagsýni eða rekstnrsfyrirhyggja eru ekki nógu þjál og falla ekki að Keynesisma marxistiskra banka- stjóra; við segjum bara „fram- leiðni". Lauslætisdrósir, götumellur, ber manni að titla með viðeigandi virðingu og kalla „ógiftar mæður". Kaupgreiðslukúgun, þ.e. sú borgun, sem vinnuþegi neyðir vinnuveit- anda sinn til þess að greiða sér fram yfir samningsbundið kaup, vilja Iærisveinar Keynes láta kalla „launaskrið". Vinnusvik heita „hlunnindi" og fófletting „uppmæl- ingataxti". Fyrir því hefir aðeins verið vak- in athygli á þessu hér og nú, að til- gangurinn með þess háttar hunda- kúnstum er ekki sá, að „stjórnmála- mennirnir" vilji sýna neinn brenn- andi áhuga fyrir að auðga eða fegra tunguna. Oðru nær. Þarna er um þaulhugsaðar samsæristilraunir gegn heilbrigðri dómgreind að ræða, gerðar í því skyni að prakka ákveðnum viðhorfum inn á granda- laust fólk; í þeim megintilgangi að dylja eigin fjáröflunarsmugur. ALÞINGI ER ATHVARF Þ%$Q£! Hagsmunasamtök „stjórnmála- manna" okkar, Alþingi, eru nú að hefja „störf". Mér dettur ekki í hug að halda því fram, að þeir menn, sem þar hafa undanfarið og munu ennþá halda áfram að kroppa í sarp inn, séu fávísari, ógreindari eða illviljaðri en við hin, sem teljui* okkur, visulega með vafasömum rétti, hafa ráð á að líta niður á þá, og vorkennmn með fullum rétti, ölluin þeim, eldri en 12 ára, er lang ar til þess að gerast meðlimir í fé- laginu. Eg er þvert á móti þeirrar skoðunar, að þarna sé til sýnis á- kaflega fullkomið meðalúrták þjóð- ar, sem sættir sig við, að orð, hug- tök og hugmyndir þurfi ekki að tákna neitt frávikalaust eða ótví- rætt, þegar ætlunin er að koma ein- hverri hugsun, ef um slíkt fágæti er að ræða, til skila, lausri við vífi- lengjur og undanbrögð. Og mér er að Iokum spurn: Hver vill ekki geipikaup fyr- ir litla eða enga vinnu? Hver vill ekki annast „fyrir- greiðslur", þegar „fyrirgreiðsl- una“ er hægt að inna af hönd- um á kostnað annarra, og „fyr- irgreiðslan11 gefur margfaldan arð í eigin vasa? Hver hefir ekki gaman af veizluhöldum og skemmti- ferðalögum? Hver myndi telja eftir sér að rétta upp höndina gegn hæfi- legri greiðslu? Hver neitar að hneigja sig fyrir erlendum tignarmönnum? Hver neitar því, að hags- munir séu hugsjónum æðri? J. Þ. Á. 600 kr. Fíat-Fíat, ný, ódýr þjónusta Komið með Fíat-bílana í skoðun fyrir veturinn. Allt þetta gerum við fyrir kr. 600, og söluskattur innifalinn. 1. Athugaður og mældur raf- geymir. 8. Kveikjulok athugað. 9. Allt kveikjukerfið 2. Hreinsaðir rafgeymapólar og rakavarið. smurðir. 10. Stilltur blöndungur. 3. ÞrýstiprufaS vatnskerfi bifreiðarinnar. 11. Loftsigti athugað og loft- hreinsari stilltur á vetur. 4. Viftureim athuguð. 5. Kerti yfirfarin (skipt um ef þurfa þykir). 6. Platinur athugaðar (skipt um ef þurfa þykir). 7. Innsog bifreiðarinnar 12. Hreinsuð bensíndæla. 13. Kúpling stillt. 14. Bremsur athugaðar. 15. Ljósaútbúnaður athugaður. 16. Mældur frostlögur. athugað. 17. Stillt kveikja. FÍAT-einkaumboð á fslandi. DAVÍÐ SIGURÐSSON HF. Verkstæðisþjónustan, sími 31240. MV---- 13 tegundir sýningarvéla fyrirliggjandi Hálf- eða alsjálfvirkar VERÐ FRÁ KR. 2.200.00 (MEÐ TÖSKU OG PERU). TÝU Hf. Austurstræti 20

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.