Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 13.10.1969, Blaðsíða 2

Mánudagsblaðið - 13.10.1969, Blaðsíða 2
2 Mánudagsblaðið Mánudagur 13. október 1969 Dagbók CIANOS gresfa 9. nóvember: „Frá því 19. sept- ember höfum við lagt á hilluna all- ar tilraunir til að senda skipalestir til Líbýu. í kvöld reyndum við það aftur. Skipalest, sem í voru sjö skip, fór í fylgd með tveimur beitiskip- um og 10 tundurspillum. . . Það lenti í baráttu með óskiljanlegum árangri. Öll, ég meina bókstaflega öll, okkar skip ligja á hafsbotni, og ef til vil þar að auki rveir eða þrír tundurspillar. Við höfum engan rétt til þess að kvarta, þó að Hitler sendi Kesselring til þess að taka að sér yfirherstjórnina". 11. nóvember: „Mussolini er öskuvondur og lætur það ganga út yfir Króatana í Spalato, sem köst- uðu sprengjum á hermenn okkar. „Jafnvel ég skal byrja að taka gísla", sagði. hann. „Eg skal gefa skipun um, að fyrir hvern einn af okkar mönnum, sem særist, skuli skjóta tvo eða þrjá af þeim, og fyrir hvern ftala, sem er drepinn, skulu tuttugu þeirra skotnir", en hann veit, að hann mundi ekki gera það". Aðmírállinn sökkvir skipum á pappírnum 12- nóvember: „Samkvæmt ó- vissum .upplýsingum hefur verið gefin út tilkynninig um, að tveim- ur skipum, hvoru fyrir sig 10.000 smálestir að stærð, hafi verið sökkt af kafbátnum „Malaspina“- En einasta skipið, sem rauuweru- lega var sökkt.'vár ifálsltfTcáfB'át- urinn, sem var sökkt fyrir tíu dög- um síðan. Varaforingi herráðsins, Sapspnetti. aðmírsOI,... tók. . ..ppona sinn og jók við þessi 10.000 upp í 30.000, þar sem það mundi „verka betur á fólkið“- Eftir því, sem sagt er, veit allur flotinn og segir það líka blátt á- fram, að Riecardi aðmíráll (for- ingi flotamálaráðsins) eigi frú Petacci (móður vinkonu Mussolin- is) stöðu sína að þakka. Það er ekki til þess fallið að auka álit hans“- 13. nóvember: „Við verðum að k'oma upp nýju kerfi í útborgun launa til sendiherra okkar erlend- iis, þar sem við eigum ekki meiri erlendan gjaldeyri til“. 14. nóvember: „Alfieri hefur sent boð frá Ribbentrop um hegð- un verkamanna okkar í Þýzka- landi- Við verðum að játa, að meðal þeirra er viss hluti af illa uppöldum letingjum og drykkju- ræflum. Jafnvel Þjóðverjarnir greina á milli verkamanna frá Norður- og Suður-ítalíu. Þeir segja að Norður-ltalamir afkasti 80—90n/0 af því, sem þýzkur verka maður afkastar, en hinir ekki nema 40 prósent". 17. nóvember: „Konungurinn óskar eftir, að hertoginn af Spol- eto fari frá Rómaborg, og Mxxsso- lini á að segja honum það. Fram- koma þessa unga manns er fram úr hófi ótrúleg- Hann býr með stúlkunni Pignataro og tekur hana með í rekkju sína. Hann fer oft á veitimgahús og drekkur mik- ið- Fyrir nokkrum kvöldum síðan var hann á veitingahúsi nálægt Piazza Colonna- Þar vatfði hann saman handiþurrku og snéri henni utan um höfuðið á sér, þannig að hún leit út eins og kóróna og þjónamir horfðu á og klöppuðu. Eigandinn, sem heitir Ascemsio, er ýmist í eldhúsinu eða í fangelsi. Hann er einn af beztu vinum Mussolinis-“ 20. nóvember: „Þjóðverjamir i Frascati líta girndaraugum til Collegi'o di Mondragone (illa þokk aður prestaskóli) og vilja heimta það fyrir herdeildir sínar- .... Sendi'herra páfans hefur mótmælt þossu og sagt, að ef Þjóðverjarnir flyttu þangað, mundu þeir gera 13 að engu ráðagerðir Vatíkansins til þess að reyna að koma í veg fyrir, að Róm verði fyrir sprengjuárás- um“. 