Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 24.11.1969, Blaðsíða 12

Mánudagsblaðið - 24.11.1969, Blaðsíða 12
úr EINU Ritstjóraskipti á Tímanum — Veitingahúsin og gosdrykkir — Templarareglan látin? — Guð og ruddamennin — Að lækna eiginmenn — Klálegt burst — INDRIÐi G. ÞORSTEINSSON, skáld og ritstjóri, er nú að fara í árs frí frá Tímanum, en Tómas Karlsson, ritstjórnarfulltrúi, tekur við ritstjórninni í stáð Indriða. Indriði mun nota frí sitt til ritstarfa, safna efni og v'mna úr, en blaðamenn Tímans anda all-mjög léttar því Indriði þótti strangur húsbóndi, enda talinn finna nokkuð til sín síðan hann kom í Laxness-klassann og fluttist úr Thor Vilhjálmssonar-öngþveitinu, sem hann jafnan hafði bæði lítinn smekk fyrir og reyndar fyrirleit allmjög, þó í kyrrþey væri. NOKKUR VEITINGAHÚS borgarinnar hafa nú fengið, frá gos- drykkjaframleiðendum einskonar krana, sem gusa hinum hinum ýmsu gosdrykkjatégundum í vínglös gesta. Þetta myndu menn ætla að myndi lækka verð gosdrykkja. En, ónei, Verðið stendur í stað, en aðeins magnið minnkar þvráður gátu gestir fengið heilar flöskur, og blandað að eigin geðþótta, en nú er líka þessi sparnaðarmöguleiki horfinn. Meðal þeirra veitinga- staða, sem svona hafa farið að ráði sínu er SAGA, en hótel- stjórinn þar lýsti því yfir fyrir skemmstu, að hann teldi þann veg beztan að auka aðsókn að vatnsbóli sínu, að lækka verð á kræsingunum. Það er falleg byrjun, að tarna. NorSmenn og stríðið — Lé- legt og lítilsvirði — Spurn- ingaþáttur án spurninga Vonbrigði — Bl&S Jynr a/la Mánudagur 24. nóvember 1969 ER GÓÐTEMPLARAREGLAN alveg að deyja út eða þiggur hún bara þegjandi styrki sína og ver þeim að vild? Áður fyrr leið vart sú vika, að ekki logaði borgin í sögusögnum af ,,end- urreistum" brennivínsgörpum, en síðari árin heyrist það ekki nefnt. Kunnugir telja, að reglan hafi algjörlega misst af glæpn- um, en aðrar stofnanir, betur reknar, hafi tekið við. Heita má, að þessir menn hafi engu öðru komið fram en bölvun einni og munu fáir syrgja hennar tímabæra afgang. TVÆR UNGAR, reykvískar dömur, báðar trúræknar mjög, áttu leið heim, eftir að hafa farið í kirkju og dýrkað guð sinn þar að siðum góðra manna. Á heimleiðinni, þegar þær áttu leið í dimmu hverfi réðust að þeim þorparar tveir og höfðu þar engan formála en réðust þegar á þær og hugðust nauðga þeim og njóta þannig kroppa þeirra. Stúlkunum brá all-mjög og í örvæntingu heyrðist önnurtauta kjökrandi: „Faðir fyrirgef þeim, því þeir vita ekki hvað þeir gera“. „Þegiðu ómyndin þín“, hvein þá í hinni, „þessi veit það að minnsta kosti". ,,ÉG HELD að ég hafi loksins læknað manninn minn af því að koma seint heim á nóttunni" sagði eiginkonan við vinkonu sína heldur stolt. „I gærkvöldi þegar hann staulaðist heim eftir miðnætti, stóð ég hálfnakin í stigagættinni og kallaði — ert þetta þú Pétur?“ „Og hvernig læknaði það hann?" spurði vinkonan. „Hann heitir Jónas“. SJON VARP ÞAÐ BER ekki að efa, að Norð- menn eru margir hraustir menn, ættjarðarvinir og stóðu sig, eftir atvikum, mjög svo þokkalega eftir að þýzkir hertóku landið í síðari heimsstyrjöldinni. En ef litið er á svokölluð átök um Noreg, dálítið stærri augm, en umsvif þessa kot- ríkis gefa tilefni til í þeim hrika- legu átökum frá 1939—’45, þá verður skjótt ljóst, að hetjulegur og oft óþarfur dauði norskra manna, er harla smávægilegur at- burður er miðað er við heildina. Sjónvarpið norska, sem látið hefur gera mynd þá, sem hér var sýnd í þrem