Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 13.10.1969, Blaðsíða 5

Mánudagsblaðið - 13.10.1969, Blaðsíða 5
Mánudagur 13. október 1969 Mánudagsblaðið 5 MYSTICUS: Merkileg uppgötvun Margir eru að segja, að það hljóti að vera ákaflega gaman að vera náttúrufræðingur á íslandi. Landið sé svo einstakt í sinni röð og stór- merkilegt frá náttúrufræðilegu sjón armiði. ísland sé Gósenland nátt- úrufræðinga, þar sem undur og stórmerki náttúrunnar sé að finna á hverju strái. En því miður, mín reynsla er sú, að raunveruleikinn sé ekki svona glæsilegur. En á því varaði ég mig ekki, þegar ég var nýbakaður stúdent. Þá var það minn draumur að verða náttúru- fræðingur, og ég sá framtíðina fyr- ir mér í rósrauðum skýjaborgum. Mín mundi bíða frægð og frami á sviði náttúruvísindanna, kannski heimsfrægð. Eg fór að stúdera nátt- úrufræði við háskóla í Englandi, og ég klöngraðist sæmilega gegn- um námið. Eg lagði aðaláherzluna á dýrafræði. Svo kom ég heim með þokkalega góðu prófi og bjóst nú til starfa á ættjörðinni. Eg var bjartsýnn og hélt, að ég fengi hér konar vísindastarfa. En vonbrigðin heima ákjósanleg skilyrði til alls urðu mikil og sár. Eg fékk ekkert að gera annað en að kenna við gagnfræðaskóla óþekkum og áhuga lausum krakkagrislingum, er höfðu ekki hinn minnsta áhuga á dýrum eða plöntum. Þau voru meira að segja svo respektlaus gagnvart dýra- fræðinni, þessari merkilegu fræði- grein, að þau kölluðu hana bara kvikindafræði. Nei, kennsla í gagn- fræðaskóla átti ekki við mig, ég þótti víst lélegur kennari og var einskis virtur af nemendunum. Eg var eins og taugahrúga á vorin eftir kennsluna á veturna. Og á sumrin fékk ég ekki annað að gera en að fylgja útlendum vísindamönnum um landið, og sumir þeirra umgeng ust mig eins og snattara eða snún- ingastrák. Úr mínum vísindaafrek- um varð ekki neitt, á því sviði rudd ust aðrir fram fyrir mig, menn sem kunnu að koma ár sinni fyrir borð og auglýsa sig. Eg hef aldrei haft lag á því. Satt að segja var mér farið að finnast Iífið svo grátt og leiðin- legt, að það væri varla þess virði að lifa því. Og ég var að gefa upp alla von um, að nokkurn tíma mundi úr rætast. Eg mundi alltaf verða gleymdur og grafinn, auð- virðileg og fyrirlitin kennarablók og ekkert annað. Það var í fyrrasumar, að ég skrapp á jeppaskrjóðnum mínum upp að Reynisvatni, sem er hérna rétt fyrir utan bæinn eða þó líklega í sjálfu bæjarlandinu. Eg hafði far- ið þangað nokkrum sinnum til að athuga flugur og lirfur, sem halda sig við vatnið. Þarna er talsvert mikill sefgróður og nóg af pöddum. Veðrið var gott, og í kvöldkyrrð- inni fannst mér ég allt í einu heyra eitthvert liljóð, sem kom mér fram- andi fyrir eyru á þessum stað. Eg stóð grafkyrr og hlustaði betur eftir þessu. Þetta var krakk-krakk-hljóð, jú, það var ekki um að villast, að það var hljóð í froski, ég hafði svo margoft heyrt þetta hljóð, þegar ég var erlendis. En hvernig gat þetta verið? Alir vita, að engir froskar eru til á íslandi. Það hlaut að vera eitthvað annað, sem olli þessu hljóði — eða hvað? Nú heyrðist það aftur svo greinilega á ýmsum stöðum í sefinu. Eg renndi augun- um yfir sefbreiðuna. Og jú, þarna sat lítill froskur — brún- og græn- flekkóttur, á einhverjum vatnajurt- um. Og bráðlega kom ég auga á annan syndandi innan um sefið. Áður en lauk var ég búinn að telja níu froska, sem ég hafði séð auk margra annarra, sem ég hafði heyrt til innan úr sefinu. Þetta voru svei mér tíðindi til næsta bæjar — froskar fundnir á íslandi. Og ég var staðráðin í því að láta engan stela frá mér frægðinni af þessari merki- legu uppgötvun. Eg ók í skyndi í bæinn og fór rakleitt upp á rit- stjórnir dagblaðanna og sagði tíð- indin. Eg held, að sumir blaðamann anna hafi í fyrstu haldið, að ég væri að gabba þá, þó að þetta væri ekki fyrsti apríl. En allir trúðu þeir mér að lokum, þeir sáu, að náttúrufræð- ingur gat ekki verið með svoleiðis kjánaskap. Og fréttin kom í öllum blöðunum daginn eftir, í sumum þeirra með stórum fyrirsögnum. „Froskar fundnir á íslandi". „Sölvi Aðalsteinsson náttúrufræðingur finnur froska í Reynisvatni" og þar fram eftir götunum. Daginn eftir fór ég með hóp af blaðamönnum og blaðaljósmyndurum upp eftir. Við vorum ekki lengi að finna nokkra froska, og það voru teknar margar myndir bæði af mér og froskunum. Um kvöldið kom ég fram í sjónvarpinu og hafði þá tvo af froskunum meðferðis. Froskarnir höfðu á svipstundu gert mig að þjóðfrægum manni. Og marga næstu daga var næstum óslitin bíla- röð upp að Reynisvatni, fólkið fór þúsundum saman að sjá þessi merki Iegu kvikindi, sem reyndust þá vera til á íslandi eftir allt saman, þó að allar kennslubækur í náttúrufræði hefðu alltaf þvertekið fyrir það. Að vísu voru ekki allir jafnhrifnir af þessu. Það er kritur, öfund og af- brýðisemi milli náttúrufræðinga innbyrðis eins og reyndar í öllum slíkum hópum hér á íslandi. Sumir hinna eldri kollega voru ekkert glaðir af því að sjá mig sóla mig í frægðarljómanum. Einhverjir þeirra fóru að skrifa einhverjar at- hugasemdir í blöðin, fýldir og geð- vondir. Þeir voru að gefa í skyn, að þetta gæti ekki verið allt með felldu. Það væri óhugsandi að frosk ar hefðu alltaf verið þarna án þess að neinn hefði veitt þeim athygli fyrr en þetta. Og þeir vörpuðu fram þeirri spurningu, hvernig á því stæði, að þeir væru þá ekki í fleiri Framhald á 6. síðu. BRIDGESTON ,'Ekki er ráS nema i íima sé tekiS" Veturinn er skammt framundan það er því rétti tíminn að kaupa BRIDGESTONE SNJÓDEKKIN Á BRI DGESTON E snjódekkjum KOMIZT ÞÉR LENGST - VETUR, SUMAR, VOR OG HAUST Fóst h|á helztu hiólbarðaverkstœðum landsins Q UMBOÐS- & HEILDVERZLUN með eða án ®KRUPP snjónagla v

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.