24. nóvember: „Ég hef skrifað hjá mér ýmislegt um samtöl mín í Berlín. Hér ætla ég að bæta nokkm við, sem er meira per- sónuilegs eðlis- Andrúmsloftið á ahtikomintern- fundinum var einkennilegt...... Serrano Suner (spánski utanríkis- ráðherrann) var napur og ofsa- fénginn, en vinsamlega sinnaður- ... Hamn hatar sannarlega Eng- lendinga, Ameríkumenn og Rússa. Bardossy (ungverski forsætis- í-áðherrann) lét lítið yfir sér en sandi frá sér gætiíeg skeyti til Þjóðverjanna, eins oft og hann gat. .. Mihai Antonescu (rúm- enski utanríkisráðhex-rann) er nýr í íutanrikispóiitík. .. Danski fuil- trúimn var engu líkari en fiski á þux-ru landi- .. Þjóðverjarnir vtiru húsbændur og létu okkur finna til þess, enda þótt þeir væru sér- staklega kurteisir. Göring og mannæturnar Göring var sannarlega ágætur, þegar hann talaði um Rússana, sem éta hver annan upp, og hann fullyrðir, að þeir hafi jafn- vel étið upp þýzkan varðmann í einum fangabúðanna- Hann talaði með miklu jafnaðargeði. Hann er líka mannlegur. Hann fékk tár i augun, þegar hann talaði um Udet og Mölders (báðir þýzkir flug- menn), sem hurfu nýlega..... Göring fullyrti, að þegar Rússar eru teknir til fanga, þá séu þeir svo soltnir, að það þurfi alls ekki að senda neina verði með þeim. Það sé nóg að aka hemaðarelda- vél, með þeirri matarlykt, sem henni fylgir, á undan faragaröð- unum, og þúsundir og aftur þús- undir þeirra dragist áfram eins og hjörð soltinna dýra. Og við erum á þvi herrans ári 1941“. 29. nóvember: „Marmarica- orrustan (um Tobrúk) hefur vakið meiri athygli meðal ítalanna held- ur en nokkuð annað, sem hingað til heíur gerzt í styrjöldinni. Ef við sigrum- þá verður aðstaðan fyrir Englendinga mjög örðug. Þá mundu steðja fjórar hættur að Englandi: Almenningsálitið heima, vombrigði í Ameriku, einangrun frá Frakklandi og álitsihnekkir í austri, sem mundi haJfa áhrif í Tyrklandi og jafnvel í Indlandi“. 1. desember: „Firnm skip í einni skipalest voru neydd til að snúa aftur, einu var siglt á land og tveimur var sökkt- Áranguriiran er sannarlega ekki góður. .. Ástand- ið í Líbýu hefur að vissu leyti orðið skýrara. .. Cavallero kallar það alvarlegt, en stöðuigt. Guð einn veit, hvað hann eiginlega meinar! Reynslan hefur kenint mér, að þegar hershöfðingjar grafa sig undir óskiljanlegum orðum, þá þýðir það, að þeir hafa eitthvað að dylja“- 2. desember: „n duce er á- hyggjufullur út af matvælaástand inu í landinu. Hann er sannfærð- ur um, að okkur skorti nálægt 550.000 smálestir af hveiti til þess að hafa fyrir þörfum okkar- Við verðum neyddir til þess að taka lánið hjá Þjóðverjunum. Muisso- lini getur ekki fengið sig til að skrifa brðf til Forimgjans til þess að fara fram á þetta, en það lxtur út fyrir að vera óhjákvæmilegt, að hanm geri það. Jafnvel þeir, sem bera ábyrgð á ástandinu í landinu, halda, að frekari tak- markanir á matvælum í landinu mundu áreiðanlega leiða af sér uppþot“. 