köflum, gerði þessum atburðum, þótt smáir væru, miklu minni og ófullkomnari skil en vænta mátti. Upphaf myndarinnar er kvikmyndavéln „fór inn" í geysilega mikið kvikmyndasafn, vakti nokkrar vonir um hressandi atvik, hroðaleg víg, styrjaldarmóð og aðra sjálfsagða þætti slíkra á- taka, en reyndin var sko aldeilis önnur og harla lítils virði. Vissu allir, að flokkar, mestmegnis ó- skipulagðir, vörðust þýzkum af hugprýði með all-mikilli brezkri aðstoð, vissu menn og, að brezkir stríðsviðvaningar voru fyrstu kveðj urnar, sem hinum norsku föður- landsvinum bárust, enda gafst land ið upp bæði skjótlega og skiljan- lega og féll enginn blettur á fram- komu norsku þjóðarinnar. En með öllu vantaði allt hið mikilfenglega ef svo má kalla, hlutdeild Quisl- ings, hlutverk þeirra er til Bret- lands flúðu, einhverjar myndir af hugaðri andstöðu þorra þjóðarinn- ar er undir hernámi bjó, vopnlaus. Þátttaka norskra liðsmanna í heild- arátökunum var ósköp smávægileg og atriði myndarinnar um þátttöku þeirra í bardögum í Frakklandi og víðar ekki annað en venjuleg spegilmynd af styrjöldinni sjálfri, sem allir hafa fyrir löngu séð. Myndin var í stuttu máli, máské hlutgeng fræðslumynd fyrir norska æsku, en á alls ekki, sem slík, neitt erindi utan Noregs. ★ Nokkurrar eftirvæntingar vakti þáttur Magnúsar Bjamfreðssonar, Setið fyrir svörum, en þar mistókst heldur en ekki að þessu sinni. Framhald á 10. síðu. STÓRGLÆPIR BANDAMANNA: XXXV. 1ARNTJALDIÐ Rökrétt afstaða — 140 km vestan við Berlín — 5.396.651 par Hermannastígvél „Made in U.S.A.“ — Blóðbað í Rastenburg — Kjarnorkuefni í tonnatali — Lýðræðisleg viðbrögð — JÆJA ÞÁ, um helgina hófst fyrsta lotan í hinum árlega kapp- leik auglýsingadeildar blaðsins og ritstjórnarinnar og lauk henni með þeim ódæmum að auglýsingar unnu með sjö síð- um gegn fimm, sem telja má á íþróttamáli hreint burst. Þetta hefur okkur þótt því neyðarlegra sem við höfum sigrað allt árið í vikulegum keppnum. Biðjum við lesendur að afsaka þessa frammistöðu, og munum í næsta leik styrkja framlín- una eins og hann Albert okkar orðar það, og vonumst á eftir betri árangri. Til lesenda og bókaútgefenda Vegna óvenjumikilla þrengsla í blaðinu í dag urðu nokkrar umsagnir um bækur, sem blaðinu hafa borizt að bíða næsta blaðs. Satt bezt sagt voru nokkuð margar umsagnir tilbúnar í blaðinu en urðu að víkja fyrir villimannslegri sókn auglýsingadeildarinnar. Ritstj.. „Leggi þýzka þjóðin niður vopnin, mun öll Austur- og Suðaustur-Evrópa og Þýzka- land verða rússnesku hernámi að bráð. Á bak við JÁRN- TJALD (auðkennt af mér- JÞÁ) munu hefjast rán og fjöldaslátranir, sem menn geta naumast gert sér í hugarlund . • . Þá munu þrældýr ein verða eftir, sem ckkert munu vita framar úr umheiminum <« — Dr- Joseph Goebbcls (1897— 1945), upplýsingamálaráðherra Þýzkalands (1933—1945): 1 ræðu í Berlín hinn 22. Febrú- ar 1945. (Tilvitnun hér úr bók Ainiton Zijsdhika: „WAR ES EIN WUNDER?‘‘ (Mosaik Verlag, Hamburg 1966) bls- 60). ORÐIN TÓM Vandfundin mun vera svo heimsk lýðræðisspíra, að hún þyk- isit ekki gera sér grein ifýrir ofur- mætti Sowjetríkjanna og yfirvof- andi hættu af heimsyfirráðum kommúnismanis. Enniþá er ófund- inn sá lýðræðisherra, sem ekki blæs sig út af stóryrðavaðli um nauðsyn þess „að vera vel á verði og halda vöku sinni“ andispænis hættunni, í hvert skipti, er hann smellir vellukjömmunum. Og aldrei mun finnast sanntrúuð lýð- ræðismanneskja, sem er nógu vel að sér eða hreinskilin til þesis að játa þá augíljósu og óhaggamlegu staðreynd, að kommúnisminn hefði ekki verið til síðan árið 1942, neins staðar í veröldinni, nema í afkimum, ef heimslýðræð- ið hefði ekki brotið honum braut- ina til sigurs- Þó að lýðræðisfólk segist sjá hættuna, þá er óravegur frá því, að í þeirri fullyrðingu leynist sannleiksögn; því að ef .svo væri, myndu leiðtogar þess varla ávallt reiðubúnir til eamninga (eftir- gjafa) varðandi eigin vaildaað- stöðu, heldur krefjast endur- heimtu þess, sem kommúnistar hafa kúgað undir sig þá myndu þeir ekki leggja megináherzlu á kveikmáttlaus vamarbandalög, heldur rammefla árásarmáttinn; þá myndu þeir ekiki fagna friði og efnahagslegum framförum í ríkjum „verkamanna og fátækra bænda“, heldur efla þar effltir mætti ófrið, úlfúð og örbirgð. Nei, mergurinn má'lsins er auðvitað sá, að það, sem lýðræðið kallar hættu, finnst því í raun og sann- leika hreint engin hætta vera, heldur aðeins óþægur bróðir í leik eða, í bezta falli, óþægilegur keppinautur, sem beri að blíðka, enda væri annað i fullu ósam- ræmi við áður auðsýnda um- hyggju: hjálp úr burðarliðunum á árunum 1919—1921, og lausn af höggstokknum árin 1941—1945- LÆRDÓMSRÍKAR UPPRIFJANIR Vitanlega myndi ég aldrei vilj- andi gera mig sekan um þá óhæfu að leggja notokra keisarastjórn að jöfnu við kommúnisma. Þó þykir mér rétt að minna á það í þessu samibandi, aðallega til þess að vekja athygli á, hversu raunalega illa gengur að læra af sögunni, að rússneska keisaraveldið sótti tíðum hart að yfirráðum annarra Evrópuríkja, sérstaklega á 18. öld, og það kom leingst af í hlurt Þjóð- verja, einkum Pníssa, að stemma stigu við framsókn Rússa þá, ekki síður en í heimsstyrjöldunum báðum- En enda þótt það hafi ekki verið neitt fagnaðairefni fyr- ir germanskar þjóðir sérstaklega og aðrar Evrópuþjóðir yfirleitt að rússnes'ka keisaraveldið færð- ist í aukana, þá boðaði viðgangur þess engan veginn endalök vest- rænnar menningar, því að keis- arastjómii-nar, sem að miklu leyti voru bornar uppi af þýzkium yfir- stéttum, gerðu sér allt far um að tileinka sér hana. Samt sem áð- ur hlýtur það að vera afar lær- dómsrfkt, þegar maður leitast við að meta vaildastöðu. kommúnism- ans eins og hún er nú, að rifja upp, hvar landamæri Rússlands Iágu áður, Dg hvar þau liggja í dag, sérstaklega vesturlandamæri þess- Með því að miða við Berlín hjarta Evrópu, verður staðan gleggst- Árið 1772 lágu landamæri Rúss- lands í tæpra 1.200 km fjarlægð frá Berlin, árið 1795 um 630 km, árið 1815 um 320 km, árið 1939 (effltir Hitler/Stalin-samninginn frá 23- Ágúst það ár) um 600 km, árið ■ 1941 (eftir fyrstu sóknarlotu þýzku herjanna) um 1-500 km, og síðan 1945 (eftir að „lýðræðið hafði tryggt sér heiminn“ i hið síðara sinnið) liggja landamæri kommúnismans um 140 km fyrir vestan Berlin, við Helmstedt, eða um 300 km frá ausfcurlandamær- um Frakklands og aðeins 50 km frá mörkum Hamborgar! En hvað í þessu felst, það sk:il- ur enginn lýðræðissinni — og má ekki skilja- „Það vckur mér djúpstæðan ótta, að drcgið heí'ir verið JÁRNTJALD (auðkennt af mér- JÞÁ.) á milli okkar og alls þess, sem er fyrir austan." — Winston Churchill (1874— 1965), forsætisráðherra Stóra- Bretlands (1940—1945 og 1951 —1955): I símskeyti til Harry S. Truman (1884—), forseta Bandaríkja Norður-Ameríku (1944—1952) sendu hinn 4- Júní 1945. ÖRLÆTI OG RÉTTVÍSI Framsókn kommúnismans inn í menningarlönd Evi-ópu kostaði Framhald á 11. síðu. *

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.