3- desember: „Japanir hafa höggvið stórt. Sendi’herrann (Shi- ratori) bað um viðtal við Musso- lini. Hann les upp lamga skýr- ingu á samningunum við Ame- ríku og endaði með því að segja, að þeir væru strandaðir. Um leið og hann vísaði til viðkomandi greinar í þríveldasáttmálanum, fór hann fram á, að Italía skyldi segja Bandaríkjunum strið á hendur, um leið og stríðið væi’i komið á stað- Hann stakk jafn- vel upp á því, að við skrifuðum undir samning við Japan, þar sem tekið væri fram, að ekki yrði saminn neinn sérfriður. Túlkurimn, sem þýddi þessar kröfur skallf á beinunum. II duce gaf almenn loforð, en ásikildi sér réttinn til þess að ráðfæra sig við Berlín. II duce var ánægður með tilkynninguna og sagði: „Þá erum við komnir út í stríð milli megin- landa, en það hef ég séð fyrir allt frá því í september 1939“. „Hvað þýðir þessi atburður nú, þegar Roosevelt höfur tekizt það, sem hann ætlaði sér? Þegar hann var ekki tilbúinn að fara í stríðið beina leið, þó fór hanm krókaleið og neyddi Japana til þess að ráð- ast á Bandaríkin“. 4. desembcr: „Berlín tefcur mjög gætilega í uppástungur Japama. Verið getur, að þeir fari með- Þeir geta ekki annað. En tilhuigs- unin um að þvinga Ameríkana út í stríðið er lítt vinsæl meðal Þjóð- verja- Ég hef fen-gið boð frá Gambara (ítalska herforingjanum í Líbýu. .. Nistri (sem kom með þau), sagði, að Gambara óskaði ekki eftir því að ha'fa þessi boð skrif- leg. Hersveitir okkar eru áberandi þreyttar orðnar. Óvinirnir eru famir að dreifa sér um alla Líbýu- Við getum ekki staðið á móti nýrri enskri árás. „Hermenn okkar deyja heiðarlega“, sagði hann, „en það breytir ékki þeirri staðreynd, að þeir deyja“. Ágreiningur milli Þjóðverja og ítala um Frakkland 5. desember: „óróleiki Ribben- trops hefur truflað nætursvefn minn. Síðan hann fór að brjóta heilann um þetta fyrir tveimur dögu-m síðan, liggur honuim nú mikið á að svara Japönum- Klukk an þrjú í morgun sendi hann, Mackensen heim til mín til þess að leggja fyrir mig áætlun um þríveldasáttmálann, þar sem fram ferði Japana væri samþykkt, og við féllumst á að sernja emgan sérfrið“- 7. desember: „Slæmar fregnir írá Líbýu. .. Cavallero er óánægð ur og heldur, að nauðsymlegt verði að heimta ívilnandr hjá Fi'ökkum viðvíkjan-di Bízerta og höfninni þar. .. Um kvöldið kemur Mac- konsen, til þess að skýra frá því fyrir hönd Ribbentrops, að ég megi ekki hefja slíka samninga við Fi-akkland. Þetta er vilji Hitl- ers, sem M-ussolini hefur fen,gið að vita frá Rintelen (foringja þýzku hemefndai'innar á Italíu). Hitler hefur rétt fyrir sér- Tún- is er 100 prósent með de Goulle. Ef við í'eynum að þrýista þar á meira en góðu hófi gegndr, þá getu-r það haft þær afleiðingar, að heimsveldi Frakka losni úr tengslum við Vichy-stjói’nina fyrr en nauðsynlegt er“. 8. desember: „Ribbentrop hringdi mig upp í nótt. Hann er í sólskinssfcapi út af árás Japana á Bandaríkim. Það li-ggur svo vel a honum, að ég má til m-eð að óska honum alls góðs, þó ég sé ekki viss um, hvað þetta leiði til mikils góðs. En eitt er víst: Ameríka fer með í stríðið, og bardaginn verður nægjanlega langur til þess, að Bandarxkin geti boðið út öllum herafla sínum og teflt honum fram í stríðinu. Það sagði ég 1-íka við konunginn í morgun, þegar jafnvel hann var lika ánægður með það sem gerzt hafði“. 10- desember: „Eg skrifaði upp um fund minn (í Túrin) með Darlan (eftirmanni Lavals og varaforsætisráðherra Frakklands). Hann er hermaður, sem skemmtir sér við að fást við stjórn mál. .. Er hann einlægur? Það veit ég ekki nema að eim-u leyti: Hann hatar Englendinga.......... Árangurinn af fundinum í gær: Alls ekki neitt, n-ema hvað an-d- rúmsloftið hefur skýrzt lítið eitt- /JJ BÍLALEIGAN 'A IAItr RAUDARÁRSTÍG 31